Morgunblaðið - 11.01.2001, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 11.01.2001, Qupperneq 34
LISTIR 34 FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Drottinn hann er strætisvagn sem stöðvar hér og þar. Og fyrir litla bljúga bæn þér býðst með honum far. Werner Schwab er einn þeirra þýskumælandi höfunda sem íslensk- ir leikhúsáhorfendur hafa lítið haft af að segja. Schwab fæddist 1958 og lést á nýársnótt 1994 og var þá orð- inn einn þekktasti leikritahöfundur Austurríkis þó frægðarsól hans hefði hangið stutt á leikhúshimninum. Frumsýning á leikritinu Þjóðarmorð eða mitt tilgangslausa móðurlíf (Volksvernichtung oder meine Leb- er ist sinnlos) gerði Schwab þekktan um allt Austurríki og í kjölfarið tóku leikhús víða um heim leikrit hans til sýninga. Hann var stjarna þau tvö ár sem hann átti eftir ólifuð. Föðurlaus og bláfátækur Werner Schwab ólst upp hjá frá- skildri bláfátækri móður sinni og höfðu þau mæðgin naumast nægi- lega til hnífs og skeiðar fyrr en Werner komst á unglingsár. Hann stundaði nám við listaskólann í Graz og hélt síðan ásamt sambýliskonu sinni Ingeborg Orthofer út á land og stundaði skógarhögg og skriftir um árabil eða allt þar til að fyrstu leikrit hans voru tekin til sýninga í lok 9. áratugarins. Öndvegiskonur skrifaði hann 1987 og fékk það endursent einu og hálfu ári eftir að hann sendi það þjóðleikhúsinu í Vínarborg. Verkið var frumsýnt af Theater im Künstlerhaus í Vínarborg 13. febr- úar 1990. Þjóðleikhúsið í Vínarborg frumsýndi verkið 21. maí 1994. Borg- arleikhúsið í Reykjavík frumsýnir verkið 12. janúar 2001. Öndvegiskonur er leikrit um þrjár konur. Líf þessara þriggja kvenna er lítilfjörlegt og óspennandi, lífsbar- átta þeirra er tilgangslaus, lífskraft- ur þeirra er einskis virði. Til hvers lifa þær, um hvað hugsa þær, hvers stendur hugur þeirra til, um hvað dreymir þær? Þær hittast hjá Ernu, sem leggur metnað sinn í að lifa eins spart og henni er unnt. Hún elur önn fyrir syni sínum, sem er fertugur auðnuleysingi og fyllibytta. Sjálfa dreymir hana um að eiga betra líf með kjötkaupmanninum Wottila. Gréta hefur lagt ofuráherslu á lík- amlegt aðdráttarafl sitt, en nú er fátt eftir, hún er orðin hundrað prósent öryrki, andlega vanheil og lætur sig dreyma um stóra stæðilega karla sem gætu veitt henni langþráðan un- að. Dóttir hennar hefur flúið kyn- ferðislega misnotkun alla leið til Ástralíu. Mæja er heldur yngri en þær Erna og Gréta, sérsinna með trúarmaníu og leggur metnað sinn í að losa stífluð klósett með berum höndunum. Umræðuefni þessara þriggja öndvegiskvenna eru á eina lund; skítur í klósettum í sínum margvíslegu myndum og fjölbreytt eymd þeirra sjálfra. Ofgnótt skíts og úrgangs Kannski má lesa úr verkinu sam- félagssýn Schwabs þar sem ofgnótt skíts og alls kyns mannlegs úrgangs er táknræn fyrir lágkúru neyslusam- félagsins. Reiði höfundarins, sem skrifaði verkið 29 ára gamall, í garð alsnægtasamfélagsins er greinileg og persónurnar þrjár mótaðar úr umhverfi hans sjálfs; fyrirmyndin að Ernu er móðir hans sjálfs, fyrir- mynd Mæju var til og mun enn vera á lífi og sjálfsagt er hið sama að segja um Grétu. „Hann hafði áhuga á undirmáls- fólki og þótti vænt um það,“ segir Sigrún Edda sem hefur sökkt sér of- an í vinnuna við þessa sýningu. „Það hljómar kannski einkennilega að segja það en Mæja er elskuleg per- sóna. Hún þráir viðurkenningu um- hverfisins og leggur metnað í starfið sitt sem er að losa stíflur í klósettum fína fólksins. Draumur hennar um viðurkenningu felst í því að vera bor- in á gullstól af hópi fólks eftir að hafa losað svæsna klósettstíflu,“ segir Sigrún Edda. Hanna María og Margrét Helga taka undir þetta og segja þessar persónur eiga alla sam- úð skilda og gera kröfur til þeirra um skilning og mannlega reisn. „Schwab sagðist skrifa án hugsjóna. Mér finnst hann mjög áhugaverður höf- undur og ég hefði gjarnan viljað hitta hann,“ segir Sigrún Edda. „Það er auðvitað ekki hægt.“ Þær líta hver á aðra og dæsa þeg- ar ég spyr hvernig þeim hafi gengið að komast inn í hugarheim verksins. „Það var erfitt,“ segir Hanna María. „Ég held að ég hafi aldrei gengið í gegnum jafn erfitt æfingaferli og í þessu verki. Það er svo mikilvægt að finna hinn mannlega streng í verkinu og hugsunina og tilfinninguna að baki textanum svo hann verði ekki bara yfirborðskennt klám og hreinn sori. Hættan á því er vissulega fyrir hendi.“ Margrét Helga bætir því við að það geri verkið enn erfiðara í vinnslu að höfundurinn hafi enga reynslu haft af leikhúsi þegar hann skrifaði verkið. „Langar ræður persónanna gera miklur kröfur um nákvæma hlustun og sterka innlifun. Þetta er vel skrifað leikrit en tengingarnar liggja ekki alltaf í augum uppi.“ Hanna María skýrir þetta nánar. „Hugmyndirnar koma kannski inn í miðri ræðu hjá annarri persónunni og þá þarf maður að kveikja á hugs- uninni og kynda undir henni jafnt og þétt þar til maður kemst að.“ „Þetta er sérkennilega óhugnan- legur texti og verkið hefur haft sterk áhrif á mig,“ segir Sigrún Edda. Meinfyndið og fagurt Þær segjast auðvitað hafa velt því fyrir sér hvernig væntanlegir áhorf- endur muni taka verkinu. „Það má búast við því að einhverjum finnist sér misboðið. Textinn er grófur og umræðuefnið subbulegt á köflum. En það er samt fegurð í þessu verki. Mannleg fegurð mitt í ljótleikanum,“ segir Sigrún Edda. „Trúarlegt inn- tak verksins lyftir því einnig á hærra plan og gæðir það táknrænum vís- unum langt út fyrir þann harða og grófa veruleika sem í því birtist.“ „Ég er líka viss um að margir eiga eftir að hafa gaman af því hversu meinfyndið leikritið er,“ segir Hanna María. Mæja: Svo fer mannskapurinn að hrópa glaðlega saman í kór: Hún Mæja þarf enga hanska, hún Mæja þarf enga hanska... og nú seilist hún Mæja strax djúpt niður, hún Mæja kann sko á þessu lagið. Búin að fiska upp blautan klósettpappírinn og all- ar fljótandi hægðir, þá finnur hún aftur eitthvað hart... alveg er þetta glerhart, hugsar hún með sér, og þá kemur í ljós að þetta er bjórflaska, full flaska af bjór og hefur ekki einu sinni verið opnuð. En það passar nú aldeilis með gúllasinu, takk séra minn, segir hún, því hún þykist vita að séra presturinn hafi viljað gleðja hana Mæju og látið þennan fyrirtaks bjór í klósettið eins og jólasveinninn færir börnunum í skóinn sinn. „Ég hugsa ekki um að með þess- um texta sé ég að sjokkera áhorf- endur. Tilfinningin að baki þessum texta er um þrá lítillar manneskju eftir viðurkenningu. En það er ekki hægt annað en hlæja út í annað um leið því draumar hennar eru svo dásamlega skekktir.“ Þetta á við um þær allar. Grát- broslegar, jafnbrjóstumkennanlegar og þær eru ógeðfelldar. Erna er svo samansaumaður nískupúki en jafn- framt strangheiðarleg að hún hefur fylgst vandlega með því hvort ein- hver vitjar loðhúfu sem hún fann í ruslatunnu og skilaði samviskusam- lega til lögreglunnar. Hún þykist hafa himin höndum tekið þegar hún fær að eiga húfuna að ári liðnu. Sagt hefur verið um höfundinn að hann hafi haft óbeit á sjálfum sér og öðru fólki. „Þessi sérkennilega sýn hans á sjálfan sig og aðra er áreiðanlega ástæða þess að hann lét letra hina furðulegu grafskrift á legsteininn sinn: Hér hvílir illmenni,“ segir Sig- rún Edda. Kannski Öndvegiskonur færi okk- ur heim sanninn um góðmennið Werner Schwab sem hafði bara svona lélega sjálfsmynd. En Leik- félag Reykjavíkur fagnar 104 afmæli sínu með sérstakri hátíðarsýningu á Öndvegiskonum í kvöld. Annað kvöld verður svo hin eiginlega frum- sýning að hefðbundnum sið. „Hér hvílir illmenni“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Erna: Kynferðismálin eru alltaf það sem tortíma manneskjunni. Gréta: Hann Freddý var einmitt að segja það, að ég angaði hreint eins og uppáhaldsmaturinn hans, svínakjöt bakað í ofni með kartöflum. Mæja: Ekki til það stíflaða klósett sem stenst henni Mæju snúning. Á Litla sviði Borgarleikhússins verður há- tíðarsýning í kvöld á leikritinu Öndveg- iskonur eftir austurríska leikskáldið Werner Schwab. Hávar Sigurjónsson ræddi við öndvegisleikkonurnar Hönnu Maríu Karlsdóttur, Margréti Helgu Jóhannsdóttur og Sigrúnu Eddu Björnsdóttur. ÖNDVEGISKONUR eftir Werner Schwab í þýðingu Þor- geirs Þorgeirsonar. Leikarar: Hanna María Karls- dóttir, Margrét Helga Jó- hannsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir. Leikstjóri: Viðar Eggertsson. Leikmynd/búningar: Snorri Freyr Hilmarsson. Lýsing: Elfar Bjarnason. Leikgervi: Sigríður Rósa Bjarnadóttir. Hljóðmynd: Ólafur Örn Thor- oddsen. Leikarar og listrænir stjórnendur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.