Vísir - 28.01.1980, Blaðsíða 13

Vísir - 28.01.1980, Blaðsíða 13
Mánudagur 28. janúar 1980 17 LENGRI LEIB FRÁ REYKJAVlKURHÖFH U SMIDSHÖFBA EN FRÁ JAPAN TIL fSLANDS? Slðastli&iö sumar henti son minn þaö óhapp, er hann tók aö sér aö koma MAZDA bifreiö I sölu fyrir kunningja sinn utan af landi, aölenda i árekstri á bifreiöinni, meö þeim afleiöingum aö önnur framluktin brotnaöi. Þetta er ekki gömul bifreiö, MAZDA 818 árgerö 1974. Þvi heföi maöur haldiö, aö vandræöa- laust heföi veriö aö fá nýja ljósasamloku, og þaö um hábjarg- ræöistimann, þegar ljósatiminn fór I hönd og skoöun Bifreiöa- eftirlitsins var I algleymingi. Beyndin varö nokkuö önnur. Þegar haft var samband viö umboöiö var þvi svaraö til, aö þvi miöur væri umrædd Ijósa- samloka ekki til I augnablikinu, en hún væri væntanleg mjög bráölega. Hún væri á hafnarbakkanum. Þannig hefur þetta gengiö vikum og mánuöum saman og loksins nú 15. janúar, eöa fimm oghálfum mánuöieftir aö fyrst var spurt eftir þessum varahlut hjá umboöinu, fékkst hann afgreiddur. Þvl geri ég þetta atvik aö umtalsefni aö I auglýsingu frá MAZDA umboöinu, sem birt er i dagblööunum þessa dagana, hvetur þaö væntanlega kaupendur japanskra bifreiöa til aö kynna sér vegalendina milli Islands og Japans. Þessi viðleitni umboösins aö vekja athygli á nauðsyn góörar varahlutaþjónustu er viröingarverö og þörf — undir þaö geta allir tekiö, sem reynt hafa. Þaö er lítil ánægja að dýr- um glæsivögnum, ef þjónustan er ekki góö. Það er höfuöatriöi, þvi án varahluta er glansinn fljótur að fara af, ef eitthvaö gengur úrskeiöis. Væntanlegir kaupendur jap- anskra bifreiöa ættu þvi, áður en þeir taka ákvörðun , aö- skoöa kortiö vel i auglýsingu MAZDA umboðsins. Og veita því athygli, aö leiöin frá Reykjavíkurhöfn aö höfuö- stöövum umboösins aö Smiös- höföa hér á landi hefur ekki veriö stikuö, þrátt fyrir aug- ljósa þörf eins og dæmi sanna. En hún getur verið drjúglöng og torfarin, þótt hún láti lítið yfir sér. Ég vil gjarnan taka þaö fram, að meö þessum oröum er ekki veriö aö finna að fram- komu starfsmanna þessa um- boðs. Þeir hafa sennilega ekki fengiöaö gert. En eitt þótti mér dálitiö einkennilegt, aö þrátt fyrir þessa erfiöleika, sem virtust vera á þvl að fá vara- hluti afgreidda til landsins, var ekki nokkur vegur aö fá aö leggja inn stýrisenda, sem höföu veriö afgreiddir frá um- boöinu með póstkröfu, en reyndust ekki passa þegar til kom. Ekki er þvi til aö dreifa aö vafi léki á upprunanum, eða aö á stýrisendunum sjái. Nei, máliö er það, aö hafi ég ekki nótu, þar sem gamla verðið er tilgreint, veröur stýrisendun- um ekki komið til skila. Hvað sem tautar og raular. Þetta eru nýir viðskiptahættir, sem kunnugir segja að viðgangist viöar i þessum bransa. Það eruþviorðaösönnu, ef þetta er satt, að öllum spillir veröbólg- an og ótryggt gengi, lika kaup- mönnunum. Þaö má til sanns vegar færa, að þaö sé aö bera I bakkafullan lækinn aö vera aö þessu naggi, nóg sé nú samt. Því langar mig til aö bæta aðeins fyrir mig að segja frá andhverfu þessarar reynslu minnar I viðskiptum viö islenskan glerframleiö- anda, sem einn allra býöur viö- skiptavinum sinum upp aö 10 ára ábyrgö á framleiöslunni og stendur viö þaö eftirtölulaust. Slik er mér sllk nýlunda, aö ég tel ekki siöur ástæðu til aö segja frá þvl, svo aörir megi njóta. Ariö 1970-1971 keypti ég tvö- falt gler af glerverksmiöjunni Ispan i Kópavogi. Nokkru eftir að gleriö var orðiö fimm ára fór aö bera á þvi, að sólar- sinnis ihúsinu kom móða í milli glerjanna. Þetta er mjög all- gengur kvilli i gleri, þar sem mikil hitabreyting veröur I sól- rlkum hornum, eins og þarna hagaði til. Einhvernveginn haföi þaö æxlast svo i kollinum á mér, aö ábyrgöin á glerinu væri aöeins i fimm ár. Bölvaöi ég aöeins framleiöandanum i hljóöi en geröi ekkert frekar i málinu. Nú fyrir skemmstu rifjaöist þaö upp fyrir mér, þar sem veriö var aö ræöa um endingu á tvöföldu gleri og þeim kostnaði, sem þvi væri samfara aö endurnýja þaö, aö þaö skildi þó aldrei vera að ábyrgöin nú væri til 10 ára. Þessi grunur minn reyndist réttur, og tygj- aður gömlum reikningum, þar sem þetta var yfirlýst af fram- leiöandanum, fór ég til hans al- búinn aö þurfa að sanna meö öllum sannfæringarkrafti min- um, aö skemmdir þær, sem fram heföu komiö i glerinu, væru ekki af minum völdum eöa neöanmóls Gunnar Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri, rekur hér nokkur dæmi um mismunandi afstööu fyrirtækja til viö- skiptavina sinna. mér nákomnum. Ég las alla fyrirvara og texta ábyrgöar- skírteinsins af mikilli athygli, svo ég yrði ekki tvisaga i neinu eöa léti flækja mér til aö játa á mig eöa mér skylda eitthvað það, sem fyrirgert gæti rétti þeim, sem ábyrgðarskírteiniö virtist eiga aö tryggja mér. Svo langt gekk tortryggni min, aö við lá að ég skoöaöi sklr- teiniö meö smásjá svo ég léti ekki hanka mig á neinu. Þessi tortryggni er svo sem ekki af tilefnislausu, þvi smá- letriö I tryggingarskirteinun- um hefur leikiö margan mann- inn grátt, sem sofið hefur ró- legur i þeirri góðu trú, aö hann vær i tr yggöur i bak og fyr ir, og variö til þess ótöldum krónum. Svo ég geri langa sögu stutta er þvi skemmst frá aö segja, aö þessa áhyggjur minar voru svo gjörsamlega ástæöu laus ar, aö viö lá aö ég s kamm- aöist min fyrir þankaganginn. Oröalaust var mér bætt glerið, og framkoma afgreiðslufólksins var meö þeim hætti, aö ætla mátti, aö ég heföi veriö aö gera viö það stór viöskipti. Gerið verðsamanburð OKKAR LEYFT VERÐ: VERÐ: Libby's tómatsósa 680 gr. kr 668,- 736,- Gunnars mayonaise 1 Itr. // 1250,- 1380,- Gunnars mayonaise 600 gr. // 756,- 835,- Rydens kaffi 1/4 kg // 855,- 1015,- Hersey's kókómalt 1 Ibs. // 928,- 1046,- Hersey's kokómalt 2 Ibs. // 1698,- 1957,- WC pappír, Regin 24 rl. // 3380,- 3616,- Strásykur 50 kg // 14126,- 17472,- Strásykur 25 kg // 7092,- 9450,- Opið til kl. 20.00 föstudaga og til hádegis laugardaga NYTT frá Blendax NYTT Blendax Toothpaste ■ Plaque Eteates ptoqoe hthtbrts rts nem íatmaísjo fet 12 iws Tannkremið sem varnar tannsteinsmyndun ALLT FYRIR SKATABUÐIN SERVERSLUN FYRIR FJALLA- OG FERÐAMENN. SNORRABRAUT 58 SÍMI 12045 Rekin af (>§w) Hjálparsveit Skáta Reykjavík

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.