Vísir - 16.01.1980, Blaðsíða 2

Vísir - 16.01.1980, Blaðsíða 2
VÍSIR Miövikudagur 16. janúar 1980. Ferðu með bænir á kvöldin? Margrét Ponzi, nemi: Jil, þaö geri ég og ekki á mjög áberandi hátt. Ég biö innra meö mér, þvi þaö er ekki fyrir aöra en Guö aö hlusta á. Björn Kristmundsson, verslunar- maöur: Já, þaö geri ég alltaf á kvöldin og finnst alveg sjálfsagt. Agúst Agústsson, fjármálastjóri: Nei, aldrei. Þorbjörg Erla, nemi: Nei, þaö geröi ég þegar ég var minni. Þaö er of timafrekt. Andrés Björnsson, útvarpsstjóri: Já. Réttarsalur Hæstaréttar er jafnan þéttskipaöur þessa dagana og öflugur lögregluvöröur á göngum hússins. (Vlsism. BG) „Þetta er mann- drðp al ðsetnlnoi” - saoði Þórður Björnsson rikissaksðknari i lok sóknarræðu sinnar í Guðmundarmðlinu fyrir Hæstarétti í gærdag „Arásin var meö þeim hætti aö þeim hlaut aö vera ljóst aö hún gæti ieitt til dauöa Guömundar. Þetta er manndráp af ásetningi sem varðar við 211. grein hegningarlaganna”, sagöi Þóröur Björnsson rikissaksóknari undir lok ræöu sinnar fyrir Hæstarétti I gær um Guðmundarmálið. Saksóknari lagöi áherslu á þetta atriöi, eftir aö hafa dregið saman framburö ákæröu og vitnis um þaö er þeir Kristján Viöar, Sævar Ciesielski og Tryggvi Rúnar réöust aö Guömundi Einarssyni aö Hamarsbraut 11 aöfaranótt 27. janúar 1974. Þóröur Björnsson gat þess aö forseti Hæstaréttar heföi viö þing- haldiö daginn áöur látiö svo ummælt aö rétt væri aö hafa i huga til vara möguleika á aö brot ákæröu ættu viö 215. og 218. grein hegningarlaga. Þær greinar fjalla um manndráp af gáleysi og likamsmeiöingar. ,,Ég þarf ekki aö ræöa þær greinar. Ég tel hér um visvitandi manndráp aö ræöa”, sagöi Þóröur Björnsson saksóknari. Hann sagöi ennfremur aö ef Hæstiréttur teldi aö hér ættu viö 215. og 218. gr., þá sýndist sér þær.greinar ekki tæma sök. Þá ætti lika aö sakfella fyrir 1. málsgrein 220. greinar svo og 124.grein hegningar- laga. „En ég trúi þvi ekki aö 211. grein verði hafnaö”, sagöi sak- sóknari. Til skýringar er rétt aö geta þess aö 1. málsgrein 220. greinar hljóöar svo: „Hver, sem kemur manni i þaö ástand, aö hann er án bjargar, eöa yfirgefur mann, sem hann átti aö sjá um, i sliku ástandi, skal sæta fangelsi allt aö átta árum.” Hins vegar fjallar 124. grein um ósæmilega meöferö á liki. m Umdeildur ákæruliður Eins og fram kom hér aö I framan krefst saksóknari þess “ að Kristjáni Viðari, Sævari ! Ciesielski og Tryggva Rúnari verði refsað fyrir manndráp af . ásetningi sem þeir frömdu i J sameiningu. Albert Klahn er hins vegar | gefið að sök hlutdeild aö verkn- I aði og ákært I hans máli sam- | kvæmt 211. grein samanber 4. H málsgrein 22. greinar sem H fjallar um hlutdeild. ■ Rikissaksóknari sagði að hér væri um umdeildan ákærulið aö ræða. Það var ekki fyrr en eftir útgáfu ákæru sem I ljós kom að Albert Klahn hafði verið við- staddur átökin ásamt Gunnari Jónssyni. Aður hafði það verið talið vist að Albert heföi ekki komið að Hamarsbraut 11 fyrr en eftir átökin og flutt lik Guðmundar i Hafnarfjarðar- hraun. 1 dómi héraðsdóms segir að ekki hafi verið gefin út frekari ákæra vegna hinna nýju upplýs- inga en verklýsing i ákæru nái ekki nema til þess er Albert kom aftur að Hamarsbraut 11, eftir h'ann ók Gunnari heim. Héraðsdómur sýknaði þvi Albert að hlutdeild i manndrápi og taldi dómurinn að þarna hefði átt að gefa út framhalds- ákæru. Albert var þvi aðeins dæmdur fyrir að tálma rann- sókn og ósæmilega meðferð á liki. Þórður Björnsson sagði að ónauðsynlegt að sinum dómi að gefa út framhaldsákæru vegna hinna nýju upplýsinga þar sem fyrri ákæra hafi verið um hlut- deild I manndrápi. Upplýs- ingarnar sem komu fram eftir útgáfu ákæru um að Albert hafi verið viðstaddur séu þvi bara viðbótarrökstuöningur við ákæruna. Furðulegt tiltæki. Rikissaksóknari vék nokkuð að þvi i málflutningi sinum i gær er Sævar, Kristján og Tryggvi drógu framburði sina og játn- ingar til baka og sögðu að lög- reglumenn hefðu fengið þá til að gefa rangar skýrslur og leitt þá við yfirheyrslur. Taldi saksóknari ekkert hafa komið fram sem benti til þess að afdráttarlausar játningar ákærðu væru rangar. Við rann- sókn sem gerð heföi veriö á ætl- uðu harðræði hefði ekkert komið fram sem benti til þess að með- ferð ákærðu i gæsluvarðhaldi hefði leitt þá til játninga. Hins vegar gat saksóknari þess, að þann 30. janúar 1977 hefði Sævar verið fluttur úr Siðumúlafangelsi i Hegningar- Sakborningar segja Ilk Guömundar hafa veriö faliö I Hafnarfjarðar hrauni en leit hefur engan árangur boriö. Myndin er tekin er lögreglumenn leita i hrauninu á sinum tima. húsið á Skólavörðustig. Þar var Sævar settur i næsta klefa við Tryggva Rúnar, en það væri vitað mál að hljóðbært væri miili klefa á Skólavörðustign- um. Þetta hefði verið gert án vitundar dómara og engar skýr- ingar fengist á þessu tiltæki. Mátti skilja á saksóknara að þar hefðu þeir Sævar og Tryggvi ákveðið að draga framburði sina og játningar til baka. Þá gat saksóknari þess að réttargæslumenn ákærðu hefðu verið viðstaddir játningar þeirra og eftir þvi sem sjá mætti á skýrslum hefðu ákærðu skýrt sjálfstætt og hver i sinu lagi frá málavöxtum. Vitni hótað Loks er að geta þess sem Sæmundur ' Guðvinsson biaöamaöur skrifar mesta athygli vakti viö mál- ‘flutninginn i gær, en það vgr framburður stúlku er vann á Kópavogshæli er atburöirnir áttu sér stað á Hamarsbraut. Sævar hafði verið hjá henni kvöldið áður en farið þaðan að Hamarsbraut. Þessi stúlka kom fyrir dóm á föstudaginn var og skýrði þar frá bréflegri beiðni Sævars frá Litla Hrauni i haust um að hún breytti framburði sinum á þann veg að Sævar hefði verið hjá henni alla um- rædda nótt. Hún fékk sömu beiðni simleiö- is frá stúlku er eitthvað hafði unnið á Litla Hrauni. í Klúbbn- um varð hún fyrir hótunum manna er skiluðu þvi til hennar frá Sævari að barn hennar væri i hættu og spurðu einnig hvort hún byggi ekki i timburhúsi. Stúlkan hélt hins vegar fast við fyrri framburð sinn um að Sævar hefði farið frá sér seint um kvöldið eða snemma nætur. Sjá nánar frétt á útsiðu. Eftir að hafa reifað Guðmundarmálið rakti sak- sóknari önnur afbrot sakborn- inga i Guömundarmálinu sem ákært er fyrir um leiö. Flutningur Geirfinnsmálsins hefst siðan i dag. — SG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.