Vísir - 11.01.1980, Blaðsíða 3

Vísir - 11.01.1980, Blaðsíða 3
Föstudagurinn 11. janúar 1980 3 fsienska flugstjórn- arsvæðið: Stórfelld auknlng á llugl herllugvéia Lendingum flugvéla á Reykjavikurflugvelli fækkaði á síðasta ári um 1,27%, og munar þar mest um verulega, eða 9% fækkun lendinga far- þegaflugvéla i innanlandsflugi. Lendingum smá- flugvéla fór hins vegar f jölgandi, og eins f jölgaði millilandavélum á Reykjavikurflugvelli um 18,63% i fyrra. Alþjóðleg flugumferð um is- lenska flugstjórnarsvæðið jókst um 3,16% á árinu. Mest var fjölgunin i herþotum, eða 20,39%, og herskrúfuflugvélum, 10,75% frá árinu á undan. A Keflavikurflugvelli fjölgaði lendingum farþegaflugvéla i millilandaflugi um 2,07% og á Akureyrarflugvelli um 17,89%. Mesta fjölgunin var á Sauðár- króki, rúmlega 106%, og á Hornafirði, tæp 98%. Hins vegar fækkaði lending- um i Vestmannaeyjum um tæp 7%. 169 nýir flugmenn á árinu Á siðasta ári voru gefin út 198 ný skirteini til flugliða, þar af 169 til flugmanna. Þá voru endurnýjuð 716 eldri flugliða- skirteini, og voru þvi i gildi um áramótin 1363 skirteini. Loftför á skrá voru i árslok 162, þar af 138 flugvélar, 3 þyrl- ur og 21 svifflugvél. Skrásett voru á árinu 27 loft- för en 22 voru afskráð. Flugvöllurinn á Sauðárkróki. Þar fjölgaði lendingum i fyrra um 106%. Mótmæii við sovéska sendiráðið: F0RDÆMDU INNRlSINA „Við fordæmum innrás Sovétrikjanna i Afghan- istan, sem stofnar heimsfriðnum i hættu og er ský- laust brot á aiþjóðalögum og sjálfsákvörðunarrétti smáþjóðar,” segir i ályktun, sem samþykkt var á útifundi við sendiráð Sovétrikjanna i gær. Guðlaugur Þorvaldsson, rikis sáttasemjari. Forsetalramboðin: Tekur Guðlaugur ðkvörðun I dag? Samtök lýðræðissinnaðra framhaldsskólanema gengust fyrir fundinum og sóttu hann um tvö hundruð manns. A fundinum voru flutt ávörp um gjallarhorn og lesin ljóð eftir Matthias Johannessen og Stein Steinarr. Fundurinn fór friðsamlega fram, nema hvað ein tvö egg munu hafa lent á sendiráðinu. Heimdallur Samtök ungra Sjálfstæðismanna i Reykjavik hefur sent fjölmiðlum ályktun, þar sem innrás Sovétrikjanna i Afghanistan ér mótmælt og Is- lendingar hvattir til að taka undir þau mótmæli á opinberum vett- vangi. Einnig skora samtökin á rikisstjórnina að mótmæla inn- rásinni af þeim mætti, sem hún hafi dug til. — SJ Orðrómur ekki á „Égtel ekki fært að draga það miklu lengur að taka ákvörðun um, hvort ég gef kost á mér til framboðs i þetta embætti”, sagði Guðlaugur Þorvaldsson, rikis- sáttasem jari, er Visir ræddi við hann i morgun um hugsanlegt forsetaframboð. Guölaugur staðfesti, að margir hefðu rætt við sig vegna málsins oghvatt hann til þess að gefa kost á sér, en hann væri ekki búinn að gera það endanlega upp við sig, hvort af þvi yrði. Af tur á móti væri að vænta yfir- lýsingar frá honum um það mál nú fyrir helgina og telja heimildarmenn Visis yfirgnæf- andi likur á að hann muni fara i framboð i væntanlegum kosn- ingum til embættis forseta Islands. rökum relstur: EMGIN KVÖRTUN VEGNA l'SLENSKRA MATVÆLA ,,Ég hef farið i gegnum spjald- skrána fyrir siðasta eina og hálfa árið og get ekki séð að okkur hafi borist ein einasta kvörtun vegna matvæla, innfluttra frá íslandi,” sagði Mr. Plett, deildarstjóri hjá Matvæla- og lyfjaeftirliti Banda- rikjanna, i samtali við Visi i gær. Orðrómur hefur verið á kreiki um að kvartanir hafi borist við- komandi yfirvöldum i Banda- rikjunum vegna skemmda i lag- meti, sem flutt hafði veriö inn frá íslandi. Visir hefur kannað, bæði i Bandarikjunum og á Islandi, hvort fótur sé fyrir þessum orð- rómi og i ljós hefur komið að svo er ekki. Tónlistarfélag Menntaskólans á Akureyri hefur fengið hljómsveit- ina Mezzoforte til að skemmta bæjarbúum. Hljómsveitin leikur I Samkomuhúsinu klukkan 17.30 og aftur klukkan 20.30 i kvöld. Hljómsveitin mun m.a. leika lögaf nýju plötunnisinni. — P.M. GAF ÖNDUNARVEL FVRIR Barnauppeldissjóður Thorvald- sens hefur fært Barnadeild St. Jósefsspitala að gjöf öndunarvél fyrir ungbörn til notkunar i gjör- gæslu deildarinnar. RÖRN Gjöfin er gefin i tilefni af 104 ára afmæli Thorvaldsensfélags- ins, en félagið hefur margoft áður gefið Barnadeildinni stórgjafir, segir i fréttatilkyiiningu frá spit- alanum. VERÐLÆKKUN Otrúlegt en satt, nú getum við boðið verðiækkun á nýjustu sendingunni af þessu giæsiiegu e/davélum Eitt mesta úrval eldavéla í bænum. 3 og 4 hellna með venjulegum ofnum og sjálf- hreinsandi. Litir: Gulur, rauður, grænn, svartur og hvitur, viftur, uppþvottavélar, kæli- og frystikistur o.f I. í sama stil. KAUPIÐ STRAX Á HAGSTÆÐU VERÐI EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BERGSTAÐASTRÆTI I0A - SlMI 16995

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.