Morgunblaðið - 31.05.2001, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 31.05.2001, Blaðsíða 67
ÞAÐ þykir ekki dónaleg nautn að skella sér á Hróarskelduhátíðina. Hátíðin í fyrra hverfur þó líkleg- ast seint úr minni vegna hins hræðilega mannfalls sem setti blóðugan blett á annars stórslysa- lausa sögu hátíðarinnar. Þarf því fáum að koma á óvart að örygg- isráðstafanir hafi verði hertar til muna í ár. Stærsta breytingin er líklegast sú að fyrir framan app- elsínugula tjaldið, aðalsviðið þar sem hið hörmulega slys átti sér stað, verður nú afgirt svæði þar sem takmörkuðum fólksfjölda verður veittur aðgangur hverju sinni. The Cure snýr aftur Hátíðin fer fram dagana 28. júní– 1. júlí og dagskráin í ár er ekkert minna en stórglæsileg. Það gleður væntanlega þá sem sóttu hátíðina í fyrra að hljómsveitin The Cure verður með í ár, en hún hvarf frá því að koma fram í fyrra, enda átti hún að spila næst á eftir Pearl Jam, sveitinni sem var á sviðinu þegar allt fór úr bönd- unum framan við sviðið. Þetta verða einu tónleika The Cure á árinu, en sveitin tilkynnti í fyrra að hún hygðist hætta tónleika- ferðalögum, auk þess sem Robert Smith söngvari hljómsveitarinnar hefur margsinnis gefið orðrómi um að sveitin sé að líða undir lok byr undir báða vængi. Af öðrum stórnúmerum á hátíð- inni í ár má nefna Íslands(ó)vin númer eitt Robbie Williams og dönsku Barbie-poppsveitina Aqua sem munu vafalítið „halda stuðinu gangandi“. Tvær lifandi goðsagnir Það hefur vakið athygli að í ár muni tvær goðsagnir í lifanda lífi að troða upp, Bob Dylan og Neil Young. Það er ekki um hverja helgi sem tónlistaráhugafólk fær færi á því að bera saman fram- komu Bobs Dylans og Neils Youngs, en þann munað geta Hró- arskeldugestir leyft sér í ár. „Bland í poka“-tónlistarsprelli- karlinn Beck mætir á svæðið en þeir sem voru á hátíðinni ’97 muna væntanlega vel eftir þeirri unaðs- legu frammistöðu hans. Annar tónlistarmaður, og öllu alvarlegri, sem lét síðast sjá sig sama ár, snýr einnig aftur. Þar er á ferð ekki ómerkari maður en Nick Cave sem leggur væntanlega mikla áherslu á að skapa svipuð rólegheit og hann gerir á sinni nýjustu breiðskífu, No More Shall We Part. Drottning og prinsessa Allur kvenleggur rokkhirð- arinnar verður á svæðinu, en bæði drottningin Patti Smith og prins- essan P.J. Harvey hafa verið bók- aðar. Af öðru athyglisverðu rokki má nefna Placebo, Dandy Warhols, Deftones, Feeder, Queens Of The Stone Age, The Gathering og Tool. Hljómsveitirnar Guns n’ Roses og Coldplay höfðu báðar boðað komu sína en eru báðar hættar við. Þeir rokkáhugamenn sem kafa undir meginstrauminn eiga von á að finna nokkrar djúphafsperlur á svæðinu. Þar meðal má nefna Arab Strap, Grandaddy, The Hellacopt- ers, JJ72, Karate, The Magnetic Fields, Modest Mouse og My Vitr- iol. Fulltrúi Frónbúa Ein íslensk sveit leikur á hátíð- inni í ár. Það er afsprengi Til- rauneldhússins, Orgelkvartettinn Apparat sem þeir Músíkvatur, Úlf- ur Eldjárn, Jóhann Jóhannsson og Hörður Bragason skipa. Einnig ber að benda á nokkra afar athyglisverða atburði á hátíð- inni. Manu Chao, fyrrum for- sprakki Mano Negra, tilkynnti ný- lega komu sína. Khaled, konungur Rai-tónlistarinnar er maður sem flestir ættu að sjá á sviði, að ógleymdri hinni stórskemmtilegu sveit Ozomatli sem blandar saman suður-amerískri sveiflu, hip-hoppi, djass, jaðarrokki og fönktónum. Þá verður eitthvað um hip-hop og elektróník og ber þar helst að nefna Basement Jaxx, Faithless, Fugees-liminn Wyclef Jean, Plaid, Senor Coconut, Spooks, Stereo Mc’s og Wookie. Hvernig verður Hróarskelda árið 2001? The Cure ætla að leika í minn- ingu þeirra sem létust í fyrra. Dylan: Sextugur í fullu fjöri. Batnandi hátíðum er best að lifa FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2001 67 REYKJAVÍK Mini-Festival er tveggja daga tónlistarhátíð sem plötubúðin Hljómalind stendur fyrir og mun hún fara fram í Laugardals- höll um næstu helgi. Erlendir og inn- lendir listamenn munu troða upp en dagskráin er annars þessi: á laugar- dagskvöld munu Blonde Redhead, Maus, Kuai og Úlpa spila ásamt plötusnúðum úr Propellerheads en á sunnudagskvöldið munu Sigur Rós, Hljómar, Gras og Alex Gifford spila. Hljómar voru, eins og alþjóð veit, ein helsta dægurlagasveit Íslands á sjö- unda áratugnum en blaðamaður hitti þá félaga fyrir á fundi heima hjá Gunnari Þórðarsyni, gítarleikara sveitarinnar. Líkkistusýningin mikla Er ég kom á staðinn voru fyrir þeir Gunnar, Rúnar Júlíusson bassaleik- ari og Erlingur Björnsson gítarleik- ari. Félagi þeirra, Óttar Felix Hauks- son, var þarna líka en hann var og áberandi í tónlistarlífi sjöunda ára- tugarins og lék með fjölda sveita eins og t.a.m. Pops. Þarna voru þeir mættir til skrafs og ráðagerða fyrir væntanlega tónleika. Gunnar segir að þetta verði bara gaman aðspurður hvernig þeim lítist á þetta. Rúnar segir þá hafa gert þetta öðru hvoru, allt frá því þeir hættu. Erlingur minnist „líkkistusýning- arinnar“ á Sögu sem fram fór fyrir einu og hálfu ári og þeir félagar hlæja dátt. „Við vorum þá búnir að vera grafnir í þrjátíu ár,“ segir hann og brosir. „Við vorum með kistur á sviðinu!“ segir Rúnar og Óttar hlær: „Spinal Tap!“ Dagskráin í Höllinni verður sam- sett af Hljómalögum eingöngu enda af nógu að taka. „Hér er listinn,“ seg- ir Erlingur kankvís og sýnir mér væntanlegan lagalista. Aðspurðir hvort tökulög myndu skreyta dagskrána, hafði Rúnar ját- að en Gunnar var ekki lengi að hafna því. Rúnar fer þá að hugsa og segir. „Jú, þegar farið var yfir lagaskrána frá ’63 til ’69 voru þar um 350 lög.“ Farsími gellur við og það reynist vera til Rúnars. Seinna í samtali okk- ar hringir síminn hans Rúnars aftur. Erlingur segir hæðnislega að aldrei sé hringt í hann, hann sé ekki svona vinsæll. Óttar segir þá að bragði og beinir orðunum til Erlings. „Sumir hlutir breytast aldr- ei.“ Að sögn Gunnars verður bandið skip- að þeim Rúnari, Er- lingi og Engilbert Jenssen. Trommar- inn Sigfús Óttarsson ætlar svo að sjá um húðirnar. Ég spyr þá hvort þeir verði varir við viðvarandi vinsældir Hljóma. Rúnar segir svo vera en Gunnar svarar: „Ég verð nú aldrei var við það,“ og hlær. Óttar kem- ur þá með innslag. „Það er líka þessi út- varpsspilun á gömlu lögunum sem heldur nafninu á lofti,“ seg- ir hann og Rúnar bætir við. „Maður sér það líka oft í þessum söngva- keppnum sem framhaldsskólarnir eru með. Það eru oft Hljómalög.“ Nú er varpað fram staðhæfingu sem vekur viðbrögð. Ártöl fljúga fram og aftur og sögurnar byrja: „Þið voruð auðvitað aðalbandið á sínum tíma var það ekki?“ „Jú. Við vorum það,“ segir Gunnar ískaldur en skellir síðan uppúr líkt og hinir. „En hverjir voru aðalkeppinaut- arnir?“ „Það voru á tímabili Tónar,“ heyr- ist og nöfnunum Flowers, Sóló, Dátar og Dúmbó og Steini er varpað fram. Óttar gerir að lokum tilraun til að draga þetta saman. „Hljómar höfðu það forskot að vera fyrsta Bítlaband- ið. Þannig að það var engin alvöru keppni í upphafi. Það var fyrst þegar Flowers varð til að Hljómar fengu verðuga keppni.“ Hljómar munu bjóða Sigur Rós, Gras og Alex Gifford til vinsamlegrar keppni á sunnudaginn kemur í Laug- ardalshöll eins og áður segir. Spyrj- um að leikslokum. Morgunblaðið/Sigurður Jökull Hinir einu sönnu Hljómar munu spila í Laugar- dalshöll á sunnudaginn og eru tónleikarnir liður í Reykjavík Mini-Festival. Arnar Eggert Thorodd- sen ræddi við kappana af tilefninu. Hljómar spila á Reykjavík Mini-Festival Hljómar 2001: Gunnar Þórðarson, Erlingur Björnsson og Rúnar Júlíusson. Hljómar ’64: Engilbert Jensen, Erlingur Björns- son, Rúnar Júlíusson og Gunnar Þórðarson. Aðalbandið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.