Vísir - 09.06.1978, Blaðsíða 17

Vísir - 09.06.1978, Blaðsíða 17
V Siðustu sýningar Leik- félags Reykjavikur á þessu leikári verða nú um helgina. Sýnd verða Leikritin Skáld-Rósa eftir Birgi Sigurðsson og Valmúinn sp’ingur út á nóttunni eftir Jónas Arnason. Skáld-Rósa hefur nú verið sýnd 56 sinn- um og Valmúinn 10 sinnum. Bæði þessi leikrit verða sýnd áftur i haust. Þá má ekki gleyma barnaláninu. Blessað barna- lán verður sýnd i Austur- bjarbió n.k. miðvikudags- kvöld en leikritið hefur alls verið sýnt 59 sinnum ÞJH Ragnheiður Steindórsdóttir i hlutverki sinu i „Vatns- enda-Rósu” Hluti liðsmanna Kammersveitar Reykjavikur úti I sólinni fyrir utan Bústaðakirkju I gær, ásamt Paul Zukofsky fiðluleikara frá New York. mr ^ Visismynd: Gsal BACH I SVIÐSLJOS- INU Á SUNNUDACINN „Það er geysilega mikið um að vera þessa dagana vegna Lista- hátiðar og auðvitað takmarkað hvaö hægt er að leggja á íslenska áheyrendur. Við höfum tryggan áheyrendahóp, sem leggur mikið á sig til að hlýða á tónleika okkar, — svo við óttumst ekki svo mjög að falla i skugga erlendu lista- mannanna”, sagði Helga Ingólfs- dóttir semballeikari einn liðs- manna Kammersveitar Reykja- vikur I viðtali við Visi. Kammersveitin efnir til tón- leika á Listahátið 1978 á sunnu- daginn og verða þeir i Bústaða- kirkju kl. 16. „Við munum ein- göngu leika verk eftir Johan Se- bastian Bach og er hljóðfæra- fjöldi okkar miðaður við þá kammersveit sem Bach haföi sjálfur til umráða”, sagði Helga. i upprunalegri mynd „Við reynum að flytja verkin i sem upprunalegustu mynd, en slik framsetning er viða erlendis mjög vinsæl um þessar mundir. Erlendis ganga menn að visu sums staðar öllu lengra og leika tónverkin á gömul hljóöfæri, barrok-fiðlur, barrok-flautur og fleira, en við erum ekki svo vel á vegi stödd að við getum það. Við notum að visu sembalinn, sem er fornt hljóðfæri.” Jóhann G. Jóhannsson við planóið. RAGTIME Ragtime er ákveðin tegund tónlistar sem varð mjög vinsæl I kringum sfðustu aldamót. sagði Jóhann G. Jóhannsson er Vlsir náði tali af honum I gær. „Hún varaðallegaleikinaf svörtum pi- anistum I Bandarikjunum, mest á kaffihúsum og knæpum. A þessum tónleikum leik ég lög eftir Scott Joplin, sem nefndur hefur veriö konungur ragtime- tónskáldanna”. Jóhann kvaðst vera kominn hingað heim i sumarfri en hann stundar nám i tónlist og eölis- fræði við háskóla i Boston i Bandarikjunum. Hann hóf ung- ur nám i pianóleik og sagöist hafa fengið áhuga á ragtime músik fyrir nokkrum árum. „Vinsældir þessarar tónlistar hafa farið stöðugt vaxandi á siö- ustu árum og nú er óhætt að segja að þessar perlur Joplins njóti þeirrar virðingar sem þær veröskulda.” sagði Jóhann að lokum. Jóhann lék ragtime tónlist við setningu Listahátiðar fyrir tæpri viku og vakti tónlistar- flutningur hans óskipta hrifn- ingu. Vegna fjölmargra óska endurtekur Jóhann tónleika sina n.k. sunnudag á Kjarvals- stööum kl. 2 og sunnudaginn 18. júni á sama stað og tima. —ÞJH. Kammersveit Reykjavikur var stofnuö árið 1974 og hefur verið gróska i starfi sveitarinnar. Hún hefur árlega haldið ferna tón- leika, og hefur efnisskráin verið býsna fjölbreytt. Kammersveitin hefur leikið nýja tónlist sem gamla, og einnig flutt mikið af is- lenskum tónverkum, m.a. hefur hún frumflutt nokkur verk is- lenskra tónskálda, sem samin hafa verið sérstaklega fyrir hana. Vinna yfirleitt án stjórnanda 1 Kammersveitinni eru starf- andi fimmtán hljóðfæraleikarar. „Okkur þykir mjög gaman aö starfa i svona litilli kammer- sveit”, sagði Helga, ,,og sam- starfið er geysilega mikið og gott, enda verður það að vera, þar eð við höfum þá sérstöðu aö vinna yfirleitt án stjórnanda.” „Það er mikil vinna sem liggur að baki hverjum tónleikum og ég held að fólk geri sér almennt ekki grein fyrir því. Hljóðfæra- leikararnir fá engin laun fyrir sina vinnu, heldur fer styrkur borgarinnar 250 þúsund krónur, til greiðslu kostnaðar vegna hljómleikahaldsins”. Helga sagði aö lokum, að þau hefðu verið svo heppin núna aö fá Paul Zukofsky, frægan fiðluleik- ara frá Bandaríkjunum og mik- inn Islandsvin, til þess að aöstoöa við undirbúning tónleikanna á sunnudag. Hún kvað hann vinna endurgjaldslaust að undirbún- ingnum og væri þetta mikill og stór greiði. Aö heimsækja vini Zukofsky var önnum kafinn er Visi bar að garði i Bústaöakirkju i gær, en hann gaf sér örfáar min- útur til viöræðna. Hann kveðst hafa komiö hingað til lands fyrir þrettán árum og þekkti margt islenskt tónlistar- fólk. „Ég er hér aöallega þeirra erinda að heimsækja vini mina og mér var það sönn ánægja að hafa haft tækifæri til þess að hjálpa til viö undirbúning tónleikanna á sunnudag” sagði hann. Zukofsky kvaðst vera á leið i hljómleikaferð um Evrópu ásamt tónskáldinu John Cage og myndi ferðinni ljúka i lok júni. Og að slepptu orðinu var hann rokinn. —Gsal Gorðhús — Geymsla Tjaldhús. Fyrir börnin afi leika sér og sofa I, og þar geta þau átt Htifi heimili útaf fyrir sig. Kanadlsk úrvalsvara úr stáli,mjög ódýr. Aufiveld uppsetning. Flatarmál 4,60 ferm. Hjálpafi vifi uppsetningu ef óskafi er. örfá hús til ráðstöfunar. Léttar afborganir eða staðgreifisluafsláttur. Geymið auglýsinguna Upplýsingar í simum 86497 og 36109 Leikári lýkur hjá leik- félaginu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.