Vísir - 10.06.1976, Blaðsíða 23

Vísir - 10.06.1976, Blaðsíða 23
vísm VILJA FRIÐAR- SAMTÖK ÓFRIÐ? Valgeröur Sæmundsdóttir skrifar: „Fulltrúaráösfundur Menn- ingar- og friöarsamtaka islen- skra kvenna hefur sent frá sér ályktun þar sem segir aö fundurinn mótmæli eindregiö öllum samningum islensku rikisstjórnarinnar við breta um fiskveiði innan 200 milna lögsögunnar. barna koma góöir eða vondir samningar málinuekki við. Ófriöur er þeirra ær og kýr, að mér skilst. Hvernig væri að kvensurnar nefndu samtök sin Ómenningar- og ófriðarsamtök kvenna. Mér hefur oft dottið i hug, að það nafn hæfði þeim betur.” Margrét Halidórsdóttir hringdi: Við erum hér m'argar á stór- um vinnustað og viljum byrja á þvi að þakka Visi og Vilmundi fyrir skrif þeirra um dóms- málin. bau voru fróðleg og timabær. Við erum aö velta fyrir okkur varðandi dómsmálin. Ef lög- fræðingur tekur að sér að verja mál manns sem ákærður er fyrireinhvern glæp. Hvert er þá hlutverk þessa lögfræðings? Er það að fá skjólstæðing sinn sýknaðan eða reyna að fá hann dæmdan sem vægustum dómi. Eða er það hlutverk verjand- ans að leiöa sannleikann i ljós hversu sár sem hann kanp að vera fyrir sakborninginn. Og treysta siðan á visku dómarans. betta er fróölegt að fá að vita. bað er nefnilega forvitnilegt aö fá að vita hvort lögfræðingar læra lexiurnar sinar til þess að geta farið i kring um sannleik- ann eða hvort þeir lita á það sem sina einu skyldú að leiða fram sannleikann i hverju máli. Frföa Einarsdóttir, ljósmóöir hringdi. Ég á þrjá stráka, sem allir eru mjög daufir i dálkinn siðan Palli hætti i Stundinni ókkar og fór i sveitina. Mér skilst að brottför hans stafi af smávægi- legri launadeilu milli hans og Sjónvarpsins. Úr þvi aö þeir hjá Sjónvarpinu sjá sér fært að eyða svimandi fjárhæðum i allskyns leiðinlegar myndir finnst mér ekki að þeir ættu að telja eftir að borga Palla mannsæmandi laun svo að hann þurfi ekki að hrökklast i burtu”. „Strákunum minum fannst næstsiðasti þáttur Stundarinnar heldur leiðinlegur þvi að þá var aðeins lesið örstutt bréf frá Palla. 1 siðasta þætti fór Sirrý i heimsókn til hans i sveitina og það var þeim dálitil sárabót. Samt segjast þeir miklu heldur vilja sjá hann sjá hann sjálfan og heyra og ég held að það gildi jafnvel lika um okkur fullorðna fólkið. „bessar harmatölur eru ekki aðeins á minum bæ þvi að alls staðar þar sem ég þekki til rikir mikill söknuður. Ég vil • þvi skora á þá sem eru sama sinnis að láta frá sér heyra svo, að ungum sem öldnum megi auðn- ast að sjá Palla aftur áður en langt um liður”. ÞAÐ ER ANNAÐ AÐ AKA RÉn EN AÐ AKA LÖGLEGA borleifur Guöbjartsson hringdi: Oft undrar mig aö dagblöðin skuli ekki fjalla meira um um- ferðarmál en raun ber vitni um. begar um þessi mál er f jallað er það venjulega i sambandi viö slys en ekkert virðist gert til þess aö upplýsa almenning meira um umferöarmál til þess að koma i veg fyrir slysin. Sérstakan umferðar- þátt i blöðum Ég er viss um að slysunum myndi fækka töluvert ef á hverjum degi mætti finna klausu i blöðunum þar sem ein- hver sérstakur þáttum umferð- arinnar væri tekinn fyrir. bað þyrftu ekki að vera langlokur heldur bara litlar greinar með stóru letri svo menn nenntu að lesa þær. En úr þvi aö ég er farinn að minnast á umferðarmálin vil ég láta i ljósi það álit mitt að um- ferðarfr-æðsla umferðarráðs sé ekki rétt, þvi mér finnst vera alið á hræðslu meðal manna en þeim ekki kennt að haga sér með fyllsta öryggi. Of mikið er klifað á þvi að hvað geti gerst ef maður ekur of greitt, yfir á rauðu ljósi, leggur bifreiðinni rangt, o.s.frv., o.s.frv., en litið sem ekkert er greint frá þeirri hættu sem skapast getur, ef ekið er of hægt, nauðhemlað er rautt ljós kviknar, eða nauðhemlaö við gangbraut (sem er mjög algeng ástæða fyrir árekstrum og slys- um) og svo mætti lengi felja. Að aka „rétt” beir sem telja sig aka réttast og best eru stundum hættuleg- ustu mennirnir, þeir tefja um- ferðina og stundum virðast þeir svo óöruggir að sá sem á eftir þeim ekur getur enga grein gert sér fyrir þvi hvað þeir hyggjast gera næst. bessir óöruggu eiga það til að beygja frá hægri akrein inn i næstu götu til vinstri án þess að gefa stefnumerki. betta fram- kvæma þeir venjulega á sára- litlum hraða og þegar slysið hefur orðið er sá sem ók á þann sem tók beygjuna hundskamm- aður fyrir að aka eins og skepna og athuga ekki aöstæður. En þannig er nú málum hátt- að að ef maður ætti að aka eftir aðstæðum hverju sinni væri réttast aö leggja bifreiðinni þvi of margir skussar eru i um- ferðinni til þess að nokkurt vit sé i þvi að hætta sér út i hana. Kennið viðbragðsflýti Mér fyndist að þeir spekulant- ar sem hafa reynt að kenna þjóðinni aö aka ættu að kenna mönnum að vera fljótir I um- ferðinni, kenna þeim að taka á- kvarðanir, kenna þeim aö aka inn á breiðgötur, kenna þeim aö aka af stað þegar grænt ljós hefur kviknað, kenna þeim að taka tillit til bilsins fyrir aftan sig, kenna þeim réttar umferð- arreglur en binda þá ekki við lagabókstaf sem löngu er orðinn úreltur. (bað er t.d. fáránlegt að sjá kennslubifreið aka á „löglegum” hámarkshraða á Miklubraut vestan Kringlumýr- arbrautar, þegar allir i kring aka mun greiðar). PENINGA SKORTIR TIL DÝRA- VERNDUNAR Martcinn Skaftfells skrifar: „Hvar eru nú dýravinirnir”? — bannig spyrja B og H, 11 ára, telpur og dýravinir úr Hafnar- firði I Visi. bar sem ég hef ekki séð að þeim hafi verið svarað, tel ég sjálfsagt að gera það og þakka þeim fyrir fyrirspurnina og áhugann. Ég er B og H alveg sammála. bað er skömm, hrein og bein skömm þaðhirðu-og áhugaleysi er rikt hefur um dýraspitalann. bar hefur verið sýnd óvirðing góðri gjöf og góðum gefanda, að mörgum finnst, og það ekki að ástæðulausu. En ég get huggað B og H með þvi að verið er að vinna að mál- inu og ég held að alveg sé óhætt að fullyrða að spitalinn verði senn opnaður til þessa mikil- væga þjónustuhlutverks sem honum er ætlað. Ykkur hefur nú sjálfsagt verið þökkuð sala ykkar á merkjum „Dýradagsins”. bað vil ég lika gera og ég vona aö þið seljið lika merki dagsins I sumar. bað er alveg óhætt að hugga B og H með þvi að fullyrða að pen- ingarnir sem inn koma eru ekki notaðir til kaupa á sælgæti. Svo slæmt er það nú ekki. Til dýraverndunar rennur allt sem inn kemur og þörf er á miklu meira. En þótt húsdýrin eigi inni, frá öndverðu til dags- ins i dag, stórfé hjá þjóöinni, eru þakkir þjóöarinnar til þeirra svo þunnar að hún greiöir ekki einu sinni svo mikið til dýranna að Dýraverndunarsamtökin geti haft fastan starfsmann sem helgi sig alveg þessum málum. Slikur er skilningur 'hins opin- bera. Við þurfum þvi á skilningi ykkar og stuðningi að halda. Sem allra flestra i ykkar aldurs- hópi og beggja megin viö ykkur. Og nú skal ég segja ykkur nokkuð, kæru B og H: Ég var að tala við afgreiöslumann Dýra- verndarans, Jön Isleifsson, sem einu sinni var söngstjóri brasta I Hafnarfirði. Hann sagði mér að það vantaði útsölumann i Hafnarfirði. Væri þaö ekki tíl- valið verkefni fyrir ykkur að hafa dreifingu blaðsins á hendi og söfnun nýrra kaupenda? Að sjálfsögðu eigið þið aö fá 20% eins og aðrir útsölumenn fyrir sölu á blaöinu og önnur 20% fyr- ir hvern nýjan kaupanda. Greinin kom of seint Vegna mistaka birtist grein Kristins Hallssonar um óperu- söngvarann William Walker ekki fyrr en i blaöinu i gær, en átti hins vegar aö birtast si. föstudag fyrir tónleika Walkers. Visir biöur Kristin velviröingar á þessum leiöu mistökum. Jón hefur sima 10964. Hann væri þakklátur ef þið vilduð hringja til hans og rabba við hann. Ég er viss um aö blaðinu myndi vera vel borgið I ykkar höndum. Að lokum: bið eigiö þakkir skildar fyrir greinina i Visi. Hún var góð áminning og þörf. Verið áfram vakandi fyrir þessum málum og fáið sem flesta félaga ykkar til liös við ykkur. bá mun þessum málum skila fyrr og betur áfram en ella. bakka ykkur kærlega fyrir, lika fyrir myndina af kisubörn- unum, sem greininni fylgdi. Ég hefði bara viljað hafa mynd af ykkur lika.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.