Vísir - 13.01.1980, Blaðsíða 23

Vísir - 13.01.1980, Blaðsíða 23
vlsm Mánudagurinn 14. janúar 1980. Ums jón: Sigurveig Jónsdóttir 27 Útvarp kl. 19.40: Áhrif )afn- launaslefnu 09 atvfnnumál öryrkfa - veröa umræðueim Guðlðns B. Baldvinssonar „Ég ætla aö ræða lltils háttar um launastefnur í þjóBfélaginu og málefni öryrkja og eldra fólks,” sagBi GuBjón B. Baldvinsson, fv. fræBslufulltrúihjá BSRB, en hann mun ræða ,,Um daginn og veg- inn” i útvarpinu i kvöld. GuBjón kvaðst ætla aö minnast á áhrif jafnlaunastefnunnar, eöa hver þau yrðu ef hún kæmist á. Hann sagðist ekki taka neina af- stöðu með eða á móti, heldur fjalla hlutlaust um þetta efni. Þá sagðihann.aö hannheföi at- hugað hvað hefði verið gert fyrir afskipta hópa i þjóMélaginu I sambandi við atvinnumöguleika. Myndi hann skýra frá niðurstöð- um þeirrar athugaunar I þættin- um. — SJ Múmfnálfarnir bregða á ieik eftir fréttir sjónvarpsins I kvöld. Þessi teiknimynd mun að sögn kunnugra hafa þann ókost einan að vera of stutt. Hún er aðeins 10 minútur I hvert sinn. Á meöfylgjandi mynd eru ailar helstu söguhetjurnar saman komnar. Sjónvaro ki. 20. Bjarni Felixson stjórnar iþróttaþættinum f kvöld. Hiaup, hopp og siagsmál 1 i'þróttaþætti Bjarna Felixsonar i sjónvarpinu i kvöld verður sýndur kafli úr leik KR og 1R ikörfubolta, sem var i' Hafnar- firði i gær. Einnig kvaðst Bjarni ætla að reyna að sýna svipmyndir frá sveitakeppni íslands i júdó, sem fram fór i íþróttakennaraskólan- um i gær. Og loks sagði hann að i þættinum yröi mynd frá gólfæf- ingum i heimsmeistarkeppni karla i fimleikum, en hún fór fram i Texas i siðasta mánuði. „Ætluniner aðsýna fjóratilsex helstu karlana, þar á meðal Nikolai Andreanof frá Sovét- rikjunum og Cort Thomas frá Bandarikjunum. Þeir eru hreint stórkostlegir,” sagði Bjarni. — SJ útvarp Mánudagur 14. janúar 12.00. Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20. Fréttir. 12.45 Veöur- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikasyrpa. Léttklassisk tónlist og lög Ur ýmsum átt- um. 14.30. Miðdegissagan: ,,Gat- an” eftir Ivar Lo-Johans- son. Gunnar Benediktsson þýddi. Halldór Gunnarsson les (16). 15.00 Popp. Þorgeir Astvalds- son kynnir. 15.50 Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Tónleikar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Sfðdegistónleikar. Eygló Viktórsdóttir, Erlingur Vig- fússon, Kariakórinn Fóst- bræður, Gunnar Egilsson, Averil Williams og Carl Billich flytja tónverkið ,,Onglingurinn i skóginum” eftir Ragnar' Björnsson við ljóö Halldórs Laxness; höf- undurinn stjórnar / Sin- fóniuhljómsveit útvarpsins i Prag leikur ballettsvitur.a ..Oskubusku” eftir Sergej Prokofjeff; Jean Meylan stj. 17.20 Útvarpsleikrit barna og unglinga: „Heyrirðu það, Palli?" eftir Kaare Zakariassen. Aður Utv. i aprfl 1977. Þýöandi: Hulda Valtýsdóttir. Leikstjóri: Helga Bachmann. Leikend- ur: Stefán Jónsson, Jó- hanna Norðfjörð, Randver Þorláksson, Karl Guð- mundsson, Jóhanna Kristin Jónsdóttir, Arni Benedikts- son, SkUli Helgason og Ey- þór Arnalds. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fráttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál. Arni Böðv- arsson flytur þáttinn. 19.40 Um daginn og veginn. Guðjón B. Baldvinsson tal- ar. 20.00 Við, — þáttur fyrir ungt fólk. Umsjónarmaður: Jór- unn Sigurðardóttir. 20.40 Lög unga fólksins. Asta R. Jóhannesdóttir kynnir. 21.45 Útvarpssagan: „Þjófur I Paradis” eftir Indriða G. Þorsteinsson. Höfundur les. (4). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir Dagskrá morgundagsins. 22.35 Tækni og visindi. PáD Theódórsson eðlisfræöingur fjallar um nokkrar nýjung- ar i rafeindatækni. 23.00 Verkin sýna merkin. Þatturum klassiska tónlist i umsjá Ketils Ingólfssonar. ,23.45 Fréthr. Dagskrárlok. sjónvarp Sjónvarp Ki. 21.10: Gamanmynd frá Finnum Frændur okkar Finnar sjá okkur fyrir afþreyingu i kvöld með gamanmyndinni Lukkunnar pamfill. Myndin greinir frá viðskiptum brUarverkfræöings við hreppsbúa i sveit, þar sem honum hefur veriðfaliðað byggja brú. Aýmsu gengur i þeim efnum og er um- fjöllunth hin spaugilegasta, að sögn þýðandans, Kristi'nar Mantylá. HUn mælir með mynd- inni sem skemmtilegri afþrey- ingu. — SJ MÁNUDAGUR 14. janúar 1980 20.00 Fréttir og veöur. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Múmin-álfarnir. Fjórði þáttur. Þýðandi Hallveig Thorlacius. Sögumaður Ragnheiður Steindórsdóttir. 20.40 tþróttir. Umsjónarmað- ur Bjarni Felixson. 21.10 Lukkunnar pamfill. Finnskt sjónvarpsleikrit i gamansömum dúr, byggt á sögu eftir Arto Paasilinna. Leikstjóri Hannu Kaha- korpi. Aðalhlutverk Harri Tirkkonen. Verkfræðingur kemur út á land, þar sem hann á að hafa eftirlit með brúarsmiði. Heimamenn eruekkert hrifnir af þessum aðkomumanni og láta hann óspart finna fyrir þvi, en hann lætur hart mæta hörðu. Þýðandi Kristin Mantyla. (Nordvision — Finnska sjónvarpið). 22.40 Dagskrárlok. BRESNEV FER EKKI MEÐ NEINA LYGI Það er vitað mál, að annar eins maður og Bresnév fer ekki með neina lygi, og þegar hann tilkynnir i útvarpsræðu I Moskvu að Afganistarhafi beðið Sovéther að koma til að skjóta á Afganistan, og afganskur pótin- táti að nafni Amin hafi óskaö eftir aftökusveit, þá ber okkur eflaust að trúa þvi, a.m.k. okk- ur, sem vitum að Brésnev fer ekki með neina lygi. Og þegar hann segir, að Kinverjar, Pak- istanir og Bandarikjamenn séu með hernaðarbrölt i Afgnistan, þá situr ekki á okkur, sem erum svo fjarri atburðum, að hafa mikið á móti því. Þeir fuglar eru auðvitað til alls vísir. Svo þegar fréttir berast frá Moskvu um aö Norðmenn séu að her- væðast á landamærunum, þá ber okkur að trúa þvi llka. Viö vitum nú hvernig Norðmenn eru, það stórveldi. Þar sem vitað er að Sovét- þjóðir lesa ekki áróðursmál- gögn frá vesturlöndum, og hafa t.d. aldrei heyrt um Morgun- blaðið, VIsi eða Alþýðublaðið, hvað þá Svarthöfða, mega allir sjá aö Sovétþjóðir urðu að fá eina útvarpsræðu minnst frá Bresnév um hið mikla hjálpar- starf i Afganistan. Sllkt starf mátti ekki fram hjá þeim fara. Auk þess er svona ræða til þess fallin að stappa stálinu I þá Vesturlandamen, sem kynnu að efastum tilganginn. Nú er loks- ins kominn umræðugrundvöllur I sjónvarpsþætti og fréttaauka, sem væntanlega verður notaður þegar mikið liggur við. Vegna þeirra takmörkuðu upplýsinga, sem Sovétþjóðir fá alla jafna um athafnir sovéskra stjórnvalda sætir auðvitað út- varpserindi eftir Bresnév sjálf- an miklum tíðindum þar eystra. Undirróðursstarfsemi Banda- rikjanna I Afganistan hefur verið staðfest. Pakistanar eru hundar og svin, og kannski rétt- ast að reka þar nokkra hjálpar- starfsemi lika, þegar Afganist- an hefur verið afgreitt. Og allir vita hvernig Kinverjar haga sér Ilöndum, sem þeim koma ekk- ert við. Ekkert nema bölvaöur ótugtarskapurinn. Sovétþjóðir þurfa þvi einstaka sinnum, svo sem þegar á miklu hjálparstarfi stendur, að heyra allan sann- leikann I málinu. Eftir ræðu Bresnévs hafa sovéskar þjóðir getað létt á samviskunni. Útvarpsræða Bresnevs hefur lika mikla þýðingu fyrir stuðningsmenn og skoðana- bræður á Vesturlöndum. Þetta er orðiö eins og I gamla daga, þegar rógurinn um Sovétrikin gekk svo langt, að engu tali tók. Má I þvi efni minnast á Finn- land, PóIIand, Ungverjaland og Tékkóslóvakiu. Þá komu alltaf huggunarorð að austan um for- sendur hjálparstarfsins, svo að hægt væri aö halda uppi „dia- logue” við fjendur Sovétrikj- anna. Hjálparstarf Stallns við sovéskar þjóðir og heimsbyggð- ina beiö þó hnekki, þegar vit- laus úkraniumaður fór að kjafta frá, en þá varð að hafa það. Síðan hefur Stalln þótt heldur slæmur. En hvað er einn keppur I sláturtiðinni. Viö sláum þvi föstu, að Bresnév sé sannleikans maður. Við sláum þvi einnig föstu að hjálparstarf hans I Afganistan muni takast til slðasta manns þeirrar þjóðar. Það er stærri spá en menn hafa leyft sér um Kambódiu, þvi að þar eru sagð- ar einar tvær milljónir eftir á llfi — nokkuö há tala sem þyrfti bæði endurskoðunar og sér- stakrar hjálpar við — ekki þeirrar hjálpar, sem nú er stunduð þar og rennur úr sjóð- um hinna morðóðu Vesturlanda. Auðvitað þarf að undirbúa móð- ur Rússland undir frekara hjálparstarf þarna eystra, t.d. ef til þess kemur að þurfa að hjálpa Pakistan. Og verði Norð- menn alveg örvita af hernaðar- brölti þurfa þeir kannski hjálp lika. Þannig má ekki misskilja góðan vilja Sovétrikjanna I þvl hjálparstarfi, sem forustumenn þeirra telja heim sbyggðinni fyrir bestu. Nógu er nú búið að Ijúga upp á þau samt. Svarthöfði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.