Tíminn - 02.07.1968, Blaðsíða 16

Tíminn - 02.07.1968, Blaðsíða 16
AVORPIN sem dr. Gunnar Thoroddsen og dr. Kristján Eldjárn fluttu í sjónvarpinu í gærkvöldi. —- EJ-Reykjavík, mánudag. Dr. Gunnar Thoroddsen og dr. Kristján Eldjárn fluttu ávörp í Sjónvarpinu í kvöld, og fara á- vörpin hér á eftir. Dr. Gunnar Thoroddsen tala'ði fyrstur og sagði eftirfarandi: „Góðir íslendingar. Úrslitin liggja nú fyrir. Ég vil óska frú Halldóru og Dr. Kristjáni Eldjárn til hamingju með sigurinn, og vona að gæfan fylgi þeim í hinu mikilvæga starfi. Við hjónin sendum vinum okk ar og stuðningsmönnum innileg ar þakkir fyrir liðveizlu þeirra, vináttu og fórnfúst starf. Guð blessi ísland.“ Dr. Kristján Eldjárn í viðtaii við Tímann: „ÉG BJÓST EKKI VIÐ ÞVÍLÍKUM MEIRIHLUTA" Dr. Gunnar Thoroddsen Því naast tók dir. Kristján F.ld- járn til máls, og sagði eftirfar- andi: „Góðir Islendnigar! Það er nú ljóst orðið, að ég hef borið hærra hlut í forsetakosn ingunum, sem fram fóru hér landi í gær. íslenzka þjóðin hei ur kosið mig til að vera forseti hins íslenzka lýðveldis hið næst kjörtímabil. Þegar ég tók þá ákvörðun að verða í framboði, gerði ég mér grein fyrir að brugðið gæti ti beggja vona um úrslit. Slíkt ei eðli kosninga, og ég var utidii það búinn að taka hvorum kost inum sem væri. Nú eru úrslitin séð, og mér og okkur hjónum báðum er það ljóst, að okkur er mikil ábyrgð á herðar lögð Okkur er það mikið gleði efni, að svo mikill meirihlut þjóðarinnar hefur fylkt sér af baki okkar. Þetta mikla trausl mun verða okkur ómetanlegui styrkur fram á leið og fyrir þaí vil ég nú þak'ka af hrærðmrr huga. Þegar ég lít yfir farinn veg kosningaundirbúninginn og kosn ingarnar sjálfar, get ég ekki am að með sanni sagt en að þar hafi allt farið fram skaplega. kosninguim skiptast menn í hópa ekki af óvinseimd, heldur af kappi og að kosningium loknum eig; menm að geta tekizt í hendur í bróf erni. Keppinautur minn er virðr legur og mikilsmetinn maður, o| milli okkar persónulega hefui Framhald á bls. 15. AK, Reykjavík. — Við litum inn á heimili liinna nýkjörnu forsetahjóna, frii Ifalldóru Ingólfsdóttur og dr. Kristjáns Eldjárns, á sjölta túnanum í gær, en þar gafst lítið tóm til viðræðna, enda mannmargt á heimiiinu, og vinir og kunningj ar voru að koma og fara, sjón varpsmcnn við myndatöku og síminn síkallandi. Frú Halldóra var í önnum og sinnti gestum sínum með glað legri umhyggju íslenzkrar hús || móður, eins og ekkert hefði || gerzt, en húsbóndinn skauzt mcð blaðamanni í stofuliorn að svara örfáuin spurningum. — Bauð yður það í grun, dr. Kristján, undir lok þessarar ar kosningabaráttu, að úrsiit yrðu á þann veg, sem nú eru kun.n? — Nei, ég bjóst alls ekki vfð sliíkum meiriihluta. H'ann er miklu meiri en mig óraði fyrir, þótt mér virtist, er á leið, að ýmis sólarmerki bentu tl þess, að sigur mundi vinnast. En gott er að þurfa ekki að vera í neinum vafa uim þjóðarviljann. — Finnst yður, að þetta mikla fylgi, þessi sterki þjóðar vitji, sem i ljós er kominn, breyti viðhorfi yðar eða leggi yður auknar skiyldur á herð ar? — Að vissu leyt-i fjnnst mér ábyrgð mín aukast við þetta mikla traust, sem þjóðin hefur sýnt mér, en það veitir mér einnig mikinn styrk í þeim ásetningi að ka-ppkosta að reyn ast þess verðugur. — Eruð þér ekki me? margt í miðjum klíðum í fræðum yð- ar og rannsóknum, sem bætt er v-ið að þér verðið að 1-eggjia á hiMu um sinn ? — Jú, ég er auðvitað með miörg háltfunnin verk í höndum, en ég vonast tiil þess, að mér gefist tírni og tóm til þess að sinna þeim og ljiúka. En um þetta veit ég ekki ,nú, og það verður að sjiátfisögðu að ráðast. —■ Þér takið við forsetaemb ætti 1. ágúist. Telduð þér æski legt, að tími vseri lengri tfl stefnu? — Ég helid ekki. Lengri tími tit stefnu muindi varla breyta nokkru úr því sem komið er. Förin er ráðin. — En næsta ménuðinn? — Ég skyldi gjarnan þiggja nokkurra daga hvíld, en hætt Framhald á bls. 15. Dr. Kristján Eldjárn ræðir við An drés Kristjánsson, ritstjóra, sfi degis í gær. (Tímamynd—G€) IIARÐ liVDI Ástandið í Borgarfirði: Gróðurieysi á afréttum, en kal og sprettuleysi í byggð Indriði G. Þorsteinsson, rit- stjóri Tímans, er nú á ferðalagi um harðindasvæðin að ky.ma sér ástandið. í dag og næst-u daga munu birtast hér i blað inu frásagnir hans af því, sem, fyrir augu ber, eftir því sem kostur er á. Hér á eftir fer fyrsta fréttagrein hans og fjall ar hún um ástandið í Borgar firði. IGÞ-Brú, Hrútaf. mánud. Það má furðulegt heita, hversu lítið hefur til þessa heyrzt um hið alvarlega ástand, sem nú ríkir í Borgarfirði. Bændur þar koma ekki fé sínu á fjall vegna gróðurleysis á afrétt um, og standa úrræðalaus- ir andspænis kali og sprettuleysi niðri í byggð. Munu bændur nú reyna að leita einhverra úrræða, og er væntanlegur á næstunni fundur hjá Búnaðarsam- bandi Borgarfjarðar um þetta alvarlega ástand. Úthagi í Borgarfirði er nú eins og hann er venjulega í júníbyrjun. og efst í Norðurár dal er hann alveg sinuhvitur. Ne-fna má, að i gær komu þrír bændur úr Stafholtstungum upp í Fornahvamm og voru að huga að afréttum, Þegar þeir sáu hvernig umhorfs var á heið inni, hættu þeir við að reka fé sitt á fjallið Er það- eðlilegt, þvd ekki er stingandi strá að sjá þar. Ég ók yfii heiðina í dag, og var þar þoka og súld. og jafnvel féllu snjókorn ann að slagið. Að minnsta kosti þrjár vik ur virðast enn í túnaslátt neð arlega i Borgarfirði, ef a'ð tíð in verður góð. Sem dæmi um, hversu illa tún hafa farið, skal nefnt að allt túnið í Forna- hvammi er ónýtt, og hefur skki einu sinni verið .borið á það i vor. Ég kom einnig viðí Sveina tungu, en Björn Gíslason, bóndi, var ekki heima Túnið hijá honum er ekkert sprottið, og mikið kalið, þótt ekki sé það eins illa farið og í Forna hvammi. Athyglisvert er, að smárönd í Sveinatungutúninu, niður við veginn. er minnst skem-mt. Er þetta svokallað mýrartún og virðist það hafa sloppið við kal, en þessi rönd er mjög lítið sprottin eins og allt annað hér á' þessum tíma. Mjög mikið kal er í Hvítár síðu og Þverárhlíð. og úthagi er að mestu ógróinn. Hjá Brekiku, Klettastiu og Dalsmynni eru sjálfgróin engi stórskemmd af kali, sem er óvenjuilegt. Skúli Þórðarson bóndi í Sanddalstungu hefur um 200 fjár, og nokkrar kýr. Hefur hann undanfarið verið að leita sér að engi til að heyja, en ekkert fengið. Túnið hjá hon um og slægjurnar virðiast al- veg eins illa farnar og í Forna hvammi, þ. e. mest allt ónýtt Hann mun hafa haft tal af odd vita hreppsins og skýrt honum frá því, að hann sæi engin úr- ræði. Athyglisvert er, að túnið i Fornahva-mmi hefur verið að Framhald á bls. 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.