Morgunblaðið - 27.03.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.03.2001, Blaðsíða 24
ÁTÖKIN Í MAKEDÓNÍU 24 ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ SJÓNIN sem mætti þegar komið var upp í þorpið Gajre fyrir ofan Tetovo um hádegi á sunnudag var sígild ímynd stríðs, brennandi hús og tugir óbreyttra borgara á flótta, á leið lengra upp í fjöll. Skammt frá fylgdust hermenn með hverri hreyfingu í þorpinu og gerðu eld- flaugaárásir á þorp í nálægum hlíð- um. Ástandið var ótryggt, þungar drunur og linnulítil skothríð úr öll- um áttum og greinilegt að fyrstu sókn makedónska hersins upp í hlíðarnar fyrir ofan borgina Tetovo var fjarri því að vera lokið. Tetovo komst í heimsfréttirnar fyrir tæplega tveimur vikum er alb- anskir skæruliðar komu sér fyrir í hlíðunum fyrir ofan borgina og hófu að gera lögreglunni lífið leitt. Umsátursástand hefur ríkt þar síðan, lögreglan hefur komið fyrir eftirlitsstöðvum um alla borgina og skæruliðarnir hafa sömuleiðis kom- ið fyrir eigin vegartálmum í öllum þorpum og vegum sem liggja upp í brattar og skógivaxnar hlíðarnar fyrir ofan borgina. Engum nema íbúunum hefur verið hleypt upp í hlíðarnar undanfarna daga, þrátt fyrir tímafrekar samningaumleitan- ir og kaffidrykkju með meintum fulltrúum uppreisnarmanna. Hvorki lögregla né her hefur hreyft sig í áttina að hlíðunum, heldur látið nægja að varpa sprengjum þangað og skjóta á minnstu hreyfingu. Átök við erfiðar aðstæður Á laugardag hófu skæruliðar að svara fyrir sig og vörpuðu sprengju inn í hverfi sem nær eingöngu er byggt Makedónum. Fjórir særðust og spennan jókst um allan helming. Í bítið á sunnudagsmorgun hófst svo stórsókn hersins gegn skæru- liðum. Snemma morguns hófu lög- regla og her þunga skot- og eld- flaugaárás frá stöðvum sínum um alla Tetovo-borg, m.a.við kirkju- garðinn, barnaheimili og stærstu matvöruverslunina. Sóknin var mun þyngri en venjulega og þyrlur sveimuðu yfir og skutu á hlíðarnar þar sem skæruliðar halda sig. Þeir svöruðu fyrir sig og skotum rigndi yfir og frá borginni. Um níuleytið lögðu hermenn svo upp frá Tetovo í skriðdrekum, brynvörðum bifreið- um og fótgangandi. Greinilegt var að hermenn voru taugastrekktir og hræddir við það sem beið þeirra, enda átök í bröttum og skógivöxn- um hlíðum draumastaða skæruliða. Fullyrt hefur verið að aðeins um 2.000 af 16.000 mönnum í make- dónska hernum séu vel vopnfærir og að búnaður allra sé fjarri því að teljast góður. Blaðamenn í bryn- vörðum bílum reyndu eftir bestu getu að fylgja í kjölfarið en kæmu þeir of nærri hverjum áfangastað hermannanna á leið upp hlíðina, rigndi skotum reiðra og æstra her- manna yfir þá. Bryndrekar her- manna þokuðust löturhægt upp hlíðina og fótgangandi hermenn skáskutu sér uppeftir í skjóli trjánna. Ljóst var að skæruliðarnir höfðu hörfað því mótspyrnan sem mætti hernum var takmörkuð. Einn hermaður særðist þó í sókn- inni auk þess sem þrjár brynvarðar bifreiðar hörfuðu niður hlíðarnar með kúlnagöt og sprungin dekk. Um hádegi var ljóst að hernum hafði miðað áfram og komist í gegnum vegartálma skæruliða á leiðinni upp í eitt þorpanna fyrir of- an borgina, Gajre. Trjábolir, grein- ar, sandpokar og annað rusl lágu á víð og dreif um veginn og þegar nálgaðist þorpið liðaðist svartur reykur upp. Fimmtíu manns í felum Það var undarleg tilfinning að aka inn í Gajre. Kúlnagöt og brotn- ar rúður í hverju einasta húsi og um fimm íbúðarhús, bifreiðar og hlaða stóðu í ljósum logum. Ekki sást sála á ferli, eina hljóðið fyrir utan snarkið í eldinum og drun- urnar í fjarlægð var eymdarlegt baul nokkurra nautgripa sem virt- ust lokaðir inni í brennandi hlöðu. Fljótlega birtist hins vegar sótugur eldri maður sem reyndi í örvænt- ingu að reka dýrin út úr brennandi húsinu og í átt upp af þorpinu. Tveir bættust svo við og upplýstu að hópur fólks væri enn í felum í þorpinu. Og mikið rétt, í kjallara hálfbyggðs húss, um 100 metra frá brynvörðum bifreiðum makedónska hersins, hírðust um fimmtíu manns; konur og karlar, börn og gamal- menni, í niðamyrkri, án matar og vatns. „Þetta er hræðilegt. Við höf- um hafst hér við í tvo daga, sumir lengur. Við höfum nær ekkert borð- að,“ sagði einn þeirra, Asaban Mus- aj, fertugur að aldri og fjögurra barna faðir. „Sumir eru veikir og geta ekki hreyft sig, við vildum ekki flýja þrátt fyrir að herinn hafi skotið á þorpið í eina og hálfa viku og valdið skaða á allnokkrum hús- um.“ Um 130 hús voru í þorpinu og nágrenni þess og giskaði Musaj á að ríflega 1.000 manns hefðu flúið heimili sín og haldið til fjalla, þar sem fólk hefðist við í skóginum í tjaldbúðum þar sem eina skjólið væri plastdúkur, líkt og gerðist hvað eftir annað meðan á Kosovo- stríðinu stóð. Musaj sagði hermenn ekki hafa stöðvað er þeir hófu sóknina, heldur hefðu þeir ekið hægt í gegnum þorpið og skotið á allt sem fyrir varð. Þurrt hefur ver- ið í veðri svo það kviknaði í hlöðu og einnig í nokkrum húsum. Eng- inn særðist í sókn hersins í gær að frátöldum einum hermanni en greinilegt var að íbúarnir voru skelfingu lostnir. „Við óttumst að hermennirnir snúi aftur hingað og fremji fjöldamorð. Ef KFOR kæmi hingað myndi slíkt ekki gerast. Eða ef þið verðið um kyrrt.“ Íbúarnir kváðu enga skæruliða hafa hafst við í þorpinu en er að var gáð reyndist glitta í þrjá menn vopnaða rifflum í hlíðinni, einn í svörtum einkennisbúningi skæru- liða, UCK, en hinir óeinkennis- klæddir. Þrátt fyrir að þrír bryn- varðir bílar hersins væru aðeins skammt frá húsinu og hlíðinni var ekki skipst á skotum og þremenn- ingarnir höfðu sig fljótlega á brott eftir að hafa sannfærst um að fjöl- skyldur þeirra væru ómeiddar. Auk þeirra sem höfðust við í kjallaran- um reyndist eldri maður í hverju húsanna, að jafnaði elsti fjölskyldu- meðlimurinn. Báru þeir fólkinu mat, reyndu að slökkva þá elda sem við var ráðið og hvöttu fólkið til að halda á brott. Um fjórum klukku- stundum eftir árásina hélt allur hópurinn á brott og stefndi á fjalls- hlíðina þar sem það sagði hundruð manna hafast við. Eftir í Gajre var hópur her- manna sem dundaði sér við að varpa sprengjum á þorp í hlíðinni skáhallt á móti án sýnilegs árang- urs. Sjá mátti þrjá skriðdreka þok- ast upp sömu hlíðar, fjær sást í dal- verpi, hlíðar og þorp sem enn voru utan færis. Í stað skothríðarinnar sem heyrst hafði úr borginni var skollin á dauðaþögn. Spennan í Tetovo nánast orðin áþreifanleg Fyrr um daginn höfðu lögreglu- menn skotið á bifreið með þremur albönskum mönnum sem nálgast höfðu vegartálma þeirra og sært alla þrjá. Leyniskyttur lögreglu höfðu komið sér fyrir í húsum hér og þar um borgina og í þeim hverf- um sem næst voru hlíðinni var eng- inn á ferli nema brúnaþungir og þungvopnaðir lögreglumenn. Í hverfunum fjær höfðu karlar hóp- ast saman, í öruggu skjóli við húsin og ræddu málin, konur og börn sáust vart nokkurs staðar. Og menn spurðu sjálfa sig hvort þetta væri upphafið að endinum. Stórsókn hersins við Tetovo Sókn makedónska hersins gegn vígi skæru- liða upp af borginni Tetovo hófst á sunnu- dagsmorgun. Linnulítil skothríð og sprengjudrunur bentu ekki til þess að hern- um hefði tekist ætlunarverk sitt í fyrstu at- rennu. Urður Gunnarsdóttir og Thomas Dworzak fylgdu skriðdrekum hersins eftir. Morgunblaðið/Thomas Dworzak Asaban Musaj, fjölskylda hans og ættingjar biðu átekta í kjallara hálfbyggðs húss í Gaijre en herinn gerði áhlaup á þorpið á sunnudag. Um 50 manns voru á staðnum, þar var ekkert ljós og hvorki matur né vatn. Isair Haliti reynir að koma kúnum út úr brennandi útihúsum í þorpinu Gaijre eftir að makedónski herinn fór þar um fyrr um daginn. Fimm íbúðarhús í þorpinu, bílar og hlaða stóðu í ljósum logum. Séð yfir til þorpsins Lavce, eins af vígjum skæruliða, en sprengjunum rigndi yfir það í gær. Hermenn Makedóníustjórnar mættu lítilli mótspyrnu í sókn sinni. Hermenn Makedóníustjórnar berjast gegn albönskum skæruliðahópum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.