Vísir - 15.03.1979, Blaðsíða 2

Vísir - 15.03.1979, Blaðsíða 2
2 /~3k. Fimmtudagur 15. mars 1979 VISIR VISIR spyr Ef rikisstjórnin fellur, á þá að mynda strax nýja rfldsstjórn eða boða til nýrra kosn- inga? Ingi Arnarson, loftskeytamaður: — Vonandi fellurþessi rikisstjórn ekki, en falli hiin þá verða sjdlf- stæðismenn og Alþýðubandalags- menn að mynda nýja stjórn. Björn Gunnarsson, starfsmaður i Járnblendiverksmiöjunni: — Það er eriftt að svara þessu, en ég vona að núverandi stjórn haldi áfram. Magnús Jónsson, verkamaður: — Ég get ekki svaraö þessu. Ég hef engan áhuga á pólitfk. Það eru allar rikisstjórnir eins. KARLMENN OG KYNÞOKKANJOSNIR Austur-Þjóðverjar hafa brugðið á það ráð að senda sveitir myndrrlegra manna tii Austur-Þýskalands til að leita fagnstaðar á rómantlskum miðaldra konum i skrifstoofu- kerfi vestur-þýska rikisins, einkum þeim sem koma nærri öryggismálum, og er ekki laust viö að þannig hafi veriö sofið hjá innan öryggiskerfis Nato meö þeim árangri að hern- aöaráætlanir hafa „lekiö”. Yfirleitt hefur þessu verið öfugt farið, og laglegar konur verið notaðar til að veiða leyndarmál upp úr gömlum og getulausum hershöfðingjum. Má I þvi efni minnast á Mata Hari, sem var belgmikil júfferta eftir myndum að dæma, en féll vel að kyn- þokkahugmyndum slns tfma. Hin nýja sveifla I kynþokka- njósnum kemur nokkuð á óvart, vegna þess aö taliö hefur verið aö þaö væru aöeins kvenjösn- arar, sem þannig væru útbúnir frá náttúrunnar hendi, aö þeir dygðu eitthvaö I það sem mætti kálla ástlaus sambönd. En kannski loksins hafi sannast kenning Lysenko um eðlisbreyt- ingu tegundanna, þannig að nú geti kom múnistar framleitt karlmenn, sem eru til I allt, alls staðar og ævinlega. Má þaö telj- ast mikill og góður uppeldisleg- ur árangur, þótt ekki tækist Lysenko visindastarfið, þegar hann var að fást við jurtir. A.m.k. virðast austur-þýsk Mata Hari var belg- mikil júfferta, en féll vel að kynþokkahug- myndum sins tima stjórnvöld treysta þvf aö kynþokkanjósnir komi að góðu gagni þótt karlmenn séu notaðir til þeirra, og hefur þeim raunar orðið nokkuð ágegnt nú þegar I þessum efnum, samkvæmt fréttum erlendis frá. Má raunar segja, þegar svona er komið, að KGB sé ekkert ómögulegt. Hér á landi hefur ekki svo vitaðséorðið uppvlstum neinar teljandi kynþokkanjósnir. Að visu höfðu nasistar fyrir strið uppi einhveria tilburði til slikra njósna, þegar þeir voru að mæla fyrir flugvöllum út um allar koppagrundir undir yfir- skyni jarðfræðirannsókna. Var a.m.k. vitaö til þess að dr. Bruckhardt, sem getiö er um I bókinni „Duel in the North- lands” stóð i hlýleikasambandi við íslenska konu, sem annað tveggja var að læra söng eða lciklist I Munchen, og kom meö henni hingaö upp I rannsóknar- ferðum sinum. Þótt stöðugt sé mikiö af Rúss- um hér á ári hverju viö sömu iðju og nasistar voru svo áhuga- samir um hér áöur, hefur ekki borið á því að þeir geröu sér far um að komast I kynni við skrif- stofustúlkur I utanrlkis- ráðuneytinu, eða öðrum þeim stofnunum, þar sem búast mætti viö einhverjum upplýs- ingum um Nato. Þá er ekki vitað til þess að konur, sem kunna að hafa unnið fýrir „Varið land” hafi oröiö fyrir ásóknum og bllðmælgi KGB-manna. Stafar þetta Hk- lega af þvl að hér þyki upplýs- ingar svo ómerkilegar, að ekki taki þvi aðsenda „myndarlega” menn á vettvang. Aftur á móti hafa fundist tæki i Kleifarvatni og einhverjar sviptingar urðu uppi við Hafravatn hér um árið. En þar virðist eingöngu karl- peningur hafa komið við sögu. Frægasta mál, sem hér hefur komið upp á öldinni, og tengja mætti við kynþokkanjénir meö nokkrum hætti er hvarf bókar- innar frægu, sem þáverandi fjármálaráðherra týndi meö minnisnótum um viðræður við Hambros Bank i London. Þrir menn voru settir inn út af þvl máli á slnum tima, en aldrei hefur fengist á þvl viðhlitandi skýring hvernig bókin hvarf úr vörslu ráðherrans. Orðrómur hefur lengiveriðá kreiki um, aö þar hafi kvenmaður komið við sögu, starfsstúlka, sem hafi meö einhverjum hætti haft aö- gang aö bókinni i gegnum starf sitt. A verknaðurinn að hafa byggst á þvi að hún hafi verið „veik” fyrir tilteknum manni — að Ifkindum einum af þeim þremur sem sættu innilokun. Þetta gerðist raunar á athafna- tima dr. Bruckardt, og má vera að flokksbræður hans Islenskir hafi tekið paura sér til fyrir- myndar hvað snertir hald og traust I hinum veikari konu- hjörtum. Svarthöföi óskar Jónsson: — Vinstri stjórn er útilokuð, en það mætti fá Sjálf- stæBisflokkinn i stjórn með Framsókn og krötum. Dularfull sending en vel þegin barst á rit- stjórn Visis i gærmorg- un. Þetta voru 47 ilm- andi snúðar frá einhverjum aðila sem dcki vildi láta nafns sins getið og engin skilaboð fylgdu. A meðan blaöamenn gæddu sér á snúöunum voru uppi mikl- ar getgátur um hver þessi velgerðarmaður væri sem miskunaöi sig þannig yfir Visismenn gæða sér á snúðunum siðan hún man eftir sér og vinkona hennar Bliða, sem hef- ur griðarlegt dálæti á snúðum ogborðar aö meöaltali 47 snúða á dag. Svoer þaðhann Gvendur, eigandi Þorsks h.f. og grætur á útborgunardögum. Broddur i skopinu Baksvið myndasögu Gisla J. Ástþórssonar er sótt i höfuð- atvinnuveg okkar tslending- anna og ljóst að höfundur er ekki með öllu ókunnur hnútum þar, þó sviðið sé aö sjálfsögðu allnokkuð ýkt eins og vera ber. Þá fer hitt heldur ekki milli mála að þótt skopið sé efst á baugi i þessari myndasögu, þá þarf ekki að kafa djúpt á stund- um til aö finna þar lúmskan brodd eða jafnvel ádeilu. Gisli J. Astþórsson leggur mikla vinnu I teikningarnar i bókinni, en sagan um Siggu Viggu er ein elsta og lifseigasta myndasaga sem hér hefur birst eftir Islending. Auk þess má nefna að vikulega birtist hið velþekkta „Þankastrik” Gisla i Morgunblaðinu og svo er það Plokkfiskurinn i Sjávarfréttum. Verðinu á „Fjörutiu og sjö snúðar” er mjög stillt i hóf eða aðeins 1.680 krónur sem svarar til þriggja pakka af sigarettum. Fleiri bækur eru væntanlegar meö teikningum eftir GJA á þessu og næstu árum. —SG Einar Guðjohnsen, framkv. stj. Ctivistar: — Það verður endilega að efna til nýrra kosninga. Ég kýs frekar hægri stjórn en vinstri. Hún verður aö hafa hugrekki til aö takast á viö vandann. Nú geta allir keypt sér Fjörutiu og sjö snúða á hagstæðu verði. sisvanga Visismenn, en enginn kom meö sennilega tilgátu. Sumir voru hins vegar fullir tortryggni og þorðu varla að narta i snúðana. Þaö var svo nokkru fyrir hádegi að litil bók barst blaðinu og hún heitir „Fjörutiu og sjö snúðar”. Ctgefándi er Bókaút- gáfan BROS og höfundur GIsli J. Astþórsson. Þar með var snúðagátan leyst og hinir tor- tryggnu steyptu sér nú yfir þá fáu snúðaj sem óétnir voru. Þetta er önnur bókin i mynda- sagnaflokknum „Sigga Vigga og tilveran”, en sú fyrri kom út fyrir ári siöan. Aðalsöguhetjur eru hin góðkunna Sigga Vigga sem unnið hefur hjá Þorski h.f.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.