Vísir - 08.08.1976, Qupperneq 7

Vísir - 08.08.1976, Qupperneq 7
vism Sunnudagur 8. ágúst 1976 Fé smalað til rúningar. Sveinn, útvegsbóndi, Hjörleifsson hefur sextiu ær og á annað hundrað lömb í Bjarnarey i sumar. Þcssi feitu og pattaralegu lömb bera þvi glöggt vitni, aö Bjarnarey er grösug og þar er gott að vera á sumrum. IÞessi ull á eftir að hlýja einhverjum útlendingnum I vetur, ef að lík- um lætur. ____________________________________. ___________________'______U Landganga 1 Bjarnarey er ekki sem þægilegust en hausta tekur. þangað er þó fé flutt á vorin og f land aftur þegar Hér áður fyrr var fé viða geymt i eyjum og grösugum skerjum yfir sumartimann. Þessir búskaparhættir munu að miklu leyti aflagðir, cn þó má finna lcifar þeirra á nokkrum stöðum á landinu, meðal annars i Vestmannaeyjum. Sveinn Hjörleifsson, útvegs- bóndi i Vestmannaeyjum, hefur geymt fjölda fjár i Bjarnarey, Elliðaey og Ystakletti yfir sumartimann, og svo er einnig i ár. Sveinn flytur fé sitt i úteyjar um miöjan april og hefur það þar á beit fram i miðjan október eða þar um bil. Þetta er mikill fjöldi, og i Bjarnarey einni eru nú um sextiu ær og nokkuð á annað hundrað lamba. Sveinn og nokkrir hjálpar- kokkar hans fóru út i Bjarnarey ekki alls fyrir löngu til þess að rýja fjárhópinn. Fréttaritari Visis i Vestmannaeyjum, Guð- mundur Sigfússon, fór með i þessa ferð, fékk að fylgjast með rúningnum og tók þá þessar skemmtilegu myndir. Ekki er mikið um mannvirki I Bjarnarey. Hér er dyttað að réttinni.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.