Vísir - 08.07.1976, Blaðsíða 6

Vísir - 08.07.1976, Blaðsíða 6
Fimmtudagur 8. júli 1976 VISIR Lendingu Víkings frestað aftur Lendingu geimfarsins Vikings 1. á Mars hefur veriö frestaö i annaö sinn. Geimfariö átti aö lenda á ákveönu svæöi 17. júli. Þetta svæöi leit vel út á myndum. En þegar radar geimfarsins fór aö kanna þaö, kom i ljós aö þaö var of hrjúft. Stjórnstöö Vikings 1. i Pasadena i Kaliforniu upplýsti i gær aö þriöja svæöið heföi veriö fundiö, og mætti búast viö lendingu á þvi i kring um 20. júli. Vikingur fer nú til aö kanna þetta svæöi meö myndavélum og radar. Radar geimfarsins er svo nákvæmur, aö hann „finnur” mishæöir sem eru ekki nema einn metri. Flóttakonurnar lík- lega enn i V-Berlfn Lögreglan í Vestur- Berlin telur að flótta- konurnar fjórar sem struku þar úr fangelsi i gær, séu i felum i borg- inni. Þrátt fyrir 45 minútna forskot telur lögreglan óhugsandi að konurnar hafi komist til Vestur-Þýskalands áður en landamæravörðum var gert viðvart. Frá Berlin eru 178 km. Enn hefur engin skýring fengist á hvernig konurnar f jórar komust út úr klefum sinum. Þeir voru læstir, og aöeins hægt aö opna aö utanverðu. Ein konan hafði byssu, sem hún notaði til að ógna tveimur kvenfanga vöröum. Fangarnir fjórir læstu klefunum á eftir sér, þannig aö þær hafa haft lykla. Þær komust siðan út úr fangelsinu með þvi að klifra yfir fangelsismúrinn á samanhnýtt- um sængurfatnaði. Fangaverðir fangelsisins hafa verið leystir frá störfum meðan rannsókn fer fram á flóttanum. Konurnar fjórar sem sluppu, sátu allar inni fyrir aðild að hryöjuverkum. Ein þeirra, Inge Viett, 32 ára fyrrverandi fóstra, var einn þeirra fanga sem hryðjuverkamennirnir á Entebbe flugvelli I Uganda heimtuöu lausa. Gabrielle Rollnick, 21 árs, og Juliane Plambeck 23 ára, sátu inni vegna þátttöku i ráninu á Peter Lorenz. Monika Berberich, 33 ára, var félagi i Baader-Mein- hof hryöjuverkahópnum. Flótti kvennanna virðist hafa verið vel skipulagður, og með að- stoð utanfrá. Fyrir utan fangelsismúrana virðist bill, eða bilar, hafa beðið eftir þeim. Til að hefta för bila sem kynnu að elta var stórum teiknibólum stráð á veginn við fangelsið. Dekk sprungu á einum lögreglubil. Þótt fangarnir hafi liklega ekki komist til Vestur-Þýskalands, þá gætu þeir hafa sloppið yfir til Austur-Berlinar með lestinni sem gengur á milli borganna. Ef þær eru enn i Vestur-Berlln, getur það orðið þung þraut fyrir lögregluna að finna þær, þvi þótt borgin sé vandlega einangruð inni I miðju Austur-Þýskalandi, þá búa um tvær milljónir manna i henni, og landrými er töluvert. öryggisgæsla hefur verið sett um mikilvæga stjórnmálamenn og byggingar I Vestur-Berlin. Strax I gær bárust lögreglunni um 150 ábendingar, en þær leiddu ekki til þess að hryðjuverka- konurnar fyndust. Heinemann fyrrum forseti horfinn á fund feðranna Gustav Heinemann, sem var forseti V-Þýskalands á árunum 1969 til 1974 lést i gær, sjötlu og sex ára að aldri. Hann hafði átt við veikindi að striða og var til læknismeðferðar á háskóla- sjúkrahúsinu I Essen. Dr. Heinemann var af mörg- um talinn vinsælasti forseti V-Þýskalands eftir strið. Sem ungur maöur gegndi hann herþjónustu við stórskota- liðiö i fyrri heimsstyrjöldinni. Heinemann með Willy Brandt, fyrrum kanslara. Aö henni lokinni hóf hann nám i lögfræði, hagfræði og sögu við fjóra háskóla I Þýskalandi, áöur en hann tók til starfa sem lög- maður i Essen. Hann var virkur félagi á árunum 1928-’30 i samtökum, sem nasistar seinna meir leystu upp. Þótt hann yrði fram- kvæmdastjóri stáliöja i Rin, fékk hann orð á sig fyrir aö vera engin undirlægja nasista. Bredca hernámsyfirvöld leyfðu honum að halda áfram starfi sinu eftir strið. Heinemánn státaði sig af þvi við vini sina, aö hann var kom- inn af almúgafólki. Afi hans hafði verið slátrari, en faðir hans járnbrautaverkamaður. — Kunni hann hvergi betur viö sig en einmitt innan um slikt fólk. Haföi hann yndi af þvi að sitja með vinum sinum á bjórstofum, þegar stund gafst til, og hressa sig á ölkollu. Eftir að hann varö forseti, þótti honum miður, að hann einangraðist um leið aö nokkru leyti. „Mér leyfist ekki lengur að fara með strætó. Né heldur má ég fara með leigubllum og spjalia við leigubilstjórana. Ég fæ ekki einu sinni að sitja I al- menningsfarrými i lestunum,” kvartaði hann viö vini sina. Hann var einn stofnenda flokks kristilegra demókrata og var innanrikismálaráðherra I stjórn dr. Konrad Adenauer Heinemann varð vinsæll fyrir glaölyndi sitt og lftiilæti. kanslara 1949-’50. — Heinemann sagöi af sér þvi ráðherraem- bætti vegna ágreinings viö Adenauer, sem vildi hervæða V-Þýskalands, en það taldi Heinemann, að mundi koma i veg fýrir sameiningu austur- og vesturhlutans. Við það lenti Heinemann utangarös i stjórnmálum. Hann stofnaði nýjan alþýskan alþýöu- flokk, til þess aö kjósendur hefðu fleiri kosta völ, en aðeins stóru flokkana tvo. Viðbrögð uröu hins vegar dræm. Gekk hann eftir þaö i lið meö stjórnarandstöðunni, sósialdemókrötum og sat i stjórn Kurts Kiesingers, kansl- ara sem dómsmálaráðherra 1966. Heinemann lætur eftir sig konu stoa, Hildu, þrjár dætur, einn son og fjölda af barnabörn- um. Amin búinn að „týna" 74 ára gam- alli konu Breskur diplómat var sendur í snatri til Ug- anda i gær til að hafa upp á hinni 74 ára gömlu Dora Bloch. Hún var einn gislanna úr Air France þotunni á Entebbeflugvelli, en var á sjúkrahúsi þegar israelsmenn frelsuðu hina gislana á sunnu- dag. Stjórnvöld i Uganda hafa ein- faldlega lýst þvi yfir, að þau viti ekki hvar Dora er, og að þau beri enga ábyrgð á henni. Dora hefur bæði breskt og Israelskt vegabréf. Dora var lögð inn á sjúkrahús vegna þess að bein festist i hálsi hennar. Breskur embættismaður heimsótti hana á sjúkrahúsið I Kampala daginn eftir að israels- menn frelsuðu gislana. Þá gættu tveir menn I borgaraklæðum hennar. Þegar embættismaöur- inn kom aftur klukkutima siöar var honum meinaður aðgangur. Ted Rowland, aðstoðarutan- rikisráðherra i bresku rikis- stjórninni, sagði I Neðri málstof- unni i gær að rikisstjórnin gæti alls ekki sætt sig við þá yfir- lýsingu Ugandastjórnar að ekki væri vitað um hvar Boch væri að finna. Rowland sagðist óttast að frúin yrði fórnarlamb tyftunaraðgerða Idi Amins gegn bretum, fyrrum nýlenduherrum I Uganda. Breska rikisstjórnin hefur verið varkár i yfirlýsingum sinum um aðgerðir Israelsmanna á Entebbeflugvelli, og má vera að þar hafi hún haft i huga að enn búi um fimm hundruð bretar i Ug- anda.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.