Morgunblaðið - 22.12.2001, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 22.12.2001, Blaðsíða 47
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2001 47 HVERS vegna skipt- ir aðventan okkur svona miklu máli? Af hverju gerum við svona mikið úr henni? Það gerir myrkrið. Myrkrið er tákn alls þess sem ógn- ar lífinu, eyðir og deyð- ir. Við viljum ekki til- heyra því. Við viljum ekki týnast í myrkrinu og hverfa inn í tóm þess. Við erum sköpuð fyrir ljósið sem er óháð birtubrigðum náttúr- unnar og sólfari, ljósið sem er eilíft. Um það ljós fjalla aðventa og jólin. Við kveikjum á kertum, klemmum ljós í gluggana og dæsum af ánægju þegar birtir allt í kringum okkur þótt myrkrið ríki utan dyra. Fæðingarhátíð frelsarans laðar okkur aftur til tilfinningalífs bernsk- unnar, návistar ástvina, minninga um öryggi og hlýju. Hvað það var gott að sitja við eldhúsborðið hjá mömmu og fylgjast með bakstrinum og jóla- kortaskrifunum. Og upphefðin þegar maður þótti nógu gamall til að setja kortin í umslögin eða sleikja frímerk- in. Jólin vekja minningar um það eða þrá og löngun til þess sem er heilt, gott, hlýtt og áhyggju- laust. Á jólunum sjáum við hina heilögu fjölskyldu Maríu, Jósef og barnið litla. Þetta er falleg mynd en samt sem áður engin glansmynd. María og Jósef eru ung, fátæk og ókunnug á þessum stað. María að því komin að eiga sitt fyrsta barn. Það fylgir því engin rómantík að hlusta á sögur af þeim sem ekkert eiga, fá ekki rúm undir neinu þaki og verða jafnvel að taka á móti barni sínu á köldu moldargólfi. Ein í myrkri sem gleypir sársaukastunur móður og veikan grát barns sem heimurinn tekur ekki á móti. Það var engin rauðbleik draumaslæða yfir sögu Maríu og Jós- efs. Nei, líf þeirra var engin glans- mynd. Líf okkar er það venjulega ekki heldur. Þreyta, streita, sjúkdóm- ar, fátækt, áföll og vonbrigði alls kon- ar í lífi okkar ná oft undirtökunum. María og Jósef þekktu þetta. Þau voru manneskjur rétt eins og þú og ég. En þau höndluðu það sem gerir gæfumuninn í öllu amstri hversdags- ins. Þau áttu kærleika og trú. Í ljósum, hljómum og hughrifum aðventu og jóla knýr trúin og kær- leikurinn dyra hjá þér. Lokaðu ekki á þær dýrmætu gjafir. Hjálparstarf kirkjunnar hefur í mörgu að snúast þessa dagana, enn meir en áður. Hjá því er knúið dyra og það beðið að- stoðar. Það eru margir sem eiga um sárt að binda. Ég vil höfða til þín, les- andi góður, sem gefið getur. Guð gaf þér ekki allar sínar gjafir til þess að þú sætir að þeim einn. Ábyrgð Guðs er ábyrgð þín og kærleikur hans er og þinn. Því bið ég þig að hugsa til þeirra sem líða og gera eitthvað í því. Láttu af hendi rakna og styddu Guð í því að gera heiminn lífvænlegri fyrir öll hans börn. Raunveruleiki, ekki hughrif Barnið í hálminum er Guð kominn í mannheima. Hann er frelsarinn Kristur og þekkir allt það sem ógnar gleði þinni og lífsþrótti. Hann þekkir það af eigin raun. Hann vill bera það allt með þér og sigra með þér. Hann er ekki hughrif æskunnar eða draum- ur um betri daga. Hann er raunveru- legur hér og nú. Hann kennir að gleði þín og gæfa eru fólgin í því sem glæð- ir sál þína lífi. Það felst í því sem þú ræktar í hjarta þínu og berð fram úr sjóðum þess. Samskipti, tengsl og umhyggja. Trú er tengsl við Guð, samskipti við Guð. Í því er fólgin upp- spretta gleðinnar, vonarinnar og kærleikans. Án þess er allt einskis vert. Engin ást þrífst án samtals og engin trú lifir án bænar því að biðja er að tala við Guð og eiga trúnað hans. Hjálparstarf er ekki síður fólgið í því að hlusta. Að hlusta á drauma, vonir og þrár – sársauka og sorgir. Það er hlutverk okkar allra. Njótum jólanna Við, þú og ég, sem ætlum nú að undirbúa jólin. Við skulum ekki leita langt yfir skammt. Njótum hughrifa þessa yndislega tíma með því að finna til nándar og umhyggju í kærleika. Taktu utan um þau sem þér standa næst, láttu þau finna að þau skipta máli. Farið saman með bæn sem snýr huganum til þess sem einn megnar að lýsa, hugga og styrkja og glæða kær- leikann og vonina. Brostu líka til þeirra sem þú mætir á göngu þinni og leggðu þitt af mörkum til Hjálpar- starfs kirkjunnar. Hendur þínar eru hendur Guðs. Jólaljósin góðu, söngvarnir og sag- an um Betlehem − allt þetta ber þér boð um kraftinn sem þú þráir í magn- leysi þínu. Þau bera þér boð um Jesú Krist, frelsara heimsins. Og þótt margir verði til að blása á þessi orð Guðs til þín þá veistu í hjarta þínu að þetta er satt. Þarna er hann og bíður eftir því að þú takir honum fagnandi. Takir honum í trú og kærleika og leyfir honum að vera mátturinn í lífi þínu, þér og þínum til lífs og bless- unar. Guð gefi þér og ástvinum þínum gleði, frið og blessun aðventunnar og heilagra jóla. Njótum jólanna Guðný Hallgrímsdóttir Jólahátíðin Jólin, segir Guðný Hallgrímsdóttir, eru þrá eftir því sem er heilt og gott. Höfundur er prestur fatlaðra. TILEFNI þessarar greinar er að nokkru leyti bréf sem Júlíus Hafstein skrifaði í Morgunblaðið 16. októ- ber sl. um það hvernig Reykjavíkurborg hefði misst bæði frumkvæði og forystu í ýmsum málum. Í grein sinni ræðir hann um hnign- un borgarinnar á mörgum sviðum og tel- ur greinilega að allt hafi farið á versta veg síðan Sjálfstæðisflokk- urinn tapaði völdum í borginni. Þar sem ég er ósammála flestu því sem fram kemur í grein Júlíusar og hef mikinn áhuga á málefnum Reykjavíkurborgar ákvað ég að skrifa nokkur orð um málefni hennar og lýsa hvernig ég upplifi þróun og ástand miðborgarinnar. Miðborg Reykjavíkur er að mínu mati ákaflega skemmtilegur og að- laðandi staður. Þangað sæki ég margvíslega þjónustu og geri hvað ég get til þess að rölta frekar upp og niður Laugaveginn í stað þess að fara í Kringluna eða hina nýopnuðu Smáralind. Vissulega hefur verið þrengt að umferð reykspúandi öku- tækja á nokkrum stöðum í miðborg- inni, og það er ekkert nema gott um það að segja. Helst vildi ég að Austurstræti og Ing- ólfstorgi yrði alfarið lokað fyrir umferð bíla og það svæði yrði helg- að gangandi fólki. Slíkt væri að mínu mati eðli- leg og rökrétt þróun í þá átt að minnka notk- un á einkabílum og yrði jafnvel til þess að fleiri nýttu sér almennings- samgöngur. Hækkun bílastæðagjalda og stöðumælasekta er ennfremur viðleitni til þess að minnka gífur- legt álag á annars takmarkað land- rými miðbæjarins. Eftir minni bestu vitneskju eru stærstu og mest sóttu verslunarstaðir í höfuðborgum Norðurlandanna einmitt bíllausar göngugötur. Þar þarf fólk nær und- antekningarlaust að skilja bíla sína eftir langt frá áfangastað, eða nota almenningssamgöngur. Ekki virðist bílleysið á þessum verslunargötum drepa niður verslun og viðskipti og því skyldi það verða raunin hér. Júlíus talar fjálglega um að í öðru hverju húsi miðbæjarins séu nú sukk- og súlubúllur og að hinum al- menna borgara sé ekki óhætt að ganga um götur bæjarins eftir að skyggja tekur. Vissulega er það rétt athugað hjá greinarhöfundi að tölu- vert er um skemmtistaði og öldurhús í miðborg Reykjavíkur, hvaða höf- uðborg státar ekki af slíku. Ég held að fólki þætti nú heldur tómlegt í miðbænum ef ekki væru staðir þar sem hægt er að skemmta sér í góð- um hópi, hvort sem sú skemmtan felst í því að drekka nokkrar kollur af öli eða nokkra kaffibolla. Þess ber einnig að geta að fjölmargir þessara staða eru einnig hinir ágætustu mat- staðir. Hvað súlustaðina varðar þá er það rétt athugað að þeir eru nokkrir í miðbæ Reykjavíkur, en það er líka allt og sumt. Vissulega geta menn verið ósammála um gæði og lögmæti þeirrar þjónustu sem þessir staðir veita viðskiptavinum sínum. Það þýðir þó ekki að staðir sem þessir eigi ekki heima í miðbænum, þangað sem fólk sækir. Ég tel ennfremur að það sé hvorki móðgun við hið háa Al- þingi né guð almáttugan að það sé súlustaður í næsta nágrenni þeirra. Alþingi leyfir starfsemina og ekki hefur guð almáttugur tjáð sig mikið um málið á opinberum vettvangi svo ég viti til. Hvað öryggi næturröltara í miðborginni snertir þá finnst mér nú harla ólíklegt að fólk þurfi að ótt- ast um líf sitt og limi eftir að sól er sest. Júlíus virðist ennfremur hafa gleymt því að í miðborginni er ým- islegt annað en öldurhús og strípi- staðir. Óvíða er verslanaflóran fjöl- skrúðugri og skemmtilegri en einmitt í miðbænum, þar sem ægir saman bókabúðum, snyrtivöruversl- unum, fatabúðum og glingurkytrum. Í miðborginni þrífst ennfremur fjöl- breytt menning í fjölmörgum gall- eríum, handverkshúsum og lista- söfnum. Þangað streymir fjöldi fólks á degi hverjum til þess að berja aug- um listviðburði og sýningar. Í mála- flokki menningar og lista hefur svo sannarlega ekki skort frumkvæði í borginni undanfarin ár. Á öðrum sviðum mannlífsins hefur einnig verið lyft grettistaki í Reykja- vík. Málefni grunnskólanna hafa sjaldan staðið betur. Vel búnar og glæsilegar skólabyggingar rísa nú hverjar á fætur annarri, öllum borg- arbúum til góða. Ekki má í því sam- hengi gleyma að minnast á það mikla framfaraspor sem skólamötuneytin eru. Íþróttamannvirki í borginni eru mörg og glæsileg og eru nokkur í byggingu eins og Júlíus bendir rétti- lega á. Þó að það form sem er viðhaft við fjármögnun og byggingu nýrra íþróttamannvirkja sé nýstárlegt þá er frumkvæðið engu að síður hjá borginni og þeim íþróttafélögum sem innan hennar starfa. Hvaða íþróttaiðkanda stendur ekki á sama um það hvort borgin á eða leigir æf- ingahúsnæði, svo lengi sem húsnæð- ið er til staðar? Fjárhagsstaða Reykjavíkurborgar er nokkuð góð, í það minnsta betri en oft áður og er það meðal annars vegna þess að skynsamlega hefur verið staðið að framkvæmdum á vegum borgarinn- ar og þess gætt að fjármunirnir nýt- ist sem flestum sem best. Ég tel að Júlíus Hafstein og þeir sem deila skoðun hans á miðborg Reykjavíkur þurfi að endurskoða hugmyndir sínar um höfuðborg landsins. Sérstaklega í ljósi þess að undanfarin ár, allt frá því að veldi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hrundi árið 1994, hefur borgin blómstrað í orðsins fyllstu merkingu. Ekki bara á einu sviði, ekki bara á tveimur, heldur langflestum. Vissu- lega má alltaf gera betur einhvers staðar og ég tel að fáir séu jafn vel til þess fallnir og það mæta fólk sem sit- ur nú við stjórnvölinn í Reykjavík. Þetta fólk hefur sýnt og sannað að þau eru hæf til starfans. Um miðborg Reykjavíkur Andri Júlíusson Miðborgin Miðborg Reykjavíkur er að mínu mati, segir Andri Júlíusson, ákaf- lega skemmtilegur og aðlaðandi staður. Höfundur er nemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hafnarstræti 5, 155 Reykjavík. Sími: 525-6060. Fax: 525-6099. Aðili að Verðbréfaþingi Íslands. Skráning hlutdeildarskírteina í sjóðdeild Vísitölusjóðs BÍ Vísitölusjóður BÍ hf. var stofnaður í september 2001 og fékk starfsleyfi þann 17. desember 2001 sem verðbréfasjóður sem eingöngu er heimilt að markaðssetja hér á landi, skv. 2. gr. laga nr. 10/1993 um verðbréfasjóði ásamt síðari breytingum. Vísitölusjóður BÍ hf. er deildaskiptur en hefur nú aðeins eina sjóðdeild, Úrvalsvísitölusjóð BÍ. Markmið sjóðdeildarinnar er að ná góðri ávöxtun og áhættudreifingu með því að fjárfesta í safni skráðra verðbréfa er byggir á Úrvalsvísitölu Verðbréfaþings Íslands hf. á hverjum tíma. Hlutdeildarskírteini í Úrvalsvísitölusjóð BÍ er ætlað hvort heldur sem er einstaklingum eða lögaðilum. Lágmarksfjárfesting er kr. 10.000 að söluverði eða kr. 5.000 í áskrift. Sölugengi endurspeglar verðmæti eigna sjóðdeildarinnar á hverjum tíma og getur breyst á sölutímabilinu í takt við breyttar markaðsaðstæður. Innifalið í sölugengi er þóknun söluaðila. Söluaðilar eru Búnaðarbankinn Verðbréf og útibú Búnaðarbanka Íslands hf. Umsjón með skráningu hefur Búnaðarbankinn Verðbréf, Hafnarstræti 5, 3. hæð, Reykjavík. Verðbréfaþing Íslands hf. hefur samþykkt skráningu hlutdeildarskírteina Vísitölusjóðs BÍ hf. og verða þau skráð þann 28. desember 2001. Skráningarlýsing og önnur gögn um Vísitölusjóð BÍ hf. liggur frammi hjá Búnaðarbanka Íslands hf. og á vefslóðinni www.bi.is/verdbref. Tilkynning um skráningu á Verðbréfaþing Íslands hf. Úrvalsvísitölusjóður BÍ Vísitölusjóður BÍ hf. F í t o n / S Í A F I 0 0 3 8 5 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.