Vísir - 10.04.1980, Blaðsíða 3

Vísir - 10.04.1980, Blaðsíða 3
3 Fimmtudagur 10. april 1980 Fjorar tann- læknastofur tvr- ir Droskahefta Teknar hafa verið i notkun fjórar tannlæknastofur sem ein- göngu munu sinna tannviðgerð- um fyrir þroskahefta, en tann- sjúkdómar meðal þeirra eru mun algengari en meöal annarra. Hefur þessum tannlæknastofum veriö komið upp fyrir fé sem Lionsmenn söfnuðu með sölu á Rauöu fjöðrinni árið 1976. Tannlæknastofur þessaru eru aö Skálatúni i Mosfellssveit,i Sól- borg á Akureyri og I öskjuhliðar- skóla. Eru tækin þar að láni frá Austfirðingum, en ætlunin mun vera að koma upp tannlæknastofu fyrir þroskahefta I þeim lands- fjórðungi. Fjóröa stofan er þessa dagana aökomast i gagnið og er hún i Vogaskóla í Reykjavik. Er það ein fullkomnasta tannlækna- stofa á öllu landinu. Tæki i þessar stofur voru öll keypt fyrir afraksturinn af Rauðu fjöðrinni, en árið 1976 söfnuðust rúmlega 16 milljónir vegna þeirrar sölu. Þaö fé mundi sam- svara 50-60 milljónum nú. Voru tækin fljótlega keypt, en voru siðan geymd ónotuð, þar sem tannlæknaþjónusta fyrir þroska- hefta hafði ekki veriö skipulögð. Við breytingu á lögum um al- mannatryggingar, en þær tóku gildisnemma á þessu ári, var svo rekstrargrundvöllur undir þessa starfsemi tryggöur. Þar var veitt heimild til fullrar endurgreiðslu á tannlækningum vangefinna ef þeir væru 75% öryrkjar og nytu fullrar tekjutryggingar. Vangefið fólk á við sérstök vandamál að striða i sambandi við tannheilsu. Erfitt er oft að kenna þvi nauösynlega tannhirðu og tannholdssjúkdómar eru mun algengari hjá þvi en heilbrigðu fólki. Er þessi þjónusta þvi mjög brýn hér á landi að sögn forráða- manna Tannlæknafélags íslands, enda sýndi könnun á ástandi tanna þroskaheftra sem gerð var fyrir fimm árum, aö ástandiö var vægast sagt hörmulegt. — HR Hornaflokkur Kópavogs leikur undir stjórn Björns Guðjónssonar. Tónleikar I Háskólabíói á sunnudag: Yflr 100 ungmenni lll II ðs vlð söfnun I hlúkrunarhelmill Næstkomandi sunnudag, 13. april, kl. 19 verða haldnir tón- leikar i Háskólabiói til styrktar byggingu Hjúkrunarheimilis aldraðra f Kópavogi. Eru það yfir 100 ungmenni i Hornaflokki Kópavogs og Hamrahliöarkórn- um sem efna til þessara tónleika og ganga þannig til liðs við hina umfangsmiklu söfnún iKópavogi. Hornaflokkur Kópavogs er skipaður fyrrverandi nemendum Skdlahljómsveitar Kópavogs og eru hljóðfæraleikarar um 40 tals- ins. A efnisskránni n.k. sunnudag er komið viða við og veröur tekist á við lúðrasveitarmarsa, beat- tónlist og allt þar á milli. Stjórn- andi Hornaflokks Kópavogs er Björn Guðjónsson, sem einnig hefur stjórnaö Skólahljómsveit Kópavogs frá upphafi. Hamrahliðarkórinn er einnig með fjölbreytta efnisskrá. A henni er m.a. islensk tónlist, madrigalar, negrasálmar og þjóölög frá ýmsum löndum. A þessu skólaári er kórinn skipaöur 57 nemendum á aldrinum 16-21 árs. Stjórnandi er Þorgerður Ingólfsdóttir, en hún hefur stjórnað Hamrahllöarkórnum frá upphafi. Allur ágóði af tónleikunum rennur til byggingar Hjúkrunar- heimilis aldraðra i Kópavogi. Miðar eru seldir á skrifstofu Hjúkrunarheimilisins að Hamra- borg 1, simi 45550. Miöaverð er kr. 3.500. Drúttarvextir og verðrýrnun krafna Lögfræðingafélag Islands heldur fund I kvöld og veröur þar rætt um nýtt lagafrumvarp um bætur vegna rýrnunar á verðgildi gjaldkræfra peningakrafna og um dráttarvexti. Frumvarp þetta hefur nýlega verið samið á vegum dómsmála- ráöuneytisins og munu höfundar þess, Jón Steinar Gunnlaugsson og Baldur Guölaugsson, héraðs- dómslögmenn, flytja framsögu- erindi. Þá munu þeir einnig fjalla um gildandi lagareglur um dráttarvexti. Fundurinn verður haldin I stofu 101 I Lögbergi, húsnæði Laga- deildar Háskóla Islands, og hefst hann klukkan 20.30. Gunnar Þormar tannlæknir að störfum á hinni nýju tannlæknastofu f Vogaskóla sem ætluö er þroska- heftum en tannsjúkdómar þeirra á meöal eru mun: algengari en f heilbrigöu fólki. Malló sófasettið - alltaf jafn ódýrt! Malló sófasettið er ekki einungis með léttu og skemmtilegu yfirbragði, ^ heldur einnig einstaklega létt á pyngjuna. Fjölbreytt úrval af áklæðum - og þú færð í hendurnar fallegt og vandað sófasett fyrir ótrúlega lágt verð. Sendum í póstkröfu. Munið hina ágætu greiösluskilmála - 1/3 út og eftirstöðvar á 6 mánuöum Staögreiösluverö kr. 495.000 Verö m/atborgunum 550.000 Húsgagnadeild Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 slmi10600 Landsins mesta úrvai af útvarpsk/ukkum. Alft til htjómffutnings fyrir: HC/MIUD — BÍLtNN OG D/SKÓ TCK/D ARMULA 38 (Selmúla megin) 105 REYKJAVÍK SÍMAR: 31133 83177 POSTHÓLF1366 FERMINGARGJÖFIN í ÁR HINAIDNE Utvarpsklukka m/segulbandi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.