Tíminn - 21.08.1968, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.08.1968, Blaðsíða 6
\ 6 TÍMINN MIÐVIKUDAGUR 21. ágúst 1968.* r....- ■■«■■■■■»■■ ■»■ ■■■ Björn Þ. Guðmundsson: NOKKUR SPEGILBROT FRÁ AUSTUR-ÞÝZKALANDI .... „Og hérna er svo sundhöllin okkar í Rostock. Falleg bygging, ekki satt", sagði leiðsögumaður okk- ar, lagleg, gildvaxin mið- aldra kona. Hún brosti eins konar amerísku tannbursta brosi. Það glampaði á gull í hverri tönn í hádegissól- inni. Hún gat varla verið Gyðingur. „Laugin er opin á þriðju dögum fyrir konur til að baða sig og á fimmtudög- um fyrir karlmenn", hélt hún áfram,. án þess að brosa. En nú brostum við, og Svíarnir mest. Þeim hef ur líklega fundizt þetta hróplegt ranglæti. Senni- lega hefur leiðsögukonan skilið brosið, því að nú bætti hún við og hló: „Um helgar er laugin svo opin fyrir alla". Nú hlógu allir, og Svíarnir mest, og ég sá fyrir mér laugina tóma á þriðjudögum og fimmtu- dögum, en yfirfulla af fólki á laugardögum og sunnudögum, og fólkið í óða önn að þvo hvert öðru um bakið í anda skipulags- ins, og það var f jör í laug- inni, allir heitir og kátir, og það var svitalykt í loft- inu, sem hreinlætisvökva- lyktin vann ekki á, og þetta var allt svo indælt og skemmtilegt, allir í baði á einum stað einu sinni í viku og ekkert verið að hugsa um stórhátíðar eða árstíðaskipti í sambandi við líkamsþvott .... ★ Þar sem áin' Warnow renn- ur í Eystrasalt er Rostock, stærsta haftarborg Austur'- Þýzkalands. Hún er gömul og þekkt Hansa-korg og var einu sinni kölluS ,borg sjö turna, sjö brúa og siö stræta“ íslend ingar þekkja borgina a.m.k. af skipafrétrunum eða komu skemmtiferðarkipanna „Fritz Heckert“ og „ Völkerf reund- chaft" sem eiga þar heima- höfn. Borgin átti 750 ára af- mæli í sumar Ég fékk svo- litla nasasjón af hátíðahöldun um og þá iirðu þessi spegil brot til. Þann 24. júní 1218 hlaut Rostock réttindi borgar Þeg ar „30 ára stríðið“ hófst var borgin 400 á)-a. 50 árum síðar voru álögur sænskra yfir- drottnara að sliga borgarbúa. Fram til ársíns 1718, er borg- in átti hálfrar aldar afmæli, réðu þar húsum sænskar og danskar setuiiðssveitir. 700 ára afmæli átti oorgin í vopnagný fyrri heimsstyrjaldar og aldar- fjórðungi síðar var lítið um dýrðir. Þá geisaði seinni heims styrjöidin. Borgin var alltaf að byggjast úr rústum. Vegna legunnar var hún eftirsóknar- vert mark i stríði Rostock-bú- ar geta því ineð sanni sagt, að í sumar hafi afmælisdagur ver ið í fyrsta sinn haldinp hátíð- legur í friði. Borgina byggðu sjómenn, bændur, höndiarai og hand- verksmenn. peir voru dugleg- ir og borgin óx hratt. Tveir nýlr Dorgarhiutar voru byggð ir, ,Miðbora‘ og „Nýborg“ Þessir þrír borgarhlutar sam- einuðust árið 1265. og um alda mótin 1300 hafði borgin náð þeim vexti, sem hún hélt að mestu fram á nítjándu öld. Margar fagrar og sérkennileg- ar byggingar risu af grunni, þar á meðai kirkjur. .Turna- stíllinn" setti svip á borgina. Nú eru fá merki hinna gömlu daga eftir Fyrir því sáu sprengjur í seinni heimsstyrj- öldinn) Mariukirk’a sem svo v*r í fyrsta sinn nefnd árið 1231, er eina kirkjubyggingin, sem staðið hefur af sér öll ó- veður fram á þennan dag. í henni eru mörg og dýrmæt listaverk. Aí öðrum kirkjum má nefna kirkju heilags Pét- urs, sem talin er fegursta bygging í gotneskum stíl á Eystrasaltssvæðinu Hún hafði 117 metra háan turn. Sjó- menn tóku mið af turninum og sigldu fleytum sínum heil- um í höfn i mynm Warnow- ár. Merki hins gamla bygging- arstíls er helzt að sjá af Ernst Thalmann-torgi. Við torgið stendur ráðhúsið með sjö turn spírum sérkennilegum. Þegar okkur var sýnd borg- in, var athygli okkar ekki leidd að hinum gömlu bygging um og kannski þess vegna skoðuðum við þær helzt, er við gengura cinir um borgina. Okkur voru »ýnd ný og glæsi- leg Dorgarhverfi, sem áttu að sanna ágæti skipulagsins. Vel mega þeir vera stoltir _af bygg- ingunum sínum. í Lutten Klein, nýjascs borgarhlutanum búa nú um 15000 manns í snyrtiiegum múrsteinablokk- um, og samkvæmt skipulaginu munu búa bai árið 1983 um 130 oúsund manns að okkur var sagt Annai oorgarhluti „Suðirborg" var byggður upp á fimm árum og bar búa nú um 25000 manns, og í þriðja borgarhlutanum, Reutershag- en, búa aðru 25000 borgarar í nýlegum íbúðum. Frá því uppbyggingin hófst árið 1950. hafa um 20 búsund nýjar íbúð- ir verið byggðar að sögn, og 36 skólar Austur-Þjóðverjar leggja mikla áherzlu á að gera Rostock vel ur garði og það er skiljanlegt. Þangað liggur mikill straumur ferðamanna. höfnin er mikilvæg og borgar- stæðið fagurt. Segja má, að uppbyggingin þarna sé athygl- isverð fyrir íslending, því að í Rostock búa nær jafn marg- ir og á öllu ísiandi. ★ Það er ekki nema gott eitt að segja um öll bessi nús, en ég verð hins vegar að láta, að ég varð ekki uppnuminn Upp bygging á sé> alls staðar stað og ekki sízt úr rústum eftir styrjöid. Það hef eg séð bæði austan tjalds og vestan og einn ig á íslandi og allii eru stoltir af handaverkum sínum, hvort helduj er kommúnistastjórn eða viðreisnarstjórn, þótt nýj ar byggingar séu raunar ekki annað en ijálfsagður hluti nýrra r.íma og þróunar ríkja Samt verð ég að geta eins, sem vakti sérstaka athygli mína. Það var nýtt og fallegt stúd- entahverfi í útjaðri Rostock. Þar voru reisulegir stúdenta- garðar og sérstakir garðar fyr- ir studenta í hjúskap, „hjóna- garðai“ Rostoek er fyrst og fremsi hafnarborg en ekki stúdentaiborg, enda þótt há- skóli hafi raunar verið þar í 550 ár. Eigi að síður gera menn þar sér grein fyrir nauð syn bess að búa vel að þeim, sem leggja fyrir sig langskóla- nám og þeir láta ekki sitja við orðin eln Hvað sem um allt kommúmstaskipulag má annars segja, verður að viður- kenna, að ytri aðbúnaður að stúdentum er til fyrirmyndar, góð og ódýr húsakynm, ódýr matur námsiaun og styrkir og alls konar torréttindi meðan á námi stenaur. Þetta nef ég sjálfui séð og het marga til vitnis og ofurlítirui samanburð af háskólaveru í Vestur-Þýzka landi. Hins verður jafnframt að geta, að ókkur yestantjalds- mönnum finnst stúdentar í kommunistaríkjum hafa keypt þennan aðbúnað of dýru verði. Þeir nrópa og biðja um frelsi (prentfrelsi, ritfrelsi, skoðana frelsi, trúarbragðafrelsi). Við köllum og biðjum um betri að- búnað (nýja stúdentagarða, hjónagarða, aukið skólarými, lesstofur, félagsheimili, bætta kennsiuhætti, menntaðri pró- fessora). Á hið síðarnefnda hafa islenzkir stúdentar hróp- að allt frá byggingu háskól- ans, en fyrir furðulega dauf- um eyrum Frelsið þykjumst við hafa. En höfum við nýtt það sem skyldi? — Lái mér hver sem vili. að upp i huga minn kæmi samanburður, er ég virti fynr mér stúdenta þorpið í hamarborginni með 200 búsund sálum. íslenzkir háskólaborgarar hafa verið ald- ir upp við bá hugsun, að Há- skóli íslands væri kraftaverk. Þeir ættu að þakka fyrir að fá yfirleitt að stunda nám við íslenzkan háskóla lesa bækur í stað þess að þurfa að éta þær, eins og forfeður þeirra. Þeir ættu að halda sig að bók unum. vinna helzt mikið með náminu og vera ekki að brúka munn: Háskóli íslands er kraftaverk. — Þeir eiga ekki að vera að' velta fyrir sér, hvers vegna hafi verið hægt að byggja fyr- Friðfinn og Sinfóníuna, en engan nýjan stúdcntagarð um áratugaskeið, hvers vegna fé- lagsheimili -eti risið upp í hveriu krummaskarð’ en ekki á háskólalóð.nni hvers vegna háskoiakennai ar bafi enn svo lítil vinnuherDergi að stúdent ar þurfi að rrFða við þá frammi á gangi, ef beir eru á annað borð til viðials trá nefndum og öðrum bitlingum, hvers vegna þeir "urfi að lesa lexi urnar inni stoí'i heima hió sér, þar sem full-t er af fólki, en lesstofur séu enn allt of I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.