Morgunblaðið - 02.12.2001, Side 42

Morgunblaðið - 02.12.2001, Side 42
MINNINGAR 42 SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892 www.utfararstofa.is ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þætti sem hafa ber í huga er andlát verður, í samráði við aðstandendur Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Kistur Krossar Duftker Gestabók Legsteinar Sálmaskrá Blóm Fáni Erfidrykkja Tilk. í fjölmiðla Prestur Kirkja Kistulagning Tónlistarfólk Val á sálmum Legstaður Flutn. á kistu milli landa Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Með þessum fátæk- legu orðum viljum við ættingjar og aðstand- endur Árna Ketil- bjarnar þakka Arndísi fyrir þá sérstöku um- hyggju og kærleika sem hún sýndi okkur og þá sérstaklega honum Árna. Þegar eiginkona Árna, Lára Hild- ur Þórðardóttir, lést mjög sviplega skömmu eftir að þau höfðu komið sér fyrir í nýju íbúðinni sinni má segja að sorgin og söknuðurin hafi nær yfirbugað Árna og átti hann mjög erfitt með að sætta sig við orð- inn hlut. Blessunarlega mundi hann þá eft- ir Arndísi, sem hann kallaði alltaf frænku sína, ekkju Odds Rögnvalds- sonar, en þau hjónin og Árni og Lára þekktust vel og voru nágrann- ARNDÍS ÓLAFSDÓTTIR ✝ Arndís Ólafsdótt-ir fæddist á Arn- gerðareyri við Ísa- fjarðardjúp 29. nóvember 1914. Hún lést 25. október síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 6. nóvember. ar til fjölda ára í vest- urbænum. Varð að samkomu- lagi milli Arndísar og Árna að hagkvæmt væri að halda saman heimili. Þessi ráðstöfun varð til heilla fyrir þau bæði og þó sérstaklega fyrir Árna, því að slíka umhyggju og fórnfýsi sýndi Arndís og hélt heimilið með reisn. Líf- ið fékk aftur tilgang, jól, afmæli og fjöl- skylduboð voru haldin af rausn og myndar- skap sem Arndísi var einkar lagið. Alltaf var Arndís tilbúin til að vera með okkur, ættingjum og að- standendum Árna í gleði og sorg og veita okkur styrk með kærleika sín- um, einbeitni og áreiðanleika. Sér- staklega var Arndís stoð og stytta í veikindum Árna síðustu mánuðina fyrir andlát hans og verður henni aldrei fullþakkað. Guð blessi þig, það var gott og yndislegt að fá að kynnast þér og gerir okkur vonandi að betri mann- eskjum. Þökk sé þér, Arndís. Fjölskylda og aðstand- endur Árna Ketilbjarnar. Elsku frændi. Nú ertu farinn eftir hetju- lega baráttu gegn hræðilegum sjúkdómi. Það er erfitt að átta sig á því að þú sért ekki lengur á meðal okkar. Það hefur myndast stórt skarð í fjölskyldunni þar sem áður var fullt af gleði, hlátri, gríni og dugnaði. Það mun verða erfitt að fylla upp í þetta skarð. Sum sár gróa ekki. Þú varst ótrúlegur dugnaðarmaður. Allt sem þú gerðir gerðir þú vel. Þó svo að þú værir bóndi og rækir verktakafyr- irtæki gleymdir þú aldrei að vera góður eiginmaður og faðir, svo ekki sé minnst á hversu góður frændi þú varst okkur systkinunum á efri bæn- um. Mér datt ekki í hug þegar ég HALLDÓR GUÐMUNDSSON ✝ Halldór Guð-mundsson fædd- ist í Magnússkógum í Hvammssveit í Dala- sýslu 10. ágúst 1952. Hann lést á Sjúkra- húsi Akraness 1. nóv- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hvamms- kirkju 10. nóvember. kvaddi þig eftir réttirn- ar í haust að það yrði í síðasta sinn sem ég sæi þig. Mér datt ekki hug að þú myndir hverfa af jarðríki svona snemma. Guðmundur bróðir sagði við mig daginn eftir að þú dóst að nú værir Stóri-Dóri (eins og hann kallaði þig allt- af) kominn til Guðs á himnum þar sem afi væri líka og að Stóri- Dóri ætlaði að passa okkur hin. Ég man eftir því þeg- ar ég var yngri og þú varst að kenna mér á pökkunarvélina í heyskapn- um. Ég varð svo stolt af því að kunna að pakka eins og Dóri frændi. Allar þessu góðu minningar sem ég á um þig mun ég geyma alla mína ævi. En nú er komið að kveðjustund. Elsku Gunna, Dagný, Reynir, Halldór Vilberg, Anna Berglind, Lolli, Björgvin Bragi, Kristín, Mar- inó og Sigrún, ég votta ykkur mína dýpstu samúð á þessum erfiðu tím- um. Auður. Ég ætla að skrifa fá- einar línur um Þóru, eins og hún var alltaf kölluð. Ég var ung að árum er ég kynntist dóttur hennar og Gunnars, en það var þegar ég flutti með foreldrum mínum á Háa- leitisbrautina. Þóra kom manni ætíð fyrir sjónir sem dugleg, atorkusöm og vandvirk. Ætíð var hún snyrtileg og kát. Hún dreif sig í að taka bíl- próf um fertugt, á sama tíma og ég. Þá bað hún mig unglinginn að hlýða sér yfir og var ég hissa á að vera sýnt þetta traust. Þóra fór í sjúkra- liðanám þegar börnin voru vaxin úr grasi. Það var henni líkt að velja sér vettvang þar sem hún gæti þjónust- ÞORGERÐUR BJARNADÓTTIR ✝ ÞorgerðurBjarnadóttir sjúkraliði fæddist á Húsavík 24. ágúst 1925. Hún lést á líkn- ardeild Landspítal- ans í Kópavogi 3. nóvember síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 15. nóvember. að aðra með sinni um- hyggju, gleði og hlýju sem ætíð einkenndi hana. Myndarskapur, góð- vild, tryggð og rækt- arsemi voru meðal hennar góðu kosta. Sýndi hún það í hví- vetna. Hún fylgdist með öllum vinum og ættingjum og spurði ætíð um líðan allra. Eins á tímamótum sendi hún gjarnan blómvendi. Engu gleymdi hún. Nutu þeir sem hana umgengust þessara eiginleika fram til þess síðasta. Hún umvafði börnin sín, tengdabörn og barnabörn þessum ríkulega kær- leik. Í veislum hjá þeim var alltaf mikil gleði, söngur og kátína svo tekið var eftir. Nú, kæra vinkona, ert þú sofnuð og komin til Gunnars, þíns kæra eiginmanns. Gunnar var frábær maður, tryggur og góður, eins reyndist þú honum er þú annaðist hann og sinntir til hinstu stundar. Hann Gunni minn lést fyrir fimm árum. Þú sýndir sem endranær dugnað og æðruleysi eftir hans dag. Áttir þú góðar stundir og gleðilegar með félögum þínum í Árskógum, en þar eignaðist þú marga vini. En veikindi börðu á dyr fyrir tveimur árum. Það var hart og strangt stríð þar til yfir lauk þann 3. nóvember síðastliðinn er þú kvaddir þennan heim á líknardeildinni. Er sumarið kom yfir sæinn og sólskinið ljómaði um bæinn og vafði sér heiminn að hjarta ég hitti þig, ástin mín bjarta. Og saman við leiddumst og sungum með sumar í hjörtunum ungum hið ljúfasta úr lögunum mínum, Ég las það úr augunum þínum. Og húmi um hauður og voga, mun himinsins stjörnudýrð loga um ást okkar, yndi og fögnuð, þótt andvarans söngrödd sé þögnuð (Tómas Guðm.) Dagný var eitt af uppáhaldslög- um Þóru. Vil ég þakka öllum sem önnuðust Þóru í veikindunum og allri fjöl- skyldu hennar og vinum sem voru hjá henni dag og nótt. Megi Guð styrkja ykkur öll. Hafðu þökk, Þóra mín, fyrir allt. Minning þín er sem ljós okkur sem lifum. Hvíl þú í friði. Þín vinkona, Erla. Í dag 2. desember langar mig til þess að minnast fyrrverandi tengdamóður minnar og vinkonu. Þessi dag- ur er í huga mér eins og litlu jólin, afmælisdagur Önnu Pálmadóttur. Á þessum degi ríkti alltaf svo mikil gleði í Skriðustekkn- um. Vinkonurnar komu iðulega í af- mæliskaffi um kvöldið, Anna ljómaði af gleði eins svo oft og jólarósin var komin á stofuborðið. Jólin voru á næsta leiti. Hugur minn er fullur af þakklæti til Önnu í dag fyrir alla þá vináttu og hlýhug sem hún sýndi mér alla tíð frá því við kynntumst fyrir rúmum tuttugu árum. Anna var einstök manneskja, ein ANNA PÁLMADÓTTIR ✝ Anna Pálmadótt-ir fæddist í Hafn- arfirði 2. desember 1928. Hún lést á heimili sínu í Reykja- vík 4. nóvember síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Grafarvogskirkju 12. nóvember. af perlunum. Þótt leiðir sonar hennar og mín skildi fyrir nokkrum árum breyttist vinátta okkar ekkert. Það lýsir Önnu vel. Hún var svo stór í andanum og kærleik- anum. Göfug, greind, hlý, listelsk, barngóð og glaðvær kona. Á námsárum mínum bjó ég í mörg ár í skjóli þeirra Önnu og Guð- mundar eiginmanns hennar í Skriðustekkn- um. Þrátt fyrir oft á tíð- um erfiða tíma hjá þeim, með and- lega veikan son á heimilinu, virtist alltaf vera nóg pláss fyrir fleiri á heimili þeirra og hjörtum. Það var svo oft stutt í húmorinn og glaðværðina hjá þeim þrátt fyrir allt. Það styrkti lífsandann hjá okkur yngra fólkinu. Þið Guðmundur voruð einstaklega samhent og æðrulaus yf- ir því sem þið þurftuð að takast á við og það var alveg einstaklega gott að vera hjá ykkur. Ég er ykkur báðum ávallt þakklát. Tíminn frá því Anna lést hefur lit- að huga minn fallegum minningum um hana, af nógu er að taka. Anna tók veikindum sínum með svo miklu æðruleysi. Allt haustið var henni erf- iður tími, en hún vildi helst ræða um eitthvað skemmtilegt, nýjar bækur, barnabörnin og fleira þegar ég sat hjá henni á spítalanum. Þrátt fyrir það að við vissum hvert stefndi kom kallið eitthvað svo snöggt. Allir hefðu viljað hafa þig lengur en þinn tími var kominn. Guðmundur studdi og annaðist Önnu í veikindum hennar af svo mik- illi hlýju og nærgætni að aðdáunar- vert var að fylgjast með því. Þau voru svo miklir vinir og missir hans mikill. Elsku Guðmundur, ég bið góðan Guð að styrkja þig, börn ykkar, systkini Önnu og fjölskyldur ykkar allra og vini í sorginni. Blessuð sé minning Önnu Pálmadóttur. Ólöf Sigurðardóttir. „Það verður skrítið að geta ekki lengur hringt í Sigrúnu eða farið í heimsókn til hennar á Selfoss. Við erum búnar að þekkjast í sextíu og eitt ár.“ Þetta sagði amma mín við mig þar sem við sátum og minntust Sigrúnar vinkonu okkar, nokkrum dögum eftir andlát hennar. Í öll þessi ár hafa Sigrún og amma verið miklar vinkonur og þessarar vináttu hef ég notið alla ævi. Langt fram eftir aldri hélt ég að Sigrún væri SIGRÚN ÓLAFSDÓTTIR ✝ Sigrún Ólafs-dóttir frá Þor- valdseyri á Eyrar- bakka var fædd 12. febrúar 1917. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Suðurlands að morgni 20. októ- ber síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Selfoss- kirkju 27. október. frænka mín, þó helst hefði ég viljað fá hana fyrir ömmu líka. Þegar ég var barn fékk ég oft að fara með afa og ömmu eða mömmu í heimsókn til Sigrúnar og Stebba á Selfoss. Ég man hvað mér þótti stofan hennar Sigrúnar fín. Þar voru margir fal- legir hlutir eftir hana sjálfa, ásamt myndum af afkomendunum sem gaman var að skoða. Þegar ég var í námi í Fjölbrautaskólanum á Selfossi, þá kíkti ég stundum í heim- sókn á Kirkjuveginn. Svo góð voru Sigrún og Stebbi mér að ég bjó hjá þeim eina námsönn. Þá var nú aldeilis dekrað við mann. Ég var mjög mat- vönd, en Sigrún gerði sitt besta til að þóknast mér. Ósjaldan var soðin ýsa eða pitsa á borðum og fullyrti Sigrún að það væri allt í lagi, þeim þætti pitsa ágætis matur. Svo varð hún aldeilis ánægð þegar hún komst að því að mér þætti saltkjöt og baunir góðar og eftir þennan vetur þá hringdi hún í mig öðru hvoru til að bjóða mér í saltkjöt og baunir. Það var gott að búa hjá þeim hjón- um og allt vildu þau fyrir mig gera. Ég man hvað mér þótti skrítið en þó skemmtilegt, að ég var alltaf fyrst að fara að sofa og fyrst á fætur, því þeim þótti gott að sofa á morgnana. Hef ég ætíð síðan sagst ætla að taka mér þau til fyrirmyndar á mínum efri árum. Síðustu árin bjó Sigrún í Grænu- mörk 5 og þangað var gott að koma. Stofan jafn falleg og áður, myndunum fjölgaði óðum og alltaf fékk maður eitthvað gott með kaffinu. Ég eins og svo margir á fallega handavinnu eftir Sigrúnu og ekki verður mér kalt á meðan lopapeys- unnar og ullarsokkanna frá henni nýtur við. Við mamma heimsóttum Sigrúnu á spítalann rúmum sólahring áður en hún lést og áttum með henni góða stund. Fyrir þá kveðjustund er ég af- ar þakklát. Fyrir hönd ömmu og fjölskyldu minnar allrar vil ég þakka Sigrúnu alla tryggð og vináttu í gegnum árin. Guð blessi minningu góðrar konu. Sigríður Harðardóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.