Tíminn - 07.12.1968, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.12.1968, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 7. desember 1968. TÍMINN 7 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Fraimíkvæmdastjóri: Kristjáii Benediktsson. Ritstjórar: Þórarínn Þórarinssom (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Auglýs- ingastjóri: Steingrímur Gíslason. Ritstjómarskrifstofur í Eddu- húsinu, sfmar 18300—18306. Skrifstofur: Bankastræti 7. Af- gneiðslusími: 12323. Auglýsángasími: 19523. Aðrar skrifstofur sími 18300. Áskriftargjald kr. 150,00 á mán, innanlands. — f lausasölu kr. 10,00 eint. — Prentsmdðjan Edda h.f. Stríðshanzkanum kastað Er nýkjörin Alþýðusambandsstjóm kom saman til fundar í fyrradag, lá fyrir bréf frá ríkisstjórninni, þar sem óskað var eftir viðræðum við ASÍ um kjaramál. Fundurinn samþykkti, eins og vænta mátti, að grund- vðllur þess að viðræður gætu hafizt, væri sá, að ríkis- stjómin dragi til baka frumvarp sitt um ráðstafanir vegna sjávarútvegsins, en í því felast, eins og kunnugt er, lögþvinganir á verkalýðshreyfinguna og skerðing á samningafrelsi hennar. í ályktun nýafstaðins Alþýðu- sambandsþings var lögð á það þung áherzla, að ekki kæmi til mála, að verkalýðshreyfingin tæki upp samn- ingaviðræður við ríkisstjóm og atvinnurekendur bund- in lögþvingunum á höndum og fótum. Lýsti þingið allar lögþvinganir gegn samtökunum tilræði við verkalýðs- hreyfinguna, sem samstundis hlyti að verða hmndið. Að þessari samþykkt stóðu fulltrúar, sem teljast til allra stjómmálaflokka. Þvert ofan í þessar ákveðnu ályktanir leggur ríkisstjórnin strax fram frumvarp sitt um .lög- þvinganir gegn verkalýðshreyfingunni. Þar með var stríðshanzkanum kastað. Á þetta benti Ólafur Jóhannes- son, formaður Framsóknarflokksins, strax við 1. umræðu um fmmvarp ríkisstjórnarinnar. Sagði hann framvarpið koma sem hnefahögg í andlit alþýðusamtakanna og skoraði á stjómina að draga fmmvarpið til baka. Skýlaus þjóðarkrafa Ályktanir Alþýðusambandsþings, sem hljóta að verða grundvöllur baráttu ASÍ og samningaviðræðna við ríkisstjóm og atvinnurekendur í framtíðinni, er enn- fremur skýlaus krafa um að breytt verði um stefnu 1 atvinnu- og efnahagsmálum. ASÍ-þingið krafðist, að tek- in yrði upp sú stefna, sem fulltrúar stjórnarandstöðunn- ar í samningaviðræðum stjórnmálaflokkanna í sumar og haust, lögðu til grundvallar og settu sem skilyrði fyrir myndun þjóðstjómar um lausn efnahagsvandans. Svip- aðar ályktanir hafði ráðstefna fulltrúa BSRB, Sambands ísl. bankamanna og Farmanna- og fiskimannasambands íslands, gert nokkru áður. Fulltrúar allra launþega á landinu sameinuðust því um að krefjast nýrrar stjómar- stefnu, þeirrar stefnu, sem ríkisstjórnin hafði hafnað eftir langar samningaviðræður við stjórnarandstöðuna. Ríkisstjórnin stendur því frammi fyrir þeirri ský- lausu þjóðarkröfu nú, að annað hvort taki hún upp nýja stefnu eða fari frá. Að þessari eindregnu kröfu stóðu meira að segja nokkrir þingfulltrúar sém eru í hópi alþingismanna, varaþingmanna og borgarfulltrúa stjórnarflokkanna og allir forystumenn þeirra í verka- Iýðshreyfingunni. Ríkisstjórnin hefur nú sagt þessu fólki öllu stríð á hendur. Hún neitar að taka alvarlega skýlausa kröfu þjóðarinnar. Hún neitar að breyta um stefnu. Svar hennar er: Við ætlum að halda óbreyttri hrunstefnu áfram, en til viðbótar ætlum við að binda verkalýðs- hreyfinguna á höndum og fótum með löggjöf. Því verður ekki trúað fyrr en á reynir, að slíkt svar fáist staðfest á Alþingi. Fari svo, er ljóst að meirihlutann á Alþingi skipa ekki fulltrúar þjóðarviljans, heldur andstöðumenn hans. Ákvarðanir andstöðumanna eindregins þjóðar- vilja munu ekki fá staðizt á íslandi. ÉRLENT YFIRLIT Fréttabréf frá New Yorlc: Þjóönýtingarmál veldur viðsjám milli Perú og Bandaríkjanna Getur orðið mikið áfall fyrir bandaríska auðhringa í Suður-Ameríku l FRÉTTAMAÐUR bandaríska blaðsins Washington Star skýr- ir frá því, að forseti herfor- ingjastjómarinnar í Perú, Juan Velasco Alvardo, njóti nú ekki ósvipaðrar lýðhylli og Dubcek í Tékkóslóvakíu. Hann hafi með einu pennastriki, ef svo mætti segja, fylkt þjóðinni á bak við sig. Það muni líka vart draga úr vinsældum hans, ef Bandaríkin ætli að skerast hér í leikinn og beita þvingunum eins og Rússar hafa gert í Tékkóslóvakíu, þótt það verði framkvæmt eftir öðrum leið- um. ALVARDO kom til valda 3. október síðastliðinn, þegar her- inn rak Belaunde forseta frá völdum. Það voru þjóðernis- sinnar innan hersins, sem stóðu að byltingunni, og sjálfur er Alvardo talinn mikill aðdáandi de Gaulle og lítur á hann sem hina miklu fyrirmynd, en Al- vardo var fyrir pokkrum árum hernaðarlegur fulltrúi við sendiráð Perú í París. Það mál, sem varð Belaunde einkum að falli, var samningur, sem hann gerði við ameríska olíufélagið International Petroleum Co. (skammstafað IPC), en aðal- eigandi þess er Standard Oil of New Jersey. Félag þetta hefur rekið olíunámur í Perú og átt lengi f þrætum við ríkið um eignaréttinn á þeim og skattahlunnindi, sem það^telur sig hafa átt að njóta. Eftir langt þóf, gerði Belaunde samn ing við það á síðastl. sumri. Samkvæmt honum afsalaði fé- lagið sér alveg ellu eignatil- kalli til námanna, en fékk í staðinn ýmis fjárhagsleg hlunn indi. Þetta vakti mikla gremju meðal þjóðernissinna í Perú og var meginorsck þess, að herinn rak Belaunde frá völdum. Sex dögum eftir að herinn kom til valda, þjóðnýtti hann allar eigri ir IPC. Nokkru síðar var til kynnt, að félaginu yrði ekki greiddar neinar skaðabætur fyrir eignatökuna, því að það skuldaði ríkinu hvorki meira né minna en 974 millj. dollara í vangoldnum sköttum og ólög- legum gróða og væri það hærri upphæð en hinar þjóð- nýttu eignir þess næmu. Þetta var m.a. byggt á því, að fé- lagið hefur ekki greitt skatta samkv. lögum, sem gilda um innlend fyrirtæki, heldur eftir sérstökum reglum, líkt og ál- bræðslunni er ætlað að gera á íslandi. STJÓRN Bandaríkjanna hef- ur tekið þetta mál óstinnt upp við stjórnina í Lima. Hún seg- ist viðurkenna rétt ríkisstjórn- arinnar í Perú til að þjóðnýta erlend fvrirtæki, "'n þó því aðeins að full greiðsla komi fyrir eignatökuna. Bandaríkin verði því að fylgja þeirri kr.öfu fast eftir. að félagið fái eiGnatöknria greidda og verði það ekki gert, hljóti óhjá- Juan Velasco Alvardo kvæmilega að koma til fram- kvæmda hin svonefnda Hicken- looper-regla í samskiptum Bandaríkjanna og Perú. Hin svonefnda Hickenlooper- regla var lögleidd vegna þess, að Castro þjóðnýtti bandarísk- ar eignir á Kúbu, án þess að greiðsla kæmi fyrir. Samkvæmt henni fellir Bandaríkin niður alla efnahagslega aðstoð við ríki, sem þjóðnýtir amerískar eignir án skaðabóta. Þetta nær einnig til sykursamkomulagsins svonefnda, en samkvæmt því kaupa Bandaríkin sykur af viss um ríkjum fyrir mun hærra verð en fáanlegt er á heims- markaðnum. Fyrir Perú væri það ekki alvarlegt, þótt Bandaríkin felldu hina fjárhagslegu aðstoð niður, því að hún hefur verið sáralítil að undanförnu. Hitt væri alvarlegra, ef Perú misst þau hlunnindi, sem sykursam- komulagið veita því. Perú mun selja nær 500 þús. smál. af sykri til Bandaríkjanna á þessu ári og fær fyrir það um 35 millj. dollara hærra verð en fást myndi, ef þetta magn væri Perú státar af mörgum minjum frá tímum Inkanna. selt á heimsmarkaðnum, miðað við það verð, sem nú er. Það væri mjög mikið áfall fyrir sykuriðnaðinn í Perú, ef hann missti þau hlunnindi, sem e’/a fólgin í sykursamkomulaginu svonefnda. Samkvæmt Hickenlooper- reglunni, eiga refsiákvæðin að lcoma til framkvæmda, þegar sex mánuðir eru liðnir frá þjóð nýtingunni, ef ekki hefur verið samið um skaðabætur fyrir þann tíma. v STJÓRN Perú hefur nýlega birt svar sitt til Bandaríkja- stjórnar. Hún segir í fyrstu, að henni komi íhlutun Bandaríkj- anna spánskt fyrir sjónir, þar siem IPC sé alls ekki bandarískt fyrirtæki, en höfuðstöðvar þess eru taldar í Toronto f Kanada. Fyrirtækið var nefni- lega upphaflega kanadískt og er talið það áfram, þótt Stand- ard Oil of New Jersey eigi um 90% af hlutabréfunum, að því að talið er. Þá segir í svari Perú-stjórn- ar, að IPC sé frjálst að snúa sér til dómstólanna í Perú og fá hlut sinn leiðréttan, ef það telji hina vangoldnu skatta og ólögmæta gróða rangt reiknað an. Stjórn Perú sé reiðubúin til að hlíta úrskurði beirra. J.PC telur sig hins vegar ekki geta treyst dómstólunum f Perú, þar sem þeir séu undir áhrif- um þeirra þjóðernisstefnu, er nú sé vaxandi í landinu. Af hálfu þjóðernissinna í Perú, er óspart látið í það skína, að beiti Bandarikin Perú efnahagslegum refsiaðgerðum vegna olíumálsins, komi röðin að bandaríska koparhringnum, en hann ræður yfir miklum koparnámum í Perú. Eignir hans verði þá þjóðnýttar. Þá er og látið koma í ljós, að Perú geti aukið viðskiptin við Áustur-Evrópu. Viðskipta- nefndir frá Rúmeníu, Júgóslav- íu og Tékkóslóvakíu eru nú staddar í Lima og bráðlega er talin von á sendinefnd frá Sovétríkjunum. Stjórn Bandaríkjanna hefur bersýnilega vaxandi áhyggjur vegna þessa máls. Það getur dregið dilk á eftir sér, ef Perústjórn kemst upp með að þjóðnýta eignir olíuhrings- ins án skaðabóta. Það gæti líka vakið mikla andúð í allri Suður-Ameríku, ef Bandaríkia stjórn beitti Perú refsiaðgerð- um vegna þessa máis. Banda ríkjastjórn verður nú að horf- ast í augu við þá staðreynd, að eignum bandarískra auðhringa í Suður-Ameríku stafar ekki mest hætta af kommúnistum, heldur af þjóðernissinnuðum herforingjastjórnum, sem una ekki lengur þeirri féflettingu, sem þjóðir þeirra hafa orðið að sæta af hálfu bandarísku auðhringanna, og skilja, að það er bæði réttmætt og vinsælt mál að uppræta hana. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.