Morgunblaðið - 08.04.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.04.2001, Blaðsíða 8
8 ÆVI OG STÖRF / SR. SIGURBJÖRN EINARSSON SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2001 upphaflega af stað og síðan hefur kviknað neisti af neista. Mest af þessu hefur orðið til vegna tilmæla. Það var mikið leitað til mín með texta, annað- hvort þýðingar eða eitthvað frumsamið, sem fellur að lögum, sem organistar hafa haft áhuga á að fá texta við. Þessi ljóðagerð er eingöngu í þeim flokki sem kallast sálmar. Sálmar eru bænir og söngljóð, sem túlka tilbeiðsluhug og þakklæti við Guð. Sálmar gegna með öðrum orðum sérstöku hlut- verki, verða til í ákveðnu skyni og lifa því aðeins að þeir skili því hlutverki. Og hlutverk þeirra er einskorðað við trúarlífið, bæði í einrúmi og í samfélagi með öðrum.“ En þótt árin færist yfir hefur Sigurbjörn ekki slíðrað orðsins brand, þegar honum finnst að kirkju og kristni vegið. Ummæli hans vegna gagnrýni á nýafstaðna kristnihátíð á Þingvöll- um urðu umdeild og enduðu sum á borði siða- nefndar Prestafélags Íslands. Hann segir viðbrögðin við ummælum sínum hafa verið furðuleg. „Ég vissi alveg hvað ég var að tala um og þar var ekkert vanhugsað. Ég beindi skeytum mín- um engan veginn út í bláinn. En það kom á óvart að svo hjáróma raddir skyldu fá stuðning og sér í lagi eftir að hátíðin var afstaðin og hafði tekizt með afbrigðum vel, kirkju og þjóð til fyllsta sóma og flestum til gleði. Og fíflskan, sem þú nefndir, vakti furðu. En það er þeirra mál, sem gerðu sig blinda á staðreyndir í þessu sambandi. Og megi þeim farnast betur í öðru.“ Sigurbjörn Einarsson og Magnea Þorkels- dóttir eiga átta börn, 22 barnabörn og 30 barna- barnabörn. „Við höfum átt miklu barnaláni að fagna og það hafa engin áföll orðið í fjölskyldunni okkar.“ Eftirfarandi orð hefur Sigurbjörn látið falla í Toyotablaðinu: „En langvaranlegast, nánast og djúptækast andlegt samfélag hef ég átt við Magneu konu mína. Við höfum fylgzt að í 70 ár, verið gift nær jafnlengi. Okkar mörgu dagar saman hafa átt helga umgjörð, bænargjörð að morgni og kvöldi, einföld en sjálfsögð venja eins og dagleg næring. Og á hinum mörgu stóru og ábyrgðarmiklu tímamótum í lífi okkar höfum við átt okkar hljóðlátu einkastundir með Guði. Magnea hefur aldrei haft mörg orð um eitt eða neitt. En hún hefur alla ævi afbrigðalaust verið heil og einlæg trúkona. Þannig var móðir henn- ar. Við hjónin erum meðal þeirra mörgu sem búa að traustri arfleifð kirkjulegrar guðrækni sem stendur rótum í ættlægum viðhorfum kyn- slóða ... Hvernig hin kristna arfleifð hefur skilað sér til barna okkar Magneu er mest henni að þakka, næst Guði.“ Hér sér til enda þessarar samveru með Sig- urbirni Einarssyni. Hann lætur tjaldið falla með þessum orðum: „Hvernig ætti ég að vita, hvað innlegg mitt við hið mikla búðarborð tilverunnar kann að leggja sig? Ég var í reikningi hjá kaupfélaginu í Vík. Þar lagði ég inn hagalagðana mína. Kaup- félagsstjórinn og bókhaldarinn voru miklir öðl- ingar. En ekki gátu þeir lagt hærra mat á lagð- ana mína en rétt var. Eins og aðrir legg ég ævistarfið inn á reikn- ing alheimsstjórans. Ætli við getum gert mikil kaup út á það innlegg? Ég vona, að sá sem þar afgreiðir og hefur bókhaldið, taki við hagalögð- um barnsins. En þeir geta ekki verið þungir á voginni. Ef þeir teljast tækir á vog yfirleitt hlýt- ur það að byggjast á mati, sem er ofar mínum skilningi. Talsvert var liðið á ævi mína, þegar ég fékk tilkynningu um inneign, sem ég ætti í kaup- félaginu. Hún hafði verið á mínu nafni í mörg ár og var orðin einskis virði fyrir löngu. Ég hef lík- lega talið á sínum tíma, að ég hefði haft eitthvað fyrir því að næla mér í þessa aura. Kannski hefði samt verið nær að kaupa fyrir þá brjóst- sykur eða kringlur og rúsínur heldur en að geyma þá, týna þeim réttara sagt. Gildir þó einu satt að segja. En það er trúa mín, að það reikningshald sé til, þar sem ekkert gleymist eða misfarist og þar sem hagalagðar eða upptíningur ævinnar, sem kann að vera leirstokkinn og óvandlega þveg- inn, er tekinn og veginn á rétta vog og þó af því örlæti, sem sker úr um það, að verðlaus vara geti orðið færð til bókar eins og hún væri gjald- geng.“ Auk samtala við Sigurbjörn Einarsson skal eftirtalið tíundað til heimilda: Sigurður A. Magnússon: Sigurbjörn biskup – Ævi og starf / Setberg 1988. Símon Jóh. Ágústsson sá um útgáfu: Játningar / Hlaðbúð 1948. Baldur Guðlaugsson og Páll Heiðar Jónsson: 30. marz 1949 – Innganga Íslands í Atlantshafsbandalagið og óeirðirnar á Austurvelli / Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf. 1976. Coram Deo – Fyrir augliti Guðs: Greinasafn gefið út í tilefni sjötugsafmælis dr. theol. Sigurbjörns Einarssonar, biskups 30. júní 1981/ Bókaútgáfan Örn og Örlygur 1981. Sálmar og ljóð Sigurbjörns biskups/ Friðrikskapella 1996. Herra Sigurbjörn Einarsson, biskup – sjötugur / Afmælis- greinar í Morgunblaðinu 30. júní 1981. Jóhanna Kristjónsdóttir: Viðtal við Sigurbjörn Einarsson biskup í Morgunblaðinu 22. desember 1976. Þorgrímur Þráinsson: Viðtal við Sigurbjörn Einarsson biskup í Toyotablaðinu, júní 2000. þakka, að Sæmundaredda svonefnd er til? Líka má spyrja: Ef ritmennska hefði á þeirri öld leit- að í sömu farvegi og á 13. öld, hverjir hefðu þá verið líklegastir til að vinna afrek? Mér þykir ekki fráleitt að nefna til að mynda Hallgrím Pét- ursson í því sambandi. Hann lék sér að því að yrkja Aldarhátt, þar sem hann gerir heiðna for- tíð að draumaheimi til þess að velgja samtíma- kynslóð undir uggum. Þeir kristnir menn fyrr og síðar, sem voru sterkastir og heilbrigðastir í trúnni, mátu mannlega yfirburði, hvar sem þeir birtust, og nutu spekimála og listaverka, þótt runnin væru undan heiðnum rifjum. Ekki ætti það að vera ókunnugt, að latínu- nám, sem var fyrr og síðar undirstaða klerk- legra mennta, byggðist á lestri heiðinna höf- unda. Fáir hygg ég að hafi unnað heiðingjanum Hórasi heitar en séra Friðrik Friðriksson og efast enginn um heilindi hans í trúnni. Og mikið hélt hann upp á Eddurnar og gat vitnað í þær ótæpilega. Ég fékk hjá honum grein, sem birtist í Víðförla, sjöunda árgangi, um Ask Yggdrasils. „Heiðingjana dreymdi sína drauma,“ skrifar hann þar, „og draumar þeirra áttu sér djúpar rætur í undirmeðvitund mannkynssálarinnar, og margir þessara drauma höfðu einnig æðri uppruna ...“ Ég hugsa, að klerklærðir og vígðir menn 13. aldar og 17. aldar og annarra alda hafi hugsað líkt þessu og þess vegna verið hirðusamir um erfðagóss úr heiðni. Það er kunnugt um hina merkilegu írsku kristni til forna, að klerkar og munkar hennar lögðu mikla ástundun á að skrásetja arfsagnir úr keltneskri heiðni og fróðleik um siði og hug- myndir þaðan. Þó að ekki sé gerandi ráð fyrir áhrifum yfir hingað að þessu leyti, er hér um að ræða hliðstæðu, sem vel má hafa í huga. Það er með öllu vonlaust að rökstyðja þá hégilju, að fornbókmenntirnar íslenzku hafi sprottið upp af heiðnum rótum, sem kirkjunni hafi ekki tekizt að uppræta. Þær eru ávöxtur af metnaði og þroska, sem kristin menningarvakn- ing hafði fætt af sér og ræktað upp í tvær aldir. Annað mál er svo það, að þegar þessi menn- ingaralda reis hæst var pólitísk óöld gengin í garð. Þjóðin var komin í ógöngur. Það er fullt af tilvísunum til þeirrar staðreyndar í sögunum, fullt af viðvörunum, og þungur undirstraumur af ugg og ótta við óbilgjarnt framferði. En líka sterkar vonir um að landinu verði bjargað þrátt fyrir allt. Að innlendur ofstopi og erlend ásælni steyti á viðnámi af æðri uppruna. Björn Þorsteinsson, sá merki sagnfræðingur, skrifaði eitt sinn í Morgunblaðið að gefnu tilefni: „Þá er ég svo illa að mér, að ég veit ekki betur en að við Íslendingar höfum þegið siðmenninguna af heilagri kirkju og að flest það, sem við teljum okkur til gildis, sé frá þeirri stofnun komið.“ „Hástemmd rómantík um heiðnar drengskap- arhugsjónir víkinga er ærið varasöm.““ Líf er að loknum biskupsferli. Efri ár Sig- urbjörns spanna nú nær jafnmörg ár og þau sem hann sat á biskupsstóli. „Þetta hafa verið mjög góð ár. Ég hef fengið að halda heilsu og starfskröftum og hef ekki verið í neinum vandræðum með að finna mér eitthvað til dundurs. Ég hef oft fengið að stíga í stól, bæði í kirkjum og annars staðar, og svo hef ég skrifað allnokkuð.“ Ritaskrá Sigurbjörns Einarssonar er orðin mikil að vöxtum, bæði frumsamið efni og þýtt. Veturinn 1943–44 stofnar hann með fleirum Bókagerðina Lilju og árin 1947–54 gefur hann út Víðförla, tímarit um guðfræði og kirkjumál. Sum ritverk Sigurbjörns hefur hér borið á góma, en önnur fara fyrir ofan garð og neðan í þessu spjalli, utan sálmarnir. Fyrir fimm árum komu sálmar og ljóð Sig- urbjörns út á bók. „Ekki eru allar syndir Guði að kenna og kveð- skapur minn er ekki mér að kenna að öllu leyti! Endurskoðun sálmabókarinnar kom þessu gangi samstillist hugur manns, þegar hann ját- ast friðarhöfðingjanum Jesú Kristi. Það fer lítið fyrir hverjum einstökum í enda- lausri fylkingu kynslóðanna. Ég get sagt þér það, að faðir ömmu minnar fæddist árið 1798. Hún var langminnug skýrleikskona. Móðir hennar var til muna yngri, hún komst á tíræð- isaldur og hana man ég vel. Hún hélt óskertu minni fram undir ævilok. Ég hef sem sé verið í snertingu við hlekkina í ættarfesti, sem nær yfir full 2 hundruð ár. Ég á von á fyrsta langa- langafabarni innan skamms. Fái ég að lifa það að líta það augum hef ég séð 8 ættliði míns fólks. Afi minn sagði mér söguna af landnámi eða ný- býlisstofnun afa síns, sem fyrstur nam land á Brunasandi eftir Eld. Sú saga, eins og hún hafði varðveitzt í munnlegri geymd á aðra öld, kom furðu vel heim við skjöl, þegar tengdasonur minn, Kjartan Ólafsson, tók sig til og kannaði það. Mér þykir því síður en svo ólíklegt, að Ari fróði hafi verið óljúgfróður um mikilvæga at- burði, sem gerðust öldum fyrir hans dag. Að ég ekki nefni höfunda Nýja testamentisins, sem mega heita samtíða þeim viðburðum, sem þeir lýsa. Fyrri tíðar menn höfðu þjálfað og trútt minni, létu sig ekki muna um að læra lög lands- ins bókarlaust, svo og kviður og drápur og sög- ur. Annað mál er það, að listamenn binda sig ekki við áþreifanlega og hversdagslega hluti. Þeir sjá meira í veruleikanum en annálaefni. Það eru listamenn, sem rituðu hinar bestu Íslendingasögur. Kristnir listamenn. Þeir nota fólk og atburði liðins tíma sem kveikju. Vel get ég trúað því, að mörg slík saga hafi verið fallega sögð af góðum sagnamönnum, áður en þær voru ritaðar. Ég hef heyrt slíka sagnamenn, sem kunnu að segja sögu svo að unun var á að hlýða. Ég nefni í því sambandi afa minn, séra Árna Þórarinsson, og flakkarann svonefnda Gvend kíki. Þeir gátu sagt sömu sögu hvað eftir annað án þess að skeikaði um orð, áherzlu eða raddblæ. En stórvirkin í fornum bókmenntum Íslendinga eru afrek afburðamanna, engu síður en grísku leikbókmenntirnar, en höfundar þeirra byggja verk sín á aldagömlum arfsögn- um. Og gerði ekki Shakespeare hið sama? Ís- lenzkar bókmenntir 13. og 14. aldar eru kristin arfleifð, kristnir menn skópu þær, kristin menn- ing ól þær af sér. Höfundarnir voru glöggir á bresti og kosti manneðlisins, þeir hafa djúpa samúð með manninum í baráttu hans við óheillaöflin í sjálfum sér og umhverfi sínu. Og þeir virtu forfeður sína, þó að þeir væru heiðnir, og gerðu suma þeirra að helgum mönnum í kristnum skilningi, svo sem Ingimund gamla og Ingjald í Hergilsey. Þá er einkennilega ályktað og túlkað, þegar slíkar sögupersónur eru gerðar að fulltrúum löngu útdauðrar heiðni og því er haldið fram, að engir hafi eftir að landið varð kristið staðið þeim á sporði um manndyggðir. Ekki dreg ég í efa, að til hafi verið göfugir menn í heiðni. En allt um það liggur beinast við að álykta, að menn þeirrar gerðar, sem hér er um að ræða, birti hugsjón þeirra höfunda, sem sömdu sögurnar. Eða skálduðu þær. Ég minni á, að hið sanna skáld er ekki lygari, heldur mað- ur, sem sér dýpra og lengra en aðrir og tjáir það betur. Samanber ummælin: „Það ætla ég að þú yrkir betur en páfinn.“ Og það, að guðspjalla- menn eru nefndir guðspjallaskáld í fornu máli. Þá má minna á það, að það sem Eddurnar geyma, varðveittist af því að kristnir menn héldu því til haga, skráðu það í upphafi vegna þess að þeir höfðu áhuga á fortíðinni og skildu, að hér var um verðmæta arfleifð að ræða. Oft er því haldið fram, að hér hafi ekki klerk- lærðir menn getað verið að verki, né heldur við samningu Íslendingasagna. Leikmenn, verald- lega sinnaðir, eða kannski heiðnir, hljóti að eiga heiðurinn af því. En skreppum þá fram til 17ndu aldar. Hverj- ir sýndu þá mestan áhuga og beztan skilning á hinum forna bókmenntaarfi? Voru aðrir fremri í því en biskuparnir Þorlákur Skúlason og Brynj- ólfur Sveinsson? Er það ekki Brynjólfi mest að skeið. Í tilefni bókarinnar á Morgunblaðið viðtal við Sigurbjörn Einarsson og er fyrirsögn þess: „ Ég hef talið mitt hlutverk að vera sameining- arafl í kirkju en ekki sundrungar.“ Í viðtalinu segir Sigurbjörn m.a.: „... En mér hefur skilist að spíritismi væri sannfæring um að fundnir væru nýir farvegir og þar sé um að ræða vísindalegt spor af harla mikilvægu tagi. Þetta hefur verið boðað af miklu kappi. Hugboð um nánd látinna, meira og minna sterkt og áþreifanlegt, er enginn spíritismi, ekki heldur berdreymi og annað slíkt. Þjóðtrú, svo ég nefni hana í leiðinni, er margs kyns, en hún er yfirleitt ekta og mörg hver runnin af rótum tærra mann- legra kennda. Og hún læst aldrei vera annað en hún er. Spíritismi er það viðhorf, að menn eigi að leita sambands við framliðna eftir tilteknum farvegum. Nú er það ekkert smámál, hvort líf er eftir dauðann eða ekki og ekki lítilvægara fyrir vísindin en hvað annað. Ef það er í færi við vís- indi. Það má vera. Vísindin um það. Og þó að samviskusamlegar vísindarannsóknir á sálarlífi kæmust ekki lengra en að vekja heilbrigðar spurningar væri nokkuð unnið. En hér á landi hefur meira borið á háværri boðun en rannsókn- um. Á blaðsíðu 313 segir sr. Jón Auðuns sjálfur, að spíritsmi sé tíðum borinn fram í óhrjálegum myndum og margir hafi af kynnum sínum við slíkt snúið baki við spíritismanum með eðlilegu ógeði. Mér finnst að á það hafi skort, að Sálar- rannsóknafélag Íslands hafi tekið hispurslausa afstöðu gegn slíku. Þvert á móti hefur, að mér virðist, forystulið þess félags átt sinn þátt í að spíritisminn í þessum óhrjálegu myndum hefur grafið um sig með þjóðinni á þann hátt sem öll- um mætti vera í augum uppi. Nú ef þessi stað- reynd blasir við og ef sr. Jóni Auðuns þykir ástæða til að víkja að þessu með fyrrgreindum orðum í bók sinni, hvers vegna brugðust menn þá svo ókvæða við, þegar prestastefnan gerði samþykkt í þá átt að vara við óhollu og óheil- brigðu dultrúarföndri?“ Biskupsferill Sigurbjörns Einarssonar spannar 22 ár. 27. september 1981 setur hann eftirmann sinn, Pétur Sigurgeirsson, inn í emb- ætti biskups. „Biskupsárin voru það tímabil ævi minnar, sem leið miklu hraðast að mér fannst. Sjálfsagt var það meðfram vegna þess, að tíminn virðist herða því meir á sér sem æviárum fjölgar. Tímaskynið breytist af því að maður lifir minna í því, sem gerist. Ungur hugur lifir svo mikið í at- vikum lífsins. Næmleikinn minnkar með aldri. En hér kemur það líka til, að annir biskups- áranna voru miklar, verkefnin margbreytileg og mörg kröfufrek og aldrei tími til að doka við, alltaf kallaði eitthvað að. En þetta voru gjöful ár. Ég myndi ekki þiggja að lifa þau upp aftur, ef mér væri boðið það. En ekki myndi ég heldur kjósa, að þau væru máð út úr bók lífsreynslu minnar. Ég er allra manna ófærastur til þess að dæma um sjálfan mig, meta störf mín og leggja dóm á þau. Ég get aðeins gert mér einhverja grein fyr- ir því, hvað ég þráði, vonaði og vildi. Sumt gekk eftir svo sem vonir stóðu til, sumt framar von- um, annað miklu miður. Sumir menn reyndust betur en ég þóttist hafa ástæðu til að ætla. Aðrir verr. Fáir koma ósárir af vígvelli, ef þeim er teflt í fremstu víglínu. En sumar atlögur eru ekki annað en það, sem búast má við, aðrar koma á óvart og valda sárum, sem svíða mest. Ég held upp á vísu, sem ég lærði ungur: Hnossin geymum þessi þrenn, það ríður á að muna: Frið við Guð og frið við menn, frið við samviskuna. Flestum mönnum er svo farið, að þeir kjósa og meta það meira en flest annað að lifa í friði við aðra menn. Um það hnoss gildir hið sama og annað dýrmætt, að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Það eru ólánsmenn, sem sí- fellt vekja þrætur og illindi eða ganga með ein- hverjar hvellhettur inni á sér, sem þeir þurfa alltaf að vera að sprengja án þess að annar til- gangur sé finnanlegur en að spilla friði, af því þeir geta ekki unnt öðrum að njóta hans. Allt annað mál er það, að menn hlýtur að greina á um mörg efni og það er nauðsyn að ræða slíkt og takast á um það, ef því er að skipta. Það er unnt að gera í sátt og samlyndi og er þá vel, ef svo getur tekist. Og hvað ætti fremur að vera hug- sjón og keppikefli manna, sem gangast undir ábyrgðarstörf í kristinni kirkju, en að ástunda það? En málavextir eru margvíslegir. Það getur ekki ævinlega farið saman að eiga frið við Guð og samvizku sína annars vegar og við menn hinsvegar. Sofandi samvizka nýtur þess friðar, sem fylgir dauðanum. Slík samvizka er skjól skálksins, hún réttlætir glæpsamlegt hátterni, hún lokar á Guð. Þetta hefur Kristur í huga, þegar hann segist ekki vera kominn til þess að færa frið á jörð. Hann semur ekki frið við rang- lætið, grimmdina, dauðann fyrr en það er að velli lagt og upprætt. Af því að það er satt, sem hann segir í öðrum samböndum, og boðberar hans, að það sé einmitt erindi hans að gefa frið, færa og skapa þann frið eða ríki kærleikans, sem er tilgangur sköpunarverksins. Og þeim til- Sigurbjörn Einarsson og Magnea Þorkelsdóttir ásamt börnum sínum: Gíslrúnu, Rannveigu, Þorkeli, Árna Bergi, Einari, Karli, Birni og Gunnari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.