Vísir - 28.10.1976, Blaðsíða 24

Vísir - 28.10.1976, Blaðsíða 24
V VfSIR Fimmtudagur 28. október 1976 V "................ _ 'I Amfetamín- salarnir í gœsluvarðhald Piltarnir tveir sem handteknir voru á Keflavikurflugvelli i fyrrakvöld fyrir aö vera aö bjóöa bandariskum hermönnum am- fetamin til sölu, hafa nú veriö úr- skuröaöir I allt aö 15 daga gæslu- varöhald. Mál þeirra er enn I rannsókn lögreglunnar á Keflavikurflug- velli, en veröur siöan sent fikni- efnadómstólnum. Mun annar pilt- anna vera eitthvaö kunnugur þeim dómstól eftir fyrri viöskipti. — klp — Bíllinn ók yfir öxlina ó drengnum \ Ungur piltur slasaöist illa siöari hluta dags I gær er hann varö fyrir bifreiö á mótum Laugavegs og Höföatúns. Ók bifreiöin meö annaö framhjól- iö yfir öxlina á piltinum, þar sem hann lá i götunni. Drengurinn, sem er 12 ára gamall, hljóp fram undan strætisvagni og út á Lauga- veginn. Þar var bifreiö á ferö, en sem betur fer ekki á mikl- um hraöa. Varö drengurinn fyrir henni, og eftir aö hafa dregist meö henni smá spöl féll hann i götuna og varö und- ir ööru framhjólinu. Munaöi ekki nema nokkrum sentimetrum aö hjóliö færi yf- ir höfuö hans, en þaö fór yfir öxlina á honum eins og fyrr segir. Drengurinn var fluttur á slysadeildina og þaöan lagö- ur á sjúkrahús. Var hann eftir atvikum hress siöast þegar viö fréttum. — klp — Aðeins ein fundargerð rangfœrð Visi hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Jóni Halls- syni fyrrverandi bankastjóra: Hr. ritstjóri Þorsteinn Páls- son. Ég kann þvi illa, að blaöa- mennhringitil min, beri undir mig fréttir, sem þeir hafa, segi þær svo eftir mér hafðar og noti siöan eiginn skáldskap fái þeir ekki svör viö sitt hæfi. Loks er öllu slegiö upp f æsi- fréttastil. Blaðamaöur á blaöi þinu hringdi til min i morgun og spuröi mig, hvort rétt væri, að ég heföi á hluthafafundi Alþýðubankans h.f. sl. mánu- dag gagnrýnt fyrrverandi bankaráö fyrir rangfærslu á fundargerö’. Ég kvaö já viö þvi, eins og satt og rétt er. Hann spuröi þá, hvort þaö væru margar fundargeröir. Ég svaraöi honum, aö eitt til- tekiö tilsvar mitt heföi veriö ranglega bókaö, en ég vildi ekki að svo komnu máli tjá mig frekar um þetta mál. Ég viti þær rangfærslur, sem koma fram i fréttinni. Ég tel að skrif um þetta mál þjóni engum tilgangi. Reykjavik 27. október 1976 Viröingarfyllst Jón Hallsson Nœr 200 manns sagt upp hjó Mjólkursamsölunni „Þaö er óljóst hvernig þetta veröur i framtiöinni, en ef viö þurfum aö ráöa aftur fólk mun- um viö leita I þann hóp, sem fékk uppsagnarbréfiö i dag” sagöi Stefán Björnsson forstjóri Mjólkursamsölunnar, er viö höföum tal af honum I gær vegna þess aö þá sagöi Mjólkur- samsalan upp á milli 150 og 200 manns. Þarna er um aö ræöa starfs- stúlkur i mjólkurbúöunum svo og umsjónarmenn búöanna. Voru umsjónarmennirnir sendir út meö uppsagnarbréfin I búð- irnar i gær, og fengu þeir um leið sin eigin bréf. Sagöi Stefán aö bréfin sem heföu verið send út i gær hafi veriö nálægt 200 talsins. Þetta fólk ætti aö hætta störfum þann 1. febrúar n.k. og hefðu bréfin verið send út núna til aö fólkiö heföi betri tima til aö huga aö annarri vinnu. Uppsagnarbréfiö sem starfs- fólkiö fékk, hljóðaöi á þessa leið: „Vegna þeirra breytinga, sem geröar voru á lögum um fram- leiðsluráö landbúnaðarins o.fl. hinn 17. mai sl. og öllum eru kunnar, veröa allar mjólkur- búðir Samsölunnar lagöar niöur i siöasta lagi 31. janúar 1977. Þess vegna veröur Mjólkur- samsalan hér með aö segja yöur upp starfi þvi, er þér hafið gegnt, frá og meö 1. febrúar 1977 þannig að ráðningatimi yöar ljúki aö kveldi hins 31. janúar 1977. Stjórn Mjólkursamsölunnar fullvissar yöur um, aö henni þykir leitt að gera þessar ráö- stafanir. Jafnframt þakkar hún dygg störf á liðnum starfsferli”. Stefán Björnsson ritar undir þetta bréf, sem kom miklu róti á hug margra sem það fengu, þótt svo aö lengi hafi verið vitaö aö þaö væri á leiöinni. Sumt af þessu fólki hefur starfað hjá samsölunni i fjölda mörg ár og margt af þvi er komið á þann aldur, að það á erfitt meö aö veröa sér út um aöra vinnu héö- an af.... — klp — Gestur Guömundsson umsjónarmaöur mjólkurbúöanna afhendir hér tveim starfstúlkum I mjólkur- búöinni aö Háteigsveg 2, þeim Mörtu Marteinsdóttur og Jóninu Kristófersdóttur uppsagnarbréfiö I gær. Gestur fékk þá einnig sitt uppsagnarbréf, en hann er I þeim stóra hóp sem Mjólkursamsalan sagði upp störfum i gær vegna lokunnar m jólkurbúðanna. Ljósmynd LÁ. Ritar Indriði sogu Kjarvals? Hússtjórn Kjarvalsstaða ekki sammóla um hver eigi að skrifa um meistarann Meirihluti Hússtjórnar Kjarvalsstaöa hefur gert samn- ing viö Indriða G. Þorsteinsson rithöfund um aö hann taki saman og semji vandaö rit um Jóhannes Kjarval. Gert er ráö fyrir aö verkiö veröi i tveimur bindum og bæöi veröi þau komin út fyrir 100 ára afmæli Kjarvals áriö 1985. Minnihlutinn lagöist gegn þessari samningsgerö. 1 hússtjórn Kjarvalsstaöa eiga sæti Ólafur B. Thors, Daviö Odds- son og Elisabet Gunnarsdóttir. Hússtjórn haföi fengiö heimild til aö leita samninga viö Indriöa, en á fundi stjórnarinnar þegar samningurinn var lagður fram, lagði Elisabet til aö málinu yröi visaö frá. Taldi hún Indriöa ekki rétta manninn til að vinna þetta verk og vildi frekar fá listfræöing, sagnfræöing eöa láta auglýsa eftir manni. Frávisunartillagan var felld. Fyrir borgarráð 1 samtali viö Visi i morgun sagði Daviö Oddsson, ritari hús- stjórnar, aö samkvæmt samn- ingnum byrjaði Indriði á aö kanna skjöl og önnur gögn sem Kjarval eftirlét Reykjavikurborg eftir sinn dag. Siðan færi fram al- menn efnis- og heimildasöfnun, sem ekki sist væri fólgin i aö taka viötöl viö fólk sem þekkti Kjar- val. Skráing ritverksins færi þá fram jafnhraöan. Þessi samningur veröur til um- ræðu á næsta fundi borgarráös, en það fer eftir fjárveitingum hvaö hægt verður að vinna þetta fljótt. Indriði G. Þorsteinsson mun ekkihafa þetta aö aöalstarfi, ensem fyrr segir er gert ráö fyrir aö fyrir 1985 veröi komin út saga Kjarvals i tveimur bindum, myndskreytt, um 600 blaösiður aö stærð. —SG. Margir bílar enn óskoðaðir Síðasti skoðunardagur í Reykjavík í dag „Jú, þaö er rétt — þaö er siðasti skoöunardagur bifreiöa i lögsagnarumdæmi Reykjavikur I dag”, sagði Guðni Karlsson forstööumaður Bifreiðaeftirlits- ins er við töluðum viö hann i morgun. „Eftir helgina hefst skoöun á léttum bifhjólum og stendur hún yfir i eina viku. Eftir þaö veröa skoöaðar þær bifreiöar sem menn hafa trassað aö koma meö I ár, og fariö verður aö leita aö þeim. 1 febrúar byrjar svo ballið aftur, en þá hefst skoöun fyrir áriö 1977. Ég þori ekki aö segja um hve margar bifreiöar eru óskoöaðar i ár, en þær eru þó nokkrar. Hér i Reykjavik eru nú um 30.000 bifreiðar og stór bifhjól. Eitt- hvaö hefur bæst við á árinu, en einnig hafa margar bifreiðar verið afskráöar. Daglega eru skoöaöir hér á milli 150 og 200 bllar, en erfitt er <■---------------------------«K aö geta sér til um hve margir bilar hafa verið skoðaöir það sem af er árinu. Kemur þar til aö i mörgum tilfellum þarf aö skoða sama ökutækiö oftar en einu sinni, og auk þess eru hér skoðaðir bilar utan af landi. Segir þvi talan 30.000 ekki nema hluta sögunnar”. Við spuröum Guöna að þvi hvort skoðun bifreiða i Reykja- vik á næsta ári yröi framkvæmd viö Borgartún eins og verið hefur, eöa hvort bifreiðaeftir- litsmennirnir gerðu sér vonir um aö veröa komnir i nýja hús- næöiö viö Bildhöfða. „Ég reikna frekar meö þvi að viö verðum hér næsta ár. Fram- kvæmdir vib nýja húsiö við Bildshöfða eru að visu hafnar, en á fjárlögunum fyrir næsta ár er okkur aöeins úthlutaö 19 milljónum króna, og sú upphæö hrekkur ekki til aö ganga frá skoðunaraðstöðu þar”. —klp— Hreinn M. Björnsson bifreiðaeftirlitsmaöur aö skoöa einn af slðustu bilunum sem kemur á réttum degi til skoöunar I Reykjavik, en þaö er sfðasti löglegi skoöunardagur fyrir áriö 1976 I dag. Ljósmynd LA.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.