Tíminn - 11.07.1968, Blaðsíða 13

Tíminn - 11.07.1968, Blaðsíða 13
H. jöti 1968 ÍÞRÓTTIR TIMINN ÍÞRÓTTIR 13 ISL. PILTARNIR KOMNIR í ÚRSLIT — eftfr 2 : 1 sigur gegn Norðmönnum í gærkvöldi ■ ■ Alf-Reykjavík. — Barátta og aftur barátta. Já, jþeir börðust ems og Ijón íslenzku piltarnir gegn Norðmönnum í unglingamót inu í gærkvöidi og uppskáru 2:1 sigur, sem lyftir þeim í órsUtasæti keppninirar. f ausandi rigningunni í gærkvöldi léfcu þeir engan bil- bug á sér finna, þótt Norðmenn gerðu harða hríð að marki þeirra og reyndu ailt sem þeir gátu til að jafna. Oft munaði mjóu, að norsku piltunum tækist að jafna og margir lokuðu augunum, þegar einn af norsku sóknarmönnunum skaut föstu skoti að markinu á siðustu mínútu leiksins. En þá greip Sigfús markvörður inn í á rétfcu augnabliki ©g varði giæsi Iega. Það vom örþreyttir sigurvegar ar, sem. gengu atf velli, hylltir af 2—3 þúsund áboriendum. Ég efa, að no'kkum tíma áður hafi jafnþreytt íeL landslið gengið af Laugardalsvelli eftir kappjeik. Vissulega gátu A-landsliðsmenn okkar lært af þessum ungu lj'ón um í gærkivöldi. Leikur íelands og Noregs í gær kvöldi var mikiíll baráttuleikur. ísL liðinu fcóifcst að skora eina markið í fyrri háifleik, en það skeði á 15. mínútu. Past jarðar skot Marfceins Geirssonar hafnaði í norska markinu eftir að hafa farið framhjiá norsku vanrarmönn- unum og norska markverðinum, Halvorsen secn hreyfði hvorki legg né lið, enda reiknaði hann með, að annar ísl. sóknarmaður myndi breyta stefn.u hans. En sá lét knötinn afskiptalausan. f síðari háífleik bætti Jón Pét ursson, fyrirliði, öðru marki við með fiösfcu skot. Knötturinn hrökk að síðustu af varnarmanni og í netið. Litlu munaði, að ísland bæfcti þriðja markinu við litlu síðar, þegar Ágúst Guðmundsson, miðhertji, var einn fyrir opnu marki, en skot hans geigaði. Lund, vinstri úfcherji Noregs, skoraði eina mark lands síns á 15. mlnútu, þegar hann komst ó- vænt inn fyrir ísl. vörnina. Segja má, að Norðmenn hafi eftir þetta verið í nær látlausri sókn, en þeim tókst aldrei að rjúfa ísl. vörnina, som barðist hetjulega. í vöminni gnæfði Rún ar Vilhjálmsson upp úr og var aðalmaðurinn. Einnig voru Björn Árnason og Ólafur Sigurvinsson góðir. Undir lokin kom svo Jón Pétursson aftur og hjálpaði til. Þegar dómari leiksins, Guðjón Finnbogason, flautaði til leiksloka lustu áhorfendur upp miklum fagnaðarhrópum. fslenzka unglinga landsliðið var með þessum sigri komið í úrslit. Og jafnvel þótt liðið hafi litla möguleika x úrslit unum — annað hvort gegp Svíum eða Pólverjum — er það mikill sigur að komast í 2. sæti keppn innar. Beztu menn fslands í gær voru Rúnar, Marteinn Geirsson og hinir sókndjörfu Ágúst Guð mundsson og Snorri Hauksson. Sig fús markvörður stóð fyrir sínu og tilþrif hans á síðustu mínútu leiksins voru glæsileg. Eins og fyrr segir, dæmdi Guð- jón Finnbogason þennan leik. Eusebio, snjallasti knattspymumað ur heims. Við fáum væntanlega að sjá hann leika með Benfica gegn Val í Reykjavík. Dregið í Evrópubikarkeppninni í knattspyrnu í gær: VALSMENN MÆTA BENHCA — en KR-ingar tékkneska liðinu Slovan Bratislava. Barizt um knöttinn í leik Póllands og Danmörku. Pólverjar unnu 5:3 Pólverjar og Svíar munu berj ast til úi'slita í b-riðlinum í Norð urlandamóti unglinga, því að í gærkvöldi unnu Pólverjar Dani 5:3 eftir að hafa haft yfir í hálfleik 4:0. Þar með hafa Danir tapað báðum sínum leikjum. Á föstudaginn leika Svíar og Pól verjar. Leikur Dana og Pólverja í gær kvöldi var að mörgu leyti skemmti legur og mun betur leikinn en leikur íslands og Noi'ðmanna. Gef ur það til kynna, að liðin í b-riðl inum séu mun sterkari. Þótt Pól verjar hafi sýnt góða og lipra knattspyrnu, er hætt við, að Sví ar brjóti þá niður með höi’ku á föstudag. Hér kemur staðan í riðlunum: A-riðill: fsland 2 2 0 0 5:3 4 Finnland - 10 0 1 2:3 0 Noregur 10 0 1 1:2 0 B-riðill: Svíþjóð Pólland Danir 1 1 0 0 2:1 2 1 1 0 0 5:3 2 2 0 0 2 4:7 0 Alf-Reykjavík. — Benfica frá Portúgal, margfaldur Evrópubikar meistari og með marga af fræg- ustu leikmönnum heims, verð- ur mótherji Vals í Evrópubikar- keppnimii í knattspyrnu. Þetta vitnaðist í gær, þegar lið voru dregin saman í 1. umferð. Meðal leikmanna Benfica er Eusebio, snjallasti knattspyrnumaður heims en hann var einmitt markahæsti leikmaðurinn í síðustu heimsmeist arakeppni. Og Benfica hefur upp á fleiri fræg nöfn að bjóða. Torr- es og Coluna, svo að einhverjir séu nefndir, en Benfica er uppi- staða portúgalska landsliðsins. Reykvískir knattspymuáhugamenn eiga því von á góðum gestum. Engin hætta er á því, að Benfica skilji þá eftir heima, því að fyrri leikur liðanna verður í Reykjavík og forráðamenn Benfica eru minn- ugir þess, að í síðustu Evrópu- keppni komust Valsmenn í 2. um- ferð. í gær voru lið einnig dregin saman í Evrópubikai'keppni bikar KSÍ svarar fyrirspurn TÍMANS: Eldri reglurnar gilda keppnistímabilið 1968 — nema, tála varamanna hefur verlð takmörkuð. KSÍ hefur svarað fyrirspurn þeirri, sem gerð var á íþróttasíð- unni í gær. Samkvæmt því gilda eldri reglur um skiptingu vara- manna enn um sinn. eins og glög|- lega kemur fram í svari KSÍ, nema að nú hefur sú tala leik- manna, sem skipta má inná í f- hálfleik verið takmörkuð við 2 leikmenn. Hér á, eftir fer svar KSÍ: „Vegna fyrirspurnar dagblaðsins Tímans tií KSÍ um hvaða reglur gildi um varamannaskiptingar, skal eftirfarandi tekið fram: Knattspyrnulög KSÍ skulu vera þýðing á knattspyrnulögum alþjóða knattspyrnusambandsins FIFA. Fram til ársins 1968 hljóðaði 2. tl. 3. gr. iaganna þannig: „Eigi er lieimilt að setja inn varamenn fyrir lcikmenn, sem slas ast í kappleik, sem fram fer eflir keppnisreglum, nema að fengnu samþykki viðkomandi landssam- bands eða alþjóðasamhands“. Frá áramótum 1967/1968 skal, skv. nýrri samþykkt FIFA, fjöldi varamanna, sem skipta má inn í leik, takmarkaður við tvo, en skipt ingar eru ekki lengur bundnar við að leikmaður hafi slasazt. Eftir þessa breytingu eru skipt- ingar á leikmönnum eftir sem áð- ur háðar samþykkí viðkomandi landssambands, en aldrei má sam- bandið heimila meira en tvær skiptingar. 13. gr. reglugerðar KSÍ um knattspyrnumót ákveður, að að- eins megi skipta um leikmann, sem hafi löglcg forföll og slík skipting sé bundin við fyrri hálf- leik, nema hvað viðvíkur mark- vörð. Þessi reglugerð gildir þar til ársþing KSÍ gerir á henni breyt- ingar, þó þannig, að skv. hinum nýju ákvæðum um hámark vara- manna, má ekki skipta um meira en tvo leikmenn. Reglurnar, sem gilda um lands- mótin 1968 eru því þcssar: 1) Aðeins má setja inn vara- mann fyrir leikmann, sem hefur lögleg forföll. 2) Skipting getur aðeins átt sér stað í fyrri hálfleik nema um markvörð sé að ræða. 3) Skiptingar mega ekki vera fleiri en fyrir tvo leikmenn. Virðingarfyllst, Hclgi V. Jónsson, ritari“. hafa, en þar er KR meðal þátttak- enda. Drógust KR-ingar gegn tékk neska liðinu Slovan Bratislava, sem er annað sterkasta lið Tékkó- slóvakíu. Fá KR-ingar því einnig sterka mótherja. Að sjálfsögðu hlýtur leikur Vals og Benfica að vekja meiri athygli. Lengi hefur ísl. liðum dreymt um að dragast á móti Real Madrid, Manchester Utd. eða Beiifica, en þetta. eru frægustu lið Evrópu. Ósk þeirra stendur ekki í neinu sambandi við það, að þau álíti sig hafa sigurmöguleika, heldur er þetta einasta tækifærið til að fá þessi beztu lið Evrópu hingað. Fréttaskeyti NTB, sem barst í gær, var svo brenglað, að við treystum okkur ekki til að birta listann yfir önnur lið, en látum það bíða betri tíma. Þjálfara- námskeið Á sunnudag og mánudag gengst Knattspyrnusamband fslands fyrir þjálfaranámskeiði, sem danski þjálfarinn Poul Petersen mun stjórna. Eru allir þjálfarar hvatt- ir til að notfæra sér þetta, en nám skeiðið er opið öllum þjálfurum á landinu. Það verður haldið í KR-heimilinu og stendur frá kl. 10 f. h. til kl. 13 á sunnudag og frá kl. 14 til 18 á mánudaginn. Poul Petersen er einn þekktasti knattspyrnuþjálfari Dana. Hann var í mörg ár landsliðsþjálfari Dana, en kom hingað með danska unglingalandsliðinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.