Tíminn - 18.07.1968, Blaðsíða 13

Tíminn - 18.07.1968, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 18. júlí 1968. íf>RÓTflR TIMINN ÍÞRÓTTIR 10. iandsieikur ísiands og Noregs í knattspyrnu: í kvöld verðum við að SIGRAI Alf-Reykjavík. — íslenzka lands- liðið í knattspyrnu á erfiðan leik fyrir höndum í kvöld á Laugar- dalsvellinum, þegar það mætir Norðmönnum í 10. sinn í a-lands- leik. f liinum 9 landsleikjum, sem þjóðirnar hafa háð, hefur Noregur unnið 7 sinnum, ísland aðeins tvisvar. En í kvöld verður fsland að sigra og bæta þannig þriðja sigrinum við. Þetta er mögulegt, HAUKAR í ÚRSLIT Haukar sigruðu Víking 2:1 á Hafnarfjarðarvelli á þriðjudags- kvöld. Með þessum sigri hafa Hauk ar tryggt sér sigur í A-riðli ís- landsmóts 2. deildar. Allt frá upp hafi keppninnar hafa Haukar haft örugga forustu og sigur félagsins er mjög athyglisverður, þar sem sterkir andstæðingar, eins og Vík- ingur og Þróttur léku í sama riðli og voru álitnir mun sigurstrang- legri fyrir keppnina. Haukar munu keppa um sæti í 1. deild við Akranes og það lið, sem neðst verður í 1. deild, en 2 lið af þess- um færast upp í 1. deild. Leikur Hauka og Víkings var eins og allir aðrir leikir í A-riðli tvísýnn og spennandi allt til loka. Haukar lögðu allt kapp á að efla vörnina, eins og fyrri daginn, með skyndisóknum af og til. — í einni slíkri skoraði Magnús Jónsson 1:0 fyrir Hauka, eftir að knötturinn hafði borizt fyrir Víkingsmarkið, með hörkuskoti, og lauk þannig fyrri hálfleik. f upphafi síðari hálfleiks sóttu Víkingar ákaft og skall hurð oft nærri hælum við Hauka-markið. Kári Kaaber, Víking, átti fast skot í þverslá og stuttu síðar var dæmd ntaspyrna á Hauka, sem skorað rar úr, 1:1. Smátt og smátt ná Haukar yfir- höndinni í leiknum og Jóhann Lar- isei» nær knettinum nálægt miðlínu eftir mistök Víkingsvarnarinnar og brunar upp og skorar örugglega, 2:1, framhjá úthlaupandi mark- manni. Bezta tækifæri leiksins var, þeg ar Sigurður Sigurðsson, Haukum, gaf góða sendingu inn fyrir Vík- ingsvörnina til Jóhanns Larsen, Framhald á bls. 15. Skíðamót í Kerlingar- fjöllum Árlegt Kerlingarfjallamót á skíðum fer fram um helgina 20. og 21. júlí. Keppt verður í svigi í 5 flokkum, karlaflokki, kvenna- flokki, stúlknaflokki, 16 ára og yngri, drengjaflokki 13—16 ára og drengjaflokki 12 ára og yngri. Búast má við mikilli þátttöku víðs vegar að af landinu, en öll- um er heimil þátttaka. Ferðir verða á vegum Skíðaskólans frá Reykjavík kl. 10 á föstudag og ^jj,baka á sunnudagskvöld. ef a-landsliðsmennirnir fylgja for- dæmi unglingalandsliðsmannanna og berjast eins og ljón í leiknum. Hér á eftir fer skrá yfir fyrri landsleiki íslands og Noregs: ísland—Noregur 2:4 (Rvík ’47) Noregur—ísland 3:1 (Þrándh. ’51) Noregur—ísland 3:1 (Bergen ’53) ísland—Noregur 1:0 (Rvík ’54) fsland—Noregur 0:3 (Rvík ’57) ísland—Noregur 1:0 (Rvík ’59) Noregur—fsland 2:1 (Osló ’59) Noregur—ísland 4:0 (Osló ’60) ísland—Noregur 1:3 (Rvík ’62) Alls eru þetta 9 leikir, þar af 5 á heimavelli. Og báðir leikirnir vinnast á heimavelli. íslenzka liðið hefur dvalið að Laugarvatni tvo s. 1. daga, en er væntanlegt til Reykjavíkur eftir hádegi í dag. Peiffher, landsliðs- þjálfari, hefur lagt íslenzka lið- inu lífsreglurnar og nú er að sjá hver uppskeran verður. Norska liðið kom til landsins í fyrrakvöld og í gærkvöldi hélt liðið æfingu á KR-vellinum. Þess má geta, að Norðmenn eru mjög sigurvissir og eru staðráðnir í að standa sig betur í þessum lands- leik en tveimur hinum fyrri, sem voru gegn Póllandi og Danmörku. Fyrir Pólverjum töpuðu Norð- menn 6:1 og fyrir Dönum 5:1. Landsleikurinn í kvöld hefst s'tundvíslega klukkan 20,30 á Laug ardalsvellinum. Forsala aðgöngu- miða er hafin í sölutjaldi í Aust- urstræti og skal fólki ráðlagt að tryggja sér miða tímanlega til að forðast biðraðir-. Norsku landsliðsmennirnir á æfingu á KR-vellinum í gær. (Tímam: GE) HÚSEIGENDUR SEUUM NÆSTU DAGA Á NIÐURSETTU VERÐI: Eldhúsinnréttingar og rafmagnstæki, sem hafa verið uppsett sem sýnishorn. HÚS OG SKIP HF. Laugavegi 11. Sími 21515. & J bc.iatigl-gi. -anteite! RALEIGH KING SIZE RLJER t I { Leiö nútmamannsins til ekta tóbaksbragðsins frá Ameríku

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.