Morgunblaðið - 25.04.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 25.04.2001, Blaðsíða 42
UMRÆÐAN 42 MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ HALDIÐ er upp á Dag umhverfisins í dag, 25. apríl, í þriðja sinn. Greinilegt er að sú ákvörðun ríkis- stjórnar Íslands að til- einka fæðingardag Sveins Pálssonar um- hverfismálum hefur hlotið góðan hljóm- grunn, því haldið er upp á daginn víða um land með dagskrá og viðburðum, eins og tvö undanfarin ár. Umræða um um- hverfismál á Íslandi er svo öflug að það er fá- títt að dagur líði án þess að fjallað sé með einum eða öðrum hætti um þann víðfeðma málaflokk í fjölmiðlum og á mannamótum. Sérstakur Dagur um- hverfisins getur hins vegar verið okkur tilefni til þess að átta okkur betur á samhengi hlutanna og huga að grunngildum og framtíðarsýn í umhverfismálum. Sveinn Pálsson var ekki einungis fyrsti Íslendingurinn sem bar lær- dómsgráðuna náttúrufræðingur, heldur var honum gefið innsæi í lög- mál náttúrunnar á öld þar sem nú- tímavísindi voru að slíta barnsskón- um. Hann ritaði manna fyrstur um eðli skriðjökla svo vitað sé og sá að þeir voru hluti af hringrás vatnsins á jörðinni, seigfljótandi íselfar sem voru í stöðugu framskriði þótt jök- ulsporðurinn væri alla jafna kyrr- stæður. Vistkerfið á jörðinni byggist á stöðugri hringrás efnis og orku. Öll starfsemi mannsins verður að virða þau lögmál, ef ekki á illa að fara. Sveinn Pálsson sá hvernig landar hans höfðu farið með skóga landsins og sagði það „hinum öldnu til skammar og óbornum til skaða“. Hin gífurlega gróður- og jarðvegseyðing á Íslandi er lýsandi dæmi um hvernig fer ef við umgöngumst lifandi auð- lind sem ótakmarkaðan nægtabrunn sem við getum sótt í án þess að leyfa henni að endur- nýja sig. Bylting í sorpmálum Sorpmál á Íslandi hafa einnig til skamms tíma borið keim af þeim hugsunarhætti að við getum endalaust tekið frá náttúrunni, breytt hráefnum í neysluvörur og dælt úrganginum út í umhverfið. Það er fróðlegt að skoða þró- unina síðastliðna þrjá áratugi til þess að gera sér grein fyrir þeirri gífur- legu byltingu sem átt hefur sér stað í meðferð úrgangs á Íslandi. Fyrir um þremur áratugum var úrgangur í Reykjavík urðaður í Gufunesi, engin flokkun fór þar fram, endurvinnsla var nær engin og spilliefni fóru í hauginn með öðrum úrgangi. Annars staðar var ástandið enn verra, nær alls staðar á landinu var sorpi brennt á opnum haugum og sums staðar var honum ýtt út í sjó. Þessi frumstæða sorpeyðing var ekki bara ókræsileg sjónmengun. Við opna brennslu úrgangs við lágan hita myndast efnasamböndin díoxín og fúran, sem eru skaðleg fyrir menn og lífríki, auk reyks og sótagna. Á yfir 50 stöðum á landinu voru því „fram- leidd“ skaðleg eiturefni og hætta skapaðist á sótmengun, oft steinsnar frá matvælaframleiðslu sem byggist á gæðum hreinnar og ómengaðrar náttúru. Fyrir um fimmtán árum var ástandið aðeins betra, urðunarstöð- um hafði fjölgað, þrír brennsluofnar höfðu tekið til starfa og opin brennsla var víða komin í svokallaðar brennsluþrær, sem voru ívið skárri kostur en opnu haugarnir, en komu þó t.d. ekki í veg fyrir myndun díox- íns. Óhætt er að fullyrða að hvergi í Vestur-Evrópu hafi meðferð úr- gangs verið frumstæðari en hér á landi á þeim tíma. Eftir 1990 hefst hins vegar sannkölluð bylting í með- ferð úrgangs, þannig að nú stöndum við jafnfætis nágrannaríkjunum. Brennandi sorphaugar heyra nú sög- unni til. Stærstur hluti úrgangsins er urðaður á 26 starfsleyfisskyldum stöðum og afgangurinn að mestu brenndur í háhitaofnum, þar sem ekkert díoxín eða fúran myndast. Það skiptir þó ekki minnstu máli að hættulegustu efnin, svokölluð spilli- efni, eru nú tekin úr umferð áður en til förgunar kemur. Kerfið sem sett var upp með lögum um spilliefna- gjald árið 1996 hefur reynst betur en bjartsýnustu menn þorðu að vona og almennt hefur flokkun og endur- vinnsla úrgangs aukist hröðum skrefum. Fyrir áratug var endur- vinnsla nánast bundin við málma, en nú nær hún m.a. til drykkjarvöruum- búða, pappírs, timburs og lífræns úr- gangs margskonar. Endurvinnsla í sókn Við eigum ekki að láta staðar num- ið hér. Við erum á réttri braut, en við eigum að innleiða hringrásarhugsun í alla meðferð úrgangs, til að draga úr mengun og sóun verðmæta. Stjórnvöld verða að varða veginn. Frumvarp til laga um úrvinnslugjald á úrgang, sem lagt var fram á Al- þingi nú í vor, á að skapa hagræn skilyrði og sóknarfæri fyrir úr- vinnslu og endurvinnslu ýmissa teg- unda umbúða, ökutækja, hjólbarða og fleiri efnisflokka. Grunnhug- myndin er mengunarbótareglan svo- nefnda, sem kveður á um að þeir sem valda myndun úrgangs eigi að standa straum af kostnaði við meðferð hans. Stjórnvöld skapa lagarammann, en atvinnulífið og einstaklingar gegna lykilhlutverki við að innleiða hringrásarviðhorf í framleiðslu, notkun og förgun á hverskyns vörum. Margt hefur gerst jákvætt í þessum efnum á síðustu árum. Stór hluti landsmanna flokkar reglulega úrgang til endurvinnslu. Skil á ein- nota drykkjarvöruumbúðum á Ís- landi eru með því mesta sem þekkist, í kringum 85%. Sveitarfélög, félaga- samtök, skólar og einstaklingar safna lífrænum úrgangi og jarðgera hann. Sorpa hefur fundið farveg til nýtingar margs kyns úrgangs sem áður var urðaður og vinnur m.a. met- angas úr urðunarstaðnum á Álfsnesi, sem notað er sem eldsneyti. Hver hefði trúað því fyrir áratug að bílar yrðu knúnir með kartöfluhýði og öðr- um afgöngum sem landsmenn setja undir eldhúsvaskinn hjá sér? Af þessu öllu má sjá að við erum að fikra okkur smám saman í átt frá hugarfari sóunarinnar, sem segir að jörðin okkar sé botnlaus uppspretta hráefna og taki endalaust við úr- gangi, til hugsunar sem tekur tillit til hringrásar efnis og orku. Með þeirri hugsun opnast okkur ný tækifæri til þess að skapa aukin verðmæti úr þeim gjöfum sem náttúran hefur fært okkur og treysta um leið til- verugrundvöll og velferð afkomenda okkar. Slík hugsun er ekkert tísku- fyrirbæri, heldur er hún beinlínis grundvöllur núverandi og áfram- haldandi velsældar og byggðar í landinu. Við höfum horfið frá ofveiði – sem meðal annars leiddi til hruns eins stærsta fiskistofns heimshafanna, norsk-íslenska síldarstofnsins – til vísindalegrar stjórnunar fiskveiða. Við höfum horfið frá skógareyðing- unni sem Sveinn Pálsson harmaði og vinnum nú að endurheimt landgæða. Sams konar viðhorfsbreyting á sér nú stað varðandi meðferð úrgangs, en hún kallar á þátttöku allra Íslend- inga, sem hafa daglega áhrif á gang- verk náttúrunnar þegar þeir velja of- an í innkaupakörfuna og fara með úrgang til endurvinnslu eða í tunn- una. Slík viðhorfsbreyting er um- hverfisvernd í okkar þágu. Umhverfisvernd í okkar þágu Siv Friðleifsdóttir Höfundur er umhverfisráðherra. Umhverfismál Við erum á réttri braut í sorpmálum, segir Siv Friðleifsdóttir, en við eigum að innleiða hring- rásarhugsun í alla með- ferð úrgangs. ÞANN 4. apríl síð- astliðinn gerðist sá einstaki atburður í sögu Háskóla Íslands að Félag háskólakenn- ara boðaði verkfall dagana frá 2. til 16. maí. Ef til verkfalls kemur verður það í fyrsta sinn frá stofnun Háskólans sem starf- semi hans lamast al- gjörlega. Stúdentar hafa lýst yfir stuðningi sínum við þá megin- kröfu kennara að laun verði að hækka, til þess að Háskólinn missi ekki hæft fólk til fyrirtækja eða annarra stofnana. Þeir hafa þó ekki tekið afstöðu til einstakra tilboða enda hefur lítið heyrst frá samningsaðilum og ein- stök tilboð hafa ekki verið gerð op- inber þegar þessi grein er rituð. Verkfall á próftíma stúdenta Það sem veldur stúdentum eink- um áhyggjum er það að verkfall hefur verið boðað á prófatíma og engin svör hafa fengist um það hvernig Háskólinn mun bregðast við ef til verkfalls kemur. Stúdenta- ráð Háskóla Íslands boðaði til verk- fallsfundar þar sem Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, sat meðal annarra fyrir svörum. Þar ítrekaði hann meðal annars þá afstöðu sína sem komið hafði fram í svarbréfi hans til Stúdentaráðs, að prófum yrði frestað, en engar frekari upp- lýsingar væri hægt að gefa um hvernig þeirri framkvæmd yrði háttað. Þann 10. apríl gerðist það svo að lagadeild Háskóla Íslands sendi frá sér yfirlýsingu þar sem dregið var í efa lögmæti þess að fresta prófum. Próftímabil í Háskólanum er skil- greint í reglugerð Háskólans og því þyrfti að breyta reglugerðinni ef frestunin ætti að vera lögleg. Jafn- framt var sagt að margir kennarar myndu einfaldlega neita að halda próf á öðrum tíma en segir til um í reglugerð Háskólans. Verkfallsnefnd Félags háskóla- kennara hefur jafnframt sent frá sér yfirlýsingu þar sem sagt er ber- um orðum að próf, sem ekki eru haldin á þeim tíma sem þegar hefur verið auglýstur samkvæmt próf- töflu, verði ekki viðurkennd, jafnvel þótt samþykki kennara og allra stúdenta sem skráðir eru í nám- skeiðið liggi fyrir. Með öðrum orð- um er kennurum meinað að færa próf stúdentum til hagræðis. Sam- kvæmt orðanna hljóðan má draga þá ályktun að Félag háskólakenn- ara muni ekki viðurkenna próf sem haldin eru eftir 16. maí þegar og ef kennarar snúa aftur til vinnu. Stúdentar þeir einu sem skaðast í verkfallinu Ef til verkfalls kemur mun það hafa gríðarleg óþægindi í för með sér fyrir stúdenta, sérstaklega fyrir útskriftarnema sem margir hverjir þurfa að sýna erlendum skólum út- skriftarskírteini til að fá inngöngu. Þessir nemendur eiga á hættu að missa af einstöku tækifæri ef ekki liggur skýrt fyrir hvað verður um próf í Háskólanum. Auk þess hefur þetta mikil áhrif á væntingar stúd- enta um sumarstarf að ógleymdu því álagi sem fellst í óvissunni. Þá liggur fyrir að margir stúdentar búa við fjár- hagslega óvissu enda er óhætt að segja að stúdentar finni veru- lega fyrir því fái þeir ekki greidd námslán í lok annar. Því er nauð- synlegt að Háskólinn bregðist hratt og örugglega við. Ábyrgðarleysi Háskólans Það sem veldur und- irrituðum mestum áhyggjum er þögn Há- skólans. Ekkert gagn- legt hefur heyrst frá yfirstjórninni og eina haldbæra yf- irlýsingin gekk út á það að Háskóli Íslands bæri enga ábyrgð gagnvart stúdentum ef til verkfalls kæmi. Rektor Háskóla Íslands virðist því ekki líta á það sem hlutverk Há- skólans að styðja við bakið á þeim tæplega 7.000 stúdentum sem stunda nám við skólann. Í bréfi sem hann sendir öllum stúdentum þann 20. apríl kemur ekkert nýtt fram, aðeins ítrekun á því að Háskólinn hafi ekki hugmynd um hvernig bregðast á við þeirri stöðu sem upp getur komið. Kennarar Háskólans verða að skilja að stuðningur stúd- enta við aðgerðir þeirra skiptir öllu máli. Hætt er við að samúð stúd- enta hverfi ef enginn getur sagt til um það hvernig próftöku verður háttað og ef kennarar eru ekki til- búnir til að koma á móts við sjálf- sagða kröfu okkar stúdenta um skýr svör og úrlausnir. Stúdentar geta ekki sætt sig við að vera fórn- arlömb í kjaraviðræðum þótt þeir séu flestir tilbúnir til að færa ein- hverjar fórnir til að hjálpa kenn- urum. Undirritaður mun á næsta Há- skólaráðsfundi leggja fram tillögu að breytingu á reglugerð Háskóla Íslands þar sem gert er ráð fyrir því að hægt sé að breyta prófatíma ef óvenjulegar aðstæður, eins og verkfall, koma upp. Það verður spennandi að sjá hvort kennarar Háskólans, Háskólaráð og Páll Skúlason rektor eru tilbúin til að eyða óvissunni með því að gefa stúdentum skýr svör og tryggja um leið stuðning þeirra við kjarabaráttu kennara. Undirritaður skorar á þessa aðila að gera það. Að lokum vill undirritaður hvetja samningsaðila til að semja svo fljótt sem auðið er til þess að hægt sé að forða stúdentum, kennurum og Há- skólanum frá þeim óþægindum sem verkfall hefði í för með sér. Þögn Háskólans veldur stúdent- um vonbrigðum Baldvin Þór Bergsson Höfundur situr í Háskólaráði fyrir hönd Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta. Háskólinn Undirritaður mun á næsta Háskólaráðs- fundi, segir Baldin Þór Bergsson, leggja fram tillögu að breytingu á reglugerð Háskóla Íslands þar sem gert er ráð fyrir því að hægt sé að breyta prófatíma ef óvenjulegar aðstæð- ur, eins og verkfall, koma upp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.