Morgunblaðið - 28.12.2001, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 28.12.2001, Qupperneq 51
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2001 51 ✝ Friðjón Kristins-son fæddist í Jarðbrúargerði í Svarfaðardal 30. maí 1925. Hann lést á heimili sínu í Reykja- vík 16. desember síð- astliðinn. Hann var elsta barn hjónanna Kristins Gunnlaugs- sonar, trésmiðs og bónda á Hjalla við Dalvík og Jóhönnu Guðrúnar Jónsdótt- ur. Eftirlifandi systk- ini Friðjóns eru: 1) Gunnar Reynir, maki Ingibjörg Arngrímsdóttir, og eiga þau tvö börn, Gígju og Úlfar; og Elín Sóley og á hún einn son, Kristin, maki Steinþóra Þórisdótt- ir og eiga þau tvö börn. Hálfsystk- ini Friðjóns af fyrra hjónabandi föður hans voru: Gunnlaugur, Rósa og Þorleifur, öll látin. Friðjón kvæntist í júlí 1950 Frið- riku Margréti Guðjónsdóttur, f. 2. okt. 1916 og lifir hún mann sinn. Börn þeirra eru: 1) Elsa Björg, f. 23. nóv. 1951, gift Bjarna Oddssyni, f. 12. nóv. 1948 og eiga þau þrjár dætur. 2) Sveinbjörn, f. 22. mars 1954, kvæntur Sigrúnu Árnadóttur og eiga þau þrjú börn. Einnig eignað- ist Sveinbjörn son fyrir hjónaband, Magnús Arnar. Frið- jón ól einnig upp stjúpdóttur, Önnu Jónu. Hún er gift Bertil Friberg og eiga þau tvær dætur. Starfsvettvangur Friðjóns var alla tíð á Dalvík. Hann var versl- unarstjóri í mörg ár og fyrsti um- sjónarmaður Byggðasafns Dalvík- ur að Hvoli. Síðustu tuttugu starfsárin vann hann hjá Pósti og síma á Dalvík sem afgreiðslumað- ur. Síðustu sex árin bjuggu þau hjón í Reykjavík. Útför Friðjóns fer fram frá Dal- víkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Í dag kveðjum við elskulegan bróður minn er andaðist eftir snarpa baráttu við illvígan sjúkdóm 16. desember síðastliðinn. Árið 1999 greindist hann fyrst með þennan sjúkdóm og gekkst þá undir erfiðar aðgerðir en naut síðan tveggja góðra ára Aldrei heyrðist æðruorð um sjúkdóminn, öllu tekið með jafn- aðargeði. Friðjóni var margt til lista lagt og fengu sveitungar hans að njóta þeirra hæfileika. Var gjarnan til hans leitað er mannfagnaðir voru haldnir. Einnig lék hann með Leikfélagi Dalvíkur á sínum yngri árum og þótti takast vel til og var í stjórn fé- lagsins um árabil. Auk þess skemmti hann á samkomum með upplestri og flutningi gamanmála. Friðjón var einstaklega skapgóður maður, þó ákveðinn þegar því var að skipta. Ætíð var hann reiðubú- inn að rétta öðrum hjálparhönd, ekki síst þeim er minna máttu sín. Varð hann mjög vinsæll maður. Aðeins lítið minningarbrot frá bernskudögum. Faðir okkar dó frá okkur ungum. Einn daginn kom Friðjón bróðir okkar heim með fag- urlega útskorið dúkkurúm sem hann hafði sjálfur smíðað af miklum hagleik fyrir litlu systur sína. Og gleðin var óblandin hjá lítilli hnátu. Friðjón hafði yndi af hestum og naut þess að annast um sín eigin hross og fara í útreiðartúra með vinum sínum. Hann hafði sérstaka ánægju af að lesa góðar bækur, ekki síst á sviði ættfræði og um hagi lands og þjóðar. Þegar Friðjón var á 17. ári stefndi hann á nám en varð að hætta við sökum veikinda afa okkar sem var helsta stoð móð- ur okkar eftir andlát föður okkar. Hafði Friðjón þó ríka hæfileika til náms. Árið 1995 fluttu þau hjón Frið- rika og Friðjón til Reykjavíkur og vissum við að það var erfið ákvörð- un fyrir hann. En á móti kom að þar var hann nálægt börnum sínum og naut nærverunnar við þau síð- ustu æviárin. Þau bjuggu sér fal- legt heimili í Dverghömrum 8 því þau voru samtaka í snyrtimennsk- unni. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Að lokum votta ég Friðriku og öllum öðrum aðstandendum inni- lega samúð og ég þakka bróður mínum innilega umhyggjuna sem hann sýndi mér og mínum. Með fylgir kveðja frá syni mínum og fjölskyldu hans. Guð blessi minn- ingu góðs drengs. Elín S. Kristinsdóttir. FRIÐJÓN KRISTINSSON ✝ Pétur HafsteinnPétursson var fæddur í Reykjavík 24. september 1932. Foreldrar hans voru Pétur Guðfinnsson bifreiðastóri, f. 13. febrúar 1899, d. 10. mars 1985, og Guð- björg Guðmundsdótt- ir, f. 20. september 1905. Systkini Péturs eru Guðfinnur, Sig- urbjörg, Sigríður, látin, Karl og Una. Pétur kvæntist Ernu S. Júlíusdóttur, börn þeirra er Guðfinna, Guðríður Katrín, Guðbjörg Lilja og Júlíus Pétur. Síðar kvæntist Pétur Lilju Bögeskov, sonur þeirra er Haf- steinn Þór, sonur Lilju er Smári Grétar. Með Gerðu Eiríksdóttur átti Pétur Eyrúnu Ingu. Eftirlifandi kona Péturs er Edda Hermannsdóttir, hennar börn eru Hermann, Bryndís, Dagný, Sverrir og Viðar. Barnabörnin eru 13 og barna- barnabörnin 5. Pétur hóf störf hjá Olíufélaginu hf. 1. september 1946 þá 14 ára og starfaði hjá því í 53 ár, fyrst sem sendisveinn síðar sem bíl- stjóri og loks á aðalskrifstofu. Útför Péturs fer fram frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku Pétur afi. Nú ert þú hjá Guði og orðinn að engli. Er við skreyttum jólatréð sett- um við þig einnig á það. Við viljum þakka þér fyrir allar stundirnar sem við áttum saman, sérstaklega þökk- um við fyrir er við horfðum á Tomma og Jenna saman heima hjá þér og ömmu. Afi, við pössum ömmu fyrir þig og allir hinir. Elsku amma okkar, Guð passar afa. Guð læknar ekki allt en hjálpar okkur í sorg okkar. Afa líður betur núna og við ætlum að hjálpa þér. Benjamín Jochum, Dóróthea Sig- ríður og Kristjana Anna. Fyrir tæpum tveimur árum greind- ist þú með illvígan sjúkdóm sem þú barðist við æ síðan. Orusturnar urðu margar, sumar unnust en aðrar töp- uðust. Frá upphafi var ljóst að erfitt yrði að vinna stríðið og svo fór að lok- um að þú varðst að játa þig sigraðan en okkur sem vorum með þér síðustu dagana er ljóst að þú varst hvíldinni feginn. Þrátt fyrir tengsl kynntumst við ekki að ráði fyrr en upp úr 1990 þegar þú og móðir mín hófuð sambúð. Sam- skipti og vinátta þróaðist hratt á næstu árum enda ávallt mikill sam- gangur á milli fjölskyldu minnar og ykkar. Þegar þið hófuð að byggja rað- hús í Grafarvoginum í ársbyrjun 1995 reyndi ég að hjálpa eftir mætti og urðum við þá strax miklir mátar. Eft- ir að ég flutti í Grafarvoginn með fjöl- skyldu mína haustið 1997 urðu þær margar gönguferðirnar til ykkar mömmu í kvöld- eða síðdegiskaffi. Þú hafðir mikið yndi af útiveru og voru þínar bestur stundir tengdar veru ykkar mömmu í Hnausi við upp- græðslu og aðrar framkvæmdir. Þar hafið þið í sameiningu komið upp sælureit sem þið skírðuð Víðigerði. Þar skín natni og umhyggja úr hverju handbragði en dvöl þar mun framveg- is hljóma öðruvísi en áður. Þar vantar hvellin og snjöll tilsvör, beittan húm- orinn og ákveðnar skoðanir þínar sem enginn komst hjá því að heyra. Þú hafðir lengi óskað þess að sett yrði upp hlið við innkeyrsluna að bústaðn- um en heilsubrestur hafði komið í veg fyrir að af því yrði. Það varð þér því mikil ánægja þegar þú fékkst með þér austur hóp manna síðastliðið haust til að setja upp hliðið og veit ég að sú framkvæmd gladdi þig mjög. Tryggð þín við Olíufélagið ESSO var einstök enda varð það fljótt hluti af ferðalög- um fjölskyldu minnar erlendis að finna bíla, leikföng eða annað með merki ESSO til að færa Pétri afa. Góð- ir vinir eru vandfundnir og eiga fæst okkar marga slíka. Þrátt fyrir 36 ára aldursmun náðum við mjög vel saman og varðst þú strax einn af mínum allra bestu vinum. Fyrir það er ég þakk- látur. Þeir sem þekktu okkur báða höfðu oft á orði að við værum líkir. Okkur fannst óþarfi að henda því sem „kemur að góðum notum síðar“. Þetta kölluðum við „gullin“ okkar og gerðum óspart grín að, „þetta eru genin“. Þetta gátu jafnt verið gamlar spýtur, brotnar gangstéttarhellur eða gamlir bílavarahlutir. Þetta kom sér oft vel og gengum við hvor í gull annars jafnt og okkar eigin. Ég á ennþá mörg gull sem ég veit að þú hefðir viljað nýta en af því getur því miður ekki orðið. Þeir eru margir sem sakna eigin- manns, föður, tengdaföður, afa, lang- afa og ekki síst einstaks vinar. Ég kveð þig með miklum söknuði, kæri vinur, og veit að við hittumst síðar og þá verður vel tekið á móti mér. Þinn vinur, Viðar Karlsson. Við Pétur áttum samleið í 23 ár, og á þeim árum komum við okkur upp hlýlegu heimili er við byggðum hús í Garðabænum. Þegar við hófum bú- skap átti ég fyrir einn son og Pétur fimm börn. Síðan eignuðumst við einn son saman og Títla hundurinn sem við áttum og veitti mörgum ánægju náði 17 ára aldri. Svo fóru tengdabörnin að koma eitt af öðru og í framhaldi þess urðu barnabörnin tólf á jafn mörgum árum. Það var því oft líf og fjör í Eini- lundinum hjá okkur. En svo fór að leiðir okkar lágu ekki lengur saman. Pétur var góður maður og vil ég þakka fyrir þau ár er við áttum saman í þessari jarðvist. Ég bið Guð að styrkja Guðbjörgu, háaldraða móður Péturs sem dvelur á Hrafnistu. Einnig alla þá er syrgja hann sárt og sendi þeim mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Vor ævi stuttrar stundar er stefnd til Drottins fundar, að heyra lífs og liðins dóm. En mannsins sonar mildi skal máttug standa’ í gildi. Hún boðast oss í engils róm. (Einar Ben.) Lilja. PÉTUR HAFSTEINN PÉTURSSON  %               &        H ,  : H *  ;G7  &+& -             9   "($$ 8+    )+   H      )+ (H   )+ H H   ( )+ ;0)+H   ))@ )+ 0:)(0 )@++:)+ &;  '+  //*2  %       ,.4-8 : :    - &     5' = & /         -  * '   ./       .8+)+2 5 %   '  -  /   . ,     2   "!   >        '/ 2/     >    2   6   %  ? /-     ,   1    2        '-          @'   4'  , / / '   /  /'*    :) 2  %   '       45M 45  :   ( ) -         .-4 '     !   "$+$ 0'*)()+ 00/  M0)+2                     ,405 , .+F! / B" .+F!     3 4'   .-         -9)+ /* )/* //* /// %  2  %           &      0 @2454 ; DG %&'!(&     3 4'    .-  -   A    (  )+     )  +  )  0)+  )  0:  )    ) 0)+   %0)+  .(0)+)+ K  //* ///*2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.