Tíminn - 28.01.1969, Blaðsíða 6

Tíminn - 28.01.1969, Blaðsíða 6
/ 6 TÍMINN Frá því um jól 'hefur ung- frú Si'gríður G-eirsdóttir, se_m kosin var fegurðardrottning ís- lands árið 1959, dvalið hér á l'andi í heimsókn hjá foreldr- um sínum. Sigríður tók þátt í alheimsfegurðarsamkeppni á Langasandi árið 1960 og var ein þeirra sem hlutu efstu sæt- in í kosningunni. Hún hefur síðan dvalizt erlendis nær ó- slitið og starfað í Banda- ríkjunum, fyrst nokkuð 'sem kvikmyndaleikkona en nú síð- ustu árin einkum sem auglýs- ingafyrirsæta, tízkusýningar- stúlka og söngkona. Undanfar- ið ár, hefur Sigríður dvalizt í Austurlöndum ásamt Önnu syst- ur sinni og starfað þar. í sum- ar fór þriðja systirin, Birna, í heimsókn til þeirra og voru all ar systurnar í Austurlöndum um tíma. Skömmu fyrir fyrir jól komu þær Sigríður og Birna í jólaleytfi til íslands, en Aisna dvelur enn hjá vinum sínum í Hong Kong. Sigríður hefur raunar ekki dvalið lang- dvölum hér heima. Sem barn og ungTingur átti hún heima í Svíþjóð í tíu ár og á mennta- skólaárunum var hún flest sum ur í útlöndum. Hún kveðst halda að flökkueðlið sé sér í blóð borið. En það veld- ur henni nokkrum áhyggjum að þessi langa fjarvera hafi valdið því, að hún hafi komizt úr tengslum við fólk og at- burði hér heima. Fyrir skömmu heimsótti blaðamaður Tímans Sigríði á heimili foreldra henn ar, Geirs Stefánssonar, for- stjóra, og frú Birnu Hjalte- sted. Barst talið einkum að dvöl hennar og starfi erlendis síðustu ár, en þó ekki sízt að veru þeirra systra í suðaustur Asíu. — Tildrög þess að við fór- um í þessa ferð, sagði Sigríð- ur, voru þau, að umboðsmaður okkar bauð mér og Önnu syst- ur minni þriggja mánaða samn ing, sem áðstoðarstúlkur banda rísks dávaldis, sem kallar sig Dante. Kaupið var gott og við áttum aðeins að koma fram á beztu skemmtistöðum Austur- landa, svo okkur fannst freist- andi að taka boðin.u. Við höfð- um reyndar komið á svipaðar slóðir áður, árið 1961 er ég fór ásamt fleiri stúlkum í sýn- ingarferð ó vegum fegurðar- samkeppninnar á Langasandi. Varð það úr, að Amna fór einn- ig með mér í þáð sinn. Við mundum báðar vel eftir fyrra ferðalagi okkar og langaði til að kynnast Austurlöndum nán ar. — Við lögðum síðan af stað frá Los Angeles, en 22 tíma flug er þaðan til Bangkok, ef fiogið er i einni lótu, en þar áttum við fyrst að koma fram. Við léntum hins vegar á Hawai og aftur í Tokíó og gistum þar svo ferðin tók tvo daga, auk þess missir maður um 16 tíma úr á leiðinni, svo við vorum heldur ruglaðar er komið var á leiðarenda. Á síðustu stundu fengum við skeyti fná umboðsmannin- um um að koma 4 dögum fyrr en áætlað hafði verið til Bang- kok, það væri mjög mikilvægt. Því var heilmikið umstang á síðustu stundu við að búa sig af stað og tíminn naumur Slíkir atburðir eru annars ein- kennandi fyrir „showbusiness.“ — A síðustu stundu verður einhver breyting. Vinafólk mítt ætlaði að halda stærðar kveðjuboð fyrir mig, en því varð að flýta. Við þurftum að hafa marga síða kjóla tilbúna fyrir sýnicigarnar ásmrt hár- kollum og andlitsfarða fyrir svið, sem við vissum ekki hvort við gætum fengið keyptan í Austurlöndum. Og allt á síðustu stundu. Þegar á flugvöllinn kom var farangurinn of mik- ill og við urðum að skilja helm inginn af honum eftir. Skömníu fyrir brottföricna á- kvað ég að taka hundinn minn hann Tinka, með. Og var mik- ið umstang að fara með hann í allskyns sprautur. Við Anna þurftum líka að fara til lækna í sprautur og til hinna ýmsu ræðismannsskrifstofa áð fá vegabréfsáritanir. — Tinky gæti skrifað sína eigin ferða- Sögu, þvf hann Tenti í ýmsuia ævintýrum á meðan á ferða- 'laginu stóð. Ástæðan fyrir þessuni flýti reyndist svo vera, að við áttum að vera í dómnefnd við kosn- ingu Ungfrú Thailands og síð- an koma fram í sjónvarpsþætti ásamt stúlkunni, se.m varð hlut skörpust. Fegurðarsamkeppni vekur miklu meiri athygli þarna austur frá en á' Vestur- löndum, og er mikið veður gert út af slíku, ef til vill vegna Sigríður Geirsdóttir (Tímamynd—GE). Viðtal við Sigríði þess að austrænar þjóðir hafa ekki tekið þátt í fegurðarsam- keppnum eins lengi og vestræn ar. — Okkur hafði verið sagt að það væri vetur á þessum slóðuim, þetta var í desember- byrjun ’67, og þess vegna tók- um við með okkur fremur hlýj- an fatnað. En þegai við kom- um til Bangkok seint um kvöld eftir að hafa millilent í Hong Kong var svo heitt að svitinn rann niður eftir bakinu á mér undir ullarkjólnum, þótt kl. vaéri 11 að kvöldi. Hins vegar var kalt í Hong Kong og Tókíó. — Bangkok er höfuðborgin í Thailandi, hinu gamla Síam. Og hún hefur að sögn tekið geysilegum stakkaskiptum á síðustu 7—8 árum. Hún er orð- in alveg ný borg óþekkjanleg frá þeirri gömlu. Og öH menn- ing er á mun hærra stigi, en jafnvel ég, sem þó hafði komið til Austurlanda áður hefði hald ið. Hugmyndir flestra um hag manna þarna eystra eru yfir- leitt úreltar orðnar. — Við bjuggum á Rama Hotel, nýju hóteli sem tilheyr- ir Hiltonhótelhringnum, í mið borg Bangkok, en þar gnæfa fjölmörg háhýsi víð himinn innan um gamla hrörlega kofa, og íburðarmikil musterl. Við komum einnig fram með dagskrá okkar þar á hótelinu og einnig á öðrum skemmti- stað Café de Paris. En meðan samningurinn stóð komum við alltaf fram tvisvar á hverju kvöldi. en áttum að eiga frí eitt kvöld í viku, en það stóðst raunár ekki alltaf. Þessar tvær sýningar tóku 5—6 tíma og reyna talsvert á, því við syst- urnar urðum að ganga um og tala við fóik á undan sýningu , og síðan vera á sviðinu dávald- inum til aðstoðar. Starf okkar Önnu var fólg- ið í því, að við reyndum að fá fólk upp á svið til að taka þátt í dáleiðslunni. Austurlanda búar eru feimhir svo venjulega varð að beita lagni til að fá þá til þess. Og svo varð að gæta þess að hlutaðeigandi fólk talaði ensku, því sýningin fór fram á ensku. Yfirleitt tókst dagskráin mjög vel en skemmti Tegast er þegar sviðsvant fólk kemur á sviðið. Viðbrögð fólks við því sem dávaldurinn segir eru hin furðulegustu, og oft var hlegið hátt, jafnvel við Anna skelltum uPP úr eftir að hafa séð margar sýningar. En þetta var erfitt starf, síð- degis þurftum við að fara í hárgreiðslu. Og fTjótlega fór- um við einnig að starfa við auglýsingar o.þ.h., sungum í sjónvarpi og víðar, stundum söng ég ein, en stundum söng Anna með niér millirödd. Á jólunum og gamlárskvöldi höfð um við lengri dagski'á en venju Iega, fram á raúða nótt. Jólin eru eins og gaimlárs- kvöld hjá Búddatrúarmönnum. Fólk ber pappírshatta og hyell hettur eru sprengdar. Mér fannst undarlegt að óska syst- ur minni gleði'legra jóla innan um allan hávaðann. Þó var þetta ekki í/fyrsta sinn að við Vorum á jóíunum í hitabeltis- landi, árið áður vorum við Birna að mig minnir í Nassau og héldum jól á enska vísu. Meðal áhorfenda á sýning- unum í Bangkok var fólk af öllum þjóðernuim, en þó eink- um bandarískir hermenn í leyfi frá Vietnam Oftar en einu sinni rákust gamlir vinir frá New York, Evrópu og jafn vel íslandi inn á skemmtistað- ina þar sem við sýndum. M.a. hitti ég í eitt sinn Breta, sem ég hafði kynnzt á íslandi 1958 ög flugfreyjan sem var með okkur frá Hawai til Tokíó var íslenzk. Já, oft varð manni hugs að hvað heimurinn væri í raun inni lítill. f eitt skipti hitti é| „make- up“ mann sem oft hafði mál- að mig hjá NBC-sjónvarpsstöð Lnni í Hollywood fyrir mörg- um árijm. Hann var með hópi skemmtikrafta undir forystu Bob Hope, sem fer á hverju ári og skemmtir hermönnum i Vietnam. Flaug hópurinn morgna og kvölds til Vietnam frá Bangkok, þar sem ejrki var talið óhætt að fólkið gisti í Vietnam. Bob Hope og Anna áttu sameiginlega kunningja, og við vorum kynntar fyrir Gary Crosby syni Bing Crosb- ys. Það varð úr að við áttum með þeim skemmtilegasta kvöld, eina fríkvöldið okkar í þrjár vikur, dönsuðum og skemmtum okkur langt fram- aftir nóttu Einnig komu þeir á sýningu til okkar. Jólin voru farin að nálgast og þeir komu upp á svið og sungu með okk- ur m.a. lög föður Gary, White Christmas, Gingle Bell o.fl. Þá buðu þeir okkur líka til konungshallarinnar þar sem hópurinn hélt einkasýningu fyrir Thailandskonung og Siri- kit drottningu En landið er sjálfstætt konungsríki þótt mjög gæti þar áhrifa Banda- ÞRIÐJUDAGUR 28. janúar 1969. ríkjamanna. Kínverjar eru auð ugasta fólkið í Thailandi og var eigandi hótelsins sem við dvöldum á kínverskur. Margoft meðan ég dvaldi í Austurlöndum var ég spurð um ísland og reyndi þá að segja fná eins og bezt ég gat, og einnig var mikil áherzla lögð á það í auglýsingum, að ég væri íslenzk fegurðardrottning. Já, við hittum ýmist frægt fólk. Rachel Wel'ch var m.a. í hópi Bob Hopes og gerði víst mikla lukku í sínum stuttu pilsum meðal hermannanna. Og eitt atvik var dálítið sérstakt sem átti sér stað í Bangkok. Ég var að fara í sund eldsnemma morguns og hitti þá Teikarann franska, Alain Delon, en hann var með sólgleraugu og skegg, og reyndar hélt 'ég að hann væri sundhallarvörður og bað hann um handklæði og að vísa mér á búningsherbergið. Ég áttaði mig reyndar fljótlega en lét ekkert uppi lengi vel. Af þessu spratt svo kunningsskap- ur milli okkar systranna og hans. Hann var á skemmti- ferðalagi um Austurlönd. — Ætlunin var að við kæm um einnig fram í bandarísk- um herstöðvum í ferðinni, en úr því varð Títið því að gleymzt hafði að taka það með í reikn- inginn að til eru lög, sem banna að dávaldar komi fram á slíkum stöðvum. Við fórum því ekki til Víetnam. Sendi- herra Filippseyja í Saigon bauð mér reyndar síðar um veturinn að koma þangað í heimsókn, en tu allrar ham- ingju þáði ég ekki boðið þvi nokkrum dögum síðar varð hann að flýja frá Saigon og heim til Filippseyja. Einnig komum við fram í Singapore og Hong Kong, þetta eru mjög vinsælar frí- hafnir og fólk úr öllum næstu löndum kemur þar mikið til að verzla en skemmta sér í Bangkok. Á báðum stöðunum gætir mjög brezkra áhrifa, Singapore varð sjálfstætt sam- bandsland fyrir tveimur árum og Hong Kong er einhvers kon- ar samveldisland Breta að ég held. Að lokum fórum við til Taipe á Formósu, og þar lauk samningnum, en síðan fórum við systurnar til Manilla á Filippseyjum. — Við lentum að kvöldi til í Manilla, en þar er flugvöll- urinn inni í borg rétt eins og í Reykjavík. Ég ætlaði varla að trúa mínum eigin augum þeg- ar ég leit yfir Ijósahafið úr flugvélinni. Gat þetta verið Manilla. Þetta var algjörlega orðin ný borg, nærri því ó- þekkjanleg frá þvi sem hún var þegar ég kom þar fyrir átta árum síðan. Litlu fátæk- legu kofarnir voru horfnir og í þeirra stað risin upp glæsi- leg háhýsi. Og í fjarska sá ég marga nýja borgarhluta. Eitt þessara , nýju hiverfa nefnist Makati. Én öll helztu fyrirtæki; landsins bæði inn- l'end og útlend hafa flutt skrif- stofur sínar þangað frá gömlu Manilla. Getur að líta hverja skrifstofubygginguna annarri glæsilegri. Mörg amerísk og japönsk fyrirtæki eru þaraa, en þessar þjóðir láta mjög til sín taka í efnahagslífinu. f miðri Makati er einnig stærð- ar verzlunarmiðstöð ásamt leik húsum, veitingahúsum. Þar er verið að reisa geysimikið hótel sem mun nefnast Hotel Tnter- continental er það verður full- byggt. Verður pægilegt fyrir fólk sem er a viðskiptaferða- lögUm að búa þar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.