Morgunblaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 24
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 24 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ                            !!  "   !!   ##           !!      $ %!!!!!!!!  &    $ !!!!!!!!    '     (   $   $) $   '          *  '  * +', !!  +  * +', !!- (      *!!!!!!   +    .      .      $  #   /       + /  0& !  1) 2   $    $  $, )   $ , +' , !!  -   &    $3   + $, ) &45 *!! &       '     ## +        ! #, !!* & 6  )  )  $       ,  6    + +2        7 +    8 . ** 9 +$, : : :      SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ hefur úrskurðað í stjórnsýslukæru Tálkna ehf. vegna ákvörðunar Fiskistofu frá 27. nóvember 2001 um að svipta Bjarma BA leyfi til veiða í atvinnuskyni í 8 vikur frá 1. desember að telja. Í úrskurðinum er ákvörðun Fiskistofu staðfest. Fiskistofa byggði ákvörðun sína á viðurkenningu skipstjórans á að hluta af afla skipsins hafi verið kastað fyrir borð, en 10. og 11. nóvember birtust myndir í sjón- varpi og dagblöðum af brottkasti í óþekktu fiskiskipi. Í fréttatilkynn- ingu frá sjávarútvegsráðuneytinu segir að skipstjóri Bjarma, Níels Ársælsson, hafi 12. nóvember við- urkennt að myndirnar hefðu verið teknar um borð í Bjarma. Útgerð Bjarma krafðist þess að ákvörðun Fiskistofu yrði felld úr gildi en til vara fór útgerðin fram á að ákvörðun Fiskistofu yrði felld úr gildi þar til niðurstaða opin- berrar rannsóknar á meintu lög- broti lægi fyrir og til þrautavara að veiðileyfissviptingin yrði stytt úr 8 vikum í 2 vikur. Aðeins hringorma sýktum fiski hent Í stjórnsýslukæru útgerðar Bjarma er því borið við að ekki sé sannað að lög um umgengni við nytjastofna sjávar hafi verið brotin en þau kveða m.a. á um að skylt sé að hirða eða koma með að landi allan afla en þó heimilt að varpa fyrir borð afla sem er sýktur, sel- bitinn eða skemmdur á annan hátt. Ber útgerðin því við að hent hafi verið 40 þorskum, u.þ.b. 70 kílóum. sem hafi verið sýktir af hringormi sem sjáist augljóslega enda veiði- slóðin alþekkt selaslóð. Einnig heldur útgerðin því fram að myndatakan hafi verið sviðsett eingöngu í þeim tilgangi að skapa umræðu um gildandi fiskveiði- stjórnunarkerfi vegna meints brottkast. Brotinn sé réttur til tjáningarfrelsis sem varin er í stjórnarskrá. Opinber ummæli skipstjórans um „alveg svakalegt lögbrot“ hafi verið rangt eftir hon- um höfð og misskilin og er því mótmælt að íþyngjandi ákvörðun sé byggð á óstaðfestum og röngum ummælum í dagblaði. Ákvörðun Fiskistofu sé óþolandi með hlið- sjón af því að meint brottkast hafi jafnframt verið kært til opinberrar rannsóknar og í hinni kærðu ákvörðun felist refsiviðurlög áður en málið er fullrannsakað. Brottkast fullsannað Í rökstuðningi með ákvörðun ráðuneytisins er bent á að fyrir liggi sjónvarpsupptökur af brott- kasti af Bjarma og teljist fullsann- að að brottkast hafi átt sér stað þar. Ráðuneytið fellst á það mat Fiskistofu að útilokað sé að hring- ormur í fiskinum sem hent var, hafi leitt til þess að hann teldist sýktur í skilningi ákvæðis laganna og aðferðin við brottkastið sýni að áhöfn Bjarma hafi ekki getað gengið úr skugga um að fiskurinn væri sýktur. Því er hafnað að laga- skilyrði fyrir veiðileyfissviptingu hafi ekki verið fyrir hendi. Ráðu- neytið tekur undir með Fiskistofu að ólögmætt brottkast á kvóta- bundnum tegundum sé brot sem telja verði alvarlegs eðlis enda höggvi það að rótum fiskiveiði- stjórnunarkerfisins og um leið að möguleikum á að stjórna veiðum úr fiskistofnum við landið. Lengd sviptingar fari eftir eðli og um- fangi brots og teljist sannað að um ásetningsbrot hafi verið að ræða. Ráðuneytið telur að framkvæmd Fiskistofu sé í fullu samræmi við ákvæði laganna um umgengni við nytjastofna sjávar en ekki sé í verkahring ráðuneytisins að fjalla um hvort lög sem sett eru af Al- þingi standist kröfur sem gerðar eru til laga. Ráðuneytið staðfestir svipt- ingu Bjarma BA REKSTUR namibíska útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæksins Seaflower hefur gengið vel á þessu ári og er áætlað að hann skili um 300–400 milljóna króna hagnaði. Seaflower er m.a. í eigu SÍF hf. og Nýsköp- unarsjóðs. Bækistöðvar Seaflower eru í bæn- um Lüderitz á vesturströnd Nami- bíu. Fyrirtækið var stofnað árið 1993 af þróunarfélaginu Fiscor, sem er í eigu namibíska ríkisins og Nýsis hf. Árið eftir gengu Íslenskar sjáv- arafurðir inn í félagið, en ÍS samein- aðist SÍF árið 2000. Seaflower gerir út fjögur togskip og rekur frystihús, en hjá félaginu vinna á sjötta hundr- að manns. Stefán Þórarinsson hjá Nýsi er einn af stofnendum fyrir- tækisins og hann segir að á síðustu árum hafi rekstur Seaflower gengið mjög vel. „Á yfirstandandi rekstr- arári verður velta fyrirtækisins um einn og hálfur milljarður íslenskra króna og við búumst við 300–400 milljóna króna hagnaði á árinu.“ Hugmyndin að stofnun Seaflower kviknaði að sögn Stefáns þegar namibísk yfirvöld tóku fimm spænska togara í landhelgi síðla árs 1991 „Samkvæmt landslögum voru skipin gerð upptæk, og eftir nokkr- ar tilfæringar var sjávarútvegsráðu- neyti landsins orðið eigandi tveggja ágætra togskipa. Á þessum tíma var ég að vinna sem ráðgjafi ráðuneyt- isins og þá fæddist sú hugmynd að stofna útgerðarfyrirtæki, þar sem íslenskir aðilar á borð við Íslenskar sjávarafurðir, Skagstrendingur og Nýsir myndu leggja til þekkingu, vöruþróun og markaðssetningu, en namibíska ríkið myndi leggja til skipin og fiskkvóta í landhelgi lands- ins. Þetta varð úr og á haustmán- uðum 1993 var Seaflower stofnað.“ Seaflower vinnur afurðir sínar að- allega úr lýsingi sem veiðist úti fyrir ströndum Namibíu, en SÍF selur af- urðir þess aðallega til viðskiptavina í sunnanverðri Evrópu og víðar. Tog- skip Seaflower eru venjulega fimm til sex daga í veiðiferð og Stefán segir að þarna geti aðstæður oft ver- ið erfiðar. „Á þessum slóðum getur verið mjög vindasamt og alvöru brælur geta skollið á eins og hendi sé veifað þannig að þarna er stund- uð alvöru sjómennska, þó að vissu- lega sé veðurfar mun hlýrra en hér heima.“ Aukin fjölbreytni Rekstur Seaflower gekk erfiðlega fyrstu árin, en árið 1997 var ákveðið að endurskipuleggja og endurfjár- magna starfsemina. Á þeim tíma- punkti kom Nýsköpunarsjóður m.a. með fjármagn inn í fyrirtækið. „Við fórum yfir reksturinn, sáum hvaða einingar skiluðu arði og styrktum þær, en seldum þær einingar sem voru baggi á rekstrinum,“ segir Stefán. „Markmið okkar var að nýta fjárfestingu Seaflower betur, auka fjölbreytni í framleiðslunni og auka framleiðslu á þeim vörum sem skil- uðu okkur hagnaði. Þar léku ÍS, og síðar SÍF, lykilhlutverk í vöruþróun og markaðsstarfi Seaflower og reyndar má segja að núna væri fyr- irtækið ekki í þeirri stöðu sem það er í ef ekki væri fyrir öflugt sölu- kerfi SÍF um allan heim.“ Nú sitja tveir Íslendingar í stjórn Seaflower, þeir Stefán Þórarinsson fyrir hönd Nýsis og SÍF og Snorri Pétursson fyrir hönd Nýsköpunar- sjóðs. Hagnaður hjá Seaflower í Namibíu Höfnin í Lüderitz, önnur af tveimur stórum höfnum í Namibíu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.