Vísir - 28.09.1976, Blaðsíða 2

Vísir - 28.09.1976, Blaðsíða 2
Þriöjudagur 28. september 1976. ( í REYKJAVÍK ) i Ertu flughrædd(ur)? tvar Pétursson nemi: — Nei, ég finn aldrei fyrir flughræöslu. Ég hef flogið nokkuö oft, til dæmis til útlanda. Herta Þorsteinsdóttir, í skóla: — Nei, ég hef aldrei oröið vör við þaö. En að visu hef ég aldrei lent i vondu veðri. Margrét Sverrisdóttir, i skóla: — Ég er ekki neitt flughrædd, Ég hef bara gaman af þvi að fljúga og ferðast oft með flugvélum. Ingibjörg Gunnarsdóttir, nem- andi: — Nei, ég er alls ekki neitt flughrædd. Ég hugsa aö ég yrði ekkert hrædd þó svo aö ég lenti i vondu veöri. Baidina ólafsdóttir, nemi: — Nei, ég hef hingað til ekki oröiö vör við flughræðslu. En ef ég lenti i virkilega slæmu veöri gæti ég trú- aö að mér stæöi ekki á sama. STEFNT AÐ MEIRI HAGKVÆMNI í REKSTRI PÓSTS OG SÍMA „Það þýöingarmesta i þessum skipulagsbreytingum er aö stefnumörkun og daglegur rekst- ur er aðskilið eins og unnt er,” sagði Jón Skúlason póst- og sima- málastjóri á blaöamannafundi um reglugerö þá um stjórn póst- og simamála sem tók gildi 1. júli sl. Á fundinum gerði Halldór E. Sigurðsson samgönguráðherra grein fyrir reglugerðinni. Sagði hann að hún væri byggð á grund- vallarhugmyndum. sem komu fram i tillögum nefndar sem skip- uð var i mars 1973 af þáverandi samgönguráðherra Hannibal Valdimarssyni. Verkefni nefnd- arinnar var að gera allsherjar at- hugun á skipulagi og rekstri Pósts og sima. Formaður nefndarinnar var skipaöur Jón Skúlason, en aðrir nefndarmenn voru þeir Brynjólf- ur Ingólfsson ráöuneytisstjóri, og Hörður Sigurgestsson rekstrar- hagfræöingur, Þá hefur Jón Böðvarsson deildarstjóri i fjár- laga- og hagsýslustofnun starfað meö nefndinni sem ritari hennar. Nefndinni til aöstoðar var norska ráðgjafafyrirtækið A. Habberstad i Osló. Ennfremur hafa Trygve Bruland frá norsku póststjórninni og Tore Dyrkorn frá norsku simamálastjórninni unnið með nefndinni aö skipu- lagsmálum nærri frá upphafi, en þessar stofnanir hafa nýlega ver- ið endurskipulagöar. Hörður Sigurgestsson, Brynjólfur Ingólfsson, Halldór E. Sigurðsson samgönguráðherra, Jón Skúiason og Jón Böövarsson á fundi meö fréttamönnum. — Ljósm. Loftur. Sjálfstæði umdæma og valddreifing I tillögum sinum taldi nefndin að við endurskipulagningu Pósts og sima ætti að hafa þrjú megin- atriði að leiðarljósi: 1) Aðskilnað stefnumörkunar og reksturs. 2) Valddreifingu innan stofnun- arinnar. 3) Aukna formlega stefnumörk- un og rekstrareftirlit. Nefndin lagði til aö stofnuninni yrði skipt i stjórnunarhluta og rekstrarhluta. Rekstrarhlutanum yrði svo skipt i fjögur póst- og simaumdæmi, en áöur voru um- dæmin 5. Taldi hún að leggja bæri áherslu á að umdæmin væru sem sjálfstæðust i störfum. „Þessi skipting er fjárhagslega hagkvæm og hún auðveldar stjórnun stofnunarinnar,” sagöi Jón Skúlason. „Þegar um svona stóra stofnun er aö ræöa er erfitt að hafa yfirsýn yfir hana alla. Jafnframt verður þjónustan við almennine betri viö bað aö um- dæmin eru sjálfstæöari. Þá verður þjónustan öll innan vé- banda hvers umdæmis og vanda- málin leyst á hverjum staö i stað þess að leita þurfi fyrst til Reykjavikur, eins og verið hef- ur.” Færra starfsfólk Nefndin taldi, að þessar skipu- lagsbreytingar væri unnt að gera án fjölgunar starfsfólks og aö unnt væri að fækka starfsfólki i stofnuninni verulega á næstu 3-4 misserum vegna þessara skipu- lagsbreytinga og rekstrarbreyt- inga sem unnið hefur verið að I stofnuninni. Er búist við að unnt veröi aö fækka starfsfólkinu um 75, en hjá Pósti og sima störfuðu árið 1975 1.715manns.Starfsfólkiverður þó ekki fækkað með uppsögnum, heldur verður ekki endurráöið i á- kveðnar stöður þegar þær losna. Samgönguráðherra sagöi aö nokkurn tima tæki að koma reglugerðinni i framkvæmd að öllu leyti, en verulegt átak heföi þegar verið gert og að þvi stefnt að ljúka sem mestu á þessu ári. —SJ Hin nýja starfsskipting Pósts og sima er talin fjárhagsiega hagkvæm og á að auövelda stjórnun stofnunarinnar. Þessar myndir eru úr einni sjálfvirku simstöðvanna og frá langlinumiöstöðinni i Reykjavák. Frímúrarareglan kýs sér œðsta meistara- Um siöustu helgi var kosinn nýr yfirmaður frimúrararegl- unnar á tslandi. Eðlilega hefur verið hljótt um þá kosningu, þar sem frimúrarareglan er al- þjóðlegur leynifélagsskapur stúkubræöra, sem fyrst var stofnað til i núverandi mynd I Englandi árið 1717. En annars á frimúrarareglan rætur að rekja til leynifélaga meðal egypta, grikkja og rómverja. Þaö hefur löngum þótt nokkub ihyglisvert ab hafa leynifélagsskap á borð viö frimúrarareglu starfandi hér, og er sömu sögu ab segja frá öðrum þjóðum. Þó er verk- efni frfmúrara ekki annab en efla bræðralag meðal manna og mannfib og dyggöir meblim- anna, svo aö vitnað sé i kunna bók um regluna. Hitler sálugi var einn harðasti andstæðingur frimúrara á seinni timum og studdist þar við upplýsingar Ludendorfs hers- höfðingja, sem talaöi illa bæði um frfmúrara og gyðinga, og skrifaði bók um þá fyrrnefndu þeim til háöungar. Þaö mun þó hafa verib vegna leyndarinnar, og vegna hins alþjóölega inn- taks, sem Hitler taldi heppi- legra að leggja regluna niður, enda ætlaöi hann einn að ráða I þúsund ára rikinu. Hin beina fyrirmynd frfmúr- arareglunnar er samtök kirkju- smiða á miðöldum, sérstaklega I Englandi. Og enn eru viö lýöi ýms tákn um hina fyrri smiöa- vinnu, svo sem stigin, lærlingur, sveinn og meistari, auk ýmissa hærri stiga, sem hafa bæst við á langri ævi. Regian byggir á einskonar gráöukerfi, þannig að meðlimir færast frá einni gráöu til annarrar. Gráöurnar falla inn i stúkur, sem ýmist starfa einar sér, eöa, sem er algeng- ara sameinaðar í eina stór- stúku. Hverri stúku er stjórnað af meistara sem hefur ýmsa emb- ættismenn sér til aðstoöar. Á fundum eru fluttar ræður, spilað á hljóðfæri og sungið. Að lokn- um alvarlegum stúkufundum er efnt til veislu. Mætt er tii funda i kjól og hvitt eins og þaö er kall- að, og hærra settir bera jafnvel orður. Regian er nátengd yfir- stéttinni i hverju þjóðfélagi, og innan hennar er jafnan að finna valdamiklar persónur, sem hafa haft mikil pólitisk áhrif. Frimúrarareglan er rik samtök, og til aö fá inngöngu þarf ó- flekkað mannorð og mebmæli tveggja guðfeðra. Einnig þarf að gangast undir ýmiskonar próf og vinna þagnareið. Því er ekki að leyna að margir kunnir menn i þessu landi hafa veriö frimúrarar. Þó hafa ýmsir stjórnmálamenn verið fjarri þvl að ganga I leynifélagsskap sem þennan. Frimúrarar eiga hús i Reykjavik og á Akureyri, þar sem þeir koma saman til stúku- funda og borðhalds, en frimúr- ara er að finna um allt land engu að siður. Þeir nota viss merki sin á milli, m.a. merki sem gefur iifshættu til kynna, auk þess önnur einkenni eins og fingurguii á löngutöng. Samkvæmt eðli málsins er ekki vitað hver var kjörinn æðstur meistara um siðustu helgi né hver hafði verið það áð- ur, en reglan er i stöðugri endurnýjun. Margir ungir menn kjósa að ganga I hana árlega, þrátt fyrir ýmsa gamaldags siði og venjur. Kannski minna þeir siðir lærlinganna á ýmislegt popp úr samtimanum frekar en þá trúarlegu alvöru sem þeir byggöust á i upphafi. Einhverju sinni gekk heill söngflokkur karla i regluna i Reykjavik vegna þess að það vantaði til- finnanlega söngmenn. Þeir urðu auðvitað að vinna sitt þagnar- heit, þrátt fyrir starfann. Og þetta þagnarheit virðast fri- múrarar halda vel, þvi mjög Jit- ið er vitað um hreyfinguna fyrir utan ytri sögu hennar. Þess vegna verður seint metiö hvaða áhrif þessi huliðsheimur hefur á gang mála, en undarlega marg- ir af æðstu mönnum þjóðarinnar og voldugustu hafa gengið þar um garða. Svarthöfði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.