Vísir - 17.11.1978, Blaðsíða 6

Vísir - 17.11.1978, Blaðsíða 6
Litli drengurinn á mvndinni brá sér í barnadýragarð i New York fyrir stuttu, og var þá heilsað svona kumpánlega af stórri og myndarlegri gæs. Hún beit i nebbann á honum, en sem betur fer aðeins lauslega og strákur hafði bara gaman af. I textanum sem fylgdi þessari mynd, var þó tekið til þess að strákur hafði leikfangabyssu tilbúna að baki sér, ef gæsin gerðist of aðgangs- hörð. Ekki aðalsmaður? Karólina prinsessa af Mónakó og maður hennar, Philippe Junot, hafa nú dregist inn í leiðindamál, sem vekur mikla athygli. Vafi leikur nefnilega á því að Junot sé sá aðalsmaður sem hann hefur hingað til verið talinn. Faðir hans hef- ur þurft að mæta fyrir rétt i París vegna þessa. Það er hertogi nokkur, Lerey van Abantes, sem ásakar AAichel Junot um að hafa svindlað í sam- bandi við aðalsnafn- bótina, og að ekkert blátt blóð renni i æðum hans. Hertoginn rekur ættir sínar til hers- höfðingja sem háði marga baráttu með Napóleon I, og var þess vegna aðlaður. AAichel Junot heldur því fram að þessi sami hershöfðingi sé forfað- ir hans lika. En hertog- inn samþykkir þetta ekki, og fer fram á há- ar fjárbætur. Fursta- hjónin i AAónakó hafa ekkert látið frá sér heyra vegna þessa, en sagt er að Rainer fursti kippi sér ekkert upp við það, þó tengda- sonurinn hafi ekki blátt blóð. Enda er Grace Kelly ekkert tengd neinu slíku. Hundrað stúlkna bókin Enska blaðið Sunday People segir Karl Bretaprins vera miklu meiri kvennamann, en margir hefðu imyndað sér. Karl á nefnilega i fórum sinum litla , rauða bók. I bók þess- ari er að finna nöfn og heimilisföng hundrað stúlkna. Við hvert nafn ersvo tölustafur, og ná tölurnar f rá einum upp í tíu. Það er einkunna- gjöf og Karl gefur hverri stúlku sem hann kemst í tæri við eink- unn. Tíu er besta eink- unn en fái einhver stúlknanna einn, eru litlar vonir til þess að hún fái meira að heyra frá Karli. Stúlkurnar sem prinsinn hefur orðið ástfanginn af, eru undirstrikaðar með rauðu. Bókin ku vera fimmtán ára gömul, að sögn blaða- mannsins sem þetta skrifar, og er tekið fram að rauð leður- kápan sé orðin all-slit- in. Bókina fékk hann I afmælisgjöf frá sinni fyrstu vinkonu, Rosalyn Bagge. Umsjón: Edda Andrésdóttir 8?et ví*í,T/ Föstudagur 17. nóvember 1978 Idgsr Rlce ðurroughs, Inc. Dillr by Unilxl ftilun Syndicilt, Irtc. En allt I einu stöövaöi Tarsan hermennina. Framundan var Arabi oR hann mundi vekja upp alla slna menn ef hann heyröi hávaöa frá þeim % Hún hefur nefiö 7 I En hú hans pabba slns. hún hefur háriö

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.