Vísir - 05.03.1976, Blaðsíða 19

Vísir - 05.03.1976, Blaðsíða 19
vism Föstudagur 5. mars 1976 ( Almennt og i vaxandi mæli virðast menn gera sér þess grein, að sú kjördæmaskipan sem við búum nú við til kosninga á lög- gjafarsamkomuna er orðin úrelt og þarfnast fullkominnar endur- skoðunar. Þess vegna er lika eðli- legt að menn velti þvi fyrir sér með hverjum hætti sú endurskoð- un ætti að verða, hverju þarf að breyta og hvers vegna. Það er vel þess virði að velta fyrir sér sögulegri þróun kjör- dæmamála i þessu landi. Þegar raunverulegt lýðræði vari sköpun og mótun á fyrstu árum og ára- tugum þessarar aldar, var kjör- dæmaskipan að mestu byggð upp á svokölluðum einmenningskjör- dæmum. Þetta var ekki óeðlilegt þegar þess er gætt, að tsland var umfram allt bændasamfélag og það voru þess hagsmunir sem þurfti að þjóna. En einmennings- kjördæmafyrirkomulagið skóp lika augljóslega galla. Fyrst og fremst þá að með þvi að hagnýta einkum minnstu kjördæmin gátu stjórnmálaflokkar, sem kepptu umfram allt að þvi að öðlazt völd eins og stjórnmálaflokkar hljóta eðlislægt að gera, hlotið stuðning með þvi að beita fyrirgreiðslum til einstaklinga og til byggða um- fram það sem eðlilegt gat talizt. Vegna fámennis og vegna þessa kjördæmafyrirkomulags þróaðist þess vegna hérna lýðræði sem hlaut að byggja mjög á fyrir- greiðslum til einstaklinga. Með öðrum orðum: Hagsmunir ein- staklinga voru um of teknir fram yfir hagsmuni heildarinnar. Einnig vár það svo viða allt frám til ársins 1959, þegar núverandi kjördæmabreyting var gerð, að skipting atkvæða var ranglát, vægi atkvæða misjafnt. Samhliða þessu voru siðan valdastofnanir byggðar upp i kringum þessar fyrirgreiðslur, og möguleika stjórnmálaflokkanna til þess að hafa áhrif á þær, sjálfum sér til hagsbóta. Er þá einkum átt við bankakerfið, — og nú siðast lif- eyrissjóðina, svo og hina ýmsu sjóði atvinnulifsins. Kjördæmabreytingunni 1959 var augljóslega beint gegn þessu. Ég þykist vita að höfundar þess hafi skynjað hættuna sem fólst i möguleikum óeðlilegra fyrir- greiðslna, og þess vegna var sú breyting gerð, sem horföi mjög fram á veginn. En lagfæringin varðekki eins alger og til var ætl- azt, meðal annars vegna þess að stofnanir fyrirgreiðslunnar voru engu að siður og eftir sem áður til, og þær voru einasta lagaðar að nýju kerfi. Hér er enn og aftur átt við bankakerfið — menn skyldu igrunda hvernig kosið er til bankaráða rikisbankanna, menn skyldu igrunda launakjör og bilakaup bankastjóra og menn skyldu igrunda þau bankamál sem sifellt eru að koma upp á yfirborðið, nú siðast i Búnaðar- bankanum. Einhverjar skýringar hljóta að vera á þvi af hverju lög- gjafinn krefst aldrei skýringa hjá þeim leyniverum sem i banka- kerfinu rikja. Nú má ekki skilja þessi orð svo, að sá sem þau ritar hafi allar fyrirgreiðslur á hornum sér. En þarna verður að gera greinar- mun, það verður að skilja á milli eðlilegra og óeðlilegra fyrir- greiðslna, jafnvel siðlegra og ó- siðlegra fyrirgreiðslna. Það eru þær siðarnefndu, sem hafa reynzt þessu samfélagi illa, og vel má vera að rótin að þeim sé einmitt i sögulegri þróun íslenzkra kjör- dæmamála. SAKAMÁL t FRAMHJÁHLAUPI Aður en lengra er haldið um kjördæmamál má gjarnan staldra ögn við og hugleiða með nokkrum orðum þróun þeirra sakamála, sem á döfinni hafa verið undanfarnar vikur. Mikil leynd hefur hvilt yfir allri rann- sókn þessara mála, sem er .ofur eðlilegt, en hins vegar, þvi miður, verður hvati að miklum slúður- sögum, sönnum eða lognum. Hjá þessugetur ekki farið. Hvað um það þá má minna á að i sjón- varpsþætti fyrir um það bil mán- uði setti Kristján Pétursson, deildarstjóri á Keflavikurflug- velli, fram ósk um það, að eina leiðin til þess aðbrjóta þessi mál til mergjar væri að setja sérstak- an setudómara sem fengi umboð til þess að rannsaka öll þau mál, sem þarna hafa verið nefnd til, undir einum hatti. Mál þessi væru hugsanlega skyld, þá er átt við mál veitingahúss, mörg smyglmál og fjárglæfrastarfsemi og fjársvikamál, skattsvik, svo meira sé ekki til tekið, og munu mál þessi hugsanlega ná lengra aftur en Saksóknari rikisins tiltók fyrir skömmu i ákæruskjali frá þvi embætti. Nú er timabært að spyrja hvort þessari ósk hafi verið sinnt'? Hef- ur kerfið sýnt vilja til þess að öll þessi mál upplýsist? Hafa rann- sóknarmenn nægilegan mann- skap? Þetta eru spurningar sem menn vilja fá svör við. Það á einmitt að vera hlutverk blaða — blaða eins og Visis — sem vonandi og væntanlega vill halda áfram á þeirri braut, sem hefur undanfarið gefið honum aukinn vind i seglin, að fylgja eigin fréttastefnu og ekki fréttastefnu uppsaminni á flokksskrifstofum. Það er einmitt við svona spurn- ingum sem blöð eiga að krefjast svara og gegna þar með skyldum sinum við almenning og almennt réttlæti i senn. AF HVERJUÞARF BREYTINGAR í KJÖRDÆMAMÁLUM? Það er ljóst að kjördæmaskipan okkar er fyrir margra hluta sakir orðin úrelt. Fyrst og fremst vegna þess hve atkvæðisréttur manna er misskiptur, þó svo að það sé réttlætanleg stefna út af fyrir sig, að atkvæði ibúa hinna dreifðari byggða vegi nokkru þyngra á metunum, hreinlega vegna þess hve mörg augljós og sjálfsögð réttlætismál eiga þar viða enn langt i land. En engu að siður hlýtur sú kjördæmabreyting sem augljóslega og væntanlega stendur fyrir dyrum að miða að þvi að jafna aðstöðu kjósenda. Þá er ljóst að að undanförnu hefur Alþingi verið að ganga i gegn um hálfgert niðurlægingar- timabil. Það er eins og þar hafi myndazt trúnaðargat, trúnaðar- gat milli þingsins og þjóðarinnar. Þar skortir reisn. Vera má, að hér sé að einhverju leyti við kjör- dæmaskipan að sakast, og þá ekki kjördæmin sjálf, heldur öllu held- ur það flokksræði, sem mjög styrktist við tilorðningu núver- andi kjördæmaskipunar. Nú ber þess þó að geta að sönnu að Sjálf- stæðisflokkurinn hefur gengið á undan með góðu fordæmi i þá átt að reyna að höggva á þennan hnút með svokölluðum prófkjörum. Þá má lika minna á að hingað til hafa ný kjördæmavandamál alltaf verið leyst með sama hætti, með því að fjölga þingmönnum. Hins vegar má áreiðanlega halda fram með nokkrum rétti að þvi fjölmennara sem Alþingi hefur orðið, þeim mun lágkúrulegra hefur það orðið. Fjölgun þing- manna horfir þvi varla fram á veginn. VALKOSTIR Að framansögðu dreg ég þá á- lyktun, að afturhvarf til einmenn- ingskjördæma muni ekki duga eða þjóna almennum hagsmun- um, þvi þótt einmenningskjör- dæmi hafi marga augljósa kosti, þá á það einasta við þar sem fjöl- menni er meira en hér er. Einnig þá almennu ályktun, að núrikj- andi skipulag er orðið úrelt af tveimur ástæðum: Atkvæðisrétti er ranglega skipt og þetta kerfi hefur um of hlaðið undir flokks- ræði bankaspilltra flokka. Mér sýnist að einhver útgáfa þess kosningafyrirkomulags, sem viðhaft er i Þýzkalandi gæti dug- Vilmundur Gylfa- ^ son skrifar. . að hér. Það er, að hver maöur gæti greitt tvö atkvæði, annars vegar flokkslista, sem skipaður væri fyrir allt landið, og þannig kysi hann tæpan helming þing- manna, og hins vegar einstak- linga i sinu eigin kjördæmi, og þannig kysi hann annan tæpan helming þingmanna. Þannig yrðu um það bil 25 þingmenn kosnir af landslista, sem flokkar eða önnur kosningabandalög legðu fram yfir allt landið. Af slikum listum yrði kosið með hlutfallskosningu ogum það að lýðræðislega yrði að þeim staðið yrði að treysta á flokkana sjálfa. 1 öðru lagi yrðu svo aðrir u.þ.b. 25 kosnir úr hin- um ýmsu kjördæmum, þar sem menn gætu gert annað af tvennu, kosið flokksraðaða lista eða ein- staklinga úr einum flokki eða fleirum. Núverandi kjördæmi gætu þá haldið sér, nema hvað Reykjavik yrði að tveimur kjör- dæmum og Reykjanes sömuleið- is. Kjördæmin hefðu þá hvert um sig frá tveimur og upp i fjóra per- sónulega þingmenn, eftir höfða- tölu. Nokkur þingsætikæmu siðan til jöfnunar þótt augljóslega yrði minni þörf á sliku en við núrikj- andi aðstæður. 'En röksemd sem ætti að styðja þá almennu hugmynd að helm- ingur þingmanna yrði kosinn af landinu öllu, og þá einasta helm- ingur beinlinis i kjördæmum er einfaldlega sú, að meðan einstök- um kjördæmum er vitaskuld nauðsyn að hagsmuna þess sé gætt, þá er hitt jafnnauðsynlegt, að tekið sé meira mið en nú er gert af hagsmunum heildarinnar. NBÐURSTAÐA Niðurstaða þessara almennu hugleiðinga er sú að kjördæma- breytingar sé þörf tii þess að jafna atkvæðisrétt milli manna, þó svo að taka eigi nokkurt tillit til hinna dreifðari byggða. Að kjördæmabreytingar eigi enn fremur að stuðla að þvi að draga úr flokksræði, með þvi að gera kosningar persónulegri en nú hefur tiðkazt og heimila mönnum áð skipta atkvæði sinu milii flokka eða fylkinga, ef þeir svo kjósa. En umfram allt þá höfum við i vaxandi mæli búið við kerfi og hugarfar, sem hefur ýtt undir óeðlilegar fyrirgreiðslur. Ef kjör- dæmabreytingar gætu að nokkru spyrnt gegn þessu, þá væri vel farið. ■ . ■ Alþingi að störfum, gömul mynd reyndar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.