Morgunblaðið - 24.06.2001, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.06.2001, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2001 B 7  Á NETINU er búið að opna vefinn www.nat- urnet.dk þar sem hægt er að finna hugmyndir um ýmislegt sem við kemur danskri náttúru. Þar eru upplýsingar um hjólaleiðir, hestaferðir auk ýmislegs annars sem börn og fullorðnir geta gert úti undir berum himni. Hægt er að leita að ferðum eftir landshlutum og tíma og eftir áhugasviðum, til dæmis fuglaskoðun. Einnig er hægt að finna kort með lýsingum sem hægt er að prenta út. Dönsk náttúra á Netinu  TVEIR bandarískir leikarar bjóða nú fólki upp á hjólreiðaferðir um Beverly Hills í Los Angeles. Þræddar eru götur þar sem heimili fjölmargra kvik- mynda- og rokkstjarna eru. Andstætt hópferðabílum sem þræða þetta hverfi með ferðamenn hafa reiðhjólin þann kost að fara hægt yfir og athuga vel það sem fólk kemur til að skoða. Ferðin hefst í bakgarði húss númer 6729 á Hollywood Boulevard og leiðin liggur til stjarnanna. Hver ferð kostar frá 3000 til 5500 krónur og inni- falin er leiga á hjóli og hjálmi ásamt vatnsbrúsa og einhverju að narta í yfir daginn. Vinsælustu ferðirnar eru niður á ströndina í Ven- ice og til Santa Monica. Hjólað til stjarnanna Morgunblaðið/Arnaldur  FINNSKA flugfélagið Finnair hefur tilkynnt að innan tíðar verði hægt að senda og taka á móti tölvupósti um borð í sumum vélum þeirra og vafra um á Netinu. Búast forsvarsmenn flugfélagsins við að þessi þjónusta standi farþegum til boða frá miðjum febrúar á næsta ári en til að byrja með verður hún einungis í boði í löngu flugi. Flugfélagið lét gera könnun meðal viðskiptavina sinna í viðskiptaerindum og kom í ljós að 70% af þeim vilja gjarnan komast í samband við umheim- inn með þessum hætti. Farþegar um borð geta sent tölvupóst FRANKAR, lírur og mörk munu brátt heyra sögunni til því frá og með 28. febrúar á næsta ári verður evran eini lög- legi gjaldmiðillinn í öllum lönd- um Evrópubandalagsins, utan Danmerkur, Svíþjóðar og Bret- lands sem munu enn um sinn eingöngu nota krónur og pund. Frá áramótum 2002 verður evr- an alls staðar gjaldgeng í lönd- unum tólf en einnig verður hægt að nota gjaldmiðil hverrar þjóðar í tvo mánuði eftir ára- mótin til að fólk venjist breyt- ingunni. Þó er Þýskaland þar undanskilið en Þjóðverjar hyggjast skipta alfarið yfir í evru á miðnætti á gamlársdag. Breytingin mun ganga mis- hratt fyrir sig eftir löndum en hvað hraðast í Þýskalandi þar sem ókleift verður að fá þýsk- um mörkum skipt í viðskipta- bönkum eftir 28. febrúar. Þá mun eingöngu seðlabanki lands- ins skipta mörkum í evrur. Breska tímaritið Traveller ráð- leggur fólki að skipta eða eyða gjaldeyri þessara landa fyrir breytinguna. „Ég tel að breyt- ingin verði fyrst og fremst til þæginda fyrir fólk sem hyggst ferðast um svæðið og væntan- lega mun kostnaður vegna gjaldeyrisskipta minnka þegar sami gjaldmiðillinn gildir í öll- um löndunum,“ segir Jóhannes Baldursson gjaldeyrismiðlari hjá Íslandsbanka. Hann telur að breytingin muni hafa meiri áhrif á íbúa innan svæðisins sem séu jafnvel daglega að keyra á milli land- anna. „Heyrst hafa raddir um að breytingin sé mjög erfið í framkvæmd og hafa sumir látið í ljós efasemdir um að hægt verði að skipta yfir í evru svo snögglega.“ Gjaldmiðlar tólf Evrópulanda víkja fyrir evrunni á næsta ári Ferðafólki ráðlagt að skipta eða eyða gjaldeyrinum Reuters Brátt verða eingöngu evrur gjaldgengar á götumörkuðum Parísarborgar. Í BYRJUN júní tók til starfa ný kajakleiga í Stykkishómi. Kajakleigan Saga hefur til um- ráða átta kajaka og býður upp á hópferðir um eyjarnar. Ferð- irnar eru farnar með leiðsögu- manni en kajakarnir eru ekki leigðir út stakir nema til vanra kajakræðara. Hægt er að fara af stað hvað- an sem er í nágrenni Stykk- ishólms. Áhugavert er að skoða eyjarnar og fuglalífið sem er mjög fjölskrúðugt á þessum slóðum. Leiðsögumaður er Þor- steinn Sigurlaugsson. Leigan sér um að útvega bátana, björgunarvesti, róðra- stakk og svuntu. Mælt er með að fólk taki með sér húfu, vett- linga og ullarsokka. Boðið er upp á stutt námskeið fyrir hverja ferð þar sem fólki eru kennd undirstöðuatriðin í með- ferð kajaka. Kajakleiga í Stykkishólmi  Hægt er að hafa sam- band við Kajakleiguna Sögu í síma 855-5018 eða 690- 2877. ÞAÐ sem af er árinu hafa Neyt- endasamtökunum borist 22 kvartanir vegna ferðamála land- ans, auk miklu fleiri fyrirspurna. Ekki er hægt að sjá aukningu milli ára undanfarin ár heldur virðist fjöldi kvartana sveiflu- kenndur. Að sögn Sesselju Ás- geirsdóttur fulltrúa kvörtunar- þjónustu Neytendasamtakanna er alltaf nokkuð um fyrirspurnir og kvartanir á þessum árstíma. Einkum er þá kvartað yfir ferða- lögum erlendis sem uppfylla ekki væntingar fólks, en lítið sem ekk- ert er kvartað vegna ferðalaga innanlands. Vegna ferðalaga erlendis er einkum tvennt sem fólk kvartar yfir. Annars vegar eru það hótelin sem gist er á og finnst fólki þau ekki uppfylla þau loforð sem þeim hafa verið gefin af seljanda ferð- arinnar. Hins vegar er um að ræða kvartanir vegna breytinga á flugtíma. Þar segir Sesselja að fólk sé að spyrja um rétt sinn gagnvart söluaðilunum en al- mennt mega slíkar breytingar ekki valda verulegu óhagræði fyr- ir neytendur. Að sögn Sesselju er ekki mikið um eiginlegar kvartanir vegna ferðalaga hérlendis. „Við fáum samt fjölmargar fyrirspurnir og upplýsum neytendur varðandi rétt sinn. Ef mál eru þess eðlis að frekari aðgerðir eru nauðsynleg- ar er það tekið inn á borð hjá leið- beiningar- og kvörtunarþjónustu samtakanna og neytendur að- stoðaðir við að leita réttar síns.“ Kvartað yfir hótelum og breytingum á flugi Morgunblaðið/Sverrir  FYRIR helgina var opnaður mjór, hár turn við vís- indamiðstöðina í Glasgow. Turninn snýst um sjálfan sig og er hæsti frístandandi turn Skotlands. Gott útsýni er úr honum yfir borgina og næsta nágrenni hennar.. Útsýnisturn í Glasgow  Nánari upplýsingar fást á slóðinni www.gsc.org.uk. Samstarf Flug- leiða og Amtrak Unnt að kaupa lestarmiða um leið og flugmiða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.