Vísir - 13.12.1978, Blaðsíða 10

Vísir - 13.12.1978, Blaðsíða 10
10 MiCvikudagur 13. desember 1878 VÍSIR útgefandi: Reykjaprent h/f n Framkvæmdastjóri: DavfA GuAmundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. Ólafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi GuAmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: GuAmundur G. Pétursson. Umsjón meA HelgarblaAi: Arni Þórarinsson. BlaAamenn: Berglind Asgeirsdóttir,Edda Andrésdóttir, Gisli Baldur GarAarsson, Jónlna Michaelsdóttir, Jórunn Andreasdóttir, Katrin Páls- dóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Stefán Kristjáns- son, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Útlit og hönnun: Jón Öskar Hafsteinsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingar og skrifstofur: SfAumúla 8. Símar 86611 og 82260. AfgreiAsla: Stakkholti 2-4 simi 86611. Ritstjórn: SiAumúla 14 sfmi 86611 7 linur Áskrift er kr. 2500 á mánubi innanlands.Verö i lausasölu kr. 125 eintakiö. Prentun BlaAaprent h/f. Markverðar Tímaábendingar Eit+af höfuðatriðunum ístefnu núverandi ríkisstjórn- ar lýtur að því, að hún geri engar efnahagslegar ráð- stafanir án samráðs við verkalýðshreyfinguna. I reynd hef ur þetta stef nuatriði leitt til þess, að stjórn ef nahags- mála hefur verið færð úr höndum ríkisstjórnar og Al- þingis til fámenns hóps forystumanna í heildarsamtök- um launþega. Fyrirheitið um samráð við aðila vinnumarkaðarins hefur því verið rækilega efnt. En um leið hefur það gerst, að umboðslausir stjórnendur hagsmunasamtaka eru ekki aðeins búnir að fá óeðlileg áhrif, heldur hafa beinlínis fengið í hendur vald til þess að ráða mótun efnahagsstefnunnar. Talsmenn stjórnarinnar hafa talið þetta valdaafsal til aðalsmerkja í störfum hennar. En á sama tíma hefur eitt af málgögnum stjórnarflokkanna, dagblaðið Tím- inn, nær daglega vakið athygli á f lokkspólitískri mis- notkun alþýðusamtakanna. Hér er um mjög athyglis- verðan málflutning að ræða, ekki síst i Ijósi þeirrar áherslu, sem lögð hefur verið á svonefnt samráð við verkalýðshreyf inguna. Tíminn hef ur að undanförnu haft viðtöl við menn, sem komist hafa til nokkurra áhrifa í verkalýðsfélögum, án beinna tengsla við stjórnmálaf lokkana. Þeim ber öllum saman um, að verkalýðshreyfingin sé beinlínis notuð í þágu stjórnmálaflokkanna. Yfirlýsingar af þessu tagi koma engum á óvart. En það er ekki á hverjum degi, sem slík innri gagnrýni kemur fram. Sennilega hefur flokkspólitískt hlutverk verkalýðsfé- laganna sjaldan eða aldrei opinberast á jaf n skýran hátt einsog á þessuári. Með hæfilegri einföldun má segja, að það sem í febrúar var kallað atvinnurekendaáróður og kauprán heiti í desember verkalýðsstefna gegn verð- bólgu. Nú ber síst að harma það, er forystumenn verkalýðs- félaganna taka rökum og færast nær skynsamlegum sjónarmiðum. En þegar slík skoðanaskipti afhjúpa verkalýðsfélögin sem hluta af f lokkakerf inu, er eðlilegt að sú staðreynd sé tekin tjí yHrvegunar. Ábendingar Tímans hafa óneitanlega talsvert gildi að því er þetta varðar. Sannleikurinn er sá, að hér er ekkert til, sem kallast getur verkalýðshreyíing. Verkalýðsfélögin eru rekin sem pólitísk fyrirbæri í beinum tengslum við stjórn- málaflokkana, einkum Alþýðubandalagið, Sjálfstæðis- f lokkinn og Alþýðuf lokkinn, en litlum sem engum tengsl- um við fólkið i landinu. Þegar ríkisstjórnin talar um samráð við verkalýðs- hreyfinguna, er i raun og veru um það að tefla, að til- teknar klíkur í f lokkunum fá þau völd, sem ríkisstjórn og Alþingi hafa að réttu lagi. Sumir af yngri þingmönnum Alþýðuf lokksins hafa í orði gagnrýnt þetta spillta kerfi, en á borði tekið fullan þátt í skollaleiknum. Verkalýðsfélögin eru algjörlega lokuð fyrirtæki að mestu laus við það sem kallað er lýðræði. Þau lúta póli- tískri stjórn. I því Ijósi er óeðlilegt, að ríkisstjórn skuli afsala sér völdum í þeirra hendur. Það er afskræming á stjórnarfarslegu lýðræði og brotalöm í þeirri stjórn- festu, sem nauðsynleg er. Þannig snýr málið út á við. Innhverf an lýtur að verka- lýðsfélögunum sjálf um, spurningunni um það, hvort þau sætta sig við þá tilveru að vera lítið annað en f lokkspóli- tískar valdaklíkur. Það hljóta menn í hverju félagi að gera upp við sjálfa sig. Það er innanbúðarvandamál. Hitt er meira virði, að kjósendur geti treyst því að sú stjórn, sem þeir kjósa yfir sig, fari sjálf með völdin í landinu, en ekki verkalýðsfélagaklikur, á flokksskrif- stofunum. HVBRRA ■RU LÖGIN? Hverra eru lögin? Það furðar mig lítt nú þegar allt virðist stefna í átttil alræðis ríkisvaldsins á okkar kæra landi þó tveir löglærðir dómarar dæmdu hinn 27. okt. s.l. í aukadóm- þingi Rangárvallasýslu rikinu allan eignarrétt á Landmannaaf rétt. Forseta Félagsdóms, hr. Guðmundar Jónssonar og hr. Steingríms G. Kristjánssonar, sem reit m.a. Upp- boð og eignarréttarsvifting, verður örugglega minnst á spjöldum sögunnar vegna þessa eignasviftingar- dóms. Eftir útkomu Blöndals orðabókar Fyrsta forsenda þeirra er aö hiö umdeilda landsvæöi sé ekki almenningur heldur afréttur. Aö þessari forsendu gefinni vil ég spyrja þá, hvenær afréttur hætti aö vera beitarland á heiö- um eða fjöllum, eign hreppa eöa einstaklinga? Þaö hlýtur aö hafa skeö eftir útkomu oröabók- ar Sigfúsar Blöndals. Mál þetta er á margan hátt athyglisvert, dómskýringar hniga flestar i þá átt aö ekki sé lagalega sannaö að hrepparnir eigi afréttina, ekki er sýnt framá aö rikiö hafi nokkru sinni fyrr en nú taliö afréttina slna eign, þar sem rikiö er þó sækj- andi málsins viröist mér aö eöli- legra heföi veriö fram lögö sönnunargögn á eignarétti þess, fremur en hártogun á rétti hreppanna, sem fáir hafa efast um til þessa. Hvers vegna keypti ríkið Titansamninginn Einn okkar vitrasti lögfræö- ingur fyrr og siöar taldi engan vafa þar á þegar hann geröi Tit- ansamninginn svo nefnda viö Asa- Holta- og Landshr., en mér er aftur spurn fyrst aö dómi Guðmundar og Steingrims hinn stórmerki vatnaréttarsamning- ur Einars sál. Benediktss. um virkjun Þjórsár er lögleysa, hvers vegna var þá Islenska rikiö og Landsvirkjun aö kaupa ummræddan samning, ef rikiö hefur alltaf átt landið? Hitt er svo sjálfsögö kurteisi viö þjóöina af dómaranna hálfu aö upplýsa forsendur þess aö hinn forni dómur frá 25. júni 1476 um Þjórsártungur i Landi sé ótrúverðugur. Meö öörum oröum, viðjiö þiö ekki gera svo vei aö færa sönnur aö þeim ó- sannindum, sem þiö dylgjiö þar um, ella viöurkenna forna sagn- ritun. I heimsmetabók Guinn- ess Frá minu sjónarmiöi er meö dóminum 27. okt. s.l. um algjöra eignarupptöku aö ræöa, þó á svo lumskulegan hátt aö bætur þurfi ekki aö greiöa utan málskostn- aö. ✓-----:—v——n Pálmi Jónsson Sauöár- króki skrifar: Meirihluti þjóðarinnar er vel menntaður og haldinn sterkri rétt- lætiskennd. Valdhafar ríkisins og dómarar eru þar engin undan- tekning, þeir mega aftur á móti vara sig á að missa ekki sam- bandið við æðaslátt ís- Jenskra atvinnuvega.^ Litum á upphaf málsins, hver stefnir? Þaö er hæstv. landbúnaöarráöherra Halldór E. Sigurðsson. Hverjum er stefnt? öllum bændum i áöurnefndum hrepp- um og þar sem lita má á stefn- una sem prófmál stækkar sviöiö svo aö segja má aö landbúnaö- arráöherra stefni öllum bænd- um islands, öllum umbjóöend- um sinum. Ég hygg sú gjörö hans sé heimsmet, sem beri aö skrá I heimsmetabók Guinness þvi fordæmi er tæpast finnan- legt. Hitt er svo annaö mál aö þar sem vantar skýr sýslumörk ber aö sjálfsögöu aö ganga lögform- lega frá þeim, án þess aö rikiö fótum troöi eignarrétt bænda. Heppilegt fyrir Björn ríka á Löngumýri Það var heppilegt fyrir Björn rika á Löngumýri aö markiö á Skjónu skyldi vera Jóns en ekki rikisins, þá heföi liklega tiu ár ekki nægt til aö skapa eignar- hefö fyrst tiu sinnum hundraö ár viröast ekki ætla aö nægja bændum I dag varöandi afrétt- armálin og ágang hins opin- bera. Sagt er aö fjallskilaskuld rikisins vegna smölunar Nýja- bæjar- og Arbæjarafréttar, (er rikiö tók sér sem skásta kostinn fremur en mismuna skagfirö- ingum og eyfiröingum) vaxi ár frá ári. Samkvæmt lögum ber öllum aö kosta smölun á sinu landi. Hæstvirtur landbúnaöar- ráöherra hefur liklega gleymt aö útvega fjárveitingu til gangnaskila á afréttum rikisins, eöa er það meining Guömundar og Steingrims aö lagabókstafir gildi aöeins fyrir okkur þegnana og félög, sem viö stofnum, en nái ekki yfir rikiö sjálft. Ég trúi ekki slikri skilgreiningu laga og vona aö nýskipuö stjórnar- skrárnefnd geri þaöekki heldur, þó vissir dómar hnigi óneitan- lega I þá átt er min bæn aö drengskapur og réttlæti megi eflast svo aö I komandi framtiö geti þjóöin öll fagnaö hverjum dóm sem gengur, því ef réttar- vitund þjóöarinnar finnur aö af réttlæti er dæmt, þá veröur aldrei ágreiningur um dóminn. Hví gjörið þið þá illt? Meiri hluti þjóöarinnar er vel menntaöur og haldin sterkri réttlætiskennd, valdhafar rlkis og dómarar eru þar engin und- antekning, þeir mega aftur á móti vara sig á aö missa ekki sambandiö viö æöaslátt Is- lenskra atvinnuvega, þegar horft er á siaukinn rlkisrekstur, sem skattþegnarnir mega svo greiöa á tapiö, ári siöar. Þjóöskáldiö frá Fagraskógi sagöi aö gefnu tilefni: „Þeir sem skapa þjóöum lög, þurfa mikiö veganesti, veröa aö skilja dulin drög, drauma fólks- ins, hjartaslög, bænir þess og bresti.... Löggjafar, sem lltiö skilja, lúta aldrei fólksins vilja, koma öllu á vonar völ, veröa sjálfir —þjóöarböl.” Ég efast ekkert um aö fyrr.. nefndir dómarar hafi viljaö vel, en góöu menn ef þiö viljiö vel, hvi gjöriö þiö þá illt? Tiðurkenndur eignaréttur ríkisins á Landmannaafrétti löffnianni Landmannahrepps, og Sveinbirni Jónssyni hrl., lögmanni Holtahrepps og fl., voru dæmdar 3,5 milljónir hvorum í málsvarnar'- laun en Skúla Pálmasyni hrl^ lögmanni Skaftártunguhrepps, yÆ dæmd ein milljón í málsv^flB laun. -rftóí ►- í dómi aukaréttar Rangárvallasýslu PiRAFA ríkisins um ríkisins. Dóminum verður k.-nndur í dómsc cÍKnarrótt á Landmannaaf- áfrýjað til Hæstaréttar, óóminum eru einni réttí var viðurkennd í a.m.k, af hálfu Land- í'J’sar dúmi, sem kvcðinn var ' er 4 fc la^v%ðl'

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.