Vísir - 07.11.1976, Blaðsíða 15

Vísir - 07.11.1976, Blaðsíða 15
vism Sunnudagur 7. nóvember 1976 15 Eggert: Þokkabót hetur ekki borið sitt barr síðan I.itlir kassar lokuðust. — Já, á plötunni er Kalli meðlimur i Þokkabót. Hann átti upphaflega að vera stjórnandi i upptökunum en það æxlaðist þannig að hann varð bara einn af okkur. Stimplar Teljið þið ykkur vera með þjóð- iega tónlist? 1 — Já — „öll góð list er þjóðleg, en öll slæm list er óþjóðleg” (svo mælti Gylfi Gislason) og „engin list getur verið alþjóðleg” (svo mælti Halldór Kiljan Laxness i „Alþýðubókinni”). Hver er staða ykkar i þessum tónlistarheimi okkar? — Við störfum ekki beint sem hljómsveit i þeirri merkingu, heldur tökum við fyrir verkefni i það og það skiptið. Við höfum ekki komið auga á frekari grundvöll fyrir þá tónlist, sem við viljum flytja. A okkur hefur lika veriö lagður kommastimpill, sem fólkið er hrætt viö. Við erum bara að túlka okkar persónulegu skoðanir. Það er kannske ákveðinn hópur sem hefur lagt þetta á okkur til að reyna að þagga niður i okkur. Til dæmis voru skrifin i Morgun- blaðinu um plötuna mjög villandi. Andinn i þeim var sá: við skrifum um strákana þó þeirséu kommar, en þetta er nú ekkert fyrir „Gunnu í bláa kjólnum”. Þvældartuggur eins og þetta með herinn á Miðnesheiði, hvað kemur okkur þetta við, er ekki búið að tala nóg um hann? 1 sambandi við stimpla, þá geta þeir hrætt fólk frá þvi að fylgja fram sinum skoðunum. Þessi stimpill er mjög sterkt vopn, þvi fólk er fullt af hleypidómum. Við viljum að fólk hlusti á okkur afurðir og dæmi sjálft. Svona i lokin Svona i lokin hvað hafið þið i hyggju að gera sem Þokkabót á næstunni? — Það er ekkert i hyggju! Það þurfa öll fóstur meðgöngutima og við erum ekkert að flýta þeim meðgöngutima, fóstrið gæti komið vanskapað þá! H.I.A. Leifur: episkt, lýriskt, dramatfskt... (Eggert horfir dolfaliinn á. Takiöeftir mikrófóninum.) tf r* tcr... lí? II r* KT.,.Ta»AM A' T'*KT...'bULWWA KOfLUM( ÍVAf HtMl '6fcOKVHA,T*UfUbi <A SKytJJUtt 'OfOfcMlMA, wAkiMÍfr Afe UMbÍKVÍTtWiBlf- MMbVÍTWNBWtLiySíB &ÆTI OtKAfc TVTmSuS f OftUkltí- VfQO UtM þfcfyibA. U6MA fcfcfSKA, VfV«TA>K\ ,H\t> Výfc'ifcA TAKK .tAVlMlf AÐ VITUWWV) HVÍRTI Viðtal: Holldór Ingi Andrésson nA • Myndir: Loftur Ásgeirsson komum við líka fram á konsert sem haldinn var til styrktar fjöl- fötluðum i Austurbæjarbiói, sem var liklega best heppnaði konsert Halldór: Sumt fólk hristir bara hausinn. af öllum misheppnuðum konsert- um okkar. „Fráfærur” Eruð þið til I að lýsa „Fráfærum”.... —„Episkt, lýrískt, dramatiskt. Dulræn á köflum, ívaf hins órök- vfsa, truflun á skynjun hins óformlega. Þannig að undirmeð- vitundarleysið gæti orkað tvi- mælis í grunnvidd hins þriviða nema hið episka yfirtaki hið lýr- iska tákn þannig að vitundin hverfi af sjónarsviði hins óopin- bera, ha????”, (sagði Leifur). — Ha, ha, ha, ha, ha!” — Þetta er nú þaö besta sem Leifur hefur sagt til þessa. — Eins og myndlistardómar ölafs Kvaran! Nú skiptuð þið um útgefanda, hvers vegna? — Hvers vegna ekki? Steinar Berg haföi ekki boðiö okkur neitt þegar Mál og Menning gerðu okk- ur boð sem við gátum engan veg- inn hafnað. Við vorum á launum á meðan við æfðum upp og sömdum verkiö. Hér var ekki um að ræða fyrirfram hluta okkar heldur kom þetta inn I hina venju- legu kostnaðarhlið. Svo skiptist þetta þar utan til helminga, sem veröur að teljast gott boð frá sjónarhóli tónlistarmanns I þess- um bransa i dag. Þaö er reyndar hægt að gera betur með þvf að vera útgefandi sjálfur, en það hefur lika i för meö sér áhættu. Hvað um efni plötunnar? — Þetta er ekki neitt komma- þrugl, menn skipta sér ekki i hópa i herstöðvarmálinu eftir flokkspólitik. Þetta „þema” kom upp hjá okkur um það leyti, er all- ir voru að tala um aö taka leigu fyrir kanann, en við viljum ekkert slikt enda erum við hernámsand- stæðingar. Við erum alltaf krafnir sagna um hvert við séum að fara, en þessir sölumenn sem eru að gefa út plötur, þeir eru aldrei spuröir. Þeir hafa afsökun, „þeir eru að selja”, númer eitt, tvö og þrjú! Nú til dags á maður bara_að borga sig fjárhagslega, ekki andlega. Við erum vissir um það aö viö getum leyft barnabörnum okkar að’ hlusta á þessa tónlist með meira stolti en flestir af þeim sem eru að selja plötur núna! Karl Sighvatsson á nokkuð stóran þátt I plötunni... Halldór: Já, við gerðum ruggustólaþáttinn

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.