Morgunblaðið - 20.12.2001, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 20.12.2001, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 71 DAGBÓK Árnað heilla STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake BOGMAÐUR Afmælisbörn dagsins: Þið hafið gott viðskiptavit og getið náð langt ef þið fylgið réttlætiskennd ykkar í stóru sem smáu. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Stundum gerast hlutirnir þeg- ar maður á síst von á þeim. Látið því ekkert koma ykkur á óvart og gefið ykkur tækifæri á að njóta því það eigið þið skilið. Naut (20. apríl - 20. maí)  Enginn er fær um að lesa ann- arra hug svo þið verðið að tjá ykkur um það sem vefst fyrir ykkur. Ef þið frystið aðra úti lokið þið á ykkur sjálf um leið. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Allt er undir því komið hvaða viðhorf þið hafið til hlutanna. Svo ef þið eruð jákvæð og opin fyrir nýjungum megið þið vera viss um að allt fer á besta veg. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þið viljið tala hreint út við ákveðna aðila og þá skiptir öllu máli hvernig þið berið ykkur að því. Undirbúið ykkur vandlega og verið málefnaleg. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þótt þið hafið allt ykkar á hreinu þurfið þið að vera sér- staklega varkár þegar þið meðhöndlið mál annarra og ekki síst ef um fjármál er að ræða. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það gengur ekki lengur að sitja með hendur í skauti og láta tímann líða án þess að að- hafast nokkuð. Setjið ykkur í gír og takið þátt í atburðum. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þið fáið tækifæri til þess að hitta skemmtilegt fólk og skuluð njóta augnabliksins meðan það gefst. Hugsið ekki um allt sem þið eigið eftir ógert. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Forðist að falla í þá freistni að kaupa hluti sem þið hafið eng- in not fyrir. Það er svo margt annað sem gefur lífinu gildi ef þið bara opnið augun fyrir því. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Allt veltur á góðu samstarfi svo verið opin fyrir skoðunum annarra á því hvernig best er að haga verkinu og látið svo hendur standa fram úr erm- um. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Gefið ykkur tíma til að spjalla við fólk því það getur opnað augu ykkar fyrir nýjum hug- myndum sem geta komið sér vel þótt síðar verði. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þótt ykkur langi til að gera breytingar heima fyrir skuluð þið standast freistinguna og láta þær bíða betri tíma. Gerið bara gott úr því sem fyrir er. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Allt á sér sinn tíma og nú er ykkar tími kominn til þess að sýna hvað í ykkur býr og þið getið allt sem þið ætlið ykkur ef þið eruð bara nógu ákveðin. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT TRÖLLASLAGUR Rýkur, strýkur, fram flaut á fjöllum öllum með sköllum geitar sveitar grimm þraut, geymast því beimar nú heima. Nölta, tölta um hörð holt hjarðir, því jarðir nú skarða; brestur flesta búkost, baulur í þaula sígaula. Blikna bönd vinda, byljirnir afmynda flyðrubarna fagran völl, Fjölnis vífs linda, foldar fjalltinda flugum niður hrinda. Jón Guðmundsson í Rauðseyjum 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. Bc4 Rf6 4. d3 Rc6 5. c3 g6 6. Bb3 Bg7 7. 0-0 0-0 8. Rbd2 b6 9. He1 Ba6 10. Rf1 Re5 11. Bc2 Dc7 12. h3 e6 13. R3h2 Rc6 14. f4 e5 15. Rg4 Rxg4 16. Dxg4 f5 17. exf5 gxf5 18. Df3 Re7 19. Rg3 Bb7 20. Df2 Kh8 21. Bd1 Rg6 22. Rh5 Hae8 23. Bd2 He7 24. Bf3 e4 25. Rxg7 Kxg7 26. dxe4 fxe4 27. Bh5 d5 28. f5 De5 29. De3 Hxf5 30. Dh6+ Kg8 31. Bxg6 hxg6 32. Hf1 Hg7 33. Hxf5 gxf5 34. Bf4 De7 35. Bd6 De8 36. Df6 Hg6 37. De5 De6 38. Dxe6+ Hxe6 39. Bf4 e3 40. He1 d4 41. h4 He4 42. g3 Staðan kom upp á heimsmeist- aramóti FIDE. Vladimir Baklan (2.599) hafði svart gegn Joel Benjamin (2.587). 42. ...Hxf4! 43. gxf4 Bf3! 44. cxd4 cxd4 45. Kf1 Kf7 og hvítur gafst upp enda fátt til varnar. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. 70 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 20. desember, er sjötugur Egg- ert Thorberg Kjartansson, múrari, Unufelli 9, Reykja- vík. Kona hans er Hólmfríð- ur Gísladóttir. Þau taka á móti gestum á morgun, föstudaginn 21. desember, eftir kl. 19 í Tónskóla Hörp- unnar, Bæjarflöt 17, Grafar- vogi. 60 ÁRA afmæli. Ámorgun, föstudaginn 21. desember, er sextugur Þorleifur Hauksson, ís- lensku- og bókmenntafræð- ingur. Hann og eiginkona hans, Guðný Bjarnadóttir læknir, taka á móti vinum og vandamönnum á morgun, frá kl. 17–19 í Reykjavíkur Akademíunni, Hringbraut 121, 4. hæð. HJÖRDÍS Eyþórsdóttir vann „Board-a-match“- sveitakeppni kvenna á bandarísku haustleikunum í Las Vegas í síðasta mánuði. „Hvert-spil-leikur“ er bein þýðing á keppnisforminu, sem er mjög vinsælt í Bandaríkjunum, en það er í raun sveitakeppni með tví- menningsútreikningi. Tvö stig eru til skiptanna í hverju spili, sama tala á báð- um borðum gefur jafntefli, 1–1, en hærri tala gefur vinningssveitinni bæði stig- in. Hjördís var í suður í þessu spili og náði að halda jöfnu með vandaðri spila- mennsku: Norður gefur; allir á hættu. Norður ♠ – ♥ G1063 ♦ ÁK972 ♣Á976 Vestur Austur ♠ 97 ♠ DG63 ♥ KD92 ♥ Á754 ♦ 1064 ♦ D53 ♣K1042 ♣DG Suður ♠ ÁK108542 ♥ 8 ♦ G8 ♣853 Vestur Norður Austur Suður Levitina Pollack Sanborn Dísa – 1 tígull Dobl 2 spaðar 3 hjörtu Pass Pass 3 spaðar Pass Pass Pass Hjördís er kölluð „Dísa“ í Bandaríkjunum. Hún er gift bandaríska atvinnuspilaran- um Curtis Cheek, en þau hjónin spila allan ársins hring á bandarískum mótum og víðar. Makker „Dísu“ í kvenna- sveitinni er Rozanne Poll- ack. Hér eiga þær í höggi við Levitinu og Sanborn, þekkt- ar konur í bridsheiminum. Vestur kom út með hjarta- kóng, en skipti síðan yfir í tígul. Hjördís tók á ásinn og trompaði hjarta. Fór svo inn í borð á tígulkóng til að trompa hjarta aftur. Og áfram á sömu braut: lauf á ásinn og hjarta stungið. Staðan var nú þessi: Norður ♠ – ♥ – ♦ 972 ♣976 Vestur Austur ♠ 97 ♠ DG63 ♥ – ♥ – ♦ 10 ♦ D ♣K104 ♣D Suður ♠ ÁK108 ♥ – ♦ – ♣85 Hjördís spilaði laufi og vestur tók þar tvo slagi. Spilaði síðan tígli, sem aust- ur stakk með gosa og Hjör- dís yfirtrompaði og spilaði spaðaáttu um hæl. Vestur fékk slaginn á níuna, en Hjördís átti síðustu tvo slag- ina á K10. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Gullsmiðja Hansínu Jens Seljum eingöngu smíðað af Hansínu og Jens Guðjónssyni Laugaveg 20b v/ Klapparstíg sími 551 8448 Íslenskt handverk Garðar Ólafsson úrsmiður, Lækjartorgi. S: 551 0081 l i j i Samkvæmisfatnaður Ný sending - Úrval af náttfatnaði Nýbýlavegi 12, Kóp., s. 554 4433 Opið laugardag kl. 11-18, sunnudag kl. 11-18 og aðfangadag kl. 10-13 50 ÁRA afmæli. Fimm-tugur er í dag, 20. desember, Ólafur Haukur Johnson. Af því tilefni tekur hann og eiginkona hans, Borghildur Pétursdóttir, á móti ættingjum og vinum í samkomuhúsi Garðabæjar, Garðaholti, á milli 17 og 20. MORGUNBLAÐIÐ birt- ir tilkynningar um af- mæli, brúðkaup, ættar- mót og fleira lesendum sínum að kostnaðar- lausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Sam- þykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælis- tilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569- 1329, eða sent á netfang- ið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík 60 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 20. des., er sextugur Margeir Rúnar Daníelsson, Siglu- vogi 6, Reykjavík, fram- kvæmdastjóri Samvinnulíf- eyrissjóðsins. Hann dvelur ásamt eiginkonu sinni, Unni Stephensen, á Hótel D’Angleterre, Kgs. Nytorv 34, DK 1021 Köbenhavn. FRÉTTIR NÝLEGA hélt Krabbameinsfélag Reykjavíkur námskeið fyrir kenn- ara og aðra sem annast fræðslu um tóbaksvarnir í grunnskólum. Þátttakendur voru 20 alls staðar að af landinu. Kynnt var námsefnið „Vertu frjáls – reyklaus,“ sem Krabba- meinsfélag Reykjavíkur gefur út með tilstyrk Tóbaksvarnanefndar. Hefur það verið lagt til grundvall- ar í tóbaksvarnastarfi frá árinu 1997. Grunnur námsefnisins er frá Noregi en það var íslenskað og að- lagað. Sjö af hverjum tíu nemendum á aldrinum 11 til 16 ára fengu á síð- asta skólaári fræðslu sem byggist á áðurnefndu námsefni. Kannað er reglulega hjá skólastjórnendum hvernig háttað er tóbaksvarna- fræðslu í skólum þeirra. Svarhlut- fall var 97% í síðustu könnun. Fram kom í könnuninni að nýt- ing námsefnisins hefur í heild auk- ist úr 64% í 69%. Mest er nýtingin á Vesturlandi eða 84% og á Vest- fjörðum er hún 78%. Lægst er hún á Reykjanesi og Suðurlandi, kringum 60%. Kennurum kennd- ar tóbaksvarnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.