Morgunblaðið - 11.02.2001, Síða 31

Morgunblaðið - 11.02.2001, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2001 31 ópubúarnir hafa ekki sama bakgrunn í þessum efnum, en eins og ég gat um áðan hafa þeir stillst mjög, enda sjá þeir og skilja að villtum laxastofnum hefur hrakað. Ég held að frá sölu- sjónarmiði myndi það ekki ganga upp að alls staðar væri veiða-sleppa fyr- irkomulag. Það væri einfaldlega ekki sanngjarnt gagnvart veiðimönnun- um að neita þeim um að koma heim með afla endrum og sinnum. Ég veit mörg dæmi þess frá Evrópu þar sem eftirspurn eftir leyfum á bestu svæð- unum hefur verið slík að ekki komst nýr maður inn nema að fastagestur dæi. Svo fóru laxastofnar dalandi og þá var fyrst sett sú regla að menn mættu einungis drepa einn lax á viku. Síðan var tekið fyrir þennan eina og menn áttu að sleppa öllum fiski. Út- koman varð sú, að þarna er nú hægt að komast á öll svæði nánast hvenær sem er með litlum fyrirvara. Menn einfaldlega kaupa þetta ekki. Hvað varðar ástandið hér heima þá er það gríðarlega mikið verndartæki eitt og sér að veiða bara á flugu og sleppa þessum stórtæku maðkaholl- um sem, gátu hreinlega tæmt árnar. Þetta hefur sums staðar verið sett á, m.a. hjá mér í Miðfjarðará, þ.e.a.s. að veitt er á flugu út veiðitímann í stað þess að hleypa maðki aftur í árnar. Hins vegar er enn verið að mað- kveiða í byrjun sumars og þá er verið að tína upp stóru laxana. Ég þekki það af gamalli reynslu, að fáir þeirra sleppa, en þetta eru dýrmætustu fiskarnir. Ef verndunin ætti að vera í fullkomlegu lagi þyrfti því að flugu- veiða árnar frá byrjun.“ Sjókvíaeldið og ábyrgðin Árni er næst spurður út í umræð- urnar og deilurnar um sjókvíaeldi við Íslandsstrendur. Hvort að tilkoma þess muni fæla erlenda veiðimenn í burtu. „Það er alveg hundrað prósent öruggt. Ég finn fyrir því nú þegar þótt kvíaeldið sé ekki byrjað. Menn eru að spyrja mig út í þetta og þetta er geysilega neikvæð umræða þar eð Ísland hefur gefið sig út fyrir að vera með hreina náttúru og hreina laxa- stofna. Margir sem hér veiða reglu- lega hafa hörfað frá öðrum löndum vegna mengunar, fiskleysis og þeirr- ar umgjarðar sem sjókvíaeldi sveipar laxveiðiárnar ytra. Ég held að stjórn- völd í landinu verði að setjast niður og athuga sinn gang vandlega. Sú ferðaþjónusta sem ég og fleiri í þess- ari grein höfum byggt upp hefur vax- ið og dafnað á löngum tíma. Það koma geysilega margir að þessu og miklu fleiri njóta góðs af heldur en landeigendur og leigutakar. Gistihús, veitingastaðir, bílaleigur, flugfélög, ferðaþjónustur, verslanir. Þetta eru auðugir gestir sem skilja mikinn gjaldeyri eftir í landinu. Við erum að selja dýrustu daga í bestu ánum á á annað hundruð þúsund krónur þegar allt er tekið með og þetta verð eru menn að greiða með glöðu geði fyrir það eitt að fá að kasta flugunni fyrir lax. Erlendis eru fræg veiðisvæði komin niður í 5 þúsund kall veiðileyf- ið á dag en samt fæst enginn til að koma og veiða. Það er eitthvað fyrir menn að hugsa um, að góð bújörð með lax- veiðiréttindum hér á landi er kannski metin á 30 til 60 milljónir. Matið stendur í beinu samhengi við laxinn. Ef að villtir laxastofnar hverfa, segj- um eftir tíu ár, þá verða þessar jarðir gersamlega verðlausar og nánast óbúandi á þeim. Þær færu bara í eyði.“ Hugsanlegt tjón Árni heldur áfram og segir: Mér hefur þótt vanta nokkuð inn í þessar umræður um sjókvíaeldið og ætla að skjóta því að, enda kemur mér þetta við. Það hafa allir verið að hamast við að lýsa kostum og göllum sjókvíaeld- is. Mér finnst vanta ábyrga yfirlýs- ingu frá stjórnvöldum um tryggingar gegn hugsanlegu tjóni af völdum sjókvíaeldis. Stjórnvöldum sem eru svo viss í sinni sök að þau telja ekki þörf á umhverfismati! Við erum að tala um að skipta hugsanlega út einni atvinnugrein upp á einhverja millj- arða fyrir aðra upp á einhverja aðra miljarða. Af hverju bjóðast stjórn- völd ekki til þess að bæta skaða þeirra sem verða kannski búnir að tapa jörðum sínum og atvinnu vegna kvíaeldisins? Setjast niður og halda fund eftir tíu ár og meta stöðuna? Þetta getur ekki verið fráleit hug- mynd, menn vita að með því að leyfa sjókvíaeldi þá er verið að taka áhættu.“ Verslunarrekstur og smáiðnaður Árni og Valgerður keyptu nýverið verslunina Veiðilist í Síðumúla. Breyttu nafninu í Útivist og veiði. Þetta er alhliða veiðivöru- og útivist- arverslun. Áður áttu þau verslunina Litla flugan, sem er lítil fluguhnýt- ingarverslun sem KK, Kristján Kristjánsson úr KK-sextettinum, stofnaði og gerði fræga meðal stangaveiðimanna fyrir mörgum ár- um. Á næstu dögum verður starfsemi Litlu flugunnar felld inn í Útivist og veiði. „Ég þarf ekkert að vera í þessum verslunarrekstri. Þetta er bara fram- kvæmdagleði. Ég hef svo óendanlega gaman að vasast í öllu tengdu veiði- skap. Þegar við keyptum Litlu flug- una var það meira til að halda á lofti merki KK. Að reka veiðibúð er erf- iður bransi. Það eru of margar slíkar búðir í Reykjavík og ég held að sum- ar þeirra lepji dauðann úr skel. Það sem við konan mín gerðum með Úti- vist og veiði var að tengja hana Lax-á á þann hátt að við þjónustum við- skiptavini Lax-á í versluninni. Þar skortir ekkert og auk þess höfum við sett upp veiðileyfamarkað sem trekk- ir að. Með því að hengja þetta svona saman höfum tryggt að alltaf er líf og fjör í búðinni. Hún er og tengd skrif- stofunni með ljósleiðara þannig að við getum samnýtt margt, ekki síst veiðileyfasölu og ekki má gleyma veiðitækjaleigunni sem Lax-á starf- rækir og er alltaf að sækja í sig veðr- ið. Við erum ekki búin að eiga versl- unina lengi, en með þessar forsendur að leiðarljósi sýnist mér ekkert vera því til fyrirstöðu að reksturinn gangi að óskum.“ Svo er eitthvað fyrirbæri sem heit- ir The Last Hope eða hvað? „Já, það er að skríða af stað og er það geggjaðasta fyrirtæki sem manni gæti komið til hugar. Þetta byrjaði á því að við keyptum hugmyndina og nafnið af vini okkar norðan heiða. Síðustu tvö árin höfum við síðan verið með þrotlausa tilrauna- og þróunar- vinnu. Við erum að vinna fluguhnýt- ingarefni úr ónýttum hráefnum. Við höfum verið að lita, súta og hanna, efniviðurinn er íslensk refaskott, refaskinn, selskinn, ísbjarnarhár, kindaull, hross- og hreindýrshár, skarfa-, anda- og rjúpnafjaðrir og fleira. Hér erum við að tala um gríð- arlega stóran heimsmarkað með veltu upp á milljónir dollara og kem- ur sem bein afleiðing af öllum þeim fjölmörgu samböndum sem Lax-á hefur komið sér upp í gegn um tíðina. Við þekkjum til ótal veiðibúða og dreifingaraðila erlendis og markað- urinn er stór. Þær prufur sem við höfum sent út hafa fengið vægast sagt frábærar viðtökur og ljóst að eftirspurnin er þegar orðin mikil. Þetta er mýfluga sem gæti orðið að úlfalda. Við erum komin svo langt að við erum að fara að loka dreifingar- samningum. Þetta er fyrirtæki sem hefur gríðarlega bjarta framtíð fyrir sér og mun styrkja aðra starfsemi sem við stöndum fyrir. The Last Hope, eða síðasta vonin, er dæmi um að ekki er nóg að fá góða hugmynd. Þrotlaus vinna okkar í gegn um árin hefur gert hana framkvæmanlega.“ Að lokum, Árni, er framtíðin björt? „Þetta er viðkvæm atvinnugrein og oft blikur á lofti. Ef það koma erf- iðir tímar þá stöndum við þá af okkur, enda höfum við gert það áður og er- um mun betur í stakk búin til þess nú en áður. Ef góðir tímar eru í vændum þá fögnum við því og höldum okkar striki.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.