Vísir - 21.11.1976, Blaðsíða 8

Vísir - 21.11.1976, Blaðsíða 8
Sunnudagur 21. nóvember 1976 VISIR „Jú, þau augnablik koma aö mig óar við þeim möguleika að ég verði brjálaöur vegna galdraiökunarinnar...” þar veröur sannur satanisti sifellt að beita rökvisi. Heittrúaðir kristnir menn kasta jafnan allri rökvisi fyrir borð. Ég held þvi fram að þeir righaldi i blekkingar- heiminn, loki sig af á smá- bletti þarsemhlýttog gotter að vera. Þetta fólk skortir hugrekki. Og ég verö að segja að galdur krefst nokk- urs hugrekkís af iðkendun- um. Það gefur auga leið að það þarf hugrekki til að brjóta af sér þá hlekki sem allir venjulegir menn ganga með og ekki sist til að halda sönsum gegnum allt sem galdramaðurinn reynir. Jú, það er vissulega algengt að þeir sem iöka galdur haldi ekki sönsum. Slikt gerist þegar menn ofmeta eða trúa á þær blekkingar sem þeir búa til sjálfir, og missa sjón- ar á táknrænni merkingu þessa mikla gangverks, og þvi að það er tæki til þekk:- ingar”. Að sitja ekki fastur í drullunni. Hann segir að til þess að varastþessa hættu verði ætið að beita rökhugsun. „Maður veröur alltaf að halda þeim sataniska anda að eyðileggja blekkingarnar jafnoðúm, splundra þeim. Annars er sem sagt hættan sú aö menn lokist inni i sinum eigin blekkingum og veröi fastir i drullunni”. Verður hann sjálfur aldrei hræddur um aö svo muni' fara? „Jú. þau augnarblik koma að mig óar við þeim mögu- leika að ég verði brjalaður vegna þessarar iðkunar. Sumirsegja reyndar aðbara það að iðka galdur sé merki um brjálun.og kannski á það viö einhverja sem lesa þetta viðtal. En vissulega hafa galdramenn farið forgörðum viö þessa iðju. Það sem ég X / Þessi mynd hangir á vinnustað ómars. Hann segist hafa málað hana sjálfkrafa, — ómeövitað um myndefniö sjálft. Myndin skiptist I niu reiti meö táknum sem lýsa persónulegri upplifun hans á satan- isma. hef sifellt i huga i þessu sam- bandi eru orð sem Crowley hefur eftir Páli postula: Reynið allt og haldiö aðeins þvi föstu sem er gott. — Þótt menn loki sig inni i einhverju sleni og sinnuleysi er heldur engin trygging fyrir þvi að þeir verði ekki brjálaðir. Slikt er aðeins merki um litla atorkusemi”. Praktisk beiting galdurs. Ómar segist, eins og fram hefur komið, litið vilja skýra frá þvi hvernig sjálf iðkun galdursins er stunduð. Þar sé um að ræoa ákveðnar helgiathafnir og ákveönar listrænar athafnir sem menn iðki i einrúmi fyrst i stað, en siðar geta komið til hópat- hafnir. Hann segir að þeir séu tveir kunningjar sem haldi saman i þessu sam- bandi, en honum sé ekki kunnugt um að hér á Islandi hafi myndast „sértrúarhóp- ur” satanista. Hins vegar kveðst hann vita um all- nokkra einstakíinga sem fengist hafa við galdur hér- lendis, og m.a. hafi þetta stundum verið tiska meðal menntskælinga að fikta við þetta, en ekki risti þaö djúpt. heldur dulfræðileg. En það er erfitt að útskýra þetta”. Ómar vildi hvorki játa né neita þvi að hann noti galdur jafnvel i persónulegu ábata- skyni i hversdagslifinu. ,,Að nota galdur við að fá óskir uppfylltar er oft miklu erf- iðara en að fá þær uppfylltar eftir venjulegum leiðum. Þetta veltur allt á þvi hversu fær galdramaðurinn er. En þeir sem þekkja þessi fræði vel ættu að geta séð af þessu viðtali hversu langt ég er kominn. Ef mig langaöi t.d. til að komast yfir kvenmann þá er ég ekkert viss um að ég myndi nota galdur”. Mikilvægi virkjunar kynkraftsins. Hann segir að i galdri sé kynferðisleg orka mannsins grundvallaratriði,. þótt hann telji að ”þeir fábjánar sem staðið hafa fyrirj endur- vakningu satanismans á Vesturlöndum, t.d. i Bret- landi, að undanförnu, og er ekkert annað en þjóöfélags- legs eðlis eölis, eins konar stresssjúkdómur”. ,hafi mis- notað þetta grundvallar- atriði til að fá fýsnum sinum svalað i merkingarlausum orgium. „En iðkun galdurs byggist Ómar meö Tarotútgáfu Aleisters Crowley. Af honum og læri- sveinum hans kveöst hann ef til vill hafa lært mest. Krossarnir tveir sem hann hefur um hálsinn, eru: Crux-ansata <á grfsku) eöa Ankh (á egypsku) sem er sá efri. Hann er kross lifsins, og samanstendur af myndrúninni Tau, sem táknar heiminn, og hringnum, sem er tákn fullkomnunar og timaleysis. Neöri krossinn er Stjarna Soiomons, — tákn Makrokosmos, alheimsins, og samanstendur af tvcimur andstæöum þrihyrningum innan hringsins, sem enn er tákn fuilkomnunar. Þrihyrningarnir tákna iögmáliö: svo hiö neöra sem hiö efra. Innan á sér ber ómar einnig merki Mikrokosmos. Hann segir að allir galdra- menn haldi sinar dagbækur yfir þær athafnir sem þeir fremja. „En ég vil ekki skýra frá ákveönum hlutum sem ég hef reynt. Það gæti komiðsér illa fyrirmig. Gæti t.d. komið öðru fólki viö. Ég er ekki endilega aö segja aö ég gæti orðiö fyrjr svarta- galdri, en alveg eins. Reyndar er skiptingin milli svartagaldurs og hvita- galdurs hæpin. Crowley not- ar skiptinguna i svartbræð- ur, sem loka sig inni, og hvít- bræður, sem opna sig. Þessi skipting er ekki siöferðileg vissulega aö miklu leyti á virkjun kynorkunnar”, segir hann, „Að virkja kynkraft- inn, þessar dýrslegu hvatir sem maöurinn gengur fyrir, og Crowley kallar „losta”. Crowley boðar: Gerið það sem vilji yðar býður yður, en bætir við, að ánægjan af þvi að framkvæma vilja sinn skipti lika megin máli, að gera lifsvilja að lifsgleði. Það er lostinn. í galdri verða kynferðislegar athafnir, þeirra á meðal kynvilla og animalismi eöa samfarir við dýr, táknrænar. Þær veröa hluti af helgiathöfn, og þar er hápunkturinn orgasmi, — blossier kynkrafturinn hefur verið virkjaður til sköpunar. Jú, auðvitað hefur þetta mótað algjörlega min personulegu viðhorf til kyn- lifs. Kynlif verður ritúalskt, — leið til að virkja geypi- kraft sem allir búa yfir og þar með vikka skynsvið manns.” Hin takmarkalausa þekkihgarleit. „Þetta grundvallast raun- ar allt á útvlkkunarþrá’<segir hann. „Eina vissan er að takmarkiö er að öölast skiln- ing. Það hljomar að vlsu dautt og slepjulegt I minum eigin eyrum. En engu að slð- ur grundvallast þetta á tak- markalausri þekkingarleit, takmarkalausri þrá eftir krafti eða valdi. Jú, jú, það koma augnablik þar sem ég efast um það hvort ég er á réttri leið, en ég held samt áfram að lesa þessar bækur, gera þessa hluti”. Ómar segir að þessi iðkun hans og trú rekist á engan hátt á v ið hans daglega starf, þótt siðar meir hyggist hann reyna að helga sig frekar námi og ástundun mynd- listarinnar. „En ég verð vissulega var við geysilega fordóma gagnvart þvi sem ég er að gera. Algengast er að fólk hlæi bara. En sumir eru fullir fordóma og hneykslunar. Og það eru þá frekar menn sem hafa meiri skilning á þvi sem hér er á ferðinni. Astæðan fyrir þvi að ég féllst á þetta blaðavið- tal er löngun min til að vekja fólk til meðvitundar um þessi mál. Ef fólk kynnti sér þessi fræði, — og ég held að islendingar séu almennt mjög móttækilegir fyrir dul- rænum fræðum— , þá myndu þau kynni ekki vera nema jákvæð. Þeir sem óhæfir eru til þessara hluta detta sjálf- krafa út, en þeir hæfu halda áfram. Ekki aftur snúið fyrir mig”. Hann viðurkennir að innan fjölskyldu sinnar sé mönnum ekki sama um þa Ieið sem hann hefur valið. „Og þeir sem láta sér annt um mig hafa áhyggjur. En ég get ekki látið það aftra mér”. Ómar Stefánsson segir að hann hafi aldrei átt sér sina kristnu barnatrú og aldrei verið gefinn fyrir að biðia. „Og þaðvar t.d. einkennilegt áð hálfum mánuði áöur en ég var fermdur fékk ég alveg geypilega flensu, —gat varla talað fyrir slimi. Það svona urraði i mér. En ég var drif- inn í kirkjuna. Þar lá hins vegar við þvi aö liði yfir mig. Allt varð svart og ég varð íjólublár i framan og þurfti að fá vatnsglas hjá með- hjálparanum. Og einu sinni i skóla þegar ég átti aö leika Jósep í helgileik i kirkjunni i tilefni af jólunum og hefði þurft að leiða Mariu mey mér við hönd, þá hafði ég vit á þvi að verða veikur á slð- ustu stundu. Það varð að redda sýningunni meö því að fá annan leikara. Ég vei't ekki hvort eða hvernig á að skýra þetta. 1 minni æsku kom aldrei nokkur skapaöur hlutur fyrir mig sem hefði átt að geta haft áhrif á það hvaða stefnu ég hef tekiö. Aleister Crowley er sigilt dæmi um mann sem átti alveg sérstaklega eðlilega barnæsku en varö svo hinn mesti galdramaöur. Ætli það verði ekki svipaö með mig. Það verður alla vega ekki aftur snúið fyrir mig. Mér er alltaf illa við þegar er talað um að ég hafi satanisma og galdur að áhugamáli, hobbi. Þetta er mitt lif”. — AÞ. 4

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.