Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 23
VARNARSAMSTARF Í HÁLFA ÖLD MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 C 23 S JÁLFUR varnarsamning- urinn var gerður 1951 en þegar næsta ár var gerður svonefndur Richmond- samningur til að tryggja að íslenskir iðnaðarmenn tækju eftir föngum að sér verktöku í sambandi við framkvæmdir á vegum varnar- liðsins. Bandaríkjamenn afhentu Ís- lendingum formlega Keflavíkurflug- völl til eignar 1946 en voru samt hér áfram með nokkurt lið borgaralegra starfsmanna þar til herinn kom aftur 1951. Völlurinn var þeim mikilvægur til að geta millilent flugvélum á leið til og frá hernámssvæðunum í Þýskalandi og annarra stöðva í Evr- ópu. Milli 1946 og 1951 voru það bandarískir flugfélög og verktakar, Metcalfe-Hamilton og fleiri, sem sáu um rekstur vallarins og viðhaldið. Umferð um flugvöllinn jókst hratt og Íslendingunum fjölgaði smám saman, árið 1950 störfuðu þegar hátt á fjórða hundrað Íslendingar á vell- inum. Þegar umfangið var mest, um miðjan sjötta áratuginn, unnu um 3.000 Íslendingar hjá varnarliðinu og verktökum sem störfuðu fyrir það. Mun hlutfallið 1953 hafa verið rúm 4% af öllu vinnuafli í landinu að því er kemur fram í lokaritgerð Ingimund- ar Sigurpálssonar, núverandi for- stjóra Eimskipafélagsins, í viðskipta- fræði við Háskóla Íslands frá 1975. En nú eru íslenskir starfsmenn um 1.500, þarf af um 850 hjá sjálfu varn- arliðinu, eins og kemur fram í skrif- um Friðþórs Eydals, blaðafulltrúa varnarliðsins, en hann hefur ritað mikið um veru bandaríska og þar áð- ur breska herliðsins á Íslandi. Samanlagðar tekjur Íslendinga af varnarliðinu voru árið 1953 nær 20% af nettóþjóðartekjum en eru nú mun minni, líklega innan við 5%. Hafa verður í huga að þegar reiknaðar eru gjaldeyristekjur af til dæmis sjávar- útvegi þarf að reikna á móti mikinn erlendan kostnað eins og olíu, tækja- kaup og fleira. Erfitt er að áætla ýmsar óbeinar gjaldeyristekjur eins og leigu sem varnarliðsmenn greiddu fyrir húsnæði hjá einkaaðilum áður en búið var að reisa nægilega mikið af viðunandi húsnæði á sjálfu flug- vallarsvæðinu. Ekki er víst að skatta- yfirvöld hafi ávallt getað fylgst vand- lega með slíkum tekjum einstak- linga. Sveiflukenndar tekjur Sveiflur hafa verið í framkvæmd- unum fyrir varnarliðið, upp úr 1980 var ráðist í dýrar framkvæmdir vegna ratsjárstöðva sem jók hlutfall varnarliðsteknanna af þjóðartekjum um nokkurra ára bil. En síðustu ára- tugina hafa hagfræðingar talið að ár- legar tekjur þjóðarinnar af varnar- liðinu væru oft svipaðar og af álverinu í Straumsvík. Sameinaðir verktakar, undanfari sameignarfélagsins Íslenskra aðal- verktaka, voru stofnaðir 1951 og að undirlagi Bjarna Benediktssonar, helsta hvatamanns þess að Íslend- ingar gengu í Atlantshafsbandalagið, er síðar varð forsætisráðherra á sjö- unda áratugnum, var reynt að sjá til þess að félagsmenn Sameinaðra verktaka högnuðust ekki á verktök- unni. Herverndin átti ekki að verða féþúfa yfir landsmenn. Félagið átti að annast verkfræðiþjónustu fyrir ís- lensk fyrirtæki og einstaklinga sem vildu taka að sér verk fyrir varnarlið- ið. Sameinaðir verktakar áttu sam- kvæmt lögum félagsins aðeins að vera milliliður, alls ekki gróðafyrir- tæki. Upplýsingar um þessi mál og afstöðu ráðamanna til þeirra komu fram í frægum hæstaréttardómi sem féll vegna skattamála félagsins1956. Vilhjálmur Árnason lögmaður var um langt árabil stjórnarformaður Ís- lenskra aðalverktaka og segir þann tíma hafa verið ánægjulegt tímabil á ævi sinni en hann lét af því starfi um 1990. „Um 1954 var ástandið slæmt á Keflavíkurflugvelli, mikill krytur á milli Íslendinganna sem unnu á flug- vellinum og varnarliðsins. Niðurstað- an varð sú að ákveðið var að Íslend- ingar tækju að sér aðalverktökuna af Hamilton en áður höfðu þeir aðeins séð um ýmsa undirverktöku. Með stofnun Íslenskra aðalverktaka 1954 og sérstökum samningi við Banda- ríkin sama ár um framkvæmdir vegna varnarliðsins verða til þessi mikilvægu réttindi sem Aðalverktak- ar komust yfir; allt að því einkarétt á öllum verkum hér fyrir herinn. Í samningnum er meðal annars kveðið á um að notast skuli við íslenskt starfsfólk þegar þess sé kostur.“ Flokkarnir og varnarliðið Oft hefur verið lýst svonefndum „helmingaskiptareglum“ sjálfstæðis- manna og framsóknarmanna í fram- kvæmdum fyrir herinn. Margir sem komu að Sameinuðum verktökum voru sjálfstæðismenn en framsókn- armenn voru ósáttir við að fá lítið í sinn hlut. Varð úr að hlutafélagið Reginn hf., sem Samband íslenskra samvinnufélaga átti, eignaðist 25% hlutafjár í sameignarfélaginu Ís- lenskum aðalverktökum, Sameinaðir verktakar áttu 50% en ríkið síðan 25%. Árið 1958 er staðan mjög erfið hjá Aðalverktökum, framkvæmdirnar höfðu minnkað um hríð og lá við að fyrirtækið færi yfir um. „Bróðir minn, Þorvarður, lánaði t.d. eitt sinn Aðalverktökum 50 þúsund krónur til að fyrirtækið gæti staðið í skilum við bankann!“ segir Vilhjálmur. „En um þetta leyti tekur við ný ríkisstjórn, minnihlutastjórn Alþýðuflokksins, og skömmu síðar er Sameinuðum verktökum breytt í hlutafélag. Gerð- ar voru ýmsar ráðstafanir til að rétta við fjárhaginn. Bandaríkjamenn létu til dæmis Aðalverktaka hafa allan vélakostinn sem Hamilton-verktak- arnir höfðu notað hér, þetta voru um 400 vélar, stórar og smáar, ýtur, gröfur og allt mögulegt og þar að auki talsvert fé. Mig minnir að það hafi verið um 450.000 dollarar sem var talsvert í þá daga. Og margt var okkur hagstætt í þessum samningum við Bandaríkja- menn og sjálfur var ég alltaf mjög ánægður með samstarfið við þá. Við fengum aukaálag fyrir hitt og þetta, sérstakar aukagreiðslur fyrir að verkin voru unnin í svona köldu landi og allt var þetta í samræmi við reglur hersins. Og íslensku undirverktak- arnir létu hvergi deigan síga. Ég efast um að til hafi verið á Ís- landi fyrirtæki sem hafi flutt hingað jafn mikla tækni- og verkþekkingu og Íslenskir aðalverktakar. Þegar starfsemin hófst var fyrsta skrefið að senda um 150 iðnaðarmenn til Bandaríkjanna, þar voru þeir í nokkra mánuði til að læra rétt vinnu- brögð og þessi færni dreifðist síðan út um allt landið með þeim.“ Byggja þurfti húsnæði fyrir varn- arliðsmenn og tæki þeirra og tól en fyrstu árin leigðu margir varnarliðs- menn sér íbúðir eða herbergi í Kefla- vík og fleiri bæjarfélögum í grennd við flugvöllinn. Aðalverktakar sáu um fleira en verk fyrir varnarliðið, meðal annars lögðu þeir Keflavíkur- veginn og komu að hafnarfram- kvæmdum í Grindavík svo eitthvað sé nefnt. En mest voru umsvifin fyrir herinn og má nefna olíustöðina í Hvalfirði, ratstjárstöðvarnar á Stokksnesi, í Aðalvík, á Langanesi, á Bolafjalli og víðar. Á Gufuskálum á Snæfellsnesi var reist fjarskipta- mastur sem var lengi annað hæsta mannvirki í heimi. Meðal annars unnu nokkrir amerískir indíánar fyr- ir norska undirverktaka er tóku að sér að reisa það, voru indíánarnir sérstaklega þjálfaðir í slíkri hálofta- vinnu.“ Vilhjálmur segir að sums staðar hafi verið andstaða við framkvæmd- irnar meðal staðarmanna, einkum hafi það verið áberandi á Hornafirði, en Stokksnes er rétt fyrir utan bæ- inn. „Bandaríkjamönnunum sem voru þarna leið illa og fannst að fólkið hefði horn í síðu þeirra þá,“ segir Vil- hjálmur. Deilurnar um varnarliðið birtust því með ýmsum hætti. Sameinaðir verktakar voru gerðir að hlutafélagi 1958. „Allt í einu var komin upp sú staða að þeir sem eiga bréf í þessum félögum, Sameinuðum verktökum og Regin, eru um leið komnir með ávísun á stóra vinning- inn nokkru áratugum seinna,“ segir Vilhjálmur. „Hlutabréfin urðu með tímanum gulls ígildi vegna þess hve einkaréttur fyrirtækisins á varnar- liðsframkvæmdum var mikils virði. Ekki veit ég hve mikill arðurinn hef- ur verið í áranna rás en hann er mik- ill, milljarðar króna runnu til eigenda Sameinaðra verktaka, Sambandsins og auðvitað ríkis og sveitarfélaga með beinum og óbeinum hætti. Þetta kom sér vel fyrir SÍS þegar það var að fara á hausinn, milljarðarnir fyrir eignarhlut Regins komu sér vel í þeim hremmingum. Nú eru breyttir tímar og stefnt að því að beita útboðum við öll verk fyrir varnarliðið en svona var þetta þá. Sjálfur var ég alltaf á móti þessu, mér fannst ekki rétt að menn notuðu á þennan hátt einkarétt sem ríkið hafði fært þeim á silfurfati. Og þetta var í algerri andstöðu við upphafleg- ar hugmyndir Bjarna Benediktsson- ar um verktökuna fyrir varnarliðið og ég er sannfærður um að hann átti engan þátt í þessum breytingum. Ég vildi alltaf að ríkið hefði undirtökin í þessu öllu.“ Vítamínsprauta á Suðurnesjum En ekki féll öll kakan í hlut Að- alverktaka. Hópur iðnaðarmanna á ýmsum sviðum á Suðurnesjum tók sig saman 1957, þegar Aðalverktakar voru að taka við síðustu verkefnun- um af Sameinuðum verktökum, og stofnaði eins konar samstarfsnefnd er nefnd var Keflavíkurverktakar. Fengu þeir nánast einkarétt á öllu viðhaldi fyrir varnarliðið og hafa enn. Viðhaldsframkvæmdirnar hafa reynst mun tekjudrýgri en menn ór- aði fyrir. Að sögn Tómasar Tómas- sonar, fyrrverandi sparisjóðsstjóra og bæjarstjórnarmanns í Keflavík, var þetta happafengur fyrir sveitar- stjórnir á svæðinu og átti verulegan þátt í að efla atvinnulífið á svæðinu. Sjálfur vann Tómas, sem þá var enn í háskóla, í sumarvinnu á Kefla- víkurflugvelli 1942 er fyrstu fram- kvæmdir á vegum Bandaríkjamanna voru að hefjast þar við svonefndan Pattersonflugvöll og um hundrað Ís- lendingar fengu vinnu þar í nokkra mánuði. Völlurinn var síðan tekinn í notkun 1943. Tómas segist muna vel eftir öllum tækjunum sem hann sá þarna í fyrsta sinn. Stórvirkar jarð- vinnsluvélar voru nær óþekktar á landinu ef undanskildir eru nokkrir þúfnabanar og dráttarvélar og vöru- bílar flestir mjög litlir. En með komu Bandaríkjahers til Íslands 1941 urðu umskipti í þessum efnum. Tómas segir að fundist hafi einstaklega hentug möl á sjálfu flugvallarstæðinu í Háaleiti til að nota sem undirlag á vellinum, jarðefni sem aðeins þurfti að ná í og dreifa um svæðið, jafna og síðan malbika brautirnar. „En síðan verða aftur þáttaskil þegar herinn kemur aftur 1951. Það var atvinnuleysi um þetta leyti og byggðarlögin fengu eins konar kvóta, Ísfirðingar máttu senda ákveðinn fjölda manna í vinnu á vellinum, Sigl- firðingar fengu sinn kvóta og svo framvegis,“ segir Tómas. „Reynt var að stýra þróuninni að ofan til að ekki yrði of hröð fækkun í byggðunum úti á landi en um þetta leyti voru sveit- arfélög eins og Aðalvík og Grunnavík á Vestfjörðum að leggjast í eyði og íbúarnir fluttu flestir hingað á Suð- urnesin. En raunverulegir fólksflutn- ingar hingað frá öðrum landshlutum hefjast samt ekki fyrir alvöru fyrr en um 1955, þá aukast mjög fram- kvæmdirnar hér hjá hernum á vell- inum. Flugbrautir eru lengdar og aðrar endurbyggðar, byrjað að byggja íbúðarblokkir, áður voru þarna meira eða minna braggar. Reist voru geysimikil flugskýli og fleira.“ Tómas sat í 24 ár í bæjarstjórn í Keflavík fyrir Sjálfstæðisflokkinn, fyrst 1954. Hann segir að nokkur „gullgrafarabragur“ hafi því verið á mannlífinu á sjötta og sjöunda ára- tugnum á Suðurnesjum, margir hafi leigt út frá sér og oft hafi það ekki verið merkilegt húsnæði. Margir unnu tvöfalda vinnu. „Menn unnu á vöktum á Keflavíkurflugvelli og svo voru þeir í fiski eða við beitningu, unnu mikið en höfðu líka miklar tekjur.“ Hann segir að bæjarstjórnin hafi að sjálfsögðu haft mikil samskipti við varnarliðið vegna sölu á rafmagni, hita, vatni og annarri þjónustu, einn- ig greiddi herinn aðstöðugjöld. Náðst hafi mjög hagstæðir samning- ar um þessa þjónustu. Yfirmenn varnarliðsins á hverjum tíma hafi verið eins konar bæjarstjórar á Keflavíkurflugvelli. „Þeir voru auð- vitað misjafnir en nánast allir lögðu þeir sig fram um að komast í góð kynni við fólk hér og margir þeirra voru farnir að tala furðu góða ís- lensku undir lokin á ferlinum hér,“ segir Tómas Tómasson. Áhrif varnarliðsins á efnahags- og atvinnuleg málefni Íslendinga hafa verið mikil Fimmtung- ur þjóðar- tekna þegar mest var Utanríkisráðuneytið Ratsjárstöðin að Stokksnesi við Hornafjörð í byggingu. Á áttunda áratugnum var tekið að ræða nauðsyn þess að ratsjárkerfi varnarliðsins á Íslandi yrði endurbætt. Var eink- um horft til nýrrar fjarskiptatækni sem gerði kleift að reka lítt mannaðar ratsjár- stöðvar á afskekktum stöðum og senda ratsjármerkið um langar vegalengdir um ljós- leiðara. Var ráðist í framkvæmdir við byggingu fjögurra nýrra ratsjárstöðva á brún Stigahlíðar, eða Bolafjalli, Gunnólfsvíkurfjalli, Stokksnesi og Miðnesheiði á öndverð- um níunda áratugnum. Lokið var við smíði ratsjárkerfisins árið 1997 er ný ratsjár- miðstöð var tekin í notkun á Keflavíkurflugvelli þaðan sem flugumferð og loft- varnaaðgerðum er stjórnað. Utanríkisráðuneytið Hans G. Andersen var aðalráðgjafi ríkisstjórnarinnar við gerð varnarsamningsins frá 5. maí 1951. Hann sést hér til vinstri ásamt Herði Bjarnasyni, húsameistara ríkisins, sem var ráðgjafi ríkisstjórnarinnar varðandi skipulags- og byggingarmál á varn- arsvæðum. Aðrir á myndinni eru liðsforingjar varnarliðsins. Íslendingar kröfðust aldrei greiðslu fyrir að leggja til land undir bandarísku varnarstöðina hér. En beinar og óbeinar tekjur hafa verið miklar af veru þess. Kristján Jónsson kynnti sér efnahagsþáttinn. Varnarsvæðið skipulagt Endurbætur á ratsjárstöðvum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.