Vísir - 03.02.1978, Blaðsíða 3

Vísir - 03.02.1978, Blaðsíða 3
vism Föstudagur 3. febrúar 1978 Baldvin Tryggvason afhendir Ágústi milljónirnar tvær. veita þau. Rikisstjórnin mun sjá safninu fyrir sérstöku húsnæði og fimm milljónum á þessu ári og siðan ákveðinni fjárhæð árlega. Or kvikmyndasjóðnum yrðu kvikmyndagerðarmönnum veitt lán og eða hrein fjárframlög til kvikmyndagerðar. 1 frumvarpinu er gert ráð fyrir að stofnfjárhæðin verði 30 milljónir króna. Þá gat menntamálaráðherra þess að börn Lofts Guðmundsson- ar eins af frumkvöðlum islenskr- ar kvikmyndagerðar, hefðu ákveðið að afhenda væntanlegu kvikm y ndasafni frumgerö mynda Lofts til varðveislu. Baldvin Tryggvason kom siðan fram og afhenti Agústi Guð- mundssyni styrk menntamála- ráðs til kvikmyndagerðarmanna fyrir árið 1978. Alls sóttu 7 um styrkinn i ár, en hann nemur sem svarar tveim milljónum. Samþykkt var ein- róma að Agúst fengi styrkinn til að vinna að frumsamdri mynd: „Litil þúfa”. Að lokum tók Wim Wenders til máls og fór hlýjum orðum um hátiðina og þá ákvörðun mennta- málaráðherra að leggja fram frumvarp um kvikmyndalög. Nefndi hann sem dæmi að það heföi ekki verið fyrr en þýska rik- ið tók að styrkja kvikmyndaiönað þar i landi að hann varð að þvi sem hann er i dag, — almennt viðurkenndur sem einn sá sterk- asti i heimi. —GA „Þetta var skemmtilegt”, varð Halldóri Laxness aft orfti eftir aft hafa horft á mynd Wenders „Amerfska vininn”. A myndinni er hann meft konu sinni, Auði Laxness og einnig má sjá Andrés Björnsson. Visis- myndir BP. Átti fisk- verð að hœkka um 9%? Ákvörðun almenns fiskverðs drógst nokk- uð á langinn uns verðið var hækkað um 13% með atkvæðum selj- enda og oddamanns i yfirnefnd Verðlags- ráðs. Visir hefur það eftir áreiðan- legum heimildum að meöan á verðákvörðun stóð i yfirnefnd stóð það til að fiskverð yrði hækkað um 9% meö atkvæðum fiskkaupenda og oddamanns. Var þá gert ráð fýrir þvi að við- miöunarverð i Verðjöfnunar- sjóði yrði hækkað um 20%. Hins vegar heföi oddamaður aö ósk ríkisstjórnarinnar snúist á sveif með fiskseljendum og fisk- verðshækkunin ákveðin 13% eins og fyrr segir. Visir bar þetta undir Jón Sig- urðsson forstööumanns Þjóð- hagsstofnunar en hann var oddamaður i yfirnefnd Verð- lagsráðs. „Ég tel þetta ekki vera rétta frásögn”, sagði Jón. Að ööru leyti vildi hann ekkert segja til um þaö að hve miklu hún væri ekki rétt. Þá bar blaðiö þetta einnig undir Arna Benediktsson for- mann Sambands frystihúsa. „Ég hef heyrt þetta sagt en ég kom ekki inn f yfirnefndina fyrr en á siðasta stigi þannig að ég get litið um það sagt”, sagði Arni —KS BSRB mótmœlir skerðingu nýgerðra kiarasamninga „Stjórn BSRB mótmælir harð- lega öllum hugmyndum um að skerða nýgerða kjarasamninga opinberra starfsmanna eða af- nema visitöluákvæði samning- anna”, segir i yfirlýsingu, sem samþykkt var einróma og með öllum atkvæðum á stjórnarfundi BSRB á þriöjudaginn. 1 ályktuninni segir, að megin- hluti hækkunar á kauptöxtum fé- lagsmanna BSRB séu verðlags- bætur vegna hinnar stórfelldu dýrtiðar hér á landi og auki þvi alls ekki kaupmátt launa. Grunnkaupshækkun sú, sem BSRB og bæjarstarfsmannafé- lögin sömdu um við fjármálaráö- herra og sveitarstjórnir miðaði að þvi að bæta opinberum starfs- mönnum þá glfurlegu kjara- skerðingu, sem þeir urðu fyrir á árunum 1974-1977, svo og að leið- rétta launakjör opinberra starfs- manna miðað við sambærilega starfshópa. Kaupmáttaraukning opinberra starfsmanna i siðustu kjara- samningum er síst meiri en aukn- ing þjóðartekna og þjóðarfram- leiðslu undanfarin ár, segir stjórn BSRB. —ESJ HVER ER MAÐURINN Á RAUÐA BÍLNUM? Það eru vinsamleg tilmæli rannsóknarlög- reglunnar i Hafnarfirði að maðurinn á rauða bilnum, sem ók utan i grindverk i Engidal við Álftanesveg gefi sig fram. Þetta mun hafa gerst á mánu- dagskvöld eða aðfaranótt þriðjudags og er girðingin nokkuð mikið skemmd eftir. Billinn hefur greinilega fariö út Olsenflokkurinn í Vísisbíói ó morgun Kvikmyndin sem sýnd verður i Visisbióinu á morg- un, laugardag er ekki af verri endanum. Það er hin bráðskemmtilega danska grínmynd um Olsen-flokk- inn. Sýningin er að venju i Laugarásbió, og hefst kl. 15. af veginum og lent á grind- verkinu en komist síöan upp á veginn aftur. —EA Kílóið af hassi ó 1,5-2 milliónir Fimm menn eru nú l gæslu- varðhaldi vegna rar ókna á fikniefnamálum. Var sjómað- ur á fiskibáti fyrir norftan handtekinn i gær og úrskurö- aður i allt aft fimm daga gæsluvarðhald, og siðan flutt- ur til Reykjavikur. Upplýsing- ar um magn sem hér um ræftir efta upphæðir er ekki hægt að gefa á þessu stigi málsins, en málið er umfangsmikið. Þess má geta að eitt kiló af hassi kostarnú 1,5 til tvær milljónir i smásölu. — EA NY SENDING AF FÓTLAGASKÓM úr mjúku sterku anílinskinni með ósviknum NViMNl'llMN Verð fró kr. 5.180 Litur: Ijósbrúnt No: 28-40 ófóðraðir No: 28-48 fóðraðir Ennfremur margar aðrar gerðir Póstsendum samdægurs Domus Medica Egilsgötu 3 Simi 18519.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.