Tíminn - 23.07.1968, Blaðsíða 16

Tíminn - 23.07.1968, Blaðsíða 16
 : . ' . ... .■ ■■ ....- : ■ WfflmkWWM%' ''' gggxggxggs « •: ' ' , '' : FJÖLMENNI í SKCMMTIFERB FRAMSÓKNARFÉLA CANNA KJ-Reykjavik, mánudag. I Reykjavík sem farin var á sunnu Mikil þálttaka var í skemmti- daginu, um Suðurland í ágætu ferð Framsóknarfélaganna í 1 veðri. Lagt var af stað úr Reykja- FerSafólkið í skemmtiferS Framsóknarfélaganna gengu yfir Þjórsárbrúna. (Tímamynd: Róbert). Barsmíöar á Faxagarði um helgina — Þýzkir sjómenn réðust á vegfarendur á iaugardags- og sunnudagskvöld. OÓ-Reykjavík, mánudag. Sjómenn á þýzkum togara, sem legið hefur við Faxagarð undanfarna sólarhringa, hafa verið athafnasamir við að berja fólk, sem lagt liefur leið sína niður á höfn um helgina. Hafa Þjóðverjarnir gert strandhögg að minnsta kosti tvisvar sinnum og misþyrmt fólki, sem var á gangi á bryggjunni. Lögreglu- menn réðust um borð í togar- ann í gærkvöldi og tókst að ná tveimur verstu ólátaseggjunum í land, eftir að hafa barizt við hluta áhafnarinnar drykklanga stund. Voru mennirnir yfir- heyrðir í dag. Þá hefur verið lýst eftir tveimur Þjóðverjum, sem eru týndir frá skipinu og eru senuilega að flækjast uin einhvers staðar í Reykjavík. Á aðfaranótt sunnudags var lögreglan kvödd að þ'essum þýzka togara við Faxagarð. Lágu þá fjórir piltungar í roti á bryggjunni. Ekki er vitað, hvaða erindi þeir áttu þangað en eitthvað mun þeim hafa sinn azt við þýzku sjómennina og áður en varði logaði allt í slags málum á bryggjunni. Var þar Þjóðverji nokkur aðsópsmestur, gríðarstór rumur, rammur að afli og greinilega með slags- málaæði. Var enginn Þjóðverj anna handlekinn þessa nótt. í gæi’kvöldi voru hjón á kvöld göngu um höfnina. Þegar þau gengu fram hjá þýzka togaran- um, snaraðist stóri gaurinn upp á bryggjuna og réðst um- svifalaust á hjónin. Þessi bar- dagafúsi Þjóðverji virtist eink- um hafa áhuga á að berja kon- una. Veitti hann henni slæma áverka og braut gleraugu henn- ar áður en menn gátu gengið á milli. Þegar lögreglumenn komu á Faxagarð, var ruddinn kominn um borð og niður í lúkar. Fóru lögreglumennirnir þangað á eftir honum. Var mikil ölvun um borð og var risinn illur við- fangs og nokkrir félaga hans veittu honum lið gegn lögreglu þjónunum. Um síðir tókst þeim að ná yfirhöndinni eftir hörð átök. Voru þrír af áhöfninni teknir í land og farið með þá Framhaid á bls 15 vík, snemma á sunnudagsmorgun og komið aftur til borgarinnar uin ellefu um kvöldið. Farið var í átta hópferðabifreið um úr Reykjavík og ekið sem leið liggur austur á Selfoss, þar sem bættust í hópinn, þingmenn Framsóknarflokksins í Suður- landskjördæmi þeir Ágúst Þor- valdsson og Björn Fr. Björnsson, Oskar Jónsson fulltrúi á Selfossi og Einar Ágústsson alþingismað- ur. Auk þessara manna voru leið sögumenn í ferðinni þeir Árni Þórðarson skólastjóri, Þorsteinn Eiríksson yfirkennari og Þór Magnússon safnvörður. Aðalfarar- stjóri var Kristján Benediktsson framkvæmdastjóri. Frá Selfossi var ekið upp Flóann og Skeið, en stanzað í Skeiðaréttum, >á var haldið inn í Þjórsárdal, þar sem sögustaðir og virkjunarfram- kvæmdir voru skoðaðar. Þór Magnússon safnvörður fræddi fólkið um sögu dalsins og merkis- staði, en starfsmenn hjá Foss- kraft greiddu götu hópsins um virkjunarsvæðið. Úr Þjórsárdalnum var haldið yfir nýju brúna á Þjórsá, ofan við Búrfell. Gekk ferðafólkið yfir brúna, en fór síðan í bílana, er þeir voru komnir yfir í Rangár- þing. Síðan var ekið niður í Galta lækjarskóg þar sem Sigurjón bóndi Pálsson á Galtalæk, sagði frá hinni miklu landeyðingu, sem átt hefur sér stað í nágrenni skógarins, auk þess sem Sigurjón fræddi ferðafólkið um ýmislegt annað í heimabyggð sinni. Úr Galtalækjarskógi var haldið austur yfir Ytri-Rangá, og ekið niður Rangárvelli, eftir að tekizt hafði að koma öllum bílunum yf- ir vaðið á ánni. Næsti áfangastað- ur var Gunnarsholt, þar sem Páll Sveinsson landgræðslustjóri sagði frá starfseminni í Gunnarshcdti, og umhverfið var skoðað. Síðan var ekið sem leið liggur niður i Þykkvabæ, og þaðan að Sand- hólaferju við Þjórsá, þar sem sezt var að snæðingi. Frá Sandhóla- ferju var síðan haldið beinustu leið til Reykjavíkur, eftir ánægju lega ferð. Ferðafólkið fékk hið bezta veður allan tímann og þótti ferðin takast hið bezta í alla staði. „Diplomat” handtekinn OÓ-Reykjavik, mánudag. Starfsmaður við erlent sendi ráð í Reykjavík var handtekinn s. 1. laugardagskvöld utan við Hótel Sögu. Maðurinn ók bíl, sem er í eigu viðkomandi sendi ráðs og var vægast sagt mikið drukkinn. Bílstjórar á þrem leigubílum veittu sendiráðsibílnum athygli við Miklatorg, og var hann þá á vesturleið, það er að segja stefn an var yfirleitt vestur Miklu braut en með viðkomu á gagn stéttunum beggja megin og virt ist ökumaðurinn ekki hafa feng ið upplýsingar um að tekinn er upp hægri akstur hér á landi. Leigubilstjórarnir veittu sendi ráðsbílnum eftirför og létu lög regluna vita um ökulag hans. Leigubílstjórarnir reyndu að stöðva sendiráðsbílinn og ætl- uðu að króa hann af, en það tókst ekki fyrr en við hótel- bygginguna, en eftir því sem næst verður komizt var ferð- inni heitið þangað. Framhald a bls. 15. ' J * — i . Velheppnud för SUF til Vestmannaeyja EKH-Reykjavík, mánudag. I hundrað manns mun hafa tekið I Lagt var upp kl. 1 á laugardag, I þátttakendur í ferðinni frjálst til Um helgina var farin skemmti- þált i ferðinni, að langmestu leyti en kl. 10 um kvöldið lagðist Esja umráða og brugðu flestir sér á ferð með Esju til Vestmanna- ungt fólk. Ferðin var i alla staði við hafnarbakkann í Vestmanna- dansleik í Alþýðuhúsinu eða Sam eyja á vcgum SUF. Hálft aniíað | hin ánægjulegasta. |eyjum. Laugardagskvöldið höfðu | komuhúsinu. Framhald á bls. 15. Dansað um borS í Esju í skemmtiferS SUF (Tímamynd: Gunnar).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.