Morgunblaðið - 11.10.2001, Síða 27

Morgunblaðið - 11.10.2001, Síða 27
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2001 27 HÓPUR flóttafólks, sem ástralskt herskip stöðvaði á siglingu undan ströndum landsins, verður sendur til Papúa-Nýju-Gíneu samkvæmt sam- komulagi við stjórnvöld þar. Hann mun þó stíga fæti á ástralskt land er hann fer í annað skip á Jólaeyju. Flóttamönnunum, sem segjast vera íraskir og eru 187 að tölu, var bjargað um borð í ástralskt herskip sl. mánudag en þá var bátur þeirra bilaður. Er flóttafólkið sjálft grunað um að hafa valdið því. Þá er það einnig sakað um að hafa kastað börnum í sjóinn til að neyða áhöfn ástralska herskipsins til að taka það um borð. „Við kærum okkur ekkert um fólk af þessu tagi til Ástralíu. Alls ekki,“ sagði John Howard, forsætisráð- herra Ástralíu, í fyrradag. Fólkið, þar af 54 börn, er nú um borð í freigátunni Adelaide en verð- ur flutt yfir í annað skip á Jólaeyju, sem er í Indlandshafi. Þaðan fer það til Papúa-Nýju-Gíneu. Ástralíu- stjórn hefur einnig rætt við yfirvöld á Kiribati, lítilli Kyrrahafseyju, um að taka við flóttafólki gegn greiðslu. Ástralar vilja ekki flóttafólk Sent til Papúa- Nýju-Gíneu Sydney. AFP. ÆÐSTI áfrýjunarréttur Frakk- lands staðfesti í gær, að Jacques Chirac, forseti landsins, nyti frið- helgi og yrði því ekki sóttur til saka fyrir annað en landráð meðan hann gegndi embætti. Honum yrði heldur ekki stefnt fyrir rétt sem vitni. Chirac er bendlaður við ýmis spillingarmál en með þessum úr- skurði virðist hann vera laus allra mála. Úrskurðurinn þýðir, að ekki er unnt að höfða almennt sakamál gegn Chirac eða stefna honum sem vitni svo lengi sem hann situr í embætti en kjörtímabili hans lýk- ur í apríl næstkomandi. Honum er þó heimilt að bera vitni kjósi hann það sjálfur. Tekur úrskurðurinn til allra saka annarra en landráða en um þau fjallar hæstiréttur einn. Þessi niðurstaða er að sjálfsögðu mikill léttir fyrir Chirac, sem ætl- ar að takast á við Lionel Jospin, forsætisráðherra Frakklands, í forsetakosningunum í apríl en á hinn bóginn vofa spillingarásakan- irnar yfir honum áfram. Spillingarkærur Chirac nýt- ur friðhelgi París. AFP. LÝÐRÆÐISBANDALAG vinstri- manna í Póllandi, sem bar sigur úr býtum í þingkosningum sem fram fóru í síðasta mánuði, hefur náð sam- komulagi við Bændaflokkinn pólska um stjórnarsamstarf. Hugðist Les- zek Miller, leiðtogi vinstrimanna, til- kynna ráðherraval sitt í gær en gert var ráð fyrir að Jaroslaw Kal- inowski, leiðtogi Bændaflokksins yrði bæði landbúnaðar- og aðstoðar- forsætisráðherra. Samkvæmt stjórnarsáttmálanum verður það forgangsverkefni ríkis- stjórnarinnar að auka hagvöxt og draga úr atvinnuleysi, sem nú er 16% í Póllandi. Ennfremur mun stjórnin áfram vinna að inngöngu Póllands í Evrópusambandið. Miller og flokkur hans, sem áður störfuðu undir merkjum kommún- ista, hlaut ásamt litlum samstarfs- flokki, Bandalagi verkamanna, 41% atkvæða í kosningunum, sem fram fóru 23. september. Stjórn í Póllandi Varsjá. AP. AÐ minnsta kosti fimmtán banda- rískir ferðamenn létust þegar fellibylurinn Íris skall á bát þeirra við strendur eyjunnar Bel- ís í Mið-Ameríku á þriðjudag með þeim afleiðingum að honum hvolfdi. Íris hefur leikið Belís grátt á undanförnum dögum, tal- ið er að þrettán þúsund íbúar eyj- unnar séu heimilislausir, heilu skóglendin hafa verið lögð í rúst og óttast er að bananauppskera landsins sé með öllu ónýt. Íris lék húsakost landsmanna afar grátt er hún gekk yfir á mánudag og þriðjudag en flestir íbúanna sluppu hins vegar með skrekkinn. Höfðu þeir komið sér fyrir í öruggu skjóli áður en felli- bylurinn gekk yfir. Áður hafði Ír- is komið við í Gvatemala og eyði- lagt hundruð húsa. Hjálparstarf fór af stað á fullu á Belís í gær og lofuðu stjórnvöld í nágrannaríkinu Hondúras að- stoð sinni. Íris hefur nú breyst í hitabeltislægð og var í gær ekki talin til frekari stórræða af veð- urfræðingum. Á myndinni má sjá hvernig fellibylurinn lék sum húsin í bæn- um Placencia. Reuters Fimmtán fórust í fellibyl á Belís ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.