Morgunblaðið - 18.04.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.04.2001, Blaðsíða 8
 PÉTUR Hafþór Ragnarsson, 17 ára íslenskur piltur, varð á dögunum sænskur unglingameistari í körfu- knattleik með liði sínu, KFUM Capit- als frá Stokkhólmi. Pétur Hafþór er 1,95 m á hæð og hefur verið búsettur í Svíþjóð frá ungaaldri.  GUNNAR Andrésson skoraði 7 mörk, þar af þrjú úr vítakasti, þegar lið hans Amicitia frá Zürich vann BSV Bern 26:22 í svissnesku deild- arkeppninni í handknattleik á dög- unum. Gunnar er sem fyrr marka- hæstur í næstefstu deild með 94 mörk í 11 leikjum. Amicitia er nú í 5. sæti deildarinnar með 12 stig og á þrjá leiki eftir.  ARNAR Pétursson skoraði 5 mörk fyrir Merano í sínum fyrsta leik í ítölsku 1. deildinni í handknattleik um helgina en eins og Morgunblaðið greindi frá á dögunum mun Arnar leika með Merano út leiktíðina. Mörk Arnars dugðu skammt því Merano tapaði fyrir Al.Pi.Prato 28:27  MERANO er í 6. sæti deildarinnar þegar einni umferð er ólokið af deild- arkeppninni en síðan tekur við úr- slitakeppni átta efstu liða.  ÞÝSKA handknattleikssambandið hefur úrskurðað að Wetzlar og Ess- en skuli mætast að nýju í 8-liða úr- slitum þýsku bikarkeppninnar.  ESSEN vann leik liðanna á dög- unum, 34:33, eftir framlengingu og þar skoraði Patrekur Jóhannesson 11 mörk fyrir Essen.  WETZLAR kærði leikinn á þeim forsendum að leikmenn Essen hefðu átt að hefja framlengingu einum manni færri, og lögðu fram mynd- band því til sönnunar. Kristof Szargy, aðstoðarþjálfari Essen, seg- ir að félagið muni kæra þennan úr- skurð.  WETZLAR hefur samið við júgó- slavnesku stórskyttuna Nebojsa Golic til tveggja ára. Hann á að leysa af hólmi Markus Baur sem er á för- um til Lemgo eftir tímabilið. Golic er 24 ára og leikur með Sintelon í heimalandi sínu.  SKJERN missti endanlega af möguleikanum á að komast í úrslita- keppnina um danska meistaratitilinn í handknattleik þegar liðið gerði jafntefli, 23:23, við Team Helsinge í næstsíðustu umferð. Aron Krist- jánsson skoraði 2 mörk fyrir Skjern í leiknum en lið hans er í sjötta sæti fyrir lokaumferðina. Bjerringbro, lið Jóhanns Samúelssonar, er í 5. sæti en á heldur ekki möguleika.  HELGI Jónas Guðfinnsson og félagar í Ieper féllu út í undanúrslit- um belgísku bikarkeppninnar í körfuknattleik um páskana þegar þeir töpuðu fyrir Oostende, 79:63. Helgi lék í tæpan stundarfjórðung og skoraði 8 stig.  COLIN Pluck, enski varnarmað- urinn sem lék með knattspyrnuliði KA síðasta sumar í 1. deild, kemur aftur til félagsins. Pluck, sem leikur með enska utandeildaliðinu Dover, er væntanlegur til Akureyrar snemma í maí ásamt landa sínum, Dean Martin, sem spilar með Stev- enage í sömu deild en Martin hefur leikið með KA undanfarin ár.  GUÐNI Rúnar Helgason skoraði síðara mark Hönefoss í 2:1 sigri á Raufoss í leik norsku 1. deildarlið- anna á mánudag en þetta var loka- leikur beggja fyrir deildakeppnina. Haraldur Ingólfsson lék með Rau- foss en ekki Kristinn Hafliðason.  PETER Schmeichel, fyrrverandi leikmaður Man. Utd., mun leika kveðjuleik sinn í markinu hjá Dön- um, er þeir mæta Slóvaníu í vináttu- landsleik í Kaupmannahöfn í næstu viku. Schmeichel, sem er 37 ára, leika þá sinn 129. landsleik. Hann er samningsbundinn Sporting Lissa- bon eitt keppnistímabil til viðbótar. FÓLK Nokkurrar taugaspennu gætti íupphafi leiks og fyrstu fimm sóknirnar misfórust. Mosfellingar spiluðu 5/1 vörn og tóku Guðjón Val Sig- urðsson úr umferð en KA spilaði 3/3 vörn. Sú vörn hefur þrælvirkað hjá KA nema á móti Mosfellingum en eins og margir muna þá sigraði Afturelding KA með sjö marka mun síðast þegar liðin mættust að Varmá. Þá náðu Mosfell- ingar að komast í gegnum hreyfan- lega KA-vörnina en á upphafsmín- útunum í gær var annað uppi á teningnum. Þeim gekk mjög illa og Bjarki Sigurðsson náði þó tveimur mörkum með þrumuskotum. Eftir það lokuðu KA menn á hann og stungu hreinlega af. Það skipti engu máli hvað Mosfellingar gerðu. Sókn- arleikurinn var stirður og hvað eftir annað komust heimamenn í hraða- upphlaup sem gáfu mörk. Í stöðunni 9:3 fóru hlutirnir að breytast. Alexei Trúfan kom inn í vörn gestanna og þeir breytti yfir í 6/0 vörn. Það virk- aði og KA-menn lentu í vandræðum. Smám saman tókst Mosfellingum að saxa á forskotið. Sóknirnar urðu markvissari og fleiri menn fóru að láta að sér kveða. Náðu gestirnir að minka muninn í tvö mörk en KA átti síðasta mark fyrri hálfleiks og stað- an í leikhléinu var 13:10. Seinni hálfleikinn hófu KA-menn með glæsibrag og skoruðu tvö fyrstu mörkin. Eftir það var ávallt á brattann að sækja hjá Mosfellingum en barátta þeirra var þó til fyrirmyndar. Þeir héldu í við heimamenn en munurinn var ávallt tvö til fjögur mörk. Gest- irnir reyndu ýmislegt í varnarleikn- um en allt kom fyrir ekki. Það var en Heimir Örn og Hörður Flóki markvörður sýndu oft á tíðum snilld- artakta. Fyrirliðinn Sævar Árnason nýtti færin sín einstaklega vel og Er- lingur Kristjánsson batt vörnina saman þær sex mínútur sem KA- menn voru einum færri, svo vel að leikmenn Aftureldingar skoruðu ekki eitt einasta mark, manni fleiri. Þrír menn báru uppi sóknarleik Mosfellinga. Bjarki Sigurðsson var langbestur og á hann fullt erindi í landsliðið á ný ef hann kærir sig um. Hinir tveir, þeir Páll Þórólfsson og Savukynas Gintaras, byrjuðu illa en áttu síðan skínandi leik. Vörnin var sterk eftir örðugleika í upphafi. Trúfan hafði greinilega góð áhrif en Galkauskas Gintas fór þó fremstur í flokki. Hann var mjög öflugur en fór þó í tvígang fullgeyst og lágu KA- menn óvígir á eftir, fyrst Heimir og síðan Guðjón Valur sem fékk eflaust eina verstu byltu sem sést hefur í handboltanum lengi. Ætlaði þá allt um koll að keyra í húsinu og var Gintas heppinn að fá ekki rautt spjald fyrir vikið. Nýliðinn Arnór átti síðasta orðið fyrir KA Morgunblaðið/Skapti Andríus Stelmokas, línumaður KA, grípur knöttinn á lofti og skorar með lúmsku leifturskoti aftur fyrir sig. Mosfellingarnir eru, frá vinstri, Páll Þórólfsson, Alexej Trúfan og Þorkell Guðbrandsson. ÞAÐ var rífandi stemmning og mikil spenna á Akureyri í gær- kveldi þegar deildarmeistarar KA lögðu Aftureldingu í fyrsta leik undanúrslitakeppninnar. KA-menn höfðu frumkvæðið all- an leikinn og forysta þeirra var lengstum þrjú til fjögur mörk. Mosfellingar náðu að minnka muninn tvívegis í eitt mark á lokakaflanum en lengra komust þeir ekki. Arnór Atlason, hinn 16 ára gamli leikmaður KA, átti síðasta orðið í leiknum og gull- tryggði sigurinn á lokasekúnd- unum. Lokatölur 27:25. Einar Sigtryggsson skrifar       ! !     " # $ % & ' %% # %   " (   &' #% &) *+ + (  ', #& & -(                           Hörður Flóki Ólafsson, KA: 14/1 (3 til mótherja); 4 langskot, 3 (3) af línu, 3 eftir gegnumbrot, 2 úr horni, 1 hraðaupphlaup, 1 vítakast. Reynir Þór Reynisson, UMFA: 10 (3 til mótherja); 7 (2) langskot, 2 (1) úr horni, 1 af línu. Ólafur H. Gíslason, UMFA: 1 vítakast. Þannig vörðu þeir Stórtap á móti Grikkjum Íslenska ungmennalandsliðið íhandknattleik karla, skipað leik- mönnum 20 ára og yngri, tapaði öll- um þremur leikjum sínum í undan- keppni heimsmeistaramótsins en leikið var í Ungverjalandi um páska- helgina. Það tapaði 24:23 fyrir Rúss- um, 28:22 á móti heimamönnum og loks 24:14 fyrir Grikkjum, en síðast- nefnda þjóðin hefur ekki verið í hópi fremstu þjóða Evrópu í handknatt- leik. „Leikurinn gegn Grikkjum var fyrir neðan allar hellur. Mína menn skorti grimmd, áhuginn var lítill og piltarnir voru hræddir við að beita sér,“ sagði Einar Þorvarðarson, þjálfari ungmennalandsliðsins, um leikinn við Grikki. „Mitt lið var eins og sprungin blaðra allan leikinn við Grikki, einbeitingin var ekki fyrir hendi og áhuginn afar takmarkað- ur,“ sagði Einar ennfremur. Hann sagði íslenska liðið hafa leik- ið vel gegn Rússum og verið óheppið að ná ekki jafntefli, en misheppnað vítakast undir lok leiksins gerði það að verkum að Rússar unnu með einu marki, 24:23. Þá var leikurinn við Ungverja allþokkalegur þrátt fyrir tap, 28:22. Ungverjar unnu síðan Rússa 31:26 og unnu riðilinn. Rússar lögðu síðan Grikki, 32:23, og Ung- verjar sigruðu Grikki, 33:28. Stúlkurnar í öðru sæti Íslenska ungmennalandsliði kvenna gekk mun betur í undan- keppni sem háð var í Danmörku um nýliðna helgi. Liðið vann tvo af þrem- ur leikjum sínum og hafnaði í öðru sæti. Það nægði eigi að síður ekki til þess að komast áfram í keppninni. Ísland lagði Moldavíu, 32:17, og Ítal- íu, 24:20, en tapaði fyrir Danmörku, 24:16. Danir stóðu uppi sem sigur- vegarar í riðlinum, þeir unnu alla sína leiki. Ítalía varð í þriðja sæti eft- ir að hafa unnið Moldavíu, 38:32. ekki fyrr en Trúfan kom aftur í vörn- ina tíu mínútum fyrir leikslok að Mosfellingar fóru að bíta almenni- lega frá sér. KA-menn misnotuðu þrjár sóknir á stuttum kafla og eftir hraðaupphlaup minnkaði Aftureld- ing muninn í eitt mark. Þá lifðu tvær og hálf mínúta af leiknum og áhorf- endum leist ekki á blikuna. Heimir Örn Árnason skoraði þá fyrir KA með þrumuskoti í slána og inn. Gint- as átti síðan skot aftur fyrir sig sem hafnaði í stönginni. KA-menn mis- notuðu síðan næstu sókn sína og Aft- urelding skoraði úr hraðaupphlaupi þegar tuttugu sekúndur voru eftir. Arnór Atlason skoraði síðan í blálok- in og tryggði sigur KA. Atli Hilmarsson var ánægður með sigurinn og ekki síst með frammi- stöðu sonarins en eins og flestir vita sem fylgjast með handboltanum er áðurnefndur Arnór sonur Atla. „Það var gott að vinna fyrsta leik, ekki síst vegna þess að við lékum ekki eins og við getum best,“ sagði Atli. Guðjón Valur var tekinn úr um- ferð nær allan leikinn. Hann átti þó nokkrar stoðsendingar sem gáfu mörk en hinir sáu um að skora. Sigur KA var nokkuð tæpur og liðið sýndi örlítið kæruleysi á lokakaflanum. Andreas Stelmokas var hreint frá- bær í leiknum jafnt í vörn sem sókn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.