Vísir - 29.10.1976, Blaðsíða 19

Vísir - 29.10.1976, Blaðsíða 19
vism Föstudagur 29. október Sjónvarp klukkan 21,55: Susan Hayward, til hægri i hlutverki Jane Froman. Með söng í hjarta Jane Froman er ung söng- kona. Sagan hefst þegar frægö- arferiil hennar er aö hefjast. Hún giftist pianóleikara, sem semur fyrir hana lög. Hún verö- ur alltaf frægari og frægari en hann fellur i skugga hennar og veröur brátt afbrýöisamur. Hún fer til Evrópu i siöari heimsstyrjöldinni til aö skemmta hermönnum, en meiö- ist illa á fæti i flugslysi hjá Lissabon i Portúgal. Hún er lögö inn á sjúkrahús þar, en fer siöan aftur til Bandarikjanna. Meiðslin reynast alvarlegri en fyrst var taliö, en hún ákveður samt að fara aftur til Evrópu. Þetta er i stuttu máli sögu- þráður biomyndarinnar I kvöld. Hún er bandarisk, frá 1952 og heitir,Meðsöng ihjarta (Witha Song in My Heart). Þýöandi er Heba Júliusdóttir. Aðalleikararnir Jane Froman heitir raun- verulega Edithe Mariner. Hún fæddist i Brooklyn árið 1924. Hún var ein af þeim fjölmörgu sem var prufuð i hlutverk Scarl- ettO’Harai Gone With theWind á sinum tima, en fékk ekki hlut- verkið. Hún varð samt um ky rrt i Hollywood. Prufuupptaka þessi sýnir einmitt vel sérgrein hennar, sem er að leika ungar fallegar stúlkur, sem hið innra eru ekki eins fallegar, eða stúlk- ur, sem eru úr jafnvægi sálar- fræðilega. Margir muna eftir henni i hlutverki alkahólistans i I’ll Cry Tomorrow, sem gerð var 1956. Susan Hayward er mjög þroskuð leikkona meö sterkan vilja og taugar. David Wayne leikur aðalkarl- hlutverkið, og hann hét einnig upphaflega öðru nafni. Hann fæddist i Bandarikjunum eins og Susan Hay ward og var skirð- ur Wayne McKeekan. Hann er fyrst og fremst sviðsleikari en hefur af og tilleikið i kvikmynd- um. Hann lék i sinni fyrstu mynd 1949 og er gjarna í hlut- verki hins dæmigerða banda- rikjamanns, en hefur að sjálf- sögðueinnig leikið annarskonar hlutverk. Myndin hefst klukkan 21.55, og tekur 7 stundarfjórðunga i sýningu. — GA Sjónvarp klukkan 20, RJÚpNASKYTTUR OG ALVER í kastljósi í kvöld Tvö mál veröa tekin fyrir I Kastljósi I kvöld sem er I umsjá Ómars Ragnarssonar. Fyrst mun Gunnar Steinn Pálsson, blaöamaður fjalla um rjúpnaskyttur og meöferö skot- vopna. Hann mun taka fyrir þessa margfrægu deilu milli rjúpnaskytta og bænda, og gera grein fyrir nokkrum þeim sjón- armiöum sem þar er á lofti haldið. Einnig veröur reynt aö svara spurningunni, hvers eölis vopn- in eru sem þessir menn (skytt- umar) nota, og hvaö þeir þurfa að hafa til að fá þau. Siðan ætlar Ómar sjálfur að sjá um hinn hlutann, stóriðju. Aðallega verður talaö um ál- verksmiðjur, og þá sérstaklega áætlanir um álverksmiöju við Eyjafjörð. Rætt verður viö norðanmenn, hreppstjóra Glæsibæjarhrepps, forseta bæj- arstjórnar á Akureyri og fólkið á götunni. Einnig mun einhver úr viðræðunefnd um þessi mál sitja fyrir svörum. — GA Meö rjúpuna I sigti. Útvarp í fyrramólið: BREYTINGAR Á DAGSKRÁNNI Dagskrá útvarpsins í fyrra máliö er töluvert frábrugöin þeirri sem veriö hefur undan- farna laugardaga. Klukkan 10.25 er þáttur sem ber heitiö Bókahorniö. Þaö er barnatimi I umsjá Hildu Torfadóttur og Hauks Ágústssonar. Rætter við örn Snorrason og lesið úr bókum hans. Þetta er aðalbarnatimi útvarpsins og tekur 50 minútur. Siðan les Guð- mundur Jónsson úr minningum Arna Thorsteinssonar eftir Ingólf Kristjánsson og leikur lög eftir Arna. Þátturinn ber heitið Lif og lög og hefst klukkan 11.15. Eins og allir vita voru óskalög sjúklinga á þessum tima laug- ardagsmorgna áður, en eru nú á föstudagsmorgnum. —GA Útvarp klukkan 16,20: „SPLUNKUNÝJAR" PLÖTURí POPPHORNI f DAG „Ég verö meö „splunkunýj- ar” erlendar plötur I dag”, sagöi Vignir Sveinsson, umsjón- armaöur popphorns I samtali viö Visi. „Það eru fimm stórar plötur sem ég tek fyrir. Nýja plötu meö Ringó Starr, og aðra með Steve Wonder, en hún er hans fyrsta eftir langt hlé. Það eru tvær plötur i þvi umslagi. Einnig leik ég nýjar plötur meö Barry Manilov, K.C. and the Sunshine Band og Diana Ross, sem hefur gefiöútplötu með sinum vinsæl- ustu lögum”. Vignir tekur þátt sinn upp beint eins og kunnugt er, aðal- Vignlr Sveinsson lega vegna tilkynningaflóösins sem á undan fer. Hann hefur nú tima til hálf sex, sem ætti að tryggja aö alltaf er hægt að leika nokkur lög. Aður þegar þátturinn var til 17.10 kom fyrir að hann væri felldur niður. — GA 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miödegissagan: „Eftir örstuttan leik” Eftir Elias Mar. Höfundur les (3) 15.00 Miödegistónleikar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn 17.30 Gtvarpssaga barnanna: „Óli frá Skuld” eftir Stefán Jónsson Gisli Halldórsson leikari les(3) 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Þingsjá Umsjón: Kári Jónasson. 20.00 Frá erlendum tónlistar- hátiöum.a. Ursula og Heinz Holliger leika á hörpu og óbó tónlist eftir Gabrie! Fauré og Johann Kalliwoda. b. Graziella Sciutti syngur lög eftir Mozart: Roger Aubert leikur á pianó. c. U lf Hoelscher og Michel Béroff leika Sónötu i a-moll fyrir fiölu og pianó op. 105 eftir Schumann. 20.50 Myndlistarþáttur 21.20 Tillirigöi eftir Sigurö Þóröarson um sálmalagiö „Greinir Jesus um græna tréð” Haukur Guölaugsson leikur á orgel. 21.30 Ú t v a r ps s a g a n : „Breyskar ástir” eftir Óskar Aöalstein 22.00 Fréttir 22 Veðurfregnir Ljóöaþáttur. Umsjónar- maöur: Njöröur P. Njarö- vik. 22.35 Afangar.Tónlistarþáttur i umsjá Asmundar Jóns- sonar og Guðna Rúnars Agnarssonar. 23.25 Fréttir. Dagskrárlok. FÖSTUDAGUR 29. október 1976 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Kastljós.Þáttur um inn- lend málefni. Umsjónar- maður Ómar Ragnarsson. 21.40 Byggt fyrir framtiöina. Mynd þessi er gerð árið 1969 I tilefni af 50 ára afmæli Bauhaus-stefnunnar svo- nefndu, sem á uppruna sinn i Þýskalandi og stóð þar meö mestum blóma á árun- um 1919-33. Hún hefur einn- ig haft áhrif á myndlist og listmunagerð. Rætt er við Walter Gropius (1883-1969), upphafsmann þessa bygg- ingastils, og sýnd hús, sem hann teiknaöiá sinum tima. Þýöandi og þulur óskar Ingimarsson. 21.55 Meö söng i hjarta. (With A Song in My Heart). Bandarisk biómynd frá ár- inu 1952. Aðalhlutverk Susan Hayward og David Wayne. Myndin er gerð eftir ævisögu söngkonunnar Jane Froman. Sagan hefst, er frægöarferill hennar er aö hefjast. Jane giftist pianó- leikaranum Don, og hann semur lög fyrir hana. Hún fer til Evrópu I slðari heimsstyrjöldinni aö skemmta hermönnum og meiðist illa i flugslysi. Þýö- andi Heba Júliusdóttir. 23.40 Dagskrárlok.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.