Morgunblaðið - 29.09.2001, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 29.09.2001, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Hilmar JónBrynjólfsson fæddist á Þykkva- bæjarklaustri 22. október 1924. Hann lést á heimili sínu 22. september síðastlið- inn. Foreldrar Hilm- ars voru hjónin Guð- rún Þórðardóttir og Brynjólfur Pétur Oddsson, bændur á Þykkvabæjar- klaustri. Hálfsystkini hans voru; Þuríður, Guðjón og Þórhildur Bárðarbörn, eru þau öll látin. Alsystkini Hilmars eru Gísli, Hallfríður Halldóra, Katrín Sigrún, Oddur og Bárður. Upp- eldissystkini eru Guðríður Guð- finna Jónsdóttir og Jón Ragnar Sævarsson. Fyrri eiginkona Hilmars var Ellen Bibow, dóttir þeirra er Kar- en von Thien, maki hennar Uwe og dóttir þeirra Greta Inkel. Þau eru búsett í Þýskalandi. Árið 1966 kvæntist Hilmar eftirlifandi eigin- konu sinni, Brynju Bjarnadóttur. Börn þeirra eru: 1) Bjarn- ey Hrafnberg, sam- býlismaður hennar er Guðjón Axel Jóns- son, sonur hennar er Hilmar Helgi Sigfús- son. 2) Kristbjörg, maki hennar er Sig- urður Arnar Sverr- isson, börn þeirra eru Arnþór Sverrir, Ágúst Þórður, Lilja Rós og Elía Bergrós. 3) Brynjólfur Rúnar. 4) Halldóra, maki hennar er Sean Robert Donoghue, börn þeirra eru Adam Brynjar og Anna Björk. Þau eru búsett í Eng- landi. Hilmar vann ýmis störf um æv- ina en búskapur átti samt hug hans allan. Tók hann við búi for- eldra sinna og stundaði búskap þar alla tíð síðan. Útför Hilmars Jóns fer fram frá Þykkvabæjarklausturskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Jarðvegur í Álftaveri í Vestur- Skaftafellssýslu einkennist af ösku- lögum. Þau liggja þar hvert ofan á öðru með jarðvegi á milli – misþykk- um. Ofarlega eru öskulög frá Kötlu- gosunum 1918 og 1860 og síðan koma þau í ljós hvert af öðru og loks á rúm- lega meters dýpi kemur svokallað Landnámslag, gjóskulag sem mark- ar landnám Íslands. Í metersþykk- um sverðinum má lesa sögu lands, búskapar og eldgosa á Suðaustur- landi. Í rúmlega rekublaðsþykkum sverðinum liggur saga fimm ættliða bænda að Þykkvabæjarklaustri og þar með frænda míns Hilmars Jóns Brynjólfssonar, Nonna, sem í dag verður til moldar borinn. Brynjólfur Eiríksson og Málfríður Ögmunds- dóttir, langafi og langamma Nonna, komu róandi vestan frá Vík í kjölfar Kötlugossins 1860 og settust að í Hraungerði og síðar í Vesturbænum að Þykkvabæjarklaustri. Sonur þeirra, Oddur Brynjólfsson og kona hans Hallfríður Oddsdóttir tóku við búinu og fluttu bæinn vestur þar sem hann stendur í dag. Sonur þeirra Brynjólfur Oddsson og kona hanns Guðrún Þórðardóttir tóku við búinu skömmu eftir Kötlugosið 1918. Guð- rún, sem þá var ekkja, brá búi sínu í Skaftártungu vegna gjóskufalls og Brynjólfur slapp naumlega undan hlaupinu er hann og félagar hans hleyptu undan því austur í Skálma- bæjarhraun. Sex árum eftir gosið fæddist Nonni að Þykkvabæjar- klaustri og var þar heimili hans alla æfi. Þar fæddist hann og þar dó hann. Hann bjó þar, sem bóndi, frá 1959 með fyrri konu sinni Ellen Bibow, frá Þýskalandi og síðar með seinni konu sinni Brynju Bjarnadótt- ur frá 1963. Fyrir nokkrum árum tóku dóttir og teyngdasonur Nonna og Brynju, Kristbjörg og Sigurður við búinu og þar með við mótun rúm- lega rekublaðsþykkrar sögu svarðar- ins og fimm ættliða að Þykkvabæj- arklaustri í Álftaveri. Á um 40 árum brutu þau Nonni og Brynja nýtt land til ræktunar, mýr- arnar voru ræstar fram og sléttaðar. Bústofninn var stækkaður, hlöður, fjós, fjárhús, skemmur og íbúðarhús byggð, og búskapurinn vélvæddur. Verkin voru mörg og hugurinn mik- ill. Það varð happ mitt eins og svo margra annarra krakka að fá að fara í sveit til Nonna og Brynju. Öll mun- um við eftirvæntinguna þegar komið var austur fyrir Langasker og enda- lausar spurningar okkar: „Hvenær komum við í sveitina?“ – hljóðnuðu. Á Þykkvabæjarklaustri tókumst við mörg á við það í fyrsta sinn að vera burtu frá mömmu og pabba, lærðum að umgangast dýrin og vinna. Þekkja söng fuglanna og eggin þeirra, og lærðum að beisla hræðsluna þegar kjói og skúmur voru rændir. Hér blossaði upp bíla- og dráttavéladell- an, sem var svo mikil að við sofnuðum með vélarhljóð á vör. Brynja fyllti tómarúmið sem fjarvera foreldranna skapaði en Nonni var verkstjórinn. Hann var hagur á tré og járn og var mikilfenglegt að horfa á hann fletta í sundur stórtrjám, ættuðum af Bólhraunafjöru. Nonni var mikill hugmaður, ósérhlífinn og víkingur til verka. Fátt fór eins mikið í taugarnar á honum og sleifarlag við bústörfin og fór hann ekkert leynt með það ef svo var. Hjá honum lærðum við að: ræsa fram sandbleytur í vafasömu vaði, flá sel og strekkja selskinn, hræra í blóði sem rann úr hálsi heimaslátruðu túnarollunnar svo það kekkjaði ekki, taka hest í haga, mjólka, slá og snúa, og bakka kerru. Við lærðum að binda hesta, tagl í tagl, á söndunum á meðan fjöll voru smöluð, að meðhöndla broddstaf, og við lærðum um tilgang veðranna á broddstafnum sem nota má til þess að draga til sín kind úr svelti… Þessi skóli lífsins á Þykkvabæjarklaustri reyndist okkur sumarkrökkunum ómetanlegt veganesti í lífinu. Bestu stundirnar með Nonna voru seint að afloknu dagsverki með síð- ustu lambakerruna eða heyvagninn, prúðir yfirbreiddir galtar í túni, sólin horfin í Jökulinn, tjaldurinn þagnað- ur í túninu og sterkar hendur Nonna á stýri. Kæra Brynja, Bjarney, Krist- björg, Brynjólfur, Halldóra og fjöl- skyldur, mínar innilegustu samúðar- kveðjur, Sigurður Reynir Gíslason. Nú þegar Hilmar Jón, eða Nonni eins og hann var ávallt kallaður, er kvaddur er margt sem kemur upp í huga minn. Sérstaklega eru árin sem ég var í sveit á Þykkvabæjarklaustri minnisstæð. Það var bæði gaman og þroskandi að vera í sveitinni. Nonni var mjög barngóður gat leikið við okkur krakkana þannig að allir höfðu gaman en einnig hafði hann mjög gott lag á að kenna okkur að vinna og var okkur treyst fyrir verkefnum þannig að gengið var til verka af fullu sjálfstrausti. Hjá Brynju lærði ég líka margt, svo sem að baka og búa til mat. Nonna gat legið hátt rómur og man ég sérstaklega eftir því að þegar verið var í heyskap og komið var að því að koma heyinu af vagninum í hlöðu samkvæmt þess tíma vinnuað- ferð, þá stjórnaði hann því og þegar allt var tilbúið þá kallaði hann ætíð „híf opp“ svo hátt að mér fannst að það hlyti að heyrast til næstu bæja. Ferðir suður á fjöru að ná í reka, veiðiferðir í Mjóásvatn, réttirnar á haustin og margt fleira sem ég fékk að upplifa er ég þakklát honum fyrir. Nonni var mjög trúaður maður. Hann varð fyrir því að slasast fyrir nokkrum árum og gekkst vegna þess síðar undir erfiða og áhættusama læknisaðgerð. Þá var það m.a. trúin sem hjálpaði honum í veikindunum. Hann náði ekki aftur fullri heilsu og þó þrekið væri ekki mikið þá hélt hann áfram að starfa eftir bestu getu. Viljann vantaði aldrei. Eftir að þau Nonni og Brynja hættu búskap og Kidda og Siggi fóru að búa á Þykkva- bæjarklaustri hélt hann áfram að fylgjast með því sem var að gerast í búskapnum og rétta fram hjálpar- hönd eftir því sem hann gat og ekki þótti síðra að fá að líta eftir litlu barnabörnunum. Hann var mjög ræktarsamur við systkini sín og ætt- ingja og veit ég að hann og mamma töluðu oft saman í síma, nær daglega og er hún honum mjög þakklát fyrir þær stundir. Fjölskylda mín og foreldrar þakka honum samfylgdina um leið og við vottum Brynju, börnum þeirra og fjölskyldum innilega samúð. Guð blessi minningu Nonna. Egilína S. Guðgeirsdóttir. Jæja frændi, nú ert þú lagður upp í ferðina löngu, þú varst nú búinn að segja mér fyrir þó nokkru að það færi nú að styttast í ferðina þína en auðvitað vildi maður ekki trúa því og einnig það að við vildum svo mikið hafa þig áfram hjá okkur vegna góð- mennsku þinnar. Ég man svo vel þegar við bræðurnir komum með mömmu og pabba í heimsókn til ykk- ar að Þykkvabæjarklaustri og feng- um m.a. að fara á hestbak, þvílík upp- lifun fyrir litla peyja úr Eyjum. Fyrir sex árum síðan jukust sam- skipti okkar til muna, en það var þeg- ar litli sonur okkar Valur Pálmi greindist með alvarlegan hjartagalla aðeins sólarhrings gamall. Já þá hafðir þú samband og spurðir okkur hvort þú mættir tala við nafna þinn í Þorlákshöfn, hann væri miðill. Jú, við héldum það nú, enda vorum við farin að leita mikið í orð Guðs á þessum tíma. Þið nafnarnir studduð okkur mikið á þessum árum sem baráttan stóð yfir og lifnaði nú vel yfir okkur þegar hjúkkurnar komu inn á stof- una til okkar og sögðu okkur að hann Hilmar Jón væri í símanum. Já þú vildir fá að fylgjast með og ef þig var farið að lengja eftir því að við hringd- um þá hringdir þú sjálfur í okkur eða mömmu og pabba. Kæri frændi, ég ætlaði nú að vera búin að hringja í þig til að upplýsa þig um gang mála, en fyrst ég kom því ekki í verk þá geri ég það bara nú. Þú vissir nú að Valur færi í hjartaþræð- ingu í febrúar á þessu ári og langar mig bara að segja þér að við erum með nýtt barn í höndunum, Valur gefur Gulla tvíbura bróður sínum ekkert eftir og er ekki sjáanlegt að hann hafi átt við alvarleg veikindi að stríða fyrstu ár ævi sinnar og hafi tví- vegis þurft að fara til útlanda í að- gerð. Kæri frændi, að lokum langar okk- ur í Unufellinu að þakka þér fyrir þann góða anda og þær fallegu hugs- anir sem þú og fjölskylda þín hafið sent okkur á erfiðum tímum og það er alveg á hreinu að þú verður góður engill og mikill verndari á nýjum stað. Kæra Brynja, börn ykkar, tengda- börn og barnabörn. Við Heiða og strákarnir sendum ykkur okkar dýpstu samúðarkveðjur vegna frá- falls Hilmars Jóns. Valur Stefánsson. Hilmar Jón Brynjólfsson á Þykkvabæjarklaustri er einn þeirra fjölmörgu góðu manna sem varðað hafa veg minn og sýnt mér styrk í starfi. Foreldrar hans, Brynjólfur Oddsson og Guðrún Þórðardóttir, sátu hið forna klaustursetur með sæmd og þau var gott heim að sækja. Guðrún var hress kona og skorinorð og veitti gestum sínum góðan beina. Um Brynjólf á ég fleiri minningar því hann lifði konu sína um mörg ár. Fáir komust undan því að líta upp til hans því hann var manna hæstur á velli en velvild sem mætti mér hjá honum var til jafns við það. Minjavörslu landsins er það mikil nauðsyn að eiga gott samstarf við bændur og búaliða um varðveislu og rannsókn fornminja. Oft hefur verið á því misbrestur en dæmi hins gagn- stæða eru einnig mörg. Við fráfall Hilmars Jóns hugsa ég til hans og fleiri bænda í Álftaveri. Hilmar Jón og frændur hans, Norðurhjáleigu- bræður, sögðu mér frá miðalda bæj- arrúst sem komið hafði í ljós við eyð- ingu svonefndrar Kúabótar á leirunum vestur frá Þykkvabæjar- klaustri. Áður (1958) höfðu Brynjólfur Oddsson og Jón Gíslason alþingis- maður vakið athygli safnmanna á henni. Ég fór á vettvang 1969 og ári síðar fór Magnús Bjarnfreðsson sjónvarpsmaður þangað með mér og kynnti minjastaðinn í sjónvarpsfrétt- um. Þetta leiddi til þess að Þjóð- minjasafnið hóf þarna uppgröft undir stjórn Gísla Gestssonar safnvarðar árið 1972. Honum lauk seint á sumri 1976. Þá höfðu verið leiddar í ljós samstæðar tættur nokkurra bæjar- húsa og kirkju með lítt högguðum veggjum hlöðnum úr hraungrýti. Þarna hafði verið stórbýli og margt merkra minja kom úr jörðu. Þessi bær hefur eyðst í Kötlugosi seint á 15. öld. Rannsóknarmenn áttu fyrst athvarf hjá Hirti Hannessyni og Vig- dísi Magnúsdóttur konu hans á Herj- ólfsstöðum og sátu þar veislu dag hvern. Síðar fengu þeir inni í gömlu íbúðarhúsi á Þykkvabæjarklaustri hjá Hilmari Jóni og hans ágætu konu, Brynju Bjarnadóttur, áttu þar gott athvarf og sambýlið við Hilmar Jón og fjölskyldu hans var öllum til ánægju. Þessari merku rannsókn hefði ekki orðið til vegar komið án velvilja Álftveringa. Geysimiklar minjar mannavistar eru í hinu forna bæjarstæði Þykkva- bæjarklausturs, í senn rústir bæjar og klausturhúsa. Undir lok septem- ber 1989 lét Hilmar Jón mig vita af því að grafa ætti skurði til að veita vatni frá kirkjugarði á Þykkvabæj- arklaustri og bauð mér að fylgjast með verki næsta dag (29. sept.). Verkið var unnið til hálfs þá og til fulls nokkrum dögum síðar. Minjar sem ég týndi þá upp úr moldum eru varðveittar í Skógum og sýna sömu góðu varðveisluskilyrði í jörðu og við fornleifarannsókn í Stóru-Borg undir Eyjafjöllum. Ljósan vott sá ég þess að klausturhús hafa staðið vestur frá kirkjudyrum en ekki suður frá kirkju eins og Árni Magnússon skráði 1705. Geysimikil dyrahella kom upp við kirkjugarð vestur frá kirkjudyrum, líklega komin austan frá Mýrna- mannahöfða við Kúðafljót. Ári síðar tjáði Hilmar Jón mér frá bæjarrúst sem blásið hafði ofan af í svonefndum Niðurföllum fyrir fram- an byggð í Álftaveri. Áður var þar melabót mikil. Ég kom vitneskju um þetta á framfæri við rétta aðila. Sjálf- ur ók Hilmar Jón mér þangað um torfæruveg. Þarna voru glöggar rústir smábýlis, röð bæjarhúsa af miðaldagerð, fjós og heygarður nokkru vestar og upp frá bæjarhús- um var falleg rúst smiðju sem verið hafði með timburþil móti vestri. Að utanverðu þar var mikill, ával- ur blásteinn sem járn hafði verið lúið á. Breiða af gjalli frá rauðblæstri var í sandinum umhverfis tóftina. Fyrir atbeina minn og með hjálp Hilmars Jóns og Brynju réðst það svo að tveir góðir arkitektanemar, Arinbjörn Vil- hjálmsson og Bergljót Jónsdóttir, gerðu uppmælingu í september 1992 af bæjartóftum í Niðurföllum sem þátt í námsverkefni í Þýskalandi. Í annarri ferð minni með Hilmari Jóni á þennan stað sáum við aðrar bæj- artóftir í tæpu örskotsfæri í norður frá hinum. Þarna er merkilegt rann- sóknarverkefni í miðaldafræði en mun aftur hyljast af melöldum innan tíðar. Hilmar Jón unni kirkju sinni af heilum hug, vildi í öllu veg hennar góðan og rækti allt sem henni við kom. Sama máli gegndi um kirkju- garð, þar var umhyggja alltaf fyrir hendi. Legsteinn Hans Birman klausturhaldara, nefndur Ábóta- steinn, vestur frá kirkju naut hjá Hilmari Jóni góðrar umsjár. Séð var um það að hann sigi ekki í moldu og mosi og skófir afmáð eftir þörfum. Grafarbúinn hélt áfram þeim sið að launa umsjána með rekahöppum á Klausturfjöru. Hilmar Jón varð fyrir miklum og þungum áföllum vinnuslyss og heilsubrests á seinni árum. Segja má að líf hans hafi síðan verið líkt og kraftaverk. Mesti styrkur hans fyrir utan það að eiga ástríka eiginkonu og góða fjölskyldu var sterk Guðstrú sannkristins manns. Þangað sótti hann styrk sinn í blíðu og stríðu og æðraðist aldrei. Mér er það minnis- stætt er hann kom 1995 að grunni safnkirkjunnar í Skógum sem nú skartar hér framar öðrum húsum. Hann signdi sig vestan við grunninn, gekk síðan inn á hann miðjan, laut þar höfði og flutti hljóða bæn. Þar tók hann öllum vígðum mönnum fram. Kirkjan minnir mig á Hilmar Jón hvern dag. Kirkjutröppur og stígur að þeim innan sáluhliðs eru lögð hraunhellum er Hilmar Jón sendi mér og hafði tekið við Alviðruhamra. Frændi hans, Bjarni Þorbergsson bóndi í Hraunbæ, lét í té mestallt hleðslugrjót kirkjugrunns og kirkju- garðs. Álftveringar hafa reynst mér vel í starfi. Hilmar Jón var mikill og hagsýnn bóndi. Hann hýsti býli sitt stórmann- lega, setti víðar lendur í tún, átti bú- fénað góðan og hirti með ágætum. Þann meginþátt í starfsævi hans þekktu þó aðrir betur en ég. Hér er komið á framfæri hollustu hans við þjóðminjar og Byggðasafnið í Skóg- um. „Það lofar hver sína hýru,“ sagði gamla fólkið er það minntist vel- gjörða í garð sinn. Að skilnaði þakka ég Hilmari Jóni allan þann ljúfleika sem hann sýndi mér í hvert sinni er fundum bar saman. Enginn óskaði mér betur en hann velfarnaðar í starfi. Góðvild hans yljar mér til komandi daga. Sönn vinátta er guðs- gjöf. Fjölskyldu Hilmars Jóns flyt ég innilegar samúðarkveðjur. Þórður Tómasson. Ég var kornabarn þegar ég fór í fyrsta skipti yfir svartan Mýrdals- sandinn og í sveitina til ömmu og afa á Þykkvabæjarklaustri (Klaustri) í Álftaveri, en þar bjó einnig Nonni frændi. Þó ég muni ekki eftir þessari ferð þykir mér mjög líklegt að þessi stóri frændi hafi kjáð framan í korna- barnið og hampað því, enda var hann mikill barnakarl. Þær urðu margar ferðirnar sem við fjölskyldan fórum austur og það var alltaf tilhlökkunar- efni að komast í sveitina. Við vorum ekki komin langt austur fyrir Lög- berg þegar við systkinin vorum farin að spyrja hvenær komum við í sveit- ina, því í okkar huga var bara til ein sveit. Svo kom að því að ég fór að vera um lengri tíma í sveitinni. Ég varð 10 ára sumarið sem ég gerðist kaupakona. Þá voru Nonni og Brynja með búið og það kom í minn hlut að passa dæturnar Böddu og Kiddu og seinna Binna. Ég dvaldi samtals 6 sumur hjá Nonna og Brynju og sinnti úti- og inniverkum. Nonni stjórnaði útiverkunum en hann var hamhleypa til verka og mjög kappsamur, ekki síst þegar mikið lá við, stundum svo að manni þótti nóg um. Þegar sá gáll- inn var á honum þurfti að ljúka verk- unum með ógnarhraða. Verkin sem þurfti að vinna voru fjölbreytt. Ég minnist þess þegar ég var rétt 10 ára og fór í fyrsta skipti að smala. Mikið lá við að ná safninu saman sem var dreift um Melana. Ég var ekki orðin þaulvön allri hugtak- anotkun sveitamannsins. Það var mikill hugur í frænda mínum sem kunni vitanlega að halda safninu saman. Hann hrópaði á mig og bað mig að hleypa hestinum fyrir gráu rolluna sem væri austan við skerið. Nú voru góð ráð dýr, hvar var austur, gráar rollur um allt og óteljandi sker? Nonni hafði vitaskuld engan tíma til að útlista áttirnar fyrir borg- arbarninu, enda komin langt í burtu þegar ég bar upp spurninguna. Hvað um það, safnið komst í réttina, menn slöppuðu af áður en farið var að draga í dilka og nutu þess að vera í réttinni. Eitt af verkum okkar krakkanna á sumrin var að taka þátt í heyskapn- um. Að raka dreif var göfugt og mik- ilvægt starf, en stundum þreytandi, enda vinnudagurinn oft langur þegar keppst var við að hirða áður en færi að rigna. Það var hins vegar á sig leggjandi að raka allan daginn þegar við fengum að keyra heyið heim í hlöðu. Það voru góð laun að liggja í töðunni uppi á heyvagni, horfa upp í himininn og láta seiðast af undra- verki hans. Þegar búið var að bjarga heyinu í hlöðu lyftist brúninn á Nonna og hann lék við hvern sinn fingur. Við lékum okkur í hlöðunni og HILMAR JÓN BRYNJÓLFSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.