Vísir - 10.12.1976, Blaðsíða 13

Vísir - 10.12.1976, Blaðsíða 13
12 i iTPíIWMBmWÍ —— Föstudagur 10. desember 1976 vism '•11 ..............................■■■■■ m vism Föstudagur 10. desember 1976 Umsjón: Björn Blöndal og Gylfi Kristjánsson V Real Madrid tapaði í Moskvu TSKA frá Moskvu sigrabi Real Madrid í Evrópukeppni meistaraliöá i körfuknattleik i leik liöanna sem fram fór i Moskvu igærkvöldi, meö 111 stigum gegn 92. TSKA haföi 10 stig yfir i háifleik 52:42. Alexander Belov var lang- stigahæstur leikmanna TSKA meö 25 stig, en hjá Real Madrid var Coughran stigahæstur meö 26 stig. Þetta var fyrri leikur liöanna i úrslitakeppninni, en þar er leikiö í einum riöli. gk-. Skotarnir forustuna Morerod sigraði í fyrstu umferð Þaö er ekki fyrir neina aumingja aö vera dómarar f Isknattleik eins og sjá má á þessari mynd. Hún er tekin I leik Cleveland og St. Louis i Bandarfkjunum og sýnir hvernig fór fyrir dómurunum þegar þeir ætiuöu aö stööva áflog leikmanna. Brian Barnes og Sam Torrance frá Skotlandi hafa forustuna eftir fyrsta daginn i heimsmeistara- keppninni i golfi sem hófst f Palm Springs i Bandarfkjunum i gær, en þessi keppni fer þannig fram aö tveir og tveir leika saman, og ræöur samanlagöur höggafjöldi þeirra. Eftir fyrsta daginn eru skotarn- ir meö 143 högg, einu höggi betri en Jerry Pate og Dave Stockton frá Bandarikjunum, og Hsu Sheng-San og Kuo Chie-Hsiung frá Formósu sem eru á 144 högg- um. Siöan koma Astralla og N-Sjáland meö 145 högg og Spánn og Wales fá 146. Lestina eftir fyrsta daginn reka ísrael með 167 högg, Costa Rica meö 170 högg og Panama meö 176 högg. gk-. ,,Ég hef ekki hugann viö þaö aö sigra i keppninni um heimsbik- arinn, heldur stefni ég aö sigri I hverri keppni fyrir sig,” sagöi Lise-Marie Morerod frá Sviss sem sigraöi i fyrstu keppni kvenna i heimsbikarkeppninni i gær, en þá var keppt I stórsvigi. ,,Ég var mjög taugaóstyrk áöur en keppnin hófst, en þegar ég var komin af staö fann ég aö alit var i besta lagi og ég fann aö ég gat unniö”, sagöi hún. Morerod fékk timann 1.16.91 min, en i öðru sæti varð óþekkt bandarisk skiöakona, hin 19 ára Abbi Fischer. Timi hennar var 1,17.10 min, og fögnuður hennar hefði varla orðið meiri þótt hún hefði sigrað. Sú frægasta, Anne-Maria Pröll Moser frá Austurriki sem er margfaldur heimsbikarhafi varö aö gera sér þriðja sætið að góðu að þessu sinni. Hún fékk timann 1.17.29. ,,Ég gæti grátið yfir þvi hvernig fór fyrir mér i siðari hluta braut- arinnar i báðum ferðunum”, sagði Moser að keppninni lokinni. Keppni karlanna hefst i dag, og þá byrjar Ingemar Stenmark frá Sviþjóð vörn titils sins sem hann vann svo glæsilega i fyrra. Sten- mark var fremur lengi aö komast i gang i haust, enda.gegndi hann herþjónustu i sumar og gat litiö æft. En i keppni að undanförnu hefur hann sýnt að hann er sem óðast að ná sinu gamla formi, og þá veröur titillinn ekki auðsóttur I greipar hans. Helstu keppinautar Stenmarks ikeppninni i vetur verða að öllum ikindum italirnir Gustavo Thoeni sem hefur fjórum sinnum sigrað i heimskeppninni, og Piero Gros sem stendur honum litt eða ekk- ert að baki. Þá má nefna svisslendinginn Heine Hemmi og Franz Klammer frá Austurriki sem er þeirra lang- bestur i bruni, og tekur flest sin stig inn þar. En hvað sem öllum vangavelt- um liður, þá má búast við spenn- andi keppni. Keppnin I dag veröur i stórsvigi, og siðan rekur hver keppnin aðra i allan vetur. gk-. — hún vann stórsvigskeppnina í gœr — keppni karla hefst í dag með keppni í stórsvigi hafa Allt I lagi, það ert N þú sem stjórnar, en ég kom hingaö til að •^Sskora mörk og þau geri ég ekki nema Finch og . séu samvinnuþýð* y —— 77Hundraö og ^ 'brjatiu þúsund! Mánudagur.j^r við eigum erfiöan leik ^ j*!fyrir höndum á miðvikudaginn ,y.4..®?!!f?r?.vi»Alli ætlar þú aðíáta Blacmore Ég skal hjálpa þér að ntyfjjl*/. [ peningunum inn aftur. » // _______ Talaðu ærlega, viö þá! / il // Björgvin Björgvinsson skoraöi tvö glæsiieg mörk I leiknum igærkvöldi, þótt ekki væri nægilega mikiö spilaö upp á þennan snjalla linumann. Hér sést Björgvin skora I pressuleik á dögunum. Ljósmynd Einar. Vörnin var veiki hlekkurinn í gœr ísland tapaði 17:25 í A-þýskalandi — en í kvöld gefst tœkifœri til þess að sigra þegar þjóðirnar mœtast ó ný Þaö má segja, aö slakur varnar- leikur hafi oröiö islenska hand- knattleikslandsliöinu aö falli i leik þess viö A-Þýskaland I A-Berlin i gærkvöldi. Lokatölurnar uröu 25 mörk gegn 18 fyrir þjóöverjana, og er greinilegt aö þaö er varnarleik- urinn sem er höfuðverkurinn stóri, þvi liðiö hefur fengiö á sig yfir 20 mörk i hverjum leik aö undan- förnu. Byrjunin á leiknum i gær gaf þó nokkrar vonir, þvi að ólafur Einarsson og Jón Karlsson komu Islandi yfir i upphafi leiksins 3:1. En þá sögöu þjóðverjarnir stopp, og næstu 6 mörk komu frá þeim. Staðan var þvi orðin 6:3 fyrir A- Þýskaland, og þeirri forustu héldu þjóðverjar, staðan i hálfleik 13:9. Byrjunin á siðari hálfleik var slæm, munurinn jókst i 16:10, og þar með voru sigurmöguleikarnir farnir. Þessi munur hélst til loka leiksiíis og lokatölurnar voru sem fyrr sagði 25:18 þjóðverjum i vil. Islenska liðið var jafnt i þessum leik, sóknarleikurinn var á köflum skemmtilegur hjá liðinu, þótt greinilegt væri að þar var fyrst og fremst hugsað um að reyna þær leikaðferðir sem æföar hafa verið að undanförnu, þar var leikið af skynsemi, og boltanum oft haldið lengi, eða þar til gott færi gafst. Vörnin var hinsvegar slök sem fyrr sagði, en vonandi tekst að lag- færa hana i leiknum i kvöld, en þá leika þjóðirnar aftur. Viðar Simonarson var mark- hæstur i liði tslands i gærkvöldi með 10 mörk, þar af 8 úr vitaköst- um. Hann skoraði úr öllum vitum íslands sem er þvi miður fremur óvenjuleg nýting hjá okkur. Aðrir sem skoruðu voru Jón Karlsson 3, Björgvin Björgvinsson og Ólafur Einarsson 2 hvor og Geir Hall- steinsson eitt mark. Dómarar voru frá Austurriki og voru slakir. gk-. Sóknarleikurinn er ó réttri leið — sagði Janus Cerwinski landsliðsþjólfari og nœst vœri að laga varnarleikinn hjó liðinu ,,Ég er mjög ánægöur meö sóknarleikinn, en varnarleikinn þarf aö lagfæra," sagöi Janus Cerwinski þegar viö höföum sam- band viö hann i Austur-Berlin I morgun. Janus sagöi aö hann væri tiltölulega ánægöur meö þær framfarir sem oröiö hafa hjá liö- inu og þaö væri alls ekki svo slæmt aö tapa fyrir austur-þjóö- verjum meö ekki meiri mun á heimaveili. Janus sagöi ennfrem- ur aö hann stefndi aö þvi aö sigra Austur-Þýskaland I B-keppni heimsmeistarakeppninnar. „Þetta var of mikill marka- munur,” sagöi Birgir Björnsson, landsliðsnefndarmaður. „Leikur- inn hálfpartinn leystist upp hjá Síðasti leikur Rogers?- „Þaö skýrist i dag hvort Jimmy fer til Bandarikjanna eftir heigina, en á þessu stigi málsins er ekkert hægt aö segja meö vissu um þaö, þótt ég reikni alveg eins meö aö svo veröi”, sagöi Birgir Örn Birgis þegar viö ræddum við hann i morgun. Ef Jimmy Rogers fer heim, þá verður leikur hans með Ármanni gegn 1R siðasti leikur hans hér .á landi að minnsta kosti i bili, og að öllum likindum kepiur hann þá ekki aftur. gk-. okkur á köflum, á sama tima og við misnotuðum auðveldustu marktækifæri. Þetta á sérstak- lega við um byrjunina i leiknum. Viö komumst i 1:3, en þá mis- heppnaðist hvert upphlaupið á fætur öðru á sama tima og allt heppnaðist hjá austur-þjóðverj- unum — og þeir breyttu stööunni i 6:3. Eins var það i byrjun siðari hálfleiks. Þá skoruðu þjóðverjarnir þrjú fyrstu mörkin og náðu sjö marka forskoti sem við náöum aldrei að brúa aö neinu marki.” Birgir sagði að þeir stefndu að þvi að munurinn i kvöld þegar liö- in léku aftur i Frankfurt yröi ekki eins mikill. Þeir Ólafur H. Jóns- son og Axel Axelsson hefðu verið meðal áhorfenda i leiknum og hefði verið ræddur við þá sá möguleiki að þeir tækju þátt i undirbúningi landsliðsins fyrir B- keppnina. A þvi virtust góðar horfur — og liklegt að þeir komi heim fljótlega eftir áramót. Birgir sagði ennfremur að Janus væri bjartsýnn á að liöið gæti gert stóra hluti, hann notaði þessa leiki fyrst og fremst sem uppbyggingu og þvi væri ekki hægt að taka neitt mið af þeim — stefnan væri að liðiö næði sinu besta i B-keppninni. Venjulega tæki slikur undirbúningur fjögur ár, en þessum undirbúningi yrði nú aö ljúka á fjórum mánuðum. Samt væri engin ástæða til að ör- vænta þvi að efniyiöurinn væri vissulega fyrir hendi. — BB BrrniIIr i Dönsku leipvörupnar í úrvali fianntlaíj w Magnús E. Baldvinsson Laugavegi 8 — Sími 22804. VIÐ HÖFUM BREYTT Sett upp nýjar glœsilegar hillur með miklu vöruúrvali. Sœlgœtishorn með jólasœlgœtinu. Og nú höfum við flöskumóttöku, þar sem öll gler eru borguð út í peningum. Allt þetta er til þess að veita viðskiptavinum vorum bœtta þjónustu og aukið vöruval. Komið og sannfœrist, sjón er sögu ríkari. ATH. allar nýlenduvörur 10% undir leyfilegri ólagningu Komið og látið ferðina borga sig. Kaupgaióur Smiójuvegi9 Kopavogi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.