Morgunblaðið - 19.02.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.02.2002, Blaðsíða 14
SUÐURNES 14 ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ...á Mallorca ...á Benidorm ...á Krít ...í Portúgal ...til Alicante Ó d‡ ra st ir al ls st a› ar Ó d‡ ra st ir al ls st a› ar Verðdæmi á mann með SólarPlús2. september.Innifalið: Flug, gisting í 2 vikur (ekkifyrirfram vitað um nafnið), ferðir til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. M.v. 2 fullorðna og 2 börn 2ja-11 ára. Flugvallarskattar, 3.730 kr. fyrir fullorðna og 2.955 kr. fyrir börn, ekki innifaldir. 39.900kr. Verðdæmi á mann með SpariPlús. Innifalið: Flug, gisting á Tropic Mar í 2 vikur, ferðir til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. M.v. 2 fullorðna og 2 börn 2ja-11 ára. Flugvallarskattar, 3.730 kr. fyrir fullorðna og 2.955 kr. fyrir börn, ekki innifaldir. 46.600kr. Verðdæmi á mann með SpariPlús. Innifalið: Flug, gisting á Skala í 2 vikur, ferðir til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. M.v. 2 fullorðna og 2 börn 2ja-11 ára. Flugvarllaskattar, 4.470 kr. fyrir fullorðna og 3.695 kr. fyrir börn, ekki innifaldir. 54.700kr. Verðdæmi á mann með SpariPlús. Innifalið: Flug, gisting á Sol Dorio í 2 vikur, ferðir til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. M.v. 2 fullorðna og 2 börn 2ja-11 ára. Flugvarllaskattar, 4.455 kr. fyrir fullorðna og 3.680 kr. fyrir börn, ekki innifaldir. 49.700kr. Verðdæmi á mann miðað við brottför 2. apríl eða 22. maí. Innifalið er flug. M.v. 2 fullorðna og 2 börn 2ja-11 ára. Flugvallarskattar, 3.730 kr. fyrir fullorðna og 2.955 kr. fyrir börn, ekki innifaldir. 26.900kr. Hlí›asmára 15 • Kópavogi Opi› í dag kl. 13-16 Uppselt 17. júní og 15. júlí. Uppselt 31. júlí. Uppselt 30. maí og 20. júní. Uppselt 18. júní og 16. júlí. MIKIL stemmning var í fé- lagsmiðstöð Reykjanesbæjar, Fjörheimum, sem eru í félags- heimilinu Stapanum í Njarðvík, þegar Morgunblaðið leit þar inn síðastliðið föstudagskvöld. Þang- að voru komnar 45 stúlkur úr Reykjanesbæ á aldrinum 13–15 ára og ætluðu að verja nóttinni saman. Þegar þær voru inntar eftir því hvort það vantaði ekki stráka í hópinn voru þær fljótar til svars: „Nei, enga stráka, takk.“ Starfsemi Fjörheima er mjög blómleg og unglingarnir duglegir að koma hugmyndum sínum á framfæri, að sögn Nilsinu Larsen Einarsdóttur, Nillu, starfsmanns félagsmiðstöðvarinnar. „Við erum með fjöreggjaleik í gangi, en hann gengur út á það að ungling- unum er skipt upp í fjöreggjalið og samanstendur hvert þeirra af þremur einstaklingum sem verða að geta unnið vel saman. Lið get- ur tekið að sér að undirbúa ein- hvern atburð, komið með hug- myndir eða aðstoðað okkur starfsmenn við framkvæmd skemmtikvölds, eins og raunin er í kvöld. Það voru þrjú fjör- eggjalið sem aðstoðuðu okkur við undirbúning þessa kvölds og fá fjöregg eins og alltaf fyrir virka þátttöku. Liðin þurfa að fá ákveð- inn fjölda stiga til að komast með í vorferðalagið og það lið sem fær flest stig þarf ekkert að borga fyrir ferðina,“ sagði Nils- ina. Ekki áhugi á strákanótt Stelpunóttin hefur fest sig í sessi í starfsemi Fjörheima og hafa þessar nætur verið haldnar í um áratug. „Það er aðeins ein stelpunótt á ári þannig að það er mikill spenningur í kringum hana. Það hefur hins vegar ekki gengið að halda strákanótt, það fer víst ekki saman við ímynd strákanna að eyða slíku kvöldi saman,“ sagði Nilsina. Þegar stúlkurnar voru inntar eftir því hvaða ástæðu þær héldu vera að baki voru þær fljótar til svars. „Þeim finnst þetta víst hommalegt og þeir segjast ekki geta sofið svona saman í hópi.“ – Eruð þið þá komnar hingað til að sofa? „Nei.“ Á þessum kvöldum og reyndar nóttum er mikið talað, spáð og spekúlerað en stúlkurnar fá einn- ig fræðslu, horfa á myndbönd, dansa og borða pítsur. Mesta spennan nú reyndist vera yfir leynigestinum, sem væntanlegur var síðar um kvöldið. Það reynd- ist vera Brenton Birmingham, körfuknattleiksmaður úr UMFN, og talaði hann við stúlkurnar, svaraði spurningum þeirra, gaf eiginhandaráritanir og sat fyrir á myndum með þeim. Nilsina sá sjálf um fræðslu- erindið sem að þessu sinni fjallaði um nauðgun og afleiðingu hennar og einnig um umskurð kvenna í þriðja heiminum. Hún valdi fræðsluerindið út frá V-deginum sem nýlega var haldinn. „Ég kynnti mér málið hjá Stígamótum og fékk hjá þeim bæklinga. Við munum svo fylgja þessu eftir með því að fá fræðsluerindi frá starfs- manni Stígamóta um miðjan maí.“ Það tók stelpurnar ekki langan tíma að koma dýnum sínum og svefnpokum fyrir og fóru þær því næst að huga að sínum áhuga- málum, tala í gsm-símana sem hringdu í öllum hornum, ræða um hugðarefni sín og spá í kvöldið. Þær voru að lokum spurðar hvort þær hefðu hlakkað lengi til þess- arar nætur. „Já, þetta er sko langskemmtilegasta nóttin í bæn- um og eitt af því besta við hana er að vera laus við foreldrana!“ Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Nilsina Larsen Einarsdóttir fræddi stelpurnar um afleiðingar nauðgunar og umskurð kvenna. Enga stráka, takk fyrir Njarðvík LIÐIN eru 50 ár frá vígslu nýs skólahúss Barnaskólans í Keflavík sem nú heitir Myllubakkaskóli. Af því tilefni er þemavika í skólanum. Í afmælisvikunni hefst skóladagur nemenda klukkan níu og stendur til hálftvö. Unnið er með þema og í smiðjum. Smiðjurnar eru aldurs- dreifðar og reynir þar á þau eldri að aðstoða þau yngri. Í þemanu vinna nemendur fyrsta til sjöunda bekkjar hver í sínum hópi en hinir eldri ald- ursblandast. Þessa daga verður skól- inn opinn fyrir gesti og gangandi og foreldrar sérstaklega hvattir til að líta inn, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá skólanum. Á föstudag verður síðan sérstök dagskrá í tilefni afmælisins, ef veður leyfir. Gert er ráð fyrir að allir nem- endur komi í röðum út á skólalóð klukkan níu. Þar tengjast raðirnar síðan saman, hönd í hönd, og afmæl- issöngurinn verður látinn hljóma. Blöðrum verður sleppt, farið í skrúð- göngu að eldri skólahúsum og til baka að Myllubakkaskóla þar sem ýmis skemmtiatriði verða. Sérstök dagskrá í afmælisviku Keflavík FORSTÖÐUMAÐUR umhverfis- og tæknisviðs Reykjanesbæjar tek- ur undir þau orð leikskólastjóra og stjórnar foreldrafélags að mikil og hröð umferð sé um götuna við leik- skólann Tjarnarsel í Keflavík og að- koma ekki nógu góð. Hann segir að óskir um úrbætur verði skoðaðar. Bæjarráð Reykjanesbæjar óskaði umsagnar skipulags- og byggingar- nefndar um ábendingar um slysa- hættu vegna hraðrar umferðar við Tjarnarsel og skort á bílastæðum. Viðar Már Aðalsteinsson, forstöðu- maður umhverfis- og tæknisviðs, segir að þegar leikskólinn var stækkaður hefði þurft að taka meira tillit til aðgengis, sem sé slæmt. Þarna sé til dæmis lítið um bílastæði. Viðar segir að víða séu óskir um hraðahindranir í bænum, það hafi komið nokkuð skyndilega upp. Ekki sé miklum fjármunum ætlað til slíkra verkefna í fjárhagsáætlun en óskir foreldra og leikskólastjóra verði að sjálfsögðu athugaðar og reynt að finna leiðir til úrbóta. Athuga möguleika á úrbótum Keflavík ♦ ♦ ♦ HEIMASÍÐA Reykjaneshallarinn- ar í Njarðvík var opnuð með form- legum hætti síðdegis á föstudag. Slóð síðunnar er www.reykjanesholl- in.is. Eggert Magnússon, formaður Knattspyrnusambands Íslands, opn- aði síðuna við athöfn sem fram fór áður en fyrsti leikurinn í deildabik- arkeppninni karla í knattspyrnu hófst. Yfir sjötíu leikir í deildabikar karla og kvenna verða háðir í höllinni í vetur. Verður hægt að sjá úrslit þeirra allra á heimasíðunni. Borgar Erlendsson hjá veffyrir- tækinu da Coda í Reykjanesbæ sá um uppsetningu heimasíðunnar en Bragi Einarsson hjá Grafískri hönn- un hf. hannaði hana. Heimasíða Reykjaneshallar Njarðvík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.