Morgunblaðið - 01.03.2001, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.03.2001, Blaðsíða 29
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001 29 mörgum. „Ég var í miklu uppnámi,“ útskýrir hún. Mennirnir þrír, sem voru ákærðir í réttarhaldinu sem hér að ofan var vitnað til, heita Dragoljub Kunarac, yfirmaður í hernum, Radomir Kovac, einnig yfirmaður, og Zoran Vukovic, óbreyttur hermaður. Stríðsglæpa- dómstóll SÞ dæmdi þá alla í síðustu viku seka um nauðganir og pyntingar í fangabúðunum í Foca árið 1992 og hlutu þeir 28, 20 og 12 ára fangelsi. Ljóst þótti að múslimskum fjölskyld- um í Foca var á meðan á hernáminu stóð sundrað; karlar settir í fangelsi eða jafnvel skotnir á staðnum og kon- um og börnum safnað saman á ákveðna staði og þeim haldið þar nauðugum viljugum. Þar var þeim misþyrmt og nauðgað aftur og aftur. Sé tekið mið af frásögnum vitna og fjölmiðla síðustu árin voru nauðgan- irnar í Foca dæmigerðar fyrir glæpi sem voru framdir víða og það jafnvel að því er virtist stundum í skjóli yf- irvalda og lögreglu viðkomandi staða. Að mati þeirra sem til þekkja virðist sem allir aðilar í átökunum á Balkanskaga hafi gerst sekir um nauðganir í stríðinu þótt Bosníu- Serbar virðist hafa gengið lengst í að beita þeim markvisst til að niður- lægja andstæðinga sína. Dómurinn þykir mildur Dómurinn yfir Bosníu-Serbunum þremur hefur að vonum vakið mikla athygli víða um heim enda tímamóta- dómur að margra mati. Ein þeirra sem telur að svo sé er Vjollca Krasn- iqi, bókmenntafræðingur frá Kosovo, en hún er stödd hér á landi til að taka þátt í ráðstefnu Rannsóknarstofu í kvennafræðum á morgun, föstudag, undir heitinu Konur og Balkanstríð- in. ,,Þetta er í fyrsta sinn sem ásak- anir á hendur mönnum um nauðg- anir í stríði eru rannsakaðar og jafn- framt í fyrsta sinn sem menn eru sakfelldir fyrir nauðganir sem stríðs- glæpi,“ segir hún í samtali við Morg- unblaðið. Margir aðrir sem tjáð hafa sig um úrskurðinn í erlendum fjöl- miðlum telja hann gefa mikilvægt fordæmi í málum í framtíðinni sem höfðuð verða á alþjóðavettvangi vegna gruns um kynferðislegt of- beldi. Krasniqi bendir á að athygli um- heimsins hafi að undanförnu í aukn- um mæli beinst að þeim nauðgunum og misþyrmingum sem áttu sér stað í Balkanstríðunum og telur það vera vitni um alþjóðlega fordæmingu slíkra glæpa að nauðganir hafi verið viðurkenndar sem stríðsglæpir í lög- um Stríðsglæpadómstólsins. ,,Og dómurinn yfir mönnunum þremur er því stórt skref í átt til réttlætis í þess- um efnum.“ En þótt uppkvaðning dómsins þyki marka tímamót eru ekki allir á eitt sáttir um niðurstöðu hans. Þær fregnir berast m.a. frá Sarajevo að Bosníumönnum sem hraktir voru frá Foca þyki dómurinn allt of vægur. Er eftir þeim haft að nær hefði verið að ákveða hámarksrefsingu eða dæma mennina í lífstíðarfangelsi. Vitni númer 96 var kona sem greindi frá reynslu sinni í réttarhöld- unum gegn Bosníu-Serbunum þrem- ur. ,,Ég hafði búist við mun harðari refsingu miðað við allt það sem þeir gerðu,“ segir hún. ,,Ég treysti ekki þessum dómstóli lengur.“ Bætir hún því við að vegna vonbrigða með dóm- inn myndi hún ekki fara aftur til Haag til að bera vitni í frekari mála- ferlum. Krasniqi segir aðspurð að aðalat- riði málsins sé ekki hve refsingin sé þung heldur að dómur hafi verið kveðinn upp. ,,Aðalatriðið er að mennirnir voru dæmdir fyrir nauðg- anir,“ segir hún. Í málflutningi tveggja kvensaksóknara dómstólsins í Haag í kemur fram sama afstaða en til þeirra er vitnað í erlendum fjöl- miðlum. Aðrir talsmenn dómstólsins hafa jafnframt lofað hugrekki þeirra fórnarlamba sem báru vitni í málinu. Réttarhaldið hefði ekki endað með dómi nema vegna þess að fórnar- lömbin stóðu frammi fyrir réttinum og kvölurum sínum og vitnuðu um skelfilega lífsreynslu. Hvers vegna nauðganir? Stríðsdómstóll SÞ í Haag hefur fram að þessu gefið út 84 ákærur á hendur mönnum, körlum og konum, vegna glæpa sem framdir voru í Balkanstríðunum, samkvæmt upp- lýsingum á heimasíðu dómstólsins. Þar af eru átta ákærur vegna meintra nauðgana og misþyrminga á konum. Aðrar ákærur eru m.a. vegna meintra þjóðarmorða og annarra stríðsglæpa en þyngri viðurlög eru við þeim glæpum en nauðgunum. Sjö af þeim sem dómstóllinn hefur ákært eru dánir, þeirra á meðal eru tveir sem ákærðir eru fyrir að hafa tekið um sem tóku að myndast eftir upp- lausn sambandsríkisins. Feðraveldishyggja ein undirrótin Kesic telur því, ólíkt öðrum fræði- mönnum, þjóðernishyggjuna eina og sér ekki vera nægjanlega skýringu á því hvers vegna átökin í löndum fyrr- um Júgóslavíu urðu eins ofbeldisfull og raun bar vitni. Þjóðernishyggjan hafi vissulega skipt máli í þessu sambandi en þó aðeins í flóknu sam- spili við feðraveldishyggjuna. Of- beldið eigi sér með öðrum orðum sál- og félagsfræðilegar rætur í valda- uppbyggingu feðraveldisins. ,,Þjóðernishyggja og feðraveldi eiga sér ákveðin sameiginleg ein- kenni,“ útskýrir hún í einu rita sinna og á þar við að báðar komi mörgum fyrir sjónir sem eitthvað sem sé æv- arandi og náttúrulegt. Einnig feli þær báðar í sér stigveldi, þ.e. þá hugsun að einhver hafi vald yfir öðr- um; vald yfir þeim sem séu af öðru kyni, þjóðerni eða annarri menningu. Þannig feli þær í sér bælingu hinna sem séu lægra settir, mismunun þeirra og útskúfun. Þjóðernishyggja og feðraveldishyggja hafi því saman ýtt undir stríðsátök og losað úr fjötr- um ofbeldistilhneigingar í garð þeirra sem voru öðruvísi. Þessar ofbeldistilhneigingar voru þannig notaðar, segir Kesic, til að koma af stað stríði í Júgóslavíu. Hvað sem grundvallarástæðum stríðsins leið var hatrinu beint að þeim sem voru öðruvísi á grundvelli þjóðernis eða kyns. Þannig varð hatrið og fyr- irlitningin gagnvart þeim sem voru öðruvísi markmið í sjálfu sér og for- senda þess að hægt var að beita þá líkamlegu ofbeldi á margvíslegan hátt. þátt í nauðgunum í Foca eins og áður var minnst á. Meðal þeirra sem þekktastir eru í hópi ákærðra vegna stríðsglæpa eru Radovan Karadzic, fyrrverandi leið- togi Bosníu-Serba, yfirhershöfðingi Bosníu-Serba, Ratko Mladic og Slob- odan Milosevic, fyrrverandi forseti Júgóslavíu. Þótt ákæran á hendur þeim beinist ekki að nauðgunum og misþyrmingum kvenna telja margir ljóst að þeir beri ekki síður ábyrgð á þeim fjöldanauðgunum sem áttu sér stað í átökunum á Balkanskaga. Þeg- ar síðast var vitað fór Karadzic huldu höfði og sömuleiðis Mladic. Milosevic dvelur hins vegar í Serbíu og hafa serbnesk stjórnvöld ekki í hyggju að framselja hann til Haag. Vesna Kesic, sálfræðingur frá Króatíu, sem einnig tekur þátt í ráð- stefnu Rannsóknarstofu í kvenna- fræðum næstu helgi, hefur eins og fleiri lagt áherslu á það í málflutningi sínum að allar stríðandi fylkingar hafi tekið þátt í að misbjóða konum kynferðislega þótt í mismunandi mæli sé. Kesic hefur rannsakað og skrifað fjölda rita um ofbeldi gegn konum í stríðsátökum og m.a. velt því fyrir sér hvaða þættir það eru sem umbreyta umburðarlyndu fólki og að því er virðist friðsömum nágrönnum í morðingja og nauðgara þegar stríð brestur á. Kesic leitar skýringanna ekki ein- asta í þjóðernisátökum eða þjóðern- isstefnu heldur einnig í uppbyggingu feðraveldisins svokallaða en með feðraveldi er í stuttu máli átt við að hin karllegu gildi séu ráðandi og kúgi hin kvenlegu gildi og marki sem slík allt þjóðfélagið. Segir Kesic í einu rita sinna að feðraveldið hafi ráðið ríkjum í stjórnarfari gömlu Júgó- slavíu sem og í hinum nýju þjóðfélög- ’ Þjóðernishyggjanhafi vissulega skipt máli í þessu sambandi en þó aðeins í flóknu samspili við feðra- veldishyggjuna. ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.