Morgunblaðið - 17.02.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.02.2002, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2002 37 verkið, enda varð fáninn glæsilegur. Hann var notaður við öll hátíðleg tækifæri hjá félaginu í 55 ár og er nú varðveittur á heiðursstað í Víkinni. Nýr fáni var tekinn í notkun á 90 ára afmæli Víkings 1998 og var eldri fán- inn fyrirmynd að gerð hans. Þótt Þorlákur hafi hin síðari ár minnkað bein störf fyrir Víking var áhugi hans samur og áður, sem lýsti sér m.a. í því að hann kom í Víkina, lágmark einu sinni í viku, til að sjá leik, taka þátt í getraunum, sækja fundi, fylgjast með framkvæmdum eða einhverju því sem vakti áhuga hans. Við þessi tækifæri kom hann ósjaldan á framfæri skoðunum sínum um ýmislegt sem til framfara horfði, ávallt af kurteisi og sanngirni og alltaf var mjög augljós áhugi hans á að gera veg Víkings sem mestan. Fyrir mik- ilvægt framlag sitt til Víkings hefur Þorlákur að vonum verið sæmdur öll- um viðurkenningum félagsins; silfur- merki 1958, gullmerki 1968, gull- merki með lárviðarsveig 1983 og árið 1990 var hann gerður heiðursfélagi Víkings. Þá var hann sæmdur gullmerki ÍSÍ árið 1983, gullmerki KSÍ árið 1992, gullmerki KRR með lárviðarsveig ár- ið 1959 sem og dómaramerki KRR ár- ið 1963. Hvar sem Þorlákur kom að málum bar öll framganga hans vitni um ein- lægan áhuga hans á íþróttum og sterkan vilja til að láta gott af sér leiða í þeirra þágu. Þorláki eru færðar þakkir fyrir mikil og góð störf, en ekki síst áhugann og hvatninguna sem geislaði af honum. Víkingar kveðja góðan vin og fé- laga með virðingu og söknuði og þakka fyrir samfylgdina. Minningin um heiðursvíkinginn Þorlák Þórðarson lifir í huga okkar. Víkingar senda eiginkonu hans, börn- um og fjölskyldu innilegar samúðar- kveðjur. Þór Símon Ragnarsson. Kveðja frá Þjóðleikhúsinu Einn af elstu starfsmönnum Þjóð- leikhússins er látinn. Þorlákur Þórðarson hóf störf hjá Þjóðleikhúsinu strax við opnun leik- hússins árið 1950. Hann starfaði lengi vel sem sviðsmaður en með tímanum var honum falin leiksviðsstjórn og umsjón með sýningum Litla sviðsins svokallaða, sem fyrst var til húsa í Lindarbæ, síðar í Leikhúskjallaran- um og frá árinu 1986 í kjallara Jóns- húss við Lindargötu, þar sem það er starfrækt enn í dag. Þorlákur hafði til að bera þá eig- inleika góðs leikhússtarfsmanns, að hann lagði líf og sál í starf sitt og leik- húsið hafði allan forgang þegar á þurfti að halda. Hann ávann sér í ár- anna rás ekki bara mikla og dýrmæta þekkingu á lögmálum leikhússins, heldur líka vináttu og aðdáun sam- starfsmanna sinna. Sjálfur kynntist ég Þorláki aðal- lega eftir að hann var orðinn umsjón- armaður litlu sviðanna, fyrst í Lind- arbæ og Leikhúskjallaranum, þar sem ég leikstýrði mínum fyrstu sýn- ingum í Þjóðleikhúsinu: Elliheimilinu og Liðinni tíð. Hann tók á móti mér af kurteisi en lét mig finna frá fyrsta degi að í leikhúsi giltu ákveðin lögmál, sem hann átti að standa vörð um og verkaskipting var skýr. Á árum þeim, sem eftir fylgdu, átti ég oft skemmti- legt samstarf við Þorlák sem leik- stjóri og eftir að ég varð þjóðleikhús- stjóri áttum við mikið samstarf. Þorlákur hélt vel utan um það sem honum hafði verið trúað fyrir. Hann tók hlutina föstum tökum og lét sér mjög annt um Litla sviðið. Hann var ekki aðeins umsjónarmaður og leiksviðsstjóri, heldur var hann þar sannur kóngur í ríki sínu, stjórn- aði sínu fólki af festu en alúð og skap- aði þar ýmsar góðar hefðir. Að lokn- um frumsýningum viðhafði hann ákveðna seremóníu: gaf hverjum listamanni rauða rós og ekta brenni- vínstár og hélt svo ræður, þar sem víða var komið við og sýndu oft á hon- um allt aðrar hliðar en þær sem hann sneri að samstarfsfólkinu í erli dags- ins. Hann var glaðlyndur og gat verið léttur í lund, þótt sem fyrr segir hann væri í strangari kantinum þegar hon- um þótti ástæða til. Eins og sannur leikhússtarfsmaður hafði hann ódrep- andi áhuga á leiklist og ég hef grun um að hann hafi á sínum tíma langað að standa oftar í sviðsljósinu en starf hans bauð upp á. Mér er minnisstætt er hann eitt sinn á lokahófi brá á leik á Stóra svið- inu og skemmti okkur með ágætum leiktilþrifum við mikla kátínu og ég veit að það yljaði honum mjög um hjartarætur, að sonur hans, Randver, kaus að helga líf sitt leikhúsinu sem leikari. Þorlákur átti erfitt með að slíta sig frá leikhúsinu, þegar aldurinn færðist yfir og hann átti rétt á að draga sig í hlé. Eftir að ég kom til starfa sem leikhússtjóri hætti hann a.m.k. í þrí- gang fyrir aldurs sakir en hóf alltaf störf á ný, því þegar á hólminn var komið var skemmtilegra að fullnýta leyfið til starfa en njóta elliáranna heima. Meira að segja eftir að hann lét formlega af fullu starfi vann hann áfram um árabil sem lausamaður og síðustu misserin fékk hann leyfi leik- hússins til þess að koma nokkrum sinnum í mánuði í sjálfboðavinnu til þess að ljúka við að flokka og raða gömlum handritum og leikskrám á bókasafni leikhússins, en það verk- efni var honum hugleikið og naut áhuga hans og krafta síðustu árin. Það eru ekki nema nokkrir dagar síðan hann kynnti mér nýjustu hug- myndir sínar um fyrirkomulag þeirra hluta. Við, sem nutum þess að starfa með honum um áraraðir, söknum hans öll. Yngra samstarfsfólki var hann verð- ug fyrirmynd vegna þess hve allt verklag, umgengni og afstaða til leik- hússins litaðist af virðingu og þekk- ingu þess sem helgað hefur þessum vinnustað starfsævi sína. Samt komst hann yfir ótal hluti aðra, þótt ekki sé mér eins um þá kunnugt. Hann var mikill íþróttaunnandi og virtur knatt- spyrnudómari og framámaður Knatt- spyrnufélagsins Víkings. Hann átti líka góða félaga í kaffiklúbbi þeim, sem hann drakk með morgunkaffi dag hvern utan leikhússins, og við gerðum stundum grín að honum fyrir það, að á sama tíma á hverjum morgni hvarf hann af vettvangi í þann leynd- ardómsfulla félagsskap. En kom tvíefldur til baka og margvann af sér fjarveruna. Þorláks verður sárt saknað af öll- um þeim mörgu samstarfsmönnum hans í Þjóðleikhúsinu sem urðu hon- um samferða gegnum árin. Eiginkonu hans, Björgu, syni hans, Randveri, og fjölskyldunni allri send- um við okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning þessa mæta leikhússtarfsmanns. Stefán Baldursson. Það stendur svo illa á, að ég get ekki fylgt gömlum vini og samverka- manni, Þorláki Þórðarsyni leiksviðs- stjóra úr hans jarðneska hlaði á morgun og því verða þessar fátæk- legu línur að duga í kveðjuskyni. Því ekki fer hjá því að margs er að minn- ast, enda var Þorlákur einn af mínum nánustu samstarfsmönnum á Þjóð- leikhúsárum mínum. Þegar ég kom til starfa í leikhúsinu hafði Þorlákur ver- ið þar lengi á sviðinu og orð fór af því að kannski væri hann tilbúinn að glíma við ný verkefni. Og þannig vildi til, að strax á öðru starfsári mínu í leikhúsinu opnuðum við Litla sviðið í Leikhúskjallaranum. Ég fól Þorláki umsjón þess og fór þar ekki manna- villt, því hann efldist að áhuga og var vakinn og sofinn yfir hverju því sem þar fór fram öll mín ár í leikhúsinu og gott betur – eða þar til hann lét af starfi fyrir aldurs sakir. Algengt var að þær leiksýningar sem áttu sér hreiður í kjallaranum, færu að lyfta sér til flugs og flakks, bæði hér innan lands – og utan. Frægust þeirra allra varð INUK og fór Þorlákur allar þær ferðir með hópnum, fararstjóri og tæknistjóri og lætur að líkum að þá þurfti að hnýta marga hnúta. Þorlákur sinnti skyldum sínum á Litla sviðinu ekki aðeins af skyldu- rækni og færni sinni, heldur hafði hann hæfileika til að gera hverja stund svolítið hátíðlega og einstaka og til dæmis kom hann sér upp helgi- siðum eftir allar frumsýningar sem í einfaldleika sínum og örlæti urðu afar minnisstæðar. Eitt lítið staup og ein rós. Reyndar var Þorláki svo annt um sitt barn, Litla sviðið, að við kölluðum hann oft leikhússtjórann, ég kallaði hann starfsbróður og eftir þessar um- ræddu frumsýningar kepptum við síðan hvor við annan í ræðuhöldum. Þorlákur bjó yfir góðri greind, hafði hlýja nærveru, var meðfædd kurteisi og var þeim listamönnum sem á sviðinu unnu mikil stoð og stytta. Hann kunni í senn að sinna sínu og vinna í hóp, enda minnir mig hann hafi verið knattspyrnuhetja á sínum yngri árum. Það er einkennilegt að hafa verið samferða fólki nálega daglega um margra ára skeið og svo allt í einu að sjá það ekki svo mánuðum skiptir. Í raun getur maður oftast tekið upp þráðinn eins og menn hafi fellt talið í gær, það þarf engan formála að end- urkynnum. En gaman fannst mér alltaf eftir að ég hætti í leikhúsinu að koma á frumsýningarnar hjá Þorláki – þær voru þá komnar yfir í Jónshús – því að hann tók manni alltaf eins og hann væri að endurheimta mann. Það yljaði. En til þess þurfti líka jafn gró- inn og þroskaðan leikhúsmann sem Þorlákur var. Ég þakka samfylgdina og bið að- standendum blessunar. Sveinn Einarsson. Nú þegar ég kveð góðan dreng og vinnufélaga minn, Þorlák Þórðarson, með nokkrum fátæklegum orðum koma upp í hugann margar góðar minningar eftir fjörutíu ára kynni. Þegar ég flutti tólf ára drengur með foreldrum mínum í nýbyggingu í Stóragerði kynntist ég fljótlega vini mínum Randveri, sem leiddi til þess að ég kom oft á heimili hans, til þeirra heiðurshjóna Bjargar og Þorláks. Það má segja að Þorlákur hafi verið mikill örlagavaldur í lífi mínu því að hann út- vegaði mér vinnu hjá Þjóðleikhúsinu þegar ég var ungur maður. Eða eins og hann orðaði það nokkrum sinnum seinna á lífsleiðinni: „Ég ól þig upp og gerði þig að manni.“ Þorlákur var einn af mínum lærifeðrum. Hann kenndi mér réttu handtökin – hann kenndi mér á hinn flókna útbúnað er viðkemur leiksviði og uppsetningu leikmynda. Hann var traustur maður með mikinn húmor – sem reyndar var ekki allra. Og ef menn þekktu ekki Þorlák þeim mun betur gat hann átt það til að æsa menn upp úr öllu valdi með meinfyndni sinni og stríðni. Mér er sérstaklega minnisstætt eitt atvik. Það gerðist að tjaldabaki á sýningu á Íslandsklukkunni fyrir margt löngu. Hann var búinn að slá einn sviðs- manninn svo út af laginu að sá hinn sami gleymdi að fara inn á svið og skipta um leiktjöld á réttum tíma! Allt fór þó samt vel, því annar maður hljóp í skarðið, en Þorlákur skemmti sér manna mest og hló að öllu saman. Þeim fer fækkandi starfsmönnum Þjóðleikhússins sem starfað hafa við húsið frá upphafi. Þorlákur hóf störf sem starfsmaður á leiksviði skömmu eftir opnun hússins. Síðar varð hann fyrsti leiksviðsstjóri á Litla sviði Þjóðleikhússins, sem var fyrst til húsa í Leikhúskjallaranum, en fluttist seinna út í hús Jóns Þorsteinssonar. Þorlákur var einn af þeim mörgu sem unnu verk sín á bak við tjöldin. Hann var stoð og stytta þeirra sem voru sýnilegir áhorfendum. Það eru nokkur ár síðan Þorlákur hætti sem fastráðinn starfsmaður á þeim vinnustað sem hafði átt hug hans allan um svo langt skeið. Og svo erfitt átti hann með að slíta sig frá vinnustaðnum að hann fékk leyfi hjá ráðamönnum hússins til að líta inn nokkrum sinnum í mánuði og skrá- setja og merkja gamlar leikskrár. Þorlákur var einn af stofnendum Félags tæknimanna Þjóðleikhússins og formaður þess til fjölda ára og fyr- ir störf sín var hann gerður að heið- ursfélaga fyrir nokkrum árum. Mig langar til að þakka Þorláki fyr- ir góða samfylgd. Ég vil þakka honum fyrir „uppeldið“ og minningar sem munu lifa með mér alla tíð. Megi hann hvíla í friði. Eftirlifandi konu hans, Björgu, syni þeirra Randver og dætr- unum Sigríði og Margréti, tengda- dóttur, tengdasonum og barnabörn- um sendum við Andrea og Daníel okkar innilegustu samúðarkveðjur. Páll Ragnarsson.  Fleiri minningargreinar um Þor- lák Þórðarson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.                                                   !  "#$  $ % $  &    '((  !"#$% ""&'$( $% ""&#(&("" $% ""&&)" *$+ & (, &'$(  -."#/#$% ""&&)" )0# " ."/                                     !"#$% & '(    )** + ,         #  " $   #, "       -     #$%  "   **)./0(0**  !"# $ % "!# !# & $ '$ ()* ))+,# $ !)"" !"-! .## ""#$+ $ /#                                         !      "    #   !"#$% & ' $   & '% ()  %" ""%   *"+ % ' $   $ "$ )  %" (%'% "$    %+ !"  %"    ) $   (%'% , - "$   +, ",- ".                                                 !   ""# $                 %       &   '   ( )  !" !"    #!"  $  % #  &  '! ( (! ! )                                  !" "                  !"" # $ % %&&   '  % %&&  #  ( % ) * # +&,) -%&&  %.  % ) /  %&&  #  %  % %&&   # * #$) . %&&  #  (  0  01 0  0  01  )#0  0  0  0 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.