Morgunblaðið - 18.08.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.08.2001, Blaðsíða 1
2001  LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A ÍSLAND OG RÚSSLAND MÆTAST Í KVENNALANDSLEIK / B2 EVA S. Guðbjörnsdóttir, Breiðabliki, heldur upp á tvítugsafmæli sitt í dag með því að leika sinn fyrsta landsleik er Íslendingar mæta Rússum í und- ankeppni HM á KR-velli kl. 14 í dag. Eva er eini ný- liðinn í byrjunarliðinu í leiknum en Jörundur Áki Sveinsson tilkynnti byrjunarlið sitt í gær. Markvörður er Þóra Helgadóttir. Hægri bak- vörður verður Rósa Júlía Steinþórsdóttir og vinstra megin leikur Ásdís Þorgilsdóttir. Ásamt þeim verða Eva og Íris Sæmundsdóttir í vörninni. Þar fyrir framan leikur Edda Garðarsdóttir. Guð- laug Jónsdóttir leikur á hægri kantinum og Erla Hendriksdóttir á þeim vinstri. Katrín Jónsdóttir og Magrét Ólafsdóttir fyrirliði verða á miðjunni. Olga Færseth verður ein frammi, a.m.k. til að byrj- að með. Ef aukinn kraftur verður lagður í sóknina má reikna með að Katrín fari framar og Edda færi sig meira inn á miðjuna í staðinn. Landsleikur á afmælisdaginn REYKJAVÍKURMARAÞON verð- ur haldið í 15. sinn í dag og fer fram um götur borgarinnar. Í gærkvöldi höfðu 2.500 hlauparar skráð sig til leiks þegar ljúka átti skráningu en haldið var áfram að skrá fram eftir kvöldi svo að allir kæmust að. Í þetta sinn eru tæpleg fimm hundruð er- lendir hlauparar mættir til leiks sem er talsverð aukning frá í fyrra. Boðið er upp á maraþon og hálf- maraþon ásamt 10, 7 og 3 kílómetra leiðum og auk þess 10 km línu- skautahlaup. Ræst verður í maraþonið klukkan 11 og liggur leið hlauparanna fyrst um Suðurgötu út á Ægisíðu en síðan í kringum Seltjarnarnesið, meðfram norðurströnd Reykjavíkur þar til kemur að Kringlumýrarbraut. Þá er hlaupið upp á Suðurlandsbraut, austur að Elliðaám og síðan í gegn- um Fossvogsdalinn og vestur Naut- hólsvík. Hálfmaraþonið hefst klukkan 12.10 á sömu leið út Ægisíðu og Sel- tjarnarnes en síðan meðfram norð- urströndinni að Sæbraut á móts við Skeiðarvog þar sem snúið er við til að taka lokasprett inn Lækjargötu. Einnig verður ræst í styttri leið- irnar klukkan 12 og 12.10 og eru hlaupaleiðirnar meðfram Ægisíðu í kringum Seltjarnarnesið þar til beygt er inn Lækjargötu í markið. Rétt er að benda þeim sem vilja fylgjast með maraþoninu og öðrum sem leið eiga um borgina að ýmsum götum verður lokað á meðan á keppninni stendur. Líflegt Reykja- víkurmaraþon Það mátti ekki miklu muna aðTiger Woods, meistari tveggja síðustu ára á PGA-meistaramótinu, kæmist ekki áfram eftir tvo daga. Fyrsta daginn lék meistarinn á þremur yfir pari vallarins en í gær tók hann sig á og lék á þremur undir, fékk fjóra fugla og einn skolla, og dugði parið honum í heildina til að komast áfram en 78 efstu komust áfram að þessu sinni. Mark O’Meara, besti vinur Woods, stal senunni í gær en hann lék fyrsta daginn á 72 höggum, tveimur yfir pari. Í gær gerði hann sér lítið fyrir og lék á 7 undir pari og setti vallarmet. Árangur hans er einnig jöfnun við það sem best hefur verið gert áður á PGA-meistaramót- unum en þetta er það 83. í röðinni. Japaninn Shingo Kalayama lék einnig mjög vel í gær, kom inn á 64 höggum og er með forystu ásamt David Toms en þeir hafa báðir leikið á níu undir pari. Japaninn fékk sjö fugla í gær og einn skolla en Mark O’Meara lét sér nægja að fá sjö fugla og sleppti skollum og skrömbum í gær. Meðal þeirra sem sitja eftir er Spánverjinn Sergio Garcia sem lék fyrri daginn á 68 höggum en í gær var hann á 75 og féll út. Reuters Vinirnir Mark O’Meara og Tiger Woods ræða hvernig best sé að leika 16. brautina. O’Meara setti vallarmet í gær, lék á 63 höggum eða 7 undir pari, og Woods bjargaði sér fyrir horn með því að leika á þremur höggum undir pari í gær og er því á pari samanlagt eftir tvo daga og komast áfram. Woods áfram Birgir Leif- ur áfram BIRGIR Leifur Hafþórsson, kylfingur frá Akranesi, held- ur sig við parið í áskor- endamóti á Írlandi. Parið dugði honum til að komast áfram en hann er í 67. sæti ásamt 19 öðrum kylfingum að loknum öðrum keppn- isdegi. Leikur hans í gær var mun jafnari en fyrsta daginn, nú fékk hann þrjá fugla og þrjá skolla. Ekki náðist í Birgi Leif í gær en samkvæmt töl- fræði frá mótshöldurum virð- ist sem púttin hafi ekki geng- ið sem best því að hann hitti allar flatir vallarins á réttum höggafjölda. Þjóðverjinn Tobias Dier er með forystu, er á tíu höggum undir pari. KEILIR og Golfklúbbur Akureyrar standa vel eftir fyrstu tvær umferð- irnar í 1. deild karla í Sveitakeppni GSÍ sem hófst á Akranesi í gær. Í A-riðli vann Keilir, sem á titil að verja, báða leiki sína, við GSE og GKG og í B-riðli lagði GA lið GKj og GL, báðir leikirnir enduðu 3:2. Keilir leikur við Nesklúbbinn í dag og GA mætir GR sem tapaði 4:1 fyrir Leyni í gær og vann síðan GKj með sama mun. Hjá konunum er allt í járnum því GR og GA unnu báða leiki sína, við NK og GH, í A-riðli og GK og GKj í B-riðli, gegn GO og GKG, þannig að það verða hreinir úrslitaleikir um öll sæti í riðlinum í dag. Guðmundur Sveinbjörnsson var svo sannarlega hetja Keilismanna er þeir léku við nágranna sína í Golfklúbbi Setbergs í gær. Guð- mundur lék á móti Tryggva Traustasyni og átti fjórar holur eft- ir tólf fyrstu holurnar. Tryggvi náði að minnka muninn í eina eftir fimmtándu holu. Þeir slógu báðir ágætlega af teig á 16. holunni, sem er par fimm og Tryggvi sló inn á flöt í öðru höggi. Guðmundur týndi hins vegar bolt- anum eftir annað högg, gekk til baka og sló sitt fjórða högg. Hann gerði sér lítið fyrir og setti það í holu og fékk fugl en Tryggvi þrí- púttaði og fékk par. Guðmundur átti því tvær holur og sigraði í einvíginu og Keilir vann 3:2. GK og GA standa vel

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.