Morgunblaðið - 03.02.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.02.2002, Blaðsíða 18
– „Þegar það var rafmagnslaust í síðustu viku var ég fastur í lyftu í þrjá tíma.“ – „Það er nú ekkert! Ég var fastur í rúllustiga í fjóra tíma!“ (Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir) en ég hef reynt hvort tveggja.“ Manstu einhvern góðan barnabrandara? „Já, ring ring. Raggi: Halló, er Hralli heima. Lalli: Það á enginn Hralli heima hér. Raggi: Nú, mér heyrist þetta vera Hralli, þetta er Raggi hérna. Lalli: Æ, ert þetta þú Raggi, hættu að kalla mig Hralla það fer í taugarnar á mér, hvað ertu að spá? Raggi: Ég var að spá hvort þú vildir koma í heimsókn til mín að horfa á Hrukku Hráka.“ Garnirnar raktar úr fyndnasta manni Íslands Sá sem nú ber titilinn fyndnasti maður Ís- lands heitir Úlfar Linnet og er gáfulegi náunginn hérna með bláa hjálminn. Hann er auðvitað mjög skemmtilegur og var meira en lítið til í að spjalla við barnablað- ið. Bara þægur og kurteis Hefur þú alltaf verið fyndinn? „Nei, ég var ekki fyndið barn, ég var svo vel upp alinn og þægur að ég bullaði aldrei neitt, þuldi bara upp reglur um kurteisi og framkomu í hvert skipti sem ég opnaði munninn.“ Hvað var það fyrsta fyndna sem þú gerðir eða sagðir? „Hummmm... mér fannst það ekki fyndið þá en ég fór að gráta þegar ég komst að því að mér er það lífsins ómögu- legt að blikka bara vinstra auganu og halda því hægra opnu á meðan. Þá var ég 5 ára, núna er ég 21, og hefur lítið farið fram.“ Hvernig varðstu fyndinn? „Ég held að einn morguninn þegar ég geispaði mikið hafi púki farið inn um munninn og ofan í maga og búi þar. Þá hætti ég að vera kurteis og fór að fíflast og vera með læti, það þótti mér fyndið.“ Spýtukarl og legokarl! Geturðu gefið krökkum ráð í sambandi við uppistand? „Já, mér finnst mest gaman að heyra brandara sem eru frumsamdir, og þegar maður er með uppistand er gott að segja sögur sem maður hefur upplifað eða sam- ið.“ Er gaman að vera brandarakarl? „Já, það er mjög gaman, það er alla- vega miklu skemmtilegra að vera brand- arakarl heldur en spýtukarl eða legokarl, „Ég get ekki blikkað með vinstra auga!“ Frumsamdir brandarar bestir Litið Guffa Sumir páfagaukar geta sagt brandara. Það er fyndið. Í mörgum teiknimynd- um, eins og Tomma og Jenna, eru dýr fyndin. Ef maður fer í fjölleikahús má stundum sjá dýr gera ótrúlega fyndna hluti. En reyna dýr einhvern tímann að vera fyndin? Er ekki kímnigáfa eitthvað sem tilheyrir bara manneskjunni? Áþessum myndum er kínverski bambusbjörnin Yingying að sýna listir sínar en hann kann að herma eftir mannfólkinu á marga vegu. Er það ekki einmitt málið? Okkur þykir fyndið að sjá dýr herma eftir okkur. Ef manneskja myndi gera það sama og Yingying, myndum við þá hlæja? Varla… Eru dýr fyndin? Nú hafa dómararnir í brand- arakeppninni legið dag og nótt yfir innsendu bröndurunum. Það var úr miklu að moða og erfitt að komast að niðurstöðu, enda greinilega mikið um góða brand- arakarla og -kerlingar hér á landi. Dómnefndina skip- uðu Þorgrímur Kári Snævarr, 8 ára, Gríma Björg Thorarensen, 10 ára, og Árni Dagur Magnússon, 12 ára. Þeir tíu sem áttu bestu brandarana eru: Alda Rún Ingþórsdóttir, 10 ára Alexandra Garðarsdóttir, 11 ára Björg Georgsdóttir, 11 ára Gróa Ómarsdóttir, 11 ára Heiðrún Kristinsdóttir, 11 ára Íris Tanja Ívarsdóttir, 12 ára Jóna Rán Pétursdóttir, 10 ára Jóakim Pálsson, 10 ára Jón Kristján Jónsson, 8 ára Katrín og Ásta Magnúsdætur, 7 ára Þeir vinningshafar sem komast munu mæta í Ævintýraland í Kringlunni kl. 15 í dag og segja brandarana sína uppi á sviði, auk þess að taka við verðlaununum sínum. Skorað er á sem flesta grínara að koma, en aðgangseyrir er 400 krónur fyrir fyrsta klukkutímann. Allir sem koma mega fara upp á svið og segja sinn brandara og láta reyna á hvort leynist í þeim grínaragenið … Gaman, gaman! Uppistand í Ævintýralandi í dag Leynist í þér grínaragen? Þessi leikur getur verið ótrúlega fyndinn. Þið þurfið að taka maskínupappír og hengja fyrir dyrnar. Síðan skerið þið litla rifu á pappírinn. Þið skiptist á að stinga nefinu í gegnum rifuna og sá sem er ’ann á að giska á hver á nefið. Það má strjúka smá og pota en ekki meiða. Þegar sá sem er ’ann giskar rétt á nefeigand- inn að giska næst. Nef, nef, seg þú mér … Þessi kímnisaga (fínt orð fyrir brandara) er í Þjóðsögum Jóns Árnasonar og sannar að Íslend- ingar hafa löngum verið fyndið fólk. Einu sinni voru kóngur og drottning í ríki sínu. Þau áttu sér eina dóttur. Kóngur hafði lofað hverjum þeim dóttur sinni, sem segði sér það, sem hann tryði eigi. Ekkjusonur einn tók sig til og bauðst til að segja kóngi sögu: „Ég var eitt sinn hjá móður minni í eldhúsi. Hún þeytti ofan af undanrennu svo kröftuglega að þeytiáhaldið náði upp um eldhús- strompinn og allt upp til himna. Þá tók ég eldhússkörung móður minnar og pjakkaði mig með hon- um upp til himna.“ „Hvað var þar starfað?“ spyr kóngur. „Frelsarinn bar upp hey, sankti Pétur flutti heim heyið á rauðkúf- óttri meri, María bakaði brauð og gaf mér eina brauðköku. Síðan vildi ég heim, og þegar ég kom á himnabarminn, settist ég niður og leitaði mér lúsa, tók úr þeim allar garnirnar, hnýtti þær saman á festi, batt festarendann við himnabarminn og rann niður eftir festinni. Þegar hún var á enda sá ég naut vera að drekka við læk beint fyrir neðan mig. Ég sleppti fest- inni, en nautin höfðu séð mig og litið upp, og lenti ég í kjafti lang- stærsta nautsins. En þér áttuð öll nautin, konungur. Þegar ég var kominn ofan í nautið var þar fagurt um að litast og gekk ég herbergi úr herbergi aftur í nautið. Síðast kom ég í langskrautlegasta herbergið. Þar sátu tólf við borð og voruð þér innstur, herra minn.“ „Þar lýgur þú,“ sagði konungur, „aldrei hef ég í nautsrassi verið.“ Og fékk þá strákur konungs- dóttur. Himnaförin Hér koma nokkrar síður þar sem sem hægt er að lesa brandara á Netinu.  www.trassi.is/3/5.html  ms.is/magni www.spirall.is/krakkar/brandarar.html  www.emmess.is/skemmtun/brandarar.htm  www.ma.is/nem/harpaelin/jokes.htm frontpage.simnet.is/bsig/brandarar1.htm  www.ismennt.is/not/bjorgvk/gullmoli.htm Nokkrir góðir á Netinu Einn góður …

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.