Vísir - 23.11.1979, Blaðsíða 8

Vísir - 23.11.1979, Blaðsíða 8
VtSLR Föstudagur 23. nóvember 1979 Útgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davlð Guðmundsson Ritstjórar: Olafur Ragnarsson Hörður Einarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra trétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Halldór Reynisson, Jónina Michaelsdóttir, Katrín Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guð- vinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Útlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. ,Ritstjórn: Síðumúla 14, simi 86611 7 linur. Askrift er kr. 4.000 á mánuði innanlands. Verð i lausasölu 200. kr. eintakið. Prentun Blaðaprent h/f fálmsi Ráðamenn virðast alltaf hika, fresta og kaupa sér gálgaf rest og taka því ekki nauðsynlegar ákvarðanir. Benedikt Gröndal, forsætisráð- herra, er meðal annars þessu marki brenndur. Hann sagði í fyrradag, að nauðsynlegt hefði þótt að varðveita frið á vinnu- markaðinum, sökum þess að framundan væru kjarasamning- ar og af þeim sökum yrði kaup lágtekjufólks hækkað um 2% um- fram það, sem ella hefði orðið ]. desember. Allir stjórnmálaf lokkarnir hafa fram til þessa verið undir þá sök seldir að hugsa meira um vinsældir sínar en raunhæfa og hatramma baráttu við verðbólg- una, þennan meinvætt íslensks efnahagslífs. f stað þess að ráð- ast til atlögu við hana hafa stjórnmálamenn látið fólk halda, að þeir væru að berjast, en í rauninni hafa þeir aðeins verið að fálma í áttina til hennar. Verðbólguókindin verður ekki lögðað velli með slíkum baráttu- aðferðum. Ef verðbólgutal stjórnmálamanna á að vera meira en orðin tóm, verða þeir að þora að taka ákvarðanir þótt ýmsum mislíki þær. Ef menn eru eilíflega að hugsa um að kaupa sér frið, ná þeir ekki árangri. Faiieg bygglng, en ekkl lyrlr fatlaöa neðanmals Borgarspitalinn er sú bygging i Reykjavik, sem hvað mest er dáðst að hvað varðar fallegt útlit og mikið rými, jafnt utan sem innan. Það er aðeins rúmur áratugur siðan Borgar- spitalinn tók til starfa, svo ætla mætti, að vandað væri tii verks- ins, hvað snertir að- Aöalinngangur Borgarspltalans. stöðu þeirra, er þangað leggja leið sina. Ef viö hugsum okkur aö per- sóna A, sem háö er hjólastól, komi til aö heimsækja ættingja og aki aö aöaldyrunum kemur i ljós, aö viökomandi þarf minnst tvo buröarmenn til aö yfirstiga allar þær tröppur, sem viö blasa. Til aö leysa vanda persónu A og annarra hans lika, væri i lófa lagið að setja upp skilti, sem sýndi útlinur Borgarspitalans ofan frá séö, þar sem merktar væru aðaldyr og dyr, þar sem hægt er að komast inn i húsið af jafnsléttu, merkt alþjóöamerki fatlaöra. Þarna væri litill tilkosnaöur en hreyfihömluöum mikil hjálp. Ef persóna A væri sjúkl. á einhverri legudeild Borgar- spi'talans, kæmist hún fljótt aö raun um, aö hvergi er salernis- aðstaða m.t.t. hjólastóla. Slikur útbúnaöur er þó einfaldur i framkvæmd. Tvær slár á löm- um, eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Auövelt er aö setja slárn- ar i lóðrétta stöðu upp við vegg- inn, þegarþær eruekki i notkun. Verið er að ganga frá G-álmu Bsp. þar á meðal er áframhald viö þá röntgendeild, sem fyrir Viöar Guönason gagnrýnir hér sérstaklega aöstööu hreyfilam- aös fólks f Borgarspitalanum og til þess að komast inni spital- ann. „Viðkomandi þarf minnst tvo buröarmenn til aö yfirstiga allar þær tröppur, sem viö blasa”, segir hann um aöalinn- gang spitalans. er. Enn á ný er ekki reiknað með aö persóna A þurfi að komast á salerni eins og annað fólk, sem kæmi þarna til myndatöku, en eins og allir vita, fer oft langur timi i biö, áður en röntgenmyndataka hefstog þar til henni er lokið. Snyrtingin uppfyllir ekki þau lágmarks- skilyrði hvaö varöar flatarmál, svo persóna háö hjólastól geti athafnað sig. Hægt væri að skrifa langt mál og nefna fjöldamörg önnur til- felli, er varða hönnun opinberra bygginga, en ég slæ botn i þess- ar ábendingar með þvi að skora á þá, er framkvæmdum ráða á þessu sviði að bæta þar um m.t.t. hreyfihamlaðra. Alvöru baráttu í stað Undanfarin ár hefur veröbólgan ætt áfram og er hún þessa dagana aö setja nýtt met. Allir stjórnmálaflokkarnir hafa þóst vera ab berjast viö hana, en i raun hafa þeir aðeins fálmaö I átt til þessarar ókindar efnahagslifsins I staö þess aö leggja I alvöru til atlögu viö hana. ,,Svona háar verðbætur skrúfa upp verðbólguna, en þannig er kerf ið og það verður að hafa sinn gang" sagði Benedikt Gröndal, forsætisráðherra minnihluta- stjórnar Alþýðuflokksins í fyrra- dag, þegar hann tilkynnti útgáfu bráðabirgðalaga sem breyttu markaðri stefnu Ólafslaga um skerðingu verðbóta. Alþýðuflokkurinn stóð að því aðskerða laun hinna hærra laun- uðu í sumar um 2% og jafnmikil skerðing átti samkvæmt lögum að koma til framkvæmda hjá hinum lægra launuðu við vísitölu- útreikning 1. nóvember og út- borgun launa 1. desember. En Benedikt og kappar hans treystu sér ekki til að láta lögin koma til framkvæmda, jafnvel þótt þeir segist ætla að gera allt sem þeir geti til að berjast við verðbólg- una, — eftir kosningar. Væntan- lega hafa þeir taliðsig geta keypt einhver atkvæði með því að hækka lágu launin um 2% um- fram það, sem þeir höfðu ákveð- ið í sumar. Jón Sigurðsson, forstjóri Þjóð- hagsstofnunar, sagði í samtali við Visi á dögunum, að hvernig sem á málið væri litið sýndu tölurnar að verðbólgan væri á mjög alvarlegri uppleið, eins og hann orðaði það. Hann sagði, að síðustu 12 mánuðina hefði verð- bólgan aukist um 55% og væri þá miðað við, að aukningin síðustu þrjá mánuðina hefði verið 16%. Ljóst er orðið, að verðbólgan síðustu þrjá mánuðina hefur aukist mun meira en sérfræð- ingar Þjóðhagsstof nunar og Hagstofu höfðu átt von á og hef- ur verið reiknað út, að verðbólg- an yrði hvorki meira né minna en 81% á ári, ef sama þróun héldi áfram. Einn frambjóðenda Sjálf- stæðisflokksins, Birgir Isleifur Gunnarsson, hefur nefnt hrika- leg dæmi um það, hvernig verð- breytingar yrðu í þjóðfélaginu, ef slík óðaverðbólga yrði látin halda áfram óbeisluð. Eitt dæmanna var, að bíll, sem nú kostar fimm milljónir, myndi kosta 52 milljónir króna í lok næsta kjörtímabils. Ef til vill verða dæmi eins og þetta til þess að opna augu ýmissa, sem iíta á verðbólguna sem eins konar nátt- úrulögmál. En í rauninni ætti dæmið að líta enn verr út, ef kratastjórnin, sem nú situr, hefði afgreitt allar þær fjölmörgu verðhækkanabeiðnir, sem hjá henni liggja. En hún kaus að falsa vísitöluna með því að fresta afgreiðslu þeirra fram yfir útreikninginn, sem miðaðist við fyrsta nóvember, þannig að verðbætur kæmu ekki upp á móti þeim fyrr en 1. febrúar, löngu eftir að þær yrðu komnar til f ramkvæmda.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.