Morgunblaðið - 08.12.2001, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 08.12.2001, Blaðsíða 54
MINNINGAR 54 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Axel Hólm Gísla-son fæddist á Laugarbóli í Skaga- firði 23. júlí 1944. Hann lést á Sjúkra- húsinu á Sauðár- króki 30. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Gísli Ingólfs- son og Sólborg Sveinsdóttir, bæði ættuð úr Skagafirði. Axel var yngri sonur foreldra sinna, eldri er Ingólfur Dan Gíslason, f. 11. jan- úar 1941, búsettur í Garðabæ. Kona hans er Jóhanna Jónsdóttir og eiga þau þrjú börn, Ernu, f. 1962, Dóru, f. 1965, og Eðvarð, f. 1972. Foreldrar Axels skildu er hann var aðeins fjögurra ára að aldri og fluttist móðir hans til Reykjavíkur. Ári síðar dvaldist hann hjá móður sinni einn vetur, en ólst að öðru leyti upp hjá föður sínum á Laugarbóli, og seinni Andri Freyr, f. 30. júní 1991, b) Arnar Þór f. 5. maí 1995, c) Katrín Eva, f. 27. apríl 1997. Fyrrverandi eiginkona Jóhannesar er Kapítóla Rán Jónsdóttir frá Þórshöfn og áttu þau saman eina dóttur, Jódísi Önnu, f. 8. september 1995. Axel starfaði við ýmislegt um dagana, bústörf með föður sínum til fullorðinsára en einnig í Áburð- arverksmiðjunni í Gufunesi og á bílaverkstæði í Hveragerði. Um 1970 hófu ungu hjónin bú- skap í Skagafirði. Árið 1973 keyptu þau jörðina Miðdal og síð- ar Svartárdal í Lýtingsstaða- hreppi, og ráku þar fjárbúskap. Jafnframt því vann Axel þó oft bæði við akstur vöruflutningabíla og við smíðar. Þau hættu búskap er Monika dóttir þeirra og eigin- maður tóku við búinu 1994. Fluttu Axel og Jódís þá fyrst í Varmahlíð en síðar til Sauðárkróks þar sem Axel stundaði bifreiðaakstur. Þegar hann veiktist vann hann hjá Ferðaþjónustunni á Bakkaflöt við akstur fólks er fór í fljótasiglingar á þeirra vegum. Útför Axels fer fram frá Sauð- árkrókskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Jarðsett verð- ur í Reykjakirkjugarði strax að athöfn lokinni. konu hans, Ásgerði Jóhannsdóttur. Gísli og Ásgerður eignuð- ust þrjú börn, þau: Hrein, f. 1951, Sigur- laugu, f. 1963, og Gísla, f. 1971. Axel kynntist eftir- lifandi eiginkonu sinni, Jódísi Jóhann- esdóttur frá Merkigili í Austurdal, f. 8. apríl 1944, er þau voru um tvítugt. Opinberuðu þau trúlofun sína 25. nóvember 1964, en gengu í hjónaband hinn 23. júlí 1967. Axel og Jódís eignuðust tvö börn, Moniku Sól- borgu, sem fædd er á Selfossi 24. sept. 1967, hún er iðnrekstrar- fræðingur og bóndi í Miðdal, og Jóhannes sem fæddur er á Sauð- árkróki 22. ágúst 1972, nú verka- maður í Borgarnesi. Eiginmaður Moniku er Hafsteinn Kristinsson vélfræðingur og bóndi í Miðdal, eiga þau þrjú börn sem eru: a) Í dag kveðjum við bróður minn, Axel, aðeins 57 ára að aldri. Hverj- um skyldi hafa dottið það í hug að hann fengi ekki fleiri ár, maðurinn á besta aldri ef svo má segja, því ekki telst þetta hár aldur í dag. Hann sem var alla tíð hreystin uppmáluð, lifði heilbrigðu lífi og hvorki reykti né drakk áfengi. Við Axel bróðir ólumst upp sam- an á Laugarbóli þar til 1954, að undirritaður lauk barnaskólaprófi og fór til Reykjavíkur til áfram- haldandi náms, en þá var Axel að- eins tíu ára. Að vísu var ég næstu þrjú eða fjögur sumur á Laugar- bóli. Upp úr 1960 fer hann suður á Reykjavíkursvæðið og vann í Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi og bjó þá hjá móður okkar og seinni manni hennar Einari Þ. Jónssyni, sem vann í verksmiðj- unni, og áttu þau sitt heimili í Gufunesi á þessum árum. Var Axel þá tíður gestur á heimili okkar Hönnu, en við byrjuðum okkar bú- skap 1960 við Vesturbrún í Reykja- vík. Eftir að hann kynnist Jódísi fara þau bæði að vinna í Áburðarverk- smiðjunni í Gufunesi en flytja svo til Hveragerðis þar sem Axel fer að starfa á bílaverkstæði hjá Aage Michaelsen. Bjuggu þau svo í Hveragerði næstu 3 árin. Hugur Axels stóð alla tíð til bú- skapar enda vanur sveitastörfum allt fram á fullorðinsár. Þegar faðir okkar ákvað að flytja á Reykjavíkursvæðið um áramót 1964/1965 þá var fastmælum bund- ið að þau Axel og Jódís keyptu af honum búið og jörðina Laugarból. Tóku þau hjón því við húsum og búpeningi og hófu búreksturinn, en frá Laugarbóli fluttu þau svo vorið eftir og hurfu frá kaupunum og öllu þeim viðkomandi, enda gekk dæm- ið ekki upp. Og, það var ekki þeim Axel og Jódísi að kenna! Þar næst leigðu þau jörðina Sveinsstaði í Lýtingsstaðahreppi og bjuggu þar í eitt ár. Þá liggur leið- in í Litluhlíð í Vesturdal sem þau tóku á leigu og héldu þar áfram bú- skap allt þar til að þau keyptu jörð- ina Miðdal úr landi Svartárdals 1973. Bættu þau síðar jörðinni Svartárdal við, er var þá var komin í eyði. Í Miðdal undu þau hag sínum vel, þar ólust börnin upp og störf- uðu að búrekstrinum með foreldr- um sínum. Þau hjón endurbættu jörðina stórlega, t.d. girtu þau af alla landareign sína með rafmagns- girðingu og varð afraksturinn sá að upp óx gróður hinn besti þótt lengst inni á fjöllum væri, enda ekki lengur átroðningur af hrossum og sauðfé. Axel var óhemju duglegur maður og ósérhlífinn og vann langan vinnudag. Fannst manni á stundum að þessi vinnuharka hans við sjálf- an sig næði engri átt. En svona vildi hann hafa þetta og þá gat nú enginn breytt því. Hann var heldur ekki einn þar sem Jódís var annars vegar. Hann byggði í Miðdal hús eitt mikið og stórt sem hann notaði bæði sem fjárhús og hlöðu og var útsjónarsamur um hvernig hagan- legast væri að koma hlutunum fyrir til þess að létta fólki störfin við gegningarnar. Kom fyrir vel út- færðum rafbúnaði til að taka rúllu- baggana og lyfta þeim upp í þar til smíðaðar grindur, aðeins með því að styðja á rofa. Þar með var gamla aðferðin við að gefa sauðfé úr sögunni á þeim bæ. Með bústörfunum ók Axel vöru- flutningabílum, var í smíðavinnu og í ýmsum verkefnum. Átti hann til dæmis stóran þátt í vinnu við end- urbyggingu Goðdalakirkju. Monika, dóttir Axels og Jódísar, hafði verið við nám og störf á Ak- ureyri og bjó þar með manni sínum Hafsteini. Höfðu þau mikinn áhuga á að ná sér í jörð og fara út í bú- skap og varð það úr að þau taka við búinu og jörðinni Miðdal árið 1994 og búa þar enn. Axel og Jódís fluttu þá fyrst í Varmahlíð en svo til Sauðárkróks þar sem Axel starfaði hjá Vöru- miðlun við akstur. Varð hann fyrir meiðslum í öxl við fermingu vöru- bíls fyrir nokkrum árum og náði ekki að verða jafngóður aftur þrátt fyrir meðferð lækna svo og sjúkra- þjálfun. Varð hann því að hætta akstri flutningabíla nú sl. vor. Axel fór þá að vinna hjá frænda okkar, Sigurði Friðrikssyni, og konu hans, Klöru Jónsdóttur, við ferðaþjónustuna á Bakkaflöt í Skagafirði. Vann þar við ýmislegt sem til féll en þó einkum akstur rútu sem ók fólki í fljótasigling- arnar (rafting) sem fram fóru bæði á austari og vestari jökulsánum. Við hjónin dvöldum í sumarbú- stað okkar skammt frá Bakkaflöt í Skagafirði um síðustu verslunar- mannahelgi. Fram hjá þeim bústað er ekið rétt áður en komið er að Bakkaflöt. Það kom verulega flatt upp á undirritaðann eftir að hafa séð Axel koma á rútunni með einn ferðahópinn úr fljótasiglingu, sunnudaginn í verslunarmanna- helginni, að sama kvöld yrði hann sendur til Akureyrar í höfuð- myndatöku. Hafði hann þá fyrr um daginn orðið fyrir því að geta ekki talað er hann ætlaði sér það. Myndatakan fór fram og mein- semd kom í ljós, heilaæxli. Axel hafði aldrei fundið til, hvorki í höfði né fengið nein einkenni alvarlegra veikinda. Var hann sendur suður á Landspítala daginn eftir og því næst í uppskurð á Landspítala í Fossvogi. Gekk aðgerðin vel, æxlið fjarlægt og var hann kominn á fæt- ur eftir örfáa daga, en þarna var um illkynja krabbamein að ræða og var Axel sagt það strax. Heimsóttum við bræður svo móð- ur okkur sem dvelur á Hrafnistu í Reykjavík og áttum þar á eftir langt samtal um stöðuna og hvað fram undan væri. Var engan bilbug að finna á Axel. Hann var ákveðinn í því að fara í alla þá meðferð sem læknar ráðlögðu sem voru geislar og síðar ef til vill lyf, ef þurfa þætti. Mátti hann fara heim á Sauðárkrók í hálfan mánuð meðan skurðurinn var að gróa, en koma síðan suður. Og það gerði hann. Tók þá áðurnefnd geislameðferð við í 6 vikur. Axel fór að lamast um það leyti er hann byrjaði í geislunum og varð að fara í hjólastól. Jódís vék aldrei frá manni sínum, var hjá honum vakin og sofin allan sólarhringinn. Öll hennar ástúð og umhyggja svo og umönnun verður aldrei fullþökk- uð. Dvöldu þau hjónin allan þennan langa tíma á Sjúkrahóteli Rauða krossins við Rauðarárstíg og fóru morgunn hvern þaðan í geislameð- ferðina á Landspítala. Alveg stóð hann sig eins og hetja, eins og klettur í hafi þrátt fyrir öll þessi áföll, bugaðist ekki og ætlaði svo sannarlega ekki að láta í minni pokann fyrr en í fulla hnefana. Eftir að geislameðferð lauk fór Axel norður og á Sjúkrahúsið á Sauðárkróki, þá orðinn algjörlega lamaður. Þótt líkamlegt ástand hans væri þannig orðið vildi Axel að þau hjón færu á bíl þeirra norð- ur og Jódís æki og varð ekki við annað komandi. Það varð svo að vera, um hann var búið í jeppanum og Jódís ók. Gekk ferðin vel og skilaði hún þessu verkefni með prýði eins og öllu öðru. Hafði starfsfólk sjúkrahússins orð á því að sjaldan eða aldrei hefði það orðið vitni að annarri eins geð- prýði, aldrei skipti Axel skapi yfir einu né neinu og var alltaf sami ljúflingurinn og hjúkrunarfólki þakklátur. En nú var komið að leið- arlokum. Á aðeins fjórum mánuðum er öllu lokið. Sem fyrri daginn er glíman við krabbameinið ójöfn, svo ekki sé meira sagt. Svo varð einnig nú. Tíminn var útrunninn. Við eftir stöndum örvingluð því ójöfn reyndist glíma, samt við báðum góðan Guð að gefa lengri tíma. (I.D.G.) Axel verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju í dag, laugar- daginn 8. desember 2001, en jarð- settur strax að athöfn lokinni í Reykjakirkjugarði, en þar hvíla margir okkar ættingjar. Burt er kvaddur bróðir minn ég bara skil ekki tilganginn hví fékk hann ei lifað lengur? Ástæðu þess enga finn og eftir sit með tár á kinn, því genginn er góður drengur. (I.D.G.) Ingólfur Dan og Jóhanna. Þau óvæntu og hörmulegu tíðindi bárust mér á nýliðnum haustdögum að Axel Gíslason, vinur minn um langt árabil, væri kominn á sjúkra- hús illa haldinn og hefði misst röddina. Þarna hlaut eitthvað al- varlegt að vera á ferðinni því hann var ekki vanur að íþyngja heil- brigðiskerfinu með nærveru sinni. Síðar kom í ljós að um illkynja sjúkdóm í höfði var að ræða sem ekkert réðst við og lést hann tæp- um fjórum mánuðum síðar 57 ára að aldri. Langar mig til að minnast hans með nokkrum línum. Axel ólst upp á bernskuheimili sínu Laugarbóli í Tungusveit til fullorðinsára, þar átti hann að fjöl- mennan frændgarð þar sem föð- urbræður hans bjuggu og áttu heimili af og til fram eftir aldri. Að auki bjuggu í húsinu afi hans og amma og naut hann þess, sem nú kallast forréttindi, að fá að alast upp með þau sér við hlið. Hann varð snemma hraustur og duglegur til verka og lagvirkur sem og ætt- menn hans, er margir voru og eru orðlagðir hagleiksmenn. Axel vand- ist ungur að árum fjölbreyttum bú- störfum og varð snemma mikilvirk- ur en auk þeirra varð bifreiða- akstur ríkur þáttur í ævistarfi hans, Hann kvæntist glæsilegri og mikilhæfri konu Jódísi, yngstu systurinni frá Merkigili, og bjuggu þau fyrst nokkur ár syðra þar sem þau unnu um nokkurt skeið í Áburðarverksmiðjunni og einnig vann Axel um tíma á bifreiðaverk- stæði í Hveragerði. Þau undu ekki hag sínum lengi sunnanlands en hurfu eftir fá ár norður aftur. Fyrir norðan bjuggu þau fyrst á Sveins- stöðum, síðan Litluhlíð en 1973 keyptu þau jörðina Miðdal og hófu þar búskap af hinum mesta mynd- arbrag með börnin sín tvö ung að árum og bjuggu þar til ársins 1994 er Monika, dóttir þeirra, tók við búskapnum ásamt fjölskyldu sinni. Skömmu síðar keyptu þau eyðibýlið Ölduhrygg og aftur seinna Ytri Svartárdal. Þessar jarðir liggja hátt yfir sjávarmáli og stendur íbúðarhúsið í Miðdal í um 320 m y.s. sem mun vera með því hæsta sem nú þekkist á okkar landi, er þar mikið og fagurt útsýni ekki síst um sólstöður. Miðdalur hafði verið í eyði nokkur ár en íbúðarhúsið þó nýlega endurbyggt eftir bruna en útihús þurfti að lagfæra. Þarna hófst Axel handa við endurbætur á útihúsum, ræktun, girðingum, veg- um og slóðum ásamt því að koma upp góðum bústofni með fádæma dugnaði og komu sér vel marg- þættir hæfileikar hans, handlagni, útsjónarsemi og hugvit sem voru meðal hans höfuðeinkenna. Hann sameinaði góða búskaparhæfni og tæknikunnáttu, kom upp ágætu fjárbúi sem var um skeið eitt hið stærsta í Skagafirði og átti ágæta reiðhesta. Jafnframt þessu vann hann lengst af utan heimilis, átti flutningabíla og stundaði akstur milli Reykjavíkur og Norðurlands með fóðurvörur, ull og ýmsar þungavörur sem til féllu en Jódís og börnin sáu um búskapinn á með- an. Kynni okkar Axels hófust ekki að marki fyrr en hann flutti í Mið- dal. Þangað var gaman að koma í heimsókn og þar var tekið á móti gestum af mikilli rausn og gleði. Axel fór víða og hafði frá mörgu að segja, var glaðvær og hress, hann hafði mjög ákveðnar skoðanir hvort heldur var á mönnum og mál- efnum, búfé eða vélategundum og var ekkert að liggja á þeim alla jafna. Hann var greiðvikinn og hjálpsamur og ekki gjarn á að láta smámuni valda vandræðum. Vorið 1975 var mér falið að sjá um að fjarlægja gamla varnargirðingu frammi á Hofsafrétt. Hún var ná- lega tíu km að lengd, sumt alónýtt, eitthvað í flækjum en annað í sæmilegu lagi. Ég færði þetta í tal við Axel hvernig best væri að standa að verkinu og á skammri stundu sömdum við um að hann tæki að sér að fjarlægja girð- inguna, hreinsa allt burtu og mætti síðan hirða það sem nýtilegt væri, sem endurgjald en ég hafði búist við einhverjum kostnaði við verkið. Ekki var að orðlengja það, Axel tók sig upp með fjölskylduna þegar fært var orðið og lá við í tjaldi nokkra daga og verkinu var lokið. Hann hafði útbúið einskonar hesputré úr járni sem hann boltaði utan á afturhjól á traktornum og rúllaði saman þessum sextíu km af vír á vikutíma, hreinsað sprek og staura og gengið frá svo að til fyr- irmyndar var. Til margra ára sinnti hann sér- stakri aðstoð við fjölmennar jarð- arfarir í heimabyggð. Hann var iðulega fenginn til að setja upp hljóðnema og magnara svo að fólk gæti setið í bílum sínum og fylgst með athöfninni þaðan í stað þess að standa undir kirkjuveggjum svo sem áður hafði tíðkast þegar kirkj- urnar rúmuðu ekki nema hluta gestanna. Árið 1994 fluttu Axel og Jódís til Sauðárkróks. Síðustu árin ók hann flutningabílum milli Norður- og Suðurlands en skamman tíma olíu- flutningabíl. Hann var orðinn þreyttur og slitinn af miklu vinnu- álagi enda ófáir bílfarmarnir sem hann hlóð og aflestaði mað höndum einum saman. Mér fannst stundum eins og lífsklukka hans gengi hrað- ar en okkar hinna. Árið 1998 varð hann fyrir óhappi við að losa af flutningabíl og átti eftir það erfitt með alla átakavinnu. Síðastliðið sumar starfaði hann hjá ferðaþjón- ustunni Bakkaflöt hjá frænda sín- um við akstur ferðafólks. Í veikindunum annaðist Jódís hann af frábærri alúð og vék ekki frá honum þessa tæpa fjóra mánuði og vökunæturnar urðu margar. Ég náði að heimsæja hann nokkur skipti hér í Reykjavík meðan hann var hér til lækninga. Var hann þá orðinn fársjúkur og máttlaus öðr- um megin, hafði samt símann sér við hlið og gamli áhuginn leyndi sér ekki að fylgjast vel með öllu. Jódís mín, Monika og Jói, ykkar missir er mikill, svo og afa- barnanna sem ekki fá að njóta afa síns lengur. Ég sakna vinar í stað og enda þessar línur með stuttu kvæði eftir Hannes Pétursson sem heitir Kveðja: Í morgun sastu hér undir meiði sólarinnar og hlustaðir á fuglana hátt uppí geislunum minn gamli vinur en veist nú, í kvöld hvernig vegirnir enda hvernig orðin nema staðar og stjörnurnar slokkna. Ég sendi aldraðri móður Axels, systkinum og Ásu, frændliði öllu og vinum innilegar samúðarkveðjur. Sigurður Sigurðsson. Í dag kveðjum við Axel Hólm Gíslason sem féll frá langt um ald- ur fram. Hinn 6. ágúst síðastliðinn hringdi Monika dóttir hans í okkur og sagði að pabbi sinn og mamma væru á leiðinni til Reykjavíkur með flugi. Pabbi sinn hefði greinst með æxli við heilann. Þetta var sem reiðarslag. Á flugvellinum mættum við þessum samrýndu hjónum, ekki var að sjá á þeim annað en það trausta og samrýnda yfirbragð sem ætíð hefur einkennt þau. Smám saman fór mátturinn að dvína. Frá upphafi sjúkdómsins var bjartsýni Axels allsráðandi. Aldrei nokkurn tímann skipti hann skapi og hélt andlegri ró allan tímann. Æðruleysi þeirra Axels og Jódísar réð ferðinni. Hann var að eðlisfari ákaflega léttlyndur og hrókur alls fagnaðar. Það fór ekki á milli mála að þar fór röskur og kátur maður, var hann alltaf tilbúinn með hnyttin tilsvör hverjar sem aðstæður voru. Bros hans og kímni var aldrei langt undan. Hann var skipulagður fram í fingurgóma, röð og regla ein- kenndu hann og var hann mikill fagurkeri. Það var sammerkt með þeim hjónum að hafa gaman af að hafa fallegt í kringum sig. Það var AXEL HÓLM GÍSLASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.